Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Skák íslenskir stór- meistarar gera víðreist Skáklíf á íslandi er yfirleitt meö minnsta móti yfir sumarmánuðina en þessu er öfugt farið sunnar í álf- unni. Allmörgum árlegum opnum mótum er valinn sumartíminn og skákunnendum þar með gefinn kost- ur á því að sameina sumarleyfi sitt og taflmennsku við sterka erlenda meistara. íslensku atvinnustórmeistararnir hafa veriö á faraldsfæti í sumar. Skemmst er að minnast opnu mót- anna í Gausdal í Noregi, þar sem Þröstur Þórhallsson náði lokaáfanga sínum aö stórmeistaratitli. Margeir Pétursson stórmeistari tók þátt í báð- um mótunum og hafnaði í 2. sæti í því seinna en gríski stórmeistarinn Kotronias, góðkunningi okkar ís- lendinga, varð hlutskarpastur. í Hollandi tefldu stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson á „VB Accoiuntants International" mótinu í Leeuwarden. Hannes Hlífar hélt síðan ti! Amsterdam þar sem hann situr nú að tafli í opnu móti til minningar um stórmeistarann Donner og Helgi Áss fór á stórt opið mót í Berlín. Þá mun Helgi Ólafsson tefla á alþjóðlegu móti í sænska skerjagarðinum sem hefst um helg- ina. Víkjum nánar að móti þeirra þre- menninga Jóhanns, Helga Áss og Hannesar Hlífars í Leeuwarden. Mótið var geysivel skipað en svo fór þó að tveir tiltölulega lltt þekktir rússneskir stórmeistarar, Dvoirys og Gleizerov, hlupust á brott með sigur- launin, með 7 v. af 9 mögulegum. Jóhann fékk 6 v., Helgi Áss 5,5 og Hannes Hlífar 4,5 v. Hannes Hlífar var nokkru frá sínu besta, frammi- staða Jóhanns var í samræmi við stigatölu en Helgi Áss stóð sig í raun og veru best - náði árangri upp á yfir 2.600 stig! Engin grið voru gefm þegar íslend- ingarnir mættust innbyrðis. Þannig tókst Helga Áss að leggja Jóhann sem víxlaöi óvart leikjum í stöðu þar sem Helgi átti undir högg aö sækja. Helgi tefldi annars best þeirra þriggja á mótinu og vann auk Jóhanns stór- meistarana van der Wiel og Kharlov í góðum skákum. Hann fór hins veg- ar illa að ráði sínu gegn þýska stór- meistaranum Lobron. Rétt væri að líta á þá afdrifaríku skák - Helgi Áss hafði svart og átti leik í þessari stööu og auðvitað í miklu tímahraki: Lobron lék síðast drottningunni frá e4 tii h7 og nú hefði Helgi Ass getað tryggt sér sigur með 40. - Hd2 því að hvítur fær ekki varist máti. Skákin tefldist hins vegar: 40. -Dxe5?? 41. Ha7 - Og nú gaf Helgi Áss sér ekki tíma til að líta á stöðuna og gafst upp í þeirri trú að enga vörn væri að finna við máthótuninni. Umsjón Jón L. Árnason En uppgjöfm var of snemma á ferð- inni því að með 41. - Dd5+ 42. Kh2 Hd7 bægir svartur hættunni frá og líklegustu úrslitin eru jafntefli! Helgi Áss lét þetta hrikalega áfall þó ekki á sig fá eins og skemmtfleg skák hans við Kharlov ber með sér: Hvítt: A. Kharlov Svart: Helgi Áss Grétarsson Enskur leikur. 1. c4 b6 2. d4 e6 3. e4 Bb7 Þótt fyrsti leikur hvíts marki raun- verulegt upphaf að enskum leik væri ekki síður ástæða til að nefna óhefð- bundið leikkerfi svarts því nafni, eða a.m.k. kenna viö stórmeistarann Mi- les, sem oft hefur teflt svona með góðum árangri. Svartur gefur hvít- um eftir miðborðið en hyggst sækja aö því úr launsátri. 4. Rc3 Bb4 5. Dc2 Dh4 6. Bd3 f5! 7. g3 Hér kemur vel til greina 7. Rf3 Dg4 8. 0-0 og áfram 8. - Bxc3 9. h3! og e4 heldur. Hins vegar ekki 7. exf5? Bxg2 8. fxe6 Bxhl 9. Bg6+ Kd8! og svartur vann (Ketevan - King, Oviedo 1992). 7. - Dh5 8. f3 Rc6!? Þessi ieikur virðist ekki síðri en 8. - fxe4 9. fxe4 Rf6 sem teflt hefur ver- ið í nokkrum skákum. 9. Be3 e5! 10. d5 Rd4 11. Bxd4 exd4 12. a3 fxe4 13. fxe4 Til greina kemur 13. Bxe4 með u.þ.b. jöfnum möguleikum. 13. - Bxc3+ 14. bxc3 dxc3 15. Dxc3 Rf6 16. Be2 Dh6 17. Bf3 d6 18. e5 Opnar taflið og tekst að hindra svartan í að hróka en beinan hag hefur hvítur þó ekki af þessari fram- rás. Að öðrum kosti væri hins vegar hætta á að svartur gæti herjað að e-peðinu og hreiðrað um sig á e5- reitnum. 18. - dxe5 19. Dxe5 + Kd7 20. Re2 Betra er fyrst 20. Df5 + sem neyðir svarta kónginn niður í borö. 20. - Hae8 21. Df5+ Kd6! Hraustlega teflt og betra en 21. - Kd8 með tilliti til endataflsins. Hvítur virðist ekki fá sótt að kónginum þótt hann hafl nú hætt sér fram á borðið. 22. 0-0 De3+ 23. Kg2 Hhf8 24. Ha2? Nauðsynlegt er 24. Df4+ og skipta á drottningum þó með því felist viss viöurkenning á því að svartur hafi gert rétt með 21. leik sínum. 24. - Rxd5! Skyndilega er hvítur í mestu vand- ræðum. T.d. 25. Dxh7 Hxf3 26. Hxf3 Dxf3+ 27. Kxf3 Rf6 + og vinnur. Eða 25. Dc2 og sama afbrigði nema svart- ur klykkir út með 27. - Re3 + og vinn- ur. 25. c5 bxt 26. - Hxfí! 27. Dxb7 Ef 27. Hxf3 Rf4+ og hvítum eru allar bjargir bannaðar. 27. - Hxfl 28. Da6 + c6 29. Kxfl Hf8+(?) Helgi velur ekki stystu vinnings- leiðina. Eftir 29. - Rc3! er hvítur á vonarvöl því að 30. Rxc3 Df3+ er mát í 3. leik. 30. Kel Hb8 31. Hd2 Hbl+ 32. Hdl Hb2 33. Dc4 Ke5 34. Hcl g5 35. Dg4 KfS Enn er 35. - Rc3 ekki síðra. Hvítur hefði nú getað framlegt vonlausa baráttuna með 36. Hdl en kýs aö stytta dauöastríðið. 36. Hal? Rc3! - Og nú gafst hvítur upp. Brúðkaup Þann 6. maí voru gefin saman í hjóna- band af séra Ólafi Oddi Jónssyni í Kefla- víkurkirkju Sigríður Ragna Jónas- dóttir og Veigar Margeirsson. Heim- ili þeirra er að Heiðarholti 8b, Kefla- vík. Ljósmyndari Oddgeir Þann 10. júní voru gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af séra Pálma Matthíassyni Helga Sigur- björg Árnadóttir og Helgi Freyr Kristinsson. Ljósm. Nærmynd. Þann 1. júlí voru gefln saman í hjóna- band í Bessastaðakirkju af séra Val- geiri Ástráössyni Lena Anita Jons- son og Guðmundur Ingi Magnússon. Þau eru til heimilis í Skövde, Svíþjóð. Bama- og fjölskylduljósmyndir. Þann 20. maí voru gefin saman í hjóna- band af séra Baldri Rafni Sigurðssyni í Hvalsneskirkju Hafdís H. Þorvalds- dóttir og Sigurður H. Ólafsson. Heim- ili þeirra er að Þórustíg 16, Njarðvík. Ljósmyndari Oddgeir Þann 3. júní voru gefln saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur Ás- dís Sturlaugsdóttir og Bjarki Jóns- son. Heimili þeirra er að Efstasundi 81. Ljósmyndast.- Þóris. Þann 8. júlí voru gefin saman í hjóna- band í Árbæjarkirkju af séra Vigfúsi Þór Árnasyni Ruth Aðalheiður G. Smith og Steve Fowler. Þau er til heimilis í Bretlandi. Ljósm. Mynd, Hafnarfirði. Þann 24. júní voru gefln saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Hjálmari Jónssyni Jóna Guðlaug Sigurðardóttir og Jónmundur Ás- björnsson. Þau eru til heimilis í Barmahlíð 4, Reykjavík. Ljósm. Nærmynd. Þann 10. júni vora gefin saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Ægi Sigurgeirssyni Herdís Þórisdótt- ir og Ingvi Guttormsson. Heimili þeirra er í Lúxemborg. Ljósmst. Sigr. Bachmann. Þann 13. maí voru gefin saman í hjónaband í Fella- og Hólakirkju af séra Hreini Hjartarsyni Lilja Carol- ine Larsen og Sigurður Ingi Einars- son. Þau eru til heimilis að Súluhól- um 6, Reykjavík. Barna- og fjölskylduljósmyndir. Þann 1. júli vora gefin saman í Ar- bæjarkirkju af séra Guðmundi Þor- steinssyni Herdís Gísladóttir og Vil- helm Sigfús Sigmundsson. Þau eru tii heimilis að Hraunbæ 74, Reykja- vík. Bama- og fjölskylduljósmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.