Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Fréttir Skoðanakönnun D V um fylgi flokkanna: Miklar sviptingar rétt fyrir kosningar - Þjóðvaki missir fylgi frá fyrri spá - Alþýðubandalagið í sókn Þjóðvaki hefur misst verulegt fylgi að undaníornu samkvæmt skoöana- könnun sem DV gerði í gærkvöldi. Alþýðubandalagið og Framsóknar- flokkur sækja í sig veðrið en fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar örlítið. Kvennalisti og Alþýðuflokkur bæta stöðu sína lítiflega. Það virðast því vera miklar sviptingar í fylgi flokk- anna fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara á morgun. Af þeim sem afstööu tóku í könn- uninni reyndust 11,0 prósent styöja Alþýðuflokkinn, 23,3 prósent Fram- sóknarflokkinn, 37,7 prósent Sjálf- stæðisflokkinn, 14,8 prósent Alþýðu- bandalagið, 4,6 prósent Kvennaiist- ann og 7,2 prósent Þjóðvaka. Miðað við könnun DV, sem birt var 24. mars síðastliðinn, hefur fylgi' Sjálfstæðisflokksins minnkað um hálft prósentustig og er nú nánast það sama og í ársbytjun. Fylgi Al- þýðuflokksins hefur hins vegar auk- ist jafnt og þétt síðan í nóvember á síðasta ári. Þá mældist fylgi flokksins einungis 4,0 prósent. Miðað við sfð- Stuttarfréttir Gallupkönnun Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt á ný á landinu öllu sam- kvæmt nýjustu könntm Gallups sem Ríkissjónvarpiö birti í gær. KönnunStöðvar2 Samkvæmt nýrri könnun sem Stöð 2 birti í gær bíða Alþýðu- flokkur og Kvennalisti nokkurt aihroö miðað við síðustu kosn- ingar og D-listi dalar. BJörfcineðnýJasMfu Björk Guðmundsdóttir söng- kona er að Ijúka við gerð nýrrar breiðskífu sem kemur í kjölfar Debut. Samkvæmt Mbl. hefur Debut selstí 3 milljónum eintaka. Aöstoð í dómskerfinu Konum sem hefur verið nauög- að er ekki tryggð lögfræðileg að- stoð til að reka mál í dóroskerf- inu. Samkvæmt RÚV er reynsla af slíkri aöstoð í Noregi góð. NeyKjaiumsur vm lUBua Sfjóm Reykjalundar vfll hætta rekstri heilsugæslustöðvar í Mos- fellsbæ, samkvæmt Mbl. EllefuviljaíMR Ellefu umsóknir bárust um stöðu rektors viö Menntaskólann í Reykjavík. Átján sóttu um stöðu skólameistara við nýjan Borgar- holtsskóla í GrafarvogL McDonaldsíHressó Síöar á árinu verður opnaður McDonalds veitingastaöur þar sem Hressó var áður til húsa. 18sækjaumBorgar- Mikili áhugi er á stöðu skóla- meistara viö hinn nýja Borgar- holtsskóla. Alls bárust 18 um- sóknir um stöðuna. ustu könnun DV hefur fylgi Alþýðu- flokksins aukist um 0,6 prósentustig. Stjórnarandstööuflokkamir bæta allir viö sig fylgi nema Þjóðvaki. Fylgi Framsóknarflokksins hefur aukist um 2,7 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liönar eru frá síðustu könnun DV. Alþýðubanda- lagið hefur aukið fylgi sitt enn meira, eða um 3,7 prósentustig. Kvennalist- inn hefur bætt stöðu sína um 0,4 pró- sentustig en sé tekið mið af könnun DV í byrjun mars hefur fylgið aukist um 1,5 prósentustig. Fýlgi Þjóðvaka hefur hins vegar minnkað verulega frá síöustu könnun, eða um 5,6 pró- sentustig. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 1.200 manns. Jafnt var skipt á milh kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuöborgarsvæðisins. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þing- kosningar færa fram núna?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari era þijú til fjögur prósentustig. Af öllu úrtakinu reyndust 7,3 pró- sent aöspurðra styðja Alþýðuflokk- inn, 15,3 prósent Framsóknarflokk- inn, 24,8 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 9,8 prósent Alþýöubandalagið, 3,0 prósent Kvennalistann, 4,8 prósent Þjóðvaka, tæplega 0,2 prósent Suöur- landslista Eggerts Haukdals, tæplega 0,2 prósent Vestfjaröalista Péturs Bjamasonar, tæplega 0,6 prósent Náttúrulagaflokkinn og tæplega 0,1 prósent Kristilega stjómmálahreyf- ingu. í skoðanakönnuninni vora 24,1 prósent aðspuröra óákveðin og 10,0 prósent neituöu að gefa upp afstöðu sína. AUs tóku því 65,9 prósent að- spurðra afstöðu í könnuninni sem er nokkru hærra hlutfall en verið hefur að meðaltaU í könnunum DV á kjörtímabilinu. Hæst varð hlutfaU- ið 71,7 prósent í upphafi kjörtímabUs- ins en lægst í janúar 1993 þegar þaö mældist 50,7 prósent. Kosningaspá DV DV hefur reiknaö út kosningaspá sem byggist á reynslunni af fyrri könnunum blaösins miöað við úrsUt kosninga. Samkvæmt spánni fengi Alþýðuflokkur 11,8 prósent atkvæða ef kosið væri núna, eða 3,7 prósentu- stigum minna en í kosningunum vor- ið 1991. Sjálfstæðisflokkur fengi 31,6 prósent, eða 7,0 prósentustigum minna en í kosningunum. Samkvæmt kosningaspá DV fengi Framsóknarflokkurinn 25,5 prósent atkvæöa, sem er 6,6 prósentustigum yfir Kjörfylgi. Alþýðubandalagið fengi 17,7 prósent, eða 3,3 prósentu- stigum meira en í kosningunum. Kvennalistinn fengi 4,9 prósent, eða 3,4 prósentustigum undir kjörfylgi. Þjóðvaki fengi 7,1 prósent atkvæða samkvæmt spánni. Ef þingsætum er skipt á miUi Uokka samkvæmt kosningaspá DV fengi Alþýðuflokkur 7 menn kjöma á þing, tapaði 3 þingsætum. Fram- sóknarflokkur fengi 17 menn kjöma, bætti viö sig 4. Sjálfstæðisflokkur fengi 21 mann kjörinn, tapaði 5. AI- þýðubandalagið fengi 11 menn kjörna, bætti við sig 2. KvennaUsti fengi 3 konur kjömar, tapaði 2. Loks fengi Þjóðvaki 4 menn kjöma á þing. Samkvæmt spánni fengu aðrir fram- boðsUsta ekki menn kjöma á þing í kosningum núna. Skekkjumörk í kosningaspánni era 1,3 prósentustig hjá Alþýðuflokki, 1,8 hjá Framsóknarflokki, 2,6 hjá Sjálf- stæðisflokki, 2,1 hjá Alþýðubanda- lagi og 1,5 þjá Kvennalista. -kaa/GHS Ummæli fólks JÉgstýð Jóhönnu. Hún fórnaði stólnum fyrir hugsjón en af því að hún er kona þarf hún að hafa helmingi meira iýrir því að sanna sig,“ sagði karl á Norðurlandi eystra. ,íig held að ég kjósi ekki núna. Stjórnmálamennirnir lofa öUu íögra og svíkja svo öU lof- orö,“ sagði kona á Reykjanesi. „Eggert Haukdal er vinur hænd- anna,“ sagði kona á Suðurlandi. , ,Okkur vantar traustan og góðan forsætisráðherra og viö Austfirð- ingar höfum möguleika á að kjósa hann,“ sagði karl á Austuríandi. „Ég er lilynnt Evrópustefnu Al- þýöuflokksins en ég vU ekki sjá Jón Baldvin þar í forystu," sagði kona á Reykjanesi. „Ég kýs D. Sjálfstæðísflokkurinn er búinn að sýna að hann á þaö skfliö," sagöi kona á Vesturlandi. „Ég kýs Jóhönnu í trausti þess að hún einbeiti sér að láglauna- og ellilíf- eyrisþegum," sagöi kona á Norö- urlandi eystra. „KvennaUstakon- umar kunna heimiUsbókhald og ' þess vegna treysti ég þeim,“ sagði kona á höfuðborgarsvæðinu. „01- afur Ragnar er skemmtileg per- sóna. Hann er skýrari en Jón Baldvin," sagði kona á Reykia- nesi. „Eg flakka miUi flokka,“ sagði karl i Reykjavík. _GHS/kaa 30 25 20 15 10 Skipan þingsæta Kosnlngar '91 6. apríl '95 Skoðanakönnun DV Fylgi flokka — samkvæmt kosningaspá — □ 24.mars'95 6. april '95 Niðurstöður skoðanakönnunar DV - til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - "4; .jfT 01 I Kosn.'91 '93 I I I '94 A Kosn.'91 I... '93 I '94 I I A Kosn.'Sl I '93 I '94 I I A Kosn.'91 ■93 1 '94 I I —|- A Kosn.'91 '93 I II I | 94 A Kosn. 91 '93 '94 I 0 A Skoðanakönnun ,DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.