Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Fréttir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Alþýðuf lokkurinn lakasti kostur til stjórnarsamstarfs Það virðist vera óravegur frá þinni stefnu sem byggist á aflamarkskerf- inu og stefnu vestfirskra sjálfstæðis- manna um sóknar- og flotastýringu. Er einhver von til þess að menn nái saman? Sjávarútvegsstefna snýst ekki um kvóta. Hún er fólgin í því aö tryggja reksturinn, vemda stofnana og sjá um aö leikreglumar tryggi sem mest athafnafrelsi. Okkur hefur tekist að snúa taprekstri í góðan hagnað viö erfiðar aðstæður. Þaö er markverður árangur heildstæðrar sjávarútvegs- stefnu. Vestfirðingar hafa ekki út- fært þessar hugmyndir sínar þannig að þaö er ekki hægt aö dæma þær. Helsti ágreiningurinn snýr að því hvort menn vilja taka áhættu af hrani þorskstofnsins eða byggja hann markvisst upp, eins og ég hef viljaö gera. Ég minni líka á að þeir Vestfirðingar leggja áherslu á einka- eign útgerðarinnaf á veiðiréttindun- um. Menn henda gjaman á lofti gagnrýni og lausnir án þess að út- færa þær. Margar lausnimar fela í sér lausn fyrir einn hóp sem bitnar á öðmm og frá því segja menn helst ekki. Kemst Sjálfstæðisflokkurinn upp með að vera með margar stefnur í sjávarútvegsmálum? Þaö er enginn ágreiningur um markmiö sjávarútvegsstefnu. Það er deilt um tæki til að framfylgja stefn- unni þar sem menn skiptast í hags- munahópa. Útgerðarmenn em ekki einn hópur manna heldur fjöldi hópa sem togast á innbyrðis. Þessi tog- streita verður alltaf til staðar. Þeir sem ætla ekki aö hefja sig upp fyrir þessa innbyröis togstreitu ná aldrei að móta heildstæða sjávarútvegs- stefnu. Krókaleyfi gengur ekki upp Grimseyingar, sem byggja afkomu sína að mestu á krókaleyfisbátum, hafa margir spáð því að á allra næstu árum leggist byggð af í eynni, miðað við skert úthald. Er þetta ekki áhyggjuefni? Ég hef frá upphafi haft vantrú á þessu banndagakerfi. Ég tel það ekki skynsamlega fiskveiðistjómun að Aiþingi ákveði með lögum hvenær menn mega sækja sjó og hvenær ekki. Varðandi krókabátana hef ég viljað aö menn leituðu leiða til að tryggja hag þeirra sem hafa haft af þessu fulla vinnu og lífsviðurværi. Ég hef veriö fus til að ræða þennan vanda við forystumenn smábátaeig- enda því ég er sannfærður um að þetta kerfi gengur ekki upp. Grímsey er mjög gott dæmi um þaö. Er það rétt aö þú hafir verið tilbúinn með reglugerð til að stöðva veiðar islenskra togara i Smugunni og Al- þýðuflokkurinn hafi stoppað þaö af? Þetta er rangt og ómerkilegur róg- ur af hálfu samstarfsmanna í ríkis- sfjóm og óskiljanlegur. Ég vildi fara aö með meiri gætni en þeir vegna þess aö ég vildi hafa samræmi í mál- flutningi okkar varöandi veiðar utan lögsögu þannig að röksemdafærsla okkar á erlendum vettvangi stangaö- ist ekki á eftir því hvar við værum aö gæta hagsmuna okkar. Langsam- lega stærstu hagsmunir okkar snú- ast um veiðar á Reykjaneshrygg og í Síldarsmugunni og ég vildi ekki veikja varðstöðu okkar um þau rétt- indi með misvísandi málflutningi. Ég harma þá afstööu sem Alþýðu- flokkurinn hefur tekið varðandi Vandinn er sá aö það sem einum er fært er frá öðrum tekið. Alþýðuflokkurinn er með það á stefnuskrá að taka upp veiðileyfa- gjald og festa í stjórnarskrá eignar- rétt þjóðarinnar á fiskstofnunum. Fiskstofnar eru sameign þjóðar- innar og ég hef verið þeirrar skoðun- ar að að festa eigi þá gmndvallar- reglu í stjórnarskrá. Varðandi auð- lindaskatt þá er ég andsnúinn hon- um. Menn munu ekki hætta að henda fiski með því að gera kvótana dýrari heldur hvetja til þess. Skatturinn myndi rýra kjör sjómanna því þetta eykur kostnað útgerðarinnar. Er ekki þátttaka sjómanna í kvótakaup- um nægjanlegt vandamál fyrir þótt ekki verði bætt gráu ofan á svart með því að gera kvótann enn dýrari? Það er sama hvar á þetta stefnumið Alþýðuflokksins er litið, þaö gengur gegn hagsmunum sjómanna og út- gerðarmanna. Þaö sem verið er að tala um af hálfu Alþýðuflokksins er að bæta þessari skattlagningu ofan á þau kvótakaup sem eiga sér stað milli útgerða. Það sér hver heilvita maður í hvert óefni væri komið ef þetta bættist viö. Veiðiréttur er verðmæti Því er mikið haldið á lofti að kvóti gangi í erfðir sem sönnun þess að fiskstofnar séu í raun eign útgerðar- manna? Það hefur ekkert breyst í þessu efni. Við erum hér bæði með sóknar- mark og aflamark og í báðum tilvik- um er veiðirétturinn bundinn við skip svo sem verið hefur frá aldaöðh - sóknarmark breytir engu þar um. Veiðirétturinn felur í sér verömæti og það er eðliiegt að útgerðarmenn greiði skatt af þeim verðmætum með sama hætti og aðrir landsmenn og það væri rangt að undanskilja þá. TriRur sem veiða í banndagakerfi era verðmætari en þær sem em utan þess. Það myndi enginn telja það sanngirni aö við fráfall trillukarls eigi aö taka veiðiréttinn af bátnum en skilja skuldimar einar eftfr fyrir erfingjana. Það heyrast þau sjónarmið að við siglum hraðbyri hér inn i lögregluríki þegar litið er til sjávarútvegsins. Þaö er af og frá aö hér ríki einhver refsigleði í þessu eftirliti. Það er sama hvaöa fiskveiðistjómunarkerfi við ætlum að hafa, við verðum að tryggja aö allir fari eftir leikreglunum. Eg hef veriö þeirrar skoðunar að við náum ekki tökum á þessum vanda nema í nánu samstarfi sjómanna og útgerðarmanna. Allt að 6 ára fangelsi fyrir að veiða þorsk - er það ekki fullharkaleg með- ferð? Þaö er engin refsing fyrir að veiða þorsk. Þaö koma viðurlög ef menn hafa margítrekað brotið löggjöfina. Þá getur í algjörum undantekning- artilvikum komið til þess. Þeir sem ekki vilja viðurlögvilja ekki leikregl- —_______________________________ Þegar þorskstofninn er kominn í jafnvægi verður þá kvótakerfið óþarft? Þaö verðum viö að meta þegar þar að kemur. Það fer eftfr því hvert hlut- fallið er á milh sóknargetu fiski- skipaflotans og afrakstursgetu fisk- stofnanna. Kvótakerfið er ekki heh- agt, það er bara verkfæri til að ná ákveðnum markmiðum. Kvótakerfið er ekki heilagt, aðeins tæki til að ná markmiðum, seglr sjávarútvegsráðherra. DV-mynd GVA hagsmtini okkar á Reykjaneshryggn- um og í Síldarsmugunni vegna þess að hann hefur verið að styðja rán- yrkjustefnu Evrópusambandsins og viö kunnum aö veröa næstu fómar- dýr ESB. Meðalaldur úreltra skipa 17 ár Það hefur verið gagnrýnt að nýir bátar hverfi úr rekstri vegna þeirra reglna sem gilda um úreldingu og gömlu koppamir sitji eftir. Hefur okkur mistekist i úreldingunni? Meðalaldur þeirra skipa sem fá úreldingarstyrki er 17 ár. Þessi gagn- rýni á því ekki við rök að styöjast. Nú hyggst íslenski loðnuflotinn halda til veiða í Sildarsmugunni i óþökk Norðmanna. Styður þú þær fyrirætl- anir? Ég tel mjög eðhlegt að viö hefjum þama veiðar. Við erum búnir að leggja á það áherslu í mörg ár aö taka upp viðræður við Norðmenn og í raun strandar ekki á öðm í því sam- bandi en að ljúka deilum í Smug- unni. Mesti vandinn verður ekki sá að semja viö Norðmenn um þessar veiðar. Vandinn verður sameiginleg Yfirheyrsla Reynir Traustason barátta Norðmanna og íslendinga viö aö koma í veg fyrir að aðrar þjóð- ir sem ekki eiga sögulegan rétt á þessum veiöum troði sér inn í veiðar þama og rýri þar með okkar hlut. Hvaða flokkar er ákjósanlegastir til samstarfs viö eftir kosningar með tilliti til sjávarútvegsstefnu þeirra? Ég held aö það eigi aö vera ágætur gnmdvöhur th samstarfs á milli flestra flokka. Ég tel þó að stefna Alþýðuflokksins í efnahags- og sjáv- arútvegsmálum gangi þvert á hags- muni sjávarútvegsins og því vhdi ég síst semja við þann flokk. Hann vhdi festa gengi krónunnar í byijun þessa kjörtímabils sem hefði þýtt algjört rekstrarhmn sjávarútvegsins. Hann vhl færa yfirráð yfir fiskveiöiauð- lindinni th Brussel. Hann vhl binda íslensku krónuna við evrópsku myntina sem stangast á við hags- muni sjávarútvegsins sem er háður öðrum sveiflum en þýski iðnaðurinn. Aörir flokkar em fyrst og fremst að tala um lagfæringar og ég tel að lögin þurfi að bæta og laga að nýjum að- stæðum á hveijum tíma. Því ætti að vera auövelt aö semja við þá. Ertu sammála stefnu Framsóknar- flokksins í sjávarútvegsmálum? Hann hefur yfirleitt fylgt nokkuð ábyrgri stefnu í þeim efnum en nýleg dæmi sanna aö hann er á bólakafi í hagsmunatogi milh einstakra hópa útvegsmanna eins og aðrir. Davíð Oddsson sagði í sjónvarpsþætti að 10 þúsund tonn af veiddum þorski, til eða frá, skiptu ekki máli. Þessi orð vom sögð í þvi samhengi að króka- veiðar væru umhverfisvænar. Ertu sammála þessum skoðunum for- mannsins? Við sýndum þaö með síðustu breyt- ingu á fiskveiðhöggjöfinni að við færðum 18 þúsund lestir frá afla- marksbátunum th krókabátanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.