Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Fréttir Nýr lögfræðingur ráðinn til ASI: Miðstjóm fékk ekki að vita hverjir sóttu um - margir umsækjenda óskuðu nafnleyndar, segir forseti ASI Til aUsnarpra oröaskipta kom á miðstjórnarfundi Alþýðusambands íslands síðastliðinn miðvikudag vegna þess að miðstjórnarmönnum var neitað um upplýsingar um hverj- ir sóttu um stöðu lögfræðings ASÍ, aðrir en sá lögfræðingur sem ráðinn var. Pjórtán aðrir lögmenn sóttu um stöðuna. Deildu menn um þetta í um eina klukkustund á miðstjórnar- fundinum. DV hefur heimildir fyrir því að mikU óánægja sé hjá ákveðn- um miðstjórnarmönnum vegna þess- arar málsmeðferðar. Kolbrún Sævarsdóttir var ráðin lögfræðingur sambandsins og var sú ráðning óumdeUd. Hún tekur við af Bryndísi Hlöðversdóttur sem tekið hefur sæti á Alþingi. „Það voru engar deilur um lög- fræðingsmálið. Menn voru með svo- litlar ýfingar um málsmeðferð," sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, þegar DV ræddi við hann um þetta mál. Hann var þá spurður hvers vegna miðstjómarmenn hefðu ekki fengið að vita hverjir sóttu um stöðuna: „Þaö var búið að fela ákveðnum hópi manna að gera tillögur vegna ráðningar lögfræöings og þaö var gert alveg nákvæmlega með þeim hætti sem til stóð samkvæmt fyrri samþykkt miðstjórnar. Þegar máhö kom svo upp aftur og gengið var frá ráðningunni vildu menn fara aö taka upp aðra hætti en áður höfðu verið ákveðnir. Ég var hins vegar ekki til í það vegna þess að ýmsir sem sóttu um stöðuna báðu um nafnleynd og við urðum við því,“ sagði Benedikt Davíðsson. Þess má geta aö búið er að afnema nafnleynd hjá hinu opinbera þegar sótt er um auglýstar stöður. Höföabakkabrúin að opnast: Tígulgatnamót eru plássminni og ódýrari - segir gatnamálastjóri „Menn frá fisksjúkdómanefnd eru að leita í Elliðavatni og Hólmsánni, sem fellur í Elliðavatn, og kanna hvort smit sé komið þangað. Það er örugglega lokað fyrir laxastigann og enginn samgangur á milh. Eg held aö ekkert hafi fundist þar fyrir ofan. Nú eru menn aö bíða og sjá hverju fram vindur. Við vonumst til að þetta sé einangraö og smitið fari ekki víð- ar,“ segir Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Hátt í einn mánuður er síðan kýla- veikin uppgötvaðist fyrst í Elhðaán- um en nokkrar vikur tók að fá niður- stöður úr greiningum. -GHS Nei „Þaö er ekki ástæða til að byggja flóknari og dýrari gatnamót, eins og slaufugatnamót, þegar tígulgatna- mót uppfylla allar kröfur um af- kastagetu og eru ódýrari en slaufu- gatnamót. Hvar ættum við að koma slaufugatnamótum fyrir?" segir Sig- uröur Skarphéðinsson gatnamála- stjóri. Taka minnapláss „Tígulgatnamót taka mun minna pláss en slaufugatnamót og þarna er farið inn á lóð Mjólkursamsölunnar, íslenskra aðalverktaka og Hús- gagnahaUarinnar. Það hefur alltaf legið fyrir að mislægu gatnamótin þarna yrðu að öllum líkindum af þessari gerð,“ segir Sigurður. Engar slauf ur - ekkert pláss Brúin samstarfs- verkefni Bygging Höfðabakkabrúar er sam- starfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar en eins og sjá má á myndum hér á síðunni er afar þröngt um gatnamótin. Bygging brú- arinnar, með römpum frá Vestur- landsvegi upp á Höfðabakka og frá Höfðabakka inn á Vesturlandsveg, kostar um 500 milljónir króna og er hún alfarið kostuð af ríkissjóði. AUar framkvæmdir á svæðinu við Höfðabakka, sem staðið hafa undan-: farið, það er bygging mislægu gatna- mótanna, breikkun Vesturlandsveg- ar og breikkun Miklubrautar, kosta tæpar 1.300 miUjónirkróna. -GHS Mislægu gatnamótin við Höfða- bakka eru svokölluð tígulgatnamót, með fjórum römpum frá Vestur- landsvegi upp á Höfðabakka og frá Höfðabakka niður á Vesturlandsveg. Gatnamálastjóri segir að alltaf hafi legið fyrir að tígulgatnamót yrðu byggð á þessum stað þar sem ekki sé pláss fyrir slaufugatnamót. DV-myndir JAK Þarf aö auka þátttöku kvenna í stjórnmálum? ,r o d d FÓLKSINS 904-160 Smit kannað í Elliðaám Stuttar fréttir GATT-lögum breytt? Formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis telur koma til greina að breyta nýsett- um lögum um GATT, sérstaklega varðandi úthlutun á ostkvóta. Bylgjan sagði frá þessu. Besta heimasíðan Bandaríska fyrirtækið Point Survey telur heimasíðu útgáfu- fyrirtækisins Iceland Review á Internetinu eina af fimm bestu. Iceland Review birtir þar daglega fréttir frá íslandi á ensku, skv. RÚV. Gjaldeyristekjur Gjaldeyristekjur af ferðaþjón- ustu hafa aukist um 25% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tima í fyrra, að sögn RÚV. Bréftilfimmára Fjármálaráðuneytiö hefur gefiö út óverðtryggð ríkisverðbréf og verða þau boðin út 20. september. Samkvæmt Bylgjunni hafa bréfm verið til þriggja ára fram að þessu en verða nú til fimm ára. Margeirsigraði Margeir Pétursson sigraði á borgarskákmótinu sem haldiö var í Ráðhúsinu í dag. Jóhann Hjartarson og Jón Garðar Viðars- son komu næstir. Flísar úr Búðardalsleir Dalamenn ætla að koma upp verksmiðju til aö framleiöa flísar úr Búðardalsleir. Stöð 2 greindi frá þessu. Þjófar sækja út á land Lögreglumaöur á Hólmavík segir að innbrotsþjófar sæki á litla staði úti á landi þar sem lög- gæsla er ekki allan sólarhring- inn. Þetta kom fram í Útvarpinu. Prófessoríguðfræði Forseti Islands hefur skipað dr. Gunnlaug A. Jónsson prófessor í guðfræði frá 1. ágúst. Starfslaunveitt Reykjavikurborg hefur veitt Ástu Ólafsdóttur, Áskeli Mássyni og Leifi Þórarinssyni starfslaun. Aðaif undur kúabænda Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn að Hvanneyri í Borgarfirði 28. og 29. ágúst. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.