Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 15 Hvers vegna Ríkisútvarp? „Útvarp í almannaþágu grundvallast á því að vera öllum eitthvað ein- hvern tima,“ segir m.a. í grein Harðar. - Á fréttastofu Útvarps. Undanfarið hafa farið fram skoð- anaskipti í DV um rekstrarafkomu Ríkisútvarpsins á síðasta ári. Haft var viðtal við Jafet S. Ólafsson, útvarpsstjóra íslenska útvarpsfé- lagsins hf„ sem telur hallarekstur Ríkisútvarpsins „neðan við allar hellur". Ennfremur ségir Jafet: „RÚV getur frestað því að rekstr- artapið lendi á skattgreiðendum með því að taka lán.“ Ávísað á eigiðfé Hér er því til að svara að ætlunin er ekki að dreifa umræddum halla á skattgreiðendur, enda er Ríkisút- varpið sem betur fer ekki í neinni stöðu til þess. Samkvæmt sam- stæðureikningi Ríkisútvarpsins, sem verið er að loka þessa dagana, stefnir í 69 millj. króna haUa á síð- asta ári. Þegar hafa verið geröar ráðstaf- anir til þess að umræddur halli, sem er 3,2% af veltu, verði jafnaður í rekstri yfirstandandi árs. Undir- ritaður er ekki talsmaður þess að farið sé fram úr þeim fjárheimild- um sem Ríkisútvarpinu eru settar í íjárlögum. Á hitt er rétt að benda að fjárlög gengu út frá 49 millj. kr. halla og var þar nefnt „ráðstöfun eigin fjár“. Áætlaðar afskriftir ársins voru 55 millj. kr. þannig að 89% þeirra afskrifta er fyrirfram ráðstafað í „almennan rekstur eða dagskrár- gerð.“ Þama er því 49 millj. kr. KjáUaiirm Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Rikisútvarpsins halh fyrirfram ákveðinn af Alþingi sjálfu. Hér er átt við rekstur Út- varps og Sjónvarps en fram- kvæmdasjóður, sem er fjárfest- ingasjóður, er ekki tahnn með. Hér er í rauninni ávísað á eigið fé Rikisútvarpsins og þar er í sjálfu sér af miklu að taka, meiru en víða annars staðar. í almannaþágu Að mínu mati á Ríkisútvarpið ekki aö skUa rekstrarafgangi í krónum taUð og reikningum þess á ekki aö loka með halla. Arðsúthlut- un þess fer fram með því að ráð- stafa öUu því sem unnt er til dag- skrárgerðar og dreifikerfis, svo að landsmenn alhr geti notið dag- skrárinnar. Útvarp í almannaþágu (PubUc Service Broadcasting) grundvaUast á því að vera öUum eitthvað ein- hvem tíma. Þetta er sérstaða Ríkis- útvarpsins hér á landi. Þetta eru þau höfuðmarkmið sem Ríkisútvarpið var stofnað til að sinna. Þau eru í fuUu gUdi enn og á þeim er góður skilningur innan stofnunarinnar. Margir hafa undanfarið gagnrýnt innheimtu afnotagjaldsins sem er lögbundinn höfuðtekjustofn Ríkis- útvarpsins. Útvarps- og sjónvarps- rekstur er kostnaðarsöm starf- semi, einkum fyrir jafn fámenna þjóö og við íslendingar erum. Rík- isútvarpið var stofnað til þess að nýta nýja leið sem lá beint inn á heimUi landsins. Að mörgu leyti eru forsendur þær sömu og vom við stofnun Rík- isútvarpsins árið 1930. Kostnaður við slíkan rekstur er enn ekki á margra færi þótt tæknin hafi breyst. íslensk stjórnvöld hafa lagt ýms- ar sérstakar skyldur á rekstur Rík- isútvarpsins, skyldur sem ekki hefði verið hægt að rækja án af- notagjaldsins. Ákveðin vísbending Meginskyldumar eru hvers kon- ar íslensk dagskrárgerð sem hljóð- varps og sjónvarpsstöövar í einka- rekstri hafa ekki enn haft bolmagn tU að sinna í verulegum mæh. Engum hefði dottið í hug að láta einkareknar stöðvar bera afnota- gjöld elh- og örorkulífeyrisþega. Sú niðurfelling losar 200 mUlj. kr. á ári án virðisaukaskatts og hennar njóta hátt á níunda þúsund skjól- stæðingar Tryggingastofnunar rík- isins. Að sjálfsögðu er þetta gert á kostnað þeirra sem greiöa afnota- gjöld. Á árangur RUdsútvarpsins í þjónustu við landsmenn legg ég ekki dóm enda teldist sá dómur varla óhlutdrægur. Hitt líggur fyrir að Ríkisútvarpið kemur sterkt út úr áhorfs- og hlustendakönnunum og er það að sjálfsögöu ákveðin vís- bending um að ekki falli útsending- ar þess almennt í grýtta jörð. Hörður Vilhjálmsson „Að mörgu leyti eru forsendur þær sömu og voru við stofnun Ríkisút- varpsins árið 1930. Kostnaður við slík- an rekstur er enn ekki á margra færi, þótt tæknin hafi breyst.“ Hugleiðing um Kvásarvalsinn: Húmor á húmorlausum tímum Mér datt í hug enska hugtakið WIT, sem merkir fyndni gædd and- ríki, þegar ég horfði og hlýddi á nýjasta verk Jónasar Amasonar, Kvásarvalsinn. Þetta verk er algert listaverk og svo skemmtUegt frá upphafi til enda að það minnir á það þegar notið var fyndni og drep- hlægilegra atriða í kvikmyndum og leiksýningum á „þessum gömlu góðu dögum". - Hvað sagðirðu, maður? Farðu nú varlega. Heimspekileg ádeila Nútíminn - dagurinn í dag - býð- ur e.t.v. upp á meiri aðhlátur og meira spaug en nokkru sinni hefur áður tíðkast. Meira að segja kenn- araverkfaUið, sem setti samfélagið á hvolf, var hlægUegt - kostulegt - og kæmi manni ekki á óvart að samið yrði leikrit - háðulegt, um lífsviðhorf þessarar nýstéttar sem kaUar sig kennara. Sýningin - Kvásarvalsinn - varð meira og meira spennandi og kraft- urinn hélst (Skagaleikflokkurinn er magnaður). Höfundur leikritsins var óviðjafnanlegur í hlutverki síra Áma Teitssonar. Atvinnuleikari í Metropohs Reykjavík hefði ekki gert betur - ekki einu sinni sá ramkaþólski Gunnar Eyjólfsson (enskmenntað- ur í J. Arhur Rank-stU). En Jónas minnti nefnUega á enskan karakt- erleikara sem hvergi verður á í messunni. Leikstjórinn, hún Inga Bjamason, er auðsæUega lagin við KjaUaiiitn Steingrímur St. Th. Sigurösson listmálari og rithöfundur að laða fram hæfni. Það kemur greirúlega fram í hlutverkum rosknu kvennanna: Annars vegar Ólínu Olgu Pedersen sem leikin er af Auði Sigurðardóttur. Hins vegar Freydísar Salómonsdóttur sem Guðbjörg Ámadóttir fer með. SnjöU tUsvör; ámóta hnyttin og koma fram í verkum Bernards Shaws og Oscars WUdes - ekki síðri tílsvör kveða við í eyrum. Jónas á sér fáa Uka. Hann er makalaus. Penni hans er eins og músík á köflum. Ég leyfi mér nú að nota ensk hugtök um mismun- andi gerð húmors: a) sarCasism, b) cynicism, c) irony, d) wit, en öll þessi afbrigði húmors birtast í leik- riti Múlans. Kvásarvalsinn er heimspekUeg ádeila og yfirmáta leikrænt stykki, smekklega stjórnaö af Ingu Bjama- son, sem ég nánast hélt að væri of hátíðleg tU að ráða við húmor Jón- asar. Leikstjóri gefur aUtaf líftón í leikverk sem hann stjórnar. Ályktun: EUiheimiU eiga ekki að vera til - þau era niðurlægjandi fyrir hraustar og lífsreynslufuUar sáUr, niðurlægjandi fyrir fólk með lífs- hvöt. Langtum betra er að leyfa þessu fóUd að njóta sem oftast sæludaga á Hótel Örk og gera þar kínverskar leikfimiæfingar, sem ku hafa áhrif á hormónakerfið, undir stjóm heimsmannsins og al- vörumannsins Sigurðar Guð- mundssonar frá Hvanneyri sem kann að gefa rosknu fólki lífsvon. Hvernig þá? Með einhveijum töfra- sprota. Þegar ég var í sveit hjá Þórami Eldjám, föður Kristjáns heitins forseta, á Tjörn í Svarfaðardal sumarið 1936 - þá ellefu vetra gam- aU, var þar níræður ráðsmaður - gamalt hörkutól, sem minnti á gen- erálinn finnska von Mannerheim, sem tók þátt í styijöldum fram á grafarbakkann. Jón kenndi mér aö slá með orfi og ljá og gaf mér ákveð- ið sjálfstraust sem ég hef búið að aUa tíð síðan. Það hefði ekki klætt garpinn Jón að deyja drottni sínum á elUheimiU. Sýnt var á Logalandi í dæmi- gerðri vetrarhörku. Glerhált var á öUum vegum en Borgaríjörðurinn aðkomugóður að vanda og gæddur töfrum. Skagaleikflokkurinn og Jónas MÚU eiga aUt gott skiUð fyrir þessa glæsUegu sýningu. Steingrimur St. Th. Sigurðsson „Meira aö segja kennaraverkfalliö, sem setti samfélagiö á hvolf, var hlægilegt - kostulegt - og kæmi manni ekki á óvart aö samið yröi leikrit, háðulegt, um lífsviðhorf þessarar nýstéttar sem kallar sig kennara.“ Meðog Lögmál „A undan- gengnum tveimuráram hefur verö á nautakjöti fariö lækk- andivegnaof- framboðs. Þar af leiðandi hefur verðið faUið. Núna hefur fram- GuómurKlur Lárusson, formaöur kúabaenda. boðiö minnkað vegna þess að menn sáu ekki hag i að framleiða á því verði sem hefur veriö í gildi. Þess vegna, á sama hátt og verðið fór niður vegna ástandsins á markaðnum, fer veröið upp vegna vöntunar á markaðnum. Þetta eru einfaldlega lögmál markaöarins um framboö og eft- irspum sem ráða ferðinni. Verðið lækkar síðan ekki aftur fyrr en ofiVamboð veröur á ný. Útflutningur á 10 tonnum af nautakjöti til Bandaríkjanna hafði engin áhrif á þessa hækkun og það er firra að halda því fram að 300 tonnum hafi verið slátraö vegna þessa. Tíu tonnin era af þijú þúsund tonna markaði. Menn sjá það í hendi sér að lítil tiu tonn hafa ekkert að segja hér á Islandl. Framboð mitt fyrir Alþýðu- bandalagið á Suðurlandi hafði að sjálfsögðu engin áhrif á þessa hækkun. Ástandið á markaðnum er einfaldlega þannig aö það kall- ar á veröhækkun, alveg burtséð frá því hvar ég stend í pólitík.“ Tvísýnn gjörningur „Það hlýtur aðverakeppi- kofli kúa bænda að reyna að halda stöðugu verði eins hefur verit öðrum Jand- búnaðarvör- um og reyna með þeim hætti að auka tiltrú neytenda á stöðugleika á bæði verði og fram- leiöslu á nautakjöti. Það þarf að auka gæðin til að öðlast betri markaðsstööu. Gæðin eru n\jög mismunandi ög það er tvísýnn gjömingur að hækka verð á kjöti á sama tíma og gæðin era greini- lega lakari. Einn þátturinn í hækkuninni núna er sá að menn hafa með handafli tekið út af markaðnum a.m.k. 300 tonn af nautakjöti í frystingu til að reyna að þrýsta verðinu upp. Memi halda þvi síð- an fram að þama ráði markaðs- lögmálin. í mínum huga ráða ekki markaöslögmál þegar menn standa í svona gjörrúngi. Það er ekki bara að menn séu að þrýsta á um verðhækkun heldur einnig að rýra gæði gagnvart íslenskum neytendura einraitt þegar á þarf að halda aö auka gæðin. Frysting er geymsluaðferö sem iliu heilli rýrir ætíð gæðin. Mér finnst þaö dapurleg stað- reynd að á Suðurlandi séu stund- aðar atkvæðaveiðar fyrii' þing- kosningarnar af hálfu Alþýðu- bandalagsins og fomtanns kúa- bænda á kostnað alira neytenda á íslandi. Með þessum gjöming- ran era menn að slá sig til ridd-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.