Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 48
\. SIMATORG DV 904 1700 FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563*2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS OG MÁNUDAGSMORGNA LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995. Svartsengi hf. kaupir hótelið við Bláa lónið Fyrirtækiö Svartsengi, sem er hlutafélag í eigu Heilsufélagsins viö Bláa lóniö og Kristjönu Einarsdóttur hótelstýru og íjölskyldu, hefur keypt gistihúsiö viö Bláa lóniö og hafa nýir eigendur þegar tekið viö rekstrinum af Þórði Stefánssyni. Kristjana mun stjórna hótelinu. „Við ætlum að efla reksturinn og auka samstarfið milli hótelsins og baðstaðarins við Bláa lónið í sam- bandi við meðferðargesti og almenna baögesti. Gistihúsið hefur ekki verið markaðssett að neinu marki og hálf- gert leyndarmál að þarna hafi verið rekið gistihús,“segir Grímur Sæ- mundsen læknir. -GHS/ÆMK ' Engin hætta fyrir Ijóshærða í Sælings- dalslaug Skipt var um varmaskipti í Sæl- ingsdalslaug í fyrrinótt og verður skipt um sand í síu í lauginni um helgina eða strax eftir helgi og ættu t sundlaugargestir þá að geta baðaö sig í heita pottinum þar án þess að eiga á hættu að ljóst hár þeirra verði grænt, að sögn starfsmanns laugar- innar. Maður frá framleiðanda sundlaug- arinnar fór vestur í vikunni til að rannsaka málið og kom þá í ljós að kopar í varmaskiptinum olli græna litnum, auk þess sem sandur í síunni var orðinn koparrauður. Heiti pott- urinn i Sælingsdalslaug hefur verið lokaður síðustu daga en verður opn- aður strax og allt er komið í lag í næstu viku. -GHS % * 'mtVFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 ÞREFAIDIJR 1. VINNINGUR LOKI Það er rétt að trimma tánegi- urnar fyrir maraþonið! Tvítugur maður sýknaður af að hafa nauðgað nítján ára stúlku í Þingholtunum: Sagði nei en barð- ist ekki a moti - hann sagði kæruna tilkomna af því að stúlkan hefði talið sig svikna og móðgaða Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var í gær sýknaður af nauðgunar- ákæru fyrir Héraösdómi Reykja- víkur. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun, með því að hafa 18. febrú- ar sl. þröngvað 19 ára stúlku til holdlegs samræðis með ofbeldi. Stúlkan kom á lögreglustöð að- faranótt umrædds dags og kærði atburöinn. Hún var Qutt á Borgar- spítala þar sem sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum skoðaði hana. Það var ekki fyrr en næstu helgi sem maðurinn var handtekinn eftir að hún bar kennsl á hann í mið- bænum. Samkvæmt framburði hennar fyrir dómi hitti hún manninn í miöbænum. Ætluöu þau saman í teiti ásamt fleirum en áður en til þess kom fóru þau samah í hús í Þingholtunum. Á leiðinni þangað segist hún hafa orðiö hrædd við mantiinn og ekki þorað að hlaupa í burtu og því fylgt honum inn í kjallara hús þar sem fyrrgreint at- hæfi átti sér stað. Bar hún fyrir rétti að hann hefði aldrei beitt hana ofbeldi. Hún hefði ekki þoraö að streitast á móti en grátiö og beöið hann að hætta. Á eftir hvarf mað- urinn á braut. Maðurinn bar hins vegar fyrir dómi að samræðiö heföi átt sér stað með fullu samþykki hennar. Að því loknu lét hann sig hverfa á braut og fullyrðir hann að stúlkan hafi einungis kært sig af því að hún taldi sig „hafa verið svikna og móðgaða". Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að þar sem ákærði hefði ávailt neitaö því að hafa beitt stúlk- una ofbeldi, stúlkan hefði borið á sama veg og að ótvfræð merki um ofbeldi fundust ekki á henni, fötum hennar né á vettvangi bæri að sýkna ákærða. „Ber þegar af þess- ari ástæðu að sýkna sakborninginn af ákærunni, en eins og hún er úr garði gerð koma aðrar sakir ekki til álita i málinu," segir i dómnum. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvaö upp dóminn. -pp Karnivalstemning var á Laugaveginum i gær i tilefni af 209 ára afmæli Reykjavikurborgar. Fillinn á myndinni var staddur á miðjum Laugaveginum og gaf vegfarendum ýmiss konar góðgæti. DV-mynd JAK Reykjavíkurmaraþon: Fótaaðgerðar- fræðingar aðstoða keppendur „Við ætlum að mæta klukkan 11 í fyrramálið í bílageymsluna við ráð- húsið og verðum keppendum til að- stoðar ef með þarf. Við viljum með þessu kynna þessum hópi vinnu okk- ar og erum viss um að við getum hjálpað til,“ sagöi Snjólaug Sigur- oddsdóttir fótaaðgerðarfræðingur en hún og átta kollegar hennar ætla sér að hlúa að sárfættum hlaupurum í maraþoninu. „Við reiknum með átta þúsund fót- um í hlaupinu og það er nánast ör- uggt að einhverjir fá blöðrur og aðrir brjóta nögl. Ef eitthvað slíkt gerist verðum við til aöstoðar," sagði Sólr- ún. Hún sagði fótaaðgerðarfræðing- ana verða til taks bæði fyrir og eftir hlaup. -sv • ® • / V w V 7 ^ 11 o é t V 105- \.£Jé -v?' V V Sunnudagur pgip/. Súld eöa rigning :±±° ( Mánudagur Veöriö á morgun og mánudag: Þurrt norðan- og austanlands Það er reiknað með suöaustankalda eða stinningskalda á morgun. Það verður skýjaö en að mestu þurrt norðaustanlands en annars stað- j ar verður súld eða rígning með köflum. Hiti verður á bilinu 10-20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á mánudag verður sunnan- eöa suðvestankaldi. Það verður skýjað með köflum en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi en annars staöar verða skúrir. Sunnan- og vestanlands verður hiti 8-14 stig en allt að 20 stig norðaustan- og austanlands síðdegis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.