Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Stuttar Utlönd I gáfumannaféiag Þriggja ára bresk stúlka, RIii- annon Linington-Payne, er yngsta manneskjan sem hefur verið tekin í Mensu, félagsskap fólks meö háa greindarvísitölu. Sádi-Arabar sitja fastir viö sinn keip og halda áfram að háls- höggva glæpamenn, þrátt fyrir þrýsting um aö hætta þvi : Mugabe á móti hommum Robert Mugabe. forseti Simbabve, herti enn róðurinn i gær í baráttu sinni gegn hommum og lesbíum og sak- aöi bandaríska stjórnmálamenn um að fórna sið- gæðinu í kapphlaupinu um at- kvæði samkynhneigðra. Grunaðirummorð Fjórir piltar á aldrinum 15 til 18 ára eru grunaðir um morð á 14 ára pilti i bænum Kode í Svi- þjóð. Kaupa sænska kjúklinga Norðmenn neyðast til aö flytja inn frosna kjúklinga frá Svíþjóð til að nota í tilbúna rétti vegna salmonellufaraldurs í norskum kjúklmgabúum. Minni samvinna Norræn samvinna á sviði land- búnaöar hefur dregist saman eft- ir að Sviar og Fínnar gengu í Evrópusambandið. Auglýsingabreila Bæjarstjórinn í Diano Marina á Ítalíu hefur viðurkennt að „bík- inístríöið" sem hann kom af stað hafl aðeins verið auglýsingab- rella fyrir bæjarfélagið. Oflangtgengið Bandariski tískuhönnuðurinn Calvin Klein þykir hafa gengið of langt í auglýsingum sinum fyr- ir undirfatnað unglinga. Neitar að hjálpa Jörgen Kosmo, vamar- málaráðherra Noregs, ætlar ekki að aöstoða rannsóknar- nefnd Stór- þingsins við að fá skjöl frá pró- fessor Olavi Riste um Ieyniþjón- ustu hersíns en Riste hefur sjálf- ur hafnað slíkri beiðni. Lítil kjarnorkuhætta Norskir og rússneskir vísinda- menn segja að umhverfinu stafi lítil hætta af geíslavirkum úr- gangi sem Rússar hafa varpað í Karahaf. Rcuter,TT,NTB,Ritzau Ingvar Carlsson orðinn þreyttur og ætlar að fara frá: Hef aldrei unn- ið svona mikið „Ég vil ekki þurfa að skipúleggja kvöldverð með fjölskyldu minni þrjá mánuði fram í tímann,“ sagði Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, í gær þegar hann tilkynnti að hann mundi láta af embætti flokks- formanns Jafnaöarmannaflokksins, og þar með embætti forsætisráð- herra, í mars á næsta ári. Eiginkona hans hafði áður látið að því liggja í tímaritsviðtali að hann væri orðinn dauðuppgefinn og mundi ekki sitja í ráðherrastólnum út kjörtímabilið. Hann varð forsætis- ráðherra í september í fyrrra. Á fundi með fréttamönnum sagði Ingvar Carlsson að hann heföi aldrei unnið jafn mikið og á undanfórnum sex mánuðum og að stjórnmálamenn létu miklu meira á sjá nú en fyrir tuttugu og fimm árum. Ekki er ljóst hver tekur við af Carlsson sem flokksformaður og for- sætisráðherra en nokkur hafa þegar verið nefnd til sögunnar. Þau eru Mona Sahlin aðstoðarforsætisráð- herra, Göran Persson íjármálaráð- herra, Margareta Winberg landbún- aðaráðherra og Jan Nygren, ráð- herra samstillingarmála og náinn samstarfsmaður Carlsson. Carlsson vildi ekki segja hvem hann vildi fá sem eftirmann sinn. Forsætisráðherrann nefndi fjögur pólitísk markmið sem hann hefði sett sér og teldi sig hafa náð, því gæti hann farið frá. „Jafnaðarmenn hafa aftur komist í ríkisstjórn. Sví- þjóð er gengin í Evrópusambandið, sem var sögulega rétt ákvöröun. SÞ- nefndin, sem ég veiti forustu, hefur lagt fram grundvöll að nýrri og öflugri friðarstofnun. Þær sársauka- fullu ákvarðanir sem voru nauðsyn- legar til að tryggja efnahagslegt sjálf- stæði Svíþjóðar hafa verið teknar,“ sagði Carlsson. Norrænir stjórnmálamenn báru lof á Ingvar Carlsson þegar ákvörðun hans spurðist út í gær. Gro Harlem Brundtlánd, forsætisráðherra Nor- egs, sagði að Carlsson hefði unnið mikið starf fyrir Svíþjóð og sænskt efnahagslíf á pólitískum ferli sínum. „Ingvar Carlsson hefur á þeim tæpu fjörutíu árum, sem hann hefur tekið þátt í sænskum stjórnmálum, sýnt að hann er sjaldgæf manngerð þar sem pólitískar hugsjónir hafa ætíð verið mótaðar af íhugun og umhyggju," sagði Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráðherra Danmerk- ur. Reuter, TT, NTB, Ritzau Mikili fjöldi pönkara kom saman i miðborg þýska bæjarins Oldenburg í gær til að gera sér glaðan dag. Lögreglan var ekki mjög hrifin af uppátæki þeirra og handtók 30 manns, þar á meðal þennan móhíkana. Símamynd Reuter Divine segist hætt öllu vændi Divine Brown, vændiskonan í Hollywood sem varð fræg á svip- stundu þegar hún var gripin við lostafullt athæfi með leikaranum Hugh Grant, sagði í gær að hún væri hætt að selja blíðu sína á Sunset Boulevard. Þá sagðist hún ekki vilja láta kalla sig Divine lengur. „Kallið mig Stellu," sagði hún, enda heitir hún fullu nafni Estella Marie Thompson. í kjölfar handtökunnar fékk Stella fúlgur íjár fyrir að selja sögu sína bresku æsifréttablaði. Þá hefur hún einnig leikið í undirfataauglýsingum fyrir sjónvarp og komið fram í ann- arri auglýsingu fyrir svæðisútvarps- StÖðíLosAngeleS. Reuter Bensínverð óvenjulágt Bensínverð hefur verið óvenjulágt í sumar og hefur reyndar lækkað enn frekar að undanförnu vegna mikils framboðs á erlendum mörkuðum, samkvæmt upplýsingum frá Esso. 92ja oktana bensín fór til dæmis úr 168 dollurum tunnan í síðustu viku í 163,5 dollara í fyrradag og 98 oktana bensín lækkaöi einnig um nokkra dollara tunnan. Gasolíuverð hélst svipað og verið hefur og sama gildir um hráolíuna meðan verð á svartolíu hefur hækk- að nokkuð. Hlutabréfavísitala í kauphöllunum í New York og Lundúnum hefur haldist stöðug að undanförnu meðan talsverð sveifla hefur orðið á vísi- tölunni í Frankfurt, Hong Kong og mestíTokyo. -GHS Kauphallir og vðruverð erlendis 4800 Dow JonaA 4600 4400 4200 4000 3600 rr.*nr« 4636,62 A M J J A 3'OQ. «1- 3470,6 A M J J Á 20000 «000 10000 wmmmmmmmmmmmmmmm . ----- . B -------------------- ____________ 18158,7 Á M J J Á 111110000 9500 9000 HangSeng 8000 ■17500 , A M J J A - ;3500 370 A /i|\ 3000 350 “ tsl \\ 'i < 340 u /i m\ ||f50° 330 vý' n 320 323 Q %% . * A M J J ' Á 2673 A M J J A imttvnwwm ; 200 ■ 250 : 25 ... . «rvfc 20</ 150 200 - :v;: 150 15 100 163,6 1°0: $/t . s/t 171,5 $/ 15,86 A M J J A A M J J Á tufina A M J J Á ■: ■'lTÍSV'* Niels Heiveg vill undirbúa kjarn- orkumótntæli Niels Helveg Petersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur. ætlar á í'undi með öðrum ut- anríkisráð- herrum Norð- urlandanna i ágústlok að leggja fram tillögu um að löndin þrýsti í samehnngu á þau lönd sem enn gera tilraunir með kjamorkuvopn um að hætta þeim. „Allsherjarþingið er góður staður til aö lýsa yfir grundvall- arstefnu og það er á þeím vett- vangi sem á að bera hana fram,“ sagði Helveg eftir fund með utan- ríkisnefnd danska þingsins í gær. SendáKlepp fyriraðstæla Ógnareðli Bresk tveggja barna móðir, Vanessa Ballantyne, hefur verið send á geðveikrahæli fyrir hnif- stunguárás sem saksóknari sagði vera stælingu á atriði í hinni frægu kvikmynd, Ógnareðli. Vanessa sendi tvo syni sína í rúmið, horfði á spólu með Ógnar- eðli, tók því næst leigubíl á næt- urklúbb þar sem hún náði sér í karlmann og stakk hann í mag- ann meö búrhnif. Maðurinn skjögraði inn á nærliggjandi krá til að leita aðstoöar. Upphafsatriði Ógnareðlis sýnir hvar kona drepur karl með klakabrjóti eftir að hafa notið ásta með honum. Ballantyne fannst það sniðugt og fór að heim- an með þeim ásetningi. Hún var þunglynd þegar þetta gerðist. Ferðamenní Parísskelkaðir eftir sprengju Ferðamenn í París eru skelkað- ir eftir sprengjutilræðið þar á fimmtudag en engin ofsahræðsla virðist þó hafa gripið um sig með- al þeirra. „Ég er frá Norður-írlandi svo ég er nokkuð vanur þessu. Þetta er ekkert stórmál,“ sagði ferða- langurinn David McConaghy. Margir feröamenn, sem Reut- er-fréttastofan ræddi við, sögðu að. fréttirnar af sprengjutilræð- inu, sem álitið er að íslamskir öfgatrúarmenn í Alsír hafi staðið fyrir, mundu ekki verða til þess að þeir breyttu um ferðaáætlun. Sprengjan sprakk nærri Sigur- boganum þar sem mikill fjöldi ferðamanna var á ferli og særð- ust sautján manns. Breskiríhalds- menngrynnkaá skuldunum íhaldsflokkur Johns Majors, forsætisráð- herra Bret- lands, tilkynnti í gær að hann hefði byrjaö að grynnka á skuldum sinum en stuðningsmennirnir eru þó enn uggandi um aö íjárskortur verði honum fjötur um fót í næstu kosningum. Bankayfirdráttur flokksíns hef- ur veriö skorínn niður í 11,4 millj- ónir punda en hann var 15,8 millj- ónir punda við árslok 1994. Lækkun yfirdráttarins er að mestu að þakka vaxtalausum lánum frá stuðningsmönnum en þau veröur að endurgreiða í mars á næsta ári. Ritzau, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.