Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokki: 4. flokki 1992 - 6. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. C&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00 Norræna skólasetrið á Hvalfjarðarströnd á í verulegum rekstrarerfiðleikum. DV-myndir Garðar Norræna skólasetrið í Hvalíirði: Hörð gagnrýni á reksturinn Auglýsing um innlausn hlutabréfa í Fj árfes tingarfélagi Islands hf. og Féfangi hf. í framhaldi af ábyrgðarbréfi sem íslandsbanki hf. sendi hluthöfum Féfangs hf. og Fjárfestingarfélags íslands hf. þann 10. febrúar 1995 um innlausn allra hlutabréfa í félögunum, eru hluthafar hvattir til að framselja hlutabréf sín íslandsbanka hf. á skrifstofu Glitnis hf. Ármúla 1, Reykjavík, 3. hæð, samanber áður sent ábyrgðarbréf þar að lútandi, fyrir 10. aþríl 1995, sbr. 24. grein laga nr. 2/1995 um hlutafélög. ÍSLANDSBANKI Garðar Guðjónsson, DV, Akranesú Harðri gagnrýni var beint að Sig- urlín Sveinbjamardóttur, fram- kvæmdastjóra Norræna skólaseturs- ins á Hvalfjarðarströnd, á hluthafa- fundi sem haldinn var 2. apríl. Sigur- lín segir að fullnægjandi svör við spumingum hluthafa verði veitt fyr- ir aðalfund fyrirtækisins 29. apríl. Sveitarfélög, fyrirtæki, félög og einstaklingar á Akranesi og í Borgar- firði era hluthafar í Norræna skóla- setrinu. Reksturinn hófst sl. haust en á nú þegar undir högg að sækja Sigurlin Sveinbjarnardóttir. íjárhagslega. Gagnrýnt var á hlut- hafafundinum að rekstraráætlanir hefðu ekki staðist og aö bókanir væru mun minni en vonir hefðu staðið tíl. Hluthafafundurinn 2. apríl var haldinn að kröfu Búnaðarfélags Hvalfjarðarstrandarhrepps til þess að ræða störf framkvæmdastjóra og stjómar. Störf Sigurlínar vora þar harðlega gagnrýnd. Hún segir að erf- iðleika í rekstri megi m.a. rekja til þess að stofnkostnaður hafi farið 10% fram úr áætlun og aðrar ytri aðstæð- ur hafi reynst óhagstæðar. Auglýsingin gegn Halldóri Asgrímssyni: Meira til gamans gert - segir formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna „Málið er mjög einfalt. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur verið með mjög öfluga kosningabaráttu og menn þurfa að koma ýmsu að. Viö höfum ekkert legið á þeirri skoðun okkar að Framsóknarflokkurinn, eins og hinir félagshyggjuflokkamir, hefur verið mjög óábyrgur fyrir þess- ar kosningar og í stjómarandstööu líka. í svona bíóauglýsingu hafa menn mjög lítinn tíma, aöeins nokkr- ar sekúndur. Okkur þótti því þetta ekkert eiga verr viö Framsóknar- flokkinn heldur en eitthvaö annað,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, um auglýsingu sam- bandsins þar sem Halldór Asgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, er látinn baula. - Hvað á það að tákna að láta mann baula í auglýsingu? „Þetta er nú að vísu meira til gam- ans gert. Það era sett þama saman ýmis ummæli frá vinstri flokkunum sem segir okkur það að þarna er fyrst og fremst bara um óábyrgt tal að ræða, yfirboð og loforð.“ - Á þetta að vera einhver tenging Framsóknarflokksins við bændur eða landbúnaöinn að láta formann flokksins baula? „Nei.“ - Þykja ykkur það mannasiðir að líkja fólki viö nautgripi með því að láta það baula í auglýsingu? „Það sjá allir að þessi auglýsing er gerð út á grínið. Húmorinn má aldrei vanta hvorki í kosningabaráttunni né annars staðar. Ég held að menn þurfi ekki aö vera ipjög sárir eða taka það þannig að þaö sé veriö aö líkja þeim við nautgripi. Það er alls ekíd veriö aö gera,“ sagöi Guölaugur Þór. Akstur á kiörstað 3 a akstur tilogti ísíma 551-7444, íafnframt í kosnir 'fiseötu 33. ienn eru hvattir til að mæta, athugið breyttan samkomustað Framsóknarflokkurinn íReykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.