Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 31 Fréttir Þau mistök uröu við birtingu myndar frá leikskólanum Kríla- koti á Dalvík hér í blaðinu sl. miðvikudag aö í myndatexta sagði að hún væri frá Siglufirði. Myndin var tekin á dögunum er hinir árlegu „Vetrarleikar Kríla- kots“ fóru fram en þá er jafnan mikið um dýrðir í Krílakoti. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Norðurland: Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Nú í vikunni hefur mikill fjöldi Norðlendinga lagt ieiö sína á þá staði þar sem bægt er kjósa utan kjörfundar og hefur tala þeirra sem greitt hafa atkvæði í kosn- ingunum td. tvöfaldast á Akur- eyrí á 2-3 dögum. Talsvert á sjötta hundrað hafði i gær greitt atkvæöi hjá sýslu- manninum á Akureyri, um 150 á Húsavík og rúralega 80 á Ólafs- firði, Á Norðurlandi vestra var; utankjörfundaratkvæðagreiðsla einnig góð, um 150 höfðu greitt atkvæði á Sauðárkróki, 115 á Siglufirði og yfir 80 á Ólafsfiröi. Veðurstofan gerir ráð fyrir ágætis veðri á Norðurlandi á laugardag og ætti hvorki veöur né færö að hamla þvi aö kjósend- ur komi á kjörstað. Atkvæði í Norðurlandskjördæmi eystra verða talin í íþróttahöllinni á Akureyri en í Norðurlandskjör- dæmi vestra verður talið á Sauð- árkróki. fólkíheims- Eyþór Eövarðsson, DV, HoHandi: Níu fulltrúar frá íslandi tóku þátt í alþjóðlegri hárskera- og hárgreiðslukeppni um Gúllna túlípanann sem haldin var í Ufrecht í Hollandi um helgina. i dömuílokki kepptu Þórdís Hclgadóttir, Þuriður Halldórs- dóttir, Birna Jónsdóttir og Sigríð- ur Einarsdóttir og í herraflokki kepptu Sigurkarl Aðalsteinsson, ' nar Diðriksson og Viktoría Guðmundsdóttir. í flokki sveina kepptu Gunnhildur Erlingsdóttir og Hlynnr Stefánsson. Farar- stjóri var Lovísa Jónsdóttir. Alls tóku um 148 keppendur þátt, 78 í dömuflokki og 70 í herraflokki. Hollendingar unnu íýrsta sætið í herraflokknum, Frakkar lentu í öðru sæti og Þjóðverjar í því iðja. í dömuflokki sigruðu Rússar, Hollendingar urðu S öðru sæti og þjóðverjar í þriðja. ís- lensku keppendumir lentu um miðjan hópinn. Að sögn Sólveigar Leifsdóttur, sem ásaml Vagni Boysen var dómarí í keppninni, stóðu ís- iensku keppendurnir sig mjög vel að íslenskt fagi'ólk á þessu sviði Athugasemd við „leiðréttingu" Blaðinu hefur borist eftirfarandi: Vegna „leiðréttingar“ í DV í dag 5.4., vegna fréttar í DV 3.4. sl. um málssókn mína og félaga míns á hendur ríkissjóði vegna málefna sem varða Þjóðminjasafn íslands, óska ég eftir að eftirfarandi verði birt í blað- inu sem fyrst. í úrskurði stjómar Arkitektafélags íslands, dags. 6.3. 1995, segir svo: „Stjórn Arkitektafélags íslands telur að ögmundur Skarphéðinsson hafi gerst brotlegur við 8. grein siðareglna A.I., en hún hljóðar svo: „Árkitektum ber að rækja góðan félagsanda í hvívetna. Arldtekt má aldrei gerast til að troöa sér inn í samningagerðir verkkaupa og ann- ars arkitekts. Verði arkitekt þess vís- ari eða þykist hafa ástæðu til aö ætla, að verk, sem hann hyggst takast á hendur, hafi áður verið fahð starfs- bróður hans, skal hann grennslast fyrir um það hjá honum, hvort hann og verkkaupi hafi lokið viðskiptum sínum á þann hátt, að heiðarlegt geti talist gagnvart þessum starfsbróöur að taka verkið að sér. Ef svo er ekki og afráði hann samt að taka verkið að sér, ber honum tafarlaust að skýra starfsbróður sínum frá þeim ásetn- ingi sínum." I niðurlagi greinargerðar stjómar A.í. segir ennfremur: „Stjóm A.í. telur það ámælisvert af Ögmundi Skarphéðinssyni að hafa ekki með óyggjandi hætti rækt þann félagsanda sem siðareglur A.í. ætla mönnum að gera og tilkynnt Stefáni Emi og Grétari formlega um áfomi sín um frekari vinnu fyrir Þjóð- minjasafnið, ekki síst í ijósi undan- gengins kærumáls sömu aðila vegna fyrri verkefna Ögmundar fyrir Þjóð- minjasafnið." Stefán örn Stefánsson Vinni imm ngstöiur mióvikudaqinn: 05.04.1995 ViNNiNGAR FJÖLDt UPPHÆÐ VINNINGA A HVERN VINNiNG B aate 2 22.422.500 n| 5 af 6 Lfl+bónus 0 612.431 3 5a.6 1 259.070 J 4 af 6 217 1.890 d 3 af 6 EJ3+bónus 837 210 Iffl uinningur fór til Noregs og Svíþjóðar Aöaltölur: Heildarupphæð þessa viku 46.302.401 á isi.r 1.457.401 1-6Ö1511 \ W10OQ- TEXTAVARP 451 $IBt mo FVBIAVABA U« Umdæmi sýslumannsins í Reykjavík: Á f immta þúsund haf a kosið utan kjörf undar Á fimmta þúsund manns hafa kos- ið utan kjörfundar í umdæmi sýslu- mannsins í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í gær. Hér er um að ræða Reykjavík, Seltjamames, Mos- fellsbæ, Kjalames og Kjós. Rúnar sagði að miðað við sama tíma fyrir borgarstjórnarkosningamar á síð- asta ári sé þátttakan nú um 70 pró- sent - þá hefði hins vegar nánast verið komið sumar og fólk meira á faraldsfæti. Á áttunda hundrað manns kusu utan kjörstaðar að Engjateigi í fyrra- dag en þar hafa nú rúmlega þrjú þúsund manns kosið. Um 500 manns hafa kosið á stofnunum og sjúkra- húsum en 800 aðsend atkvæði hafa borist, frá útlöndum og utan af landi. Reiknaö er meö fjölda utankjör- fundaratkvæöa í dag. Um 70 þúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. -Ótt 500 páskaegg frá SB8S3 í verðlaun Taktu þátt í skemmtilegum leik meö Sparihefti heimilanna og þú getur átt von á aö vinna gómsætt páskaegg frá Nóa Síríusi. Allt sem þú þarft aö gera er aö hringja í 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um Sparihefti heimilanna sem nú hefur veriö dreift í öll hús á höfuööorgarsvæöinu. Þann 12. april næstkomandi veröur dregiö úr pottinum og hljóta hvorki meira ná minna en 500 heppnir þátttakendur páskaegg frá Nóa Síriusi í verðlaun. Þú sem þátttakandi f leiknum getur kannaö hvort þú sért einn af þeim heppnu meö því aö hringja í síma 99-1750 frá 12. april næstkomandi. Páskaeggin -eröa afhent vinningshöfum laugardaginn 15. apríl. HEIMILANIMA ..MMWMMMHHMW MMMMMMMM llh^ Jibbí! Dagar ríkisst3órnarixmar eru taldir! X-B Samband ungra íramsóknarinanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.