Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 38 Sviðsljós Söngkonan Mariah Carey: Hefur sungið frá fjögurra ára aldri Hin vinsæla söngkona Mariah Ca- “rey hefur veriö aö vinna aö nýjum geisladiski sem kemur út fyrir jólin. Mariah hefur þegar gefið út ijórar plötur sem allar hafa notið vinsælda. Þær heita Mariah Car'ey, Emotions, Unplugged og Music Box. Þaö eru aöeins fimm ár síöan fyrsta plata hennar kom út og það var nánast fyrir tilviljun. Mariah Carey fæddist 26. mars 1970 í úthverfi New York. Móöir hennar er írsk en faðirinn frá Venusúela. Foreldrarnir skildu en Mariah bjó hjá móöur sinni og bræðrum í upp- vextinum. , Móöir hennar- var óperusöngkona og umgekkst mikiö þekkta listamenn ,Og skemmtikrafta. Mariah ólst því upp á heimili þar sem mikið var um tóníist. Sjálf byrjaöi hún að syngja aðeins íjögurra ára gömul. Með Brendu Starr Á unglingsárunum tók hún söng- Mariah Carey ætlar að koma út nýrri plötu fyrir jólin. inn fram yfir námsbækurnar. Hún eyddi oft kvöldunum niöri í kjallara og söng meö „bílskúrsböndum". Mariah var ekki gömul þegar hún fór aö semja lög. Og hún fékk starf sem bakrödd hjá söngkonunni Brendu Starr. Það var í raun Brendu að þakka að Mariah hitti manninn sem síðan uppgötvaði hana Með Brendu fór Mariah í mörg samkvæmi þar sem alla þá þekktustu í poppheiminum var að fmna, jafnt listamenn sem framkvæmdaaðila. Hún tók oft með sér kassettu með lögum sínum ef hún skyldi hitta þann „rétta“. Hún ætlaði eitt sinn að láta hljómplötuútgefanda nokkurn fá kassettuna þegar Tommy Mottola, forstjóri Sony Music, kynnti sig fyrir henni í veislu. Hann tók kassettuna með sér úr veislunni og hlustaði á hana á leiðinni heim í bilnum sínum. Honum leist svo vel á að hann sneri viö til að ræða við stúlkuna en þá var hún á bak og burt. Giftist forstjóranum Hann fann hana þó nokkrum dög- um síðar og draumurinn um hljóm- plötu varð að veruleika. Og ekki nóg með það því þremur árum síðar gift- ist Mariah Carey hinum tuttugu árum eldri Tommy Mottola. Hennar fyrsta plata, Mariah Carey, hefur nú selst í níu milljónum ein- taka. Fyrr á þessu ári fór Mariah enn á ný í stúdíó til aö taka upp plötu sem væntanleg er á markað fyrir jólin. Margir textar Mariah fjalla um ást- ina. í hennar augum er ástin sterk- asti kraftur sem til er. Textarnir fjalla þó ekki bara um ástina milli manns og konu. í einu af hennar vin- sælustu lögum, Hero af plötunni Music Box, er talað um að elska sjálf- an sig. Að rækta sjálfan sig og gera sig að betri manneskju. Auðugasta bamið: Athina sólar sig á Ibiza Athina Onassis er orðin tíu ára. Fyrir skömmu -var hún stödd á eyjunni Ibiza ásamt fjölskyldu sinni, foður sínum, Thierry Roussel, stjúpmóður- inn Gaby, sem er sænsk, og þremur hálfsystkin- úm sínum. Athina Onassis er eitt af auðugustu börnum heimsins. Þaö var mikil harmsaga þegar móðir hennar, Christina Onassis, lést áriö 1988 en þá var Athina aðeins þriggja ára gömul. Hún flutti til fóður síns sem var þá kvæntur Gaby. Búast má viö að þegar Athina eldist muni fjöl- miðlar fylgjast grannt með henni enda er hún erflngi að Onassis-auðæfunum. Afi hennar, Ar- istotle Onassis, var eins og kunnugt er einn af ríkustu mönnum heims. Sjálfsagt vonast allir til að Athina litla muni þó eiga betra líf en móðir hennar átti. Christina átti erfiða æsku, henni gekk illa að fóta sig í lífinu og ástamálin mis- heppnuðust. Athina Onassis með hálfsystkinum sínum á Ibiza. Svíþjóð: Yngsta prinsessan vekur athygli Magðalena Svíaprinsessa er orðin 13 ára. Yngsta barnið í sænsku kon- ungsfjölskyldunni er orðið þrettán ára. Það er Magðalena, ljóshærð og bláeyg og þykir í útliti vera hin týpiska norræna prinsessa. Magða- lena þykir mun fríðari en eldri systir hennar, Viktoría krónprins- essa, sem orðin er átján ára. Hún heldy,r sig þó í skugganum af stóru systúr. En jjósmyndarar eru þó famir að táka eftir Magðalenu og nýlega birtust af henni myndir í blöðum þar sem hún var klædd hvítum blúndukjól meö gulllokka í eyrum. „Hún er háfætt og falleg og gæti vel starfað sem fyrirsæta - það er að segja ef kóngurinn myndi leyfa slíkt,“ sagði í Norsk Ukeblad fyrir stuttu. Magðalena heitir fullu nafni í Svíþjóð Madeleine Therese Amehe Josephine og -er hertogaynja af Hálsingland og Gástrikland. Hún er fædd 10. júní 1982 og sagt er að hún hafi alla tíð haft sinn eigin stíl. Ólyginn . . . að leikaranum kynþokka- fulla, Sean Connery, hefðu verið boðnar 250 milljónir króna fyrir að skrifa endurminningar sínar. Sean Connery var fljótur að neita öllum slíkum tilboðum. „Ef ég myndi gera það yrði ég að segja allan sannleikann og taka áhætt- una á því að særa fullt af fólki. Það er ekki ætlun mín,“ sagði Connery. . . . að kappakstursniilingurinn Michael Schumacher hefði gengið i hjónaband á dögunum. Hin lukkulega heitir Corinna Betsch. Schumacher og Betsch gengu i hjónaband aðeins tveim- ur dögum eftir sigur kappans i þýska Grand Prix kappakstrin- um. Hann var fyrsti Þjóðverjinn i sögunni til að vinna til þessa titils. . . . að Meryl Streep hefði ákveðið að flytja frá kvikmynda- borginni Hoilywood því hún hefði haft áhyggjur af öryggi barna sinna. Ofbeldisgiæpir eru mjög algengir i skólum Los Angeles og Streep telur að börnin hennar fjögur séu öruggari í skólum í Connecticut þar sem hún á bú- garð með 89 ekrum lands. . . . að leikkonan Diane Lane virtist vera að ná sér aftur á strik. Lane leikur aðalhlutverkið á móti Sylvester Stallone i hasar- myndinni Judge Dredd og hefur fleiri kvikmyndatilboð upp á vas- ann. Diane Lane skifdi fyrr á ár- ínu við leikarann htjómþýða, Christopher Lambert. . . . að gitaristinn Ron Wood í hljómsveitinni Rolling Stones hefði verið duglegur að mála vatnsiitamyndir f frístundum sín- um. Verk sin selur hann siðan f góðgerðarskyni til styrktar dýr- um i útrýmingarhættu. Ron Wood fór árið 1991 i safarfferð i Afriku og þar vaknaði áhuginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.