Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Sérstæð sakamál Þaö var draumur margra Austur- Evrópubúa á tímum kalda stríösins að komast til Vestur-Evrópu eða Noröur-Ameríku í von um frelsi og betri kjör. Margir sýndu mikið hugrekki og tókst að komast vestur fyrir járntjaldið, gaddavírsgirðing- arnar og varðturnana með árvök- ulum og vel vopnuðum vörðum. En það þarf stundum meira til en drauma eigi vel að fara í líflnu og frásögnin hér á eftir hefur meðal annars vakið athygli fyrir þær sak- ir því við sögu kom fólk sem hafði orðið að hafa mikið fyrir lífinu í heimalandinu. í heimi einka- framtaksins Ungvetjarnir þrír, sem sagan fjallar að miklu leyti um, höfðu all- ir valið sér Kanada þegar þeir kom- ust loks frá heimalandinu. Þeir áttu það sameiginlegt að þeim hafði tek- ist aö halda lífi við erfiðar aðstæð- ur. í æsku höfðu þeir allir lent í fangabúðum þar sem margir létu lífið. Þá höfðu þeir lent í uppreisn- inni í Ungverjalandi 1956 en sloppið heilir frá henni. Aðalpersónan, Peter Dempster, var orðinn fertugur þegar til alvar- legra tíðinda dró í Toronto þar sem hann hafði sest að eftir ferðina vestur um haf. í byrjun hafði hann þegið þá vinnu sem í boði var og oft ráðið sig til þess sem enginn annar vildi sinna. Én hann kunni að fara með peninga og þrátt fyrir lág laun tókst horium að leggja fyr- ir. Og einn daginn stofnaði hann fasteignasölu. Á leiðinni til Kanada hafði hann haft viðdvöl í Austurríki en um það land fór margur flóttamaðurinn frá Austur-Evrópu. Þar hafði Dempst- er kynnst og kvænst fallegri fyrir- sætu, Christine. Velgengni og misklíð Christine lét sér lynda fábrotið og erfitt líf í Kanada á meðan mað- ur hennar var að koma undir sig fótunum. Þótt hún sæti við og viö fyrir skipti það ekki sköpum um aikomu þeirra hjóna því um þessar mundir voru Ijóshærðar stúlkur með norrænu yfirbragði vinsælast- ar í auglýsingum. Christine var hins vegar dökkhærð og féllst ekki á að lita hár sitt. En hagur Peters vænkaðist fljótt eftir að hann stofnaði fasteignasöl- una. Og ekki leið á löngu þar til hann var talinn í hópi efnamanna. En þá fór óyndi að einkenna þau hjón. Velgengnin færði þeim ekki þá hqmingju sem bæði höfðu talið sig myndu njóta fengju þau gott tækifæri í nýja landinu og brátt kom þar að Christine fór að fara út með öðrum mönnum. Eftir margendurtekin rifrildi hót- aði Peter að skilja við konu sína en hún sagði þá að léti hann verða af því aö biðja um skilnað færi hún fram á helming af öllu sem hann ætti, þar á meðal einbýlishúsinu fallega sem þau bjuggu í. í undirheimunum Tveir aðrir ungverskir flótta- menn höfðu komið til Toronto um svipað leyti og Peter Dempster. Þeir voru ekki eins heppnir og hann því þeim tókst ekki að koma undir sig fótunum. Þeir leituðu því á náðir undirheimaforingja þar sem þeir töldu sig eiga von um betri tekjur en í illa launuðum störfum sem fæstir vildu ráða sig í. Glæpamenn eru yfirleitt ekki gjarnir á að skjalla hver annan en nokkrir í Papalia-fjölskyldunni í Kanada, en hún er hliðstæða maf- íufjölskyldnanna í Bandaríkjun- um, hafa þó skýrt frá því að engir séu haröari í horn að taka en Ung- verjar sem slegist hafi í hópinn. Það átti ekki síst við flóttamenn- ina tvo, Cutlip Kasca og Lazlo Eper. Þeir voru báðir um íjörutíu og fimm ára þegar hér var komið sögu. Bill Taggart. Christine Dempster. Peter Dempster. Klaus Viraq, grímuklæddur á leið í réttarsalinn. Christine myrt Sumarkvöld eitt höfðu Dempst- ers-hjónin boöið til sín gestum. Pet- er hafði boðist til að sækja nokkra þeirra og ók inn í borg til þess að sækja þá. Þegar hann sneri til baka með þá kom hann að konu sinni látinni í bílskúrnum. Var hún með mikinn höfuðáverka. Rannsókn leiddi í ljós aö engu hafði verið stol- ið og mátti halda að um tilgangs- laust morð hefði verið að ræða. En það kom brátt í ljós að svo var ekki. Maðurinn, sem sýndi fram á ástæðu morðsins, var fæddur á Englandi og hét Bill Taggart. Hann var nú orðinn lögregluforingi í Toronto. Taggart komst fljótlega að því að þau Peter og Christine höfðu deilt. Þá fékk hann grun- semdir um að þau hefðu bæði, en þó sitt i hvoru lagi, haft samband við menn úr undirheimunum. Það tók Taggart ekki langan tíma að komast að því að Peter og Christine höfðu bæði líftryggt sig. Félli annað frá skyldi tryggingar- upphæðin renna til hins. Var um háar upphæðir að ræða. Uppljóstrarinn Það var þó eitt sem stóð í vegi fyrir því að Taggart gæti látið til skarar skríða gegn Peter Dempster. Hann hafði verið í miðborg Toronto ásamt nokkrum kunningjum sín- um þegar Christine var myrt. Sú íjarvistarsönnun yrði ekki hrakin. Taggart nýtti sér nú að í liði hans voru nokkrir menn af ungversku bergi brotnir. Hann lét þá dulbúast sem smáglæpamenn og sagöi þeim að stofna til kynna við ungverskar glæpaklíkur þar sem þeir skyldu „tala og hlusta". Eftir nokkurn tíma gátu útsendarar Taggarts skýrt frá því að maður að nafni Klaus Virag hefði rætt við glæpa- mennina Kasca og Eper, ung- versku innflytjendurna sem áður er vikið að. Peter Dempster var sagður hafa rætt við þá um að stytta konu hans aldur með því að kasta henni fyrir vörubíl eða þá að berja hana í hel. Dómurinn Frásögn Viraqs varð til þess að málið tók nýja stefnu. Hann var beðinn að koma í vitnastúku svo að ákæra mætti Peter Dempster fyrir morðið á konu sinni en Viraq kvaðst ekki vilja koma í réttarsal þar sem allir gætu séð hvernig hann liti út. Honum var þá boðið aö koma grímuklæddur og féllst hann á það. Var nú gefin út ákæra á hendur Peter Dempster og var saga þeirra hjóna sögð í réttinum. Verjandi hans reyndi að kasta rýrð á fram- burð Viraqs en hann stóð fast á sínu. Við bættust svo sögur um rifnldi, orðrómur um yfirvofandi skilnað og frásagnir kunnugra um að hörð deila um eignir kynni að hafa staðið fyrir dyrum svo að ekki væri minnst á líftryggingarféð. Þótti ýmsum sem meö fylgdust að hefði Peter ekki orðið fyrri til að láta myrða Christine hefði hún sennilega látið ganga af honum dauðum. Peter Dempster, maðurinn sem komiö haföi allslaus til Kanada en komið þar undir sig fótunum og látið þann draum sinn rætast, var sakfelldur og dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir að hafa látið myrða konu sína. Fulltréttlæti? Ýmsar spurningar vöknuðu með- an réttarhöldin stóðu yflr og þær urðu ásæknari eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. Sekt Dempsters kallaði á svar við því hver hafði banað Christine. Hver var hinn raunverulegi morðingi? Var það Eper eða var það Kasca? Þessari spurningu var enn ósvar- að þegar til skotbardaga kom milli Epers og lögreglunnar. Þar hafði lögreglan betur og Eper var því ekki lengur til frásagnar. Kasca sá sitt óvænna og yfirgaf landið sem hann hafði lagt mikið á sig til að komast til. Hann hélt aftur til Ungverjalands en þar tók ekki betra við. Lögreglan í Toronto hafði sent boð til heimalandsins gamla og þar var Kasca tekinn til yfir- heyrslu. Fáum sögum fer af því hvernig þar var farið með hann en hann kom ekki lifandi úr höndum lögreglunnar. Opinberlega var sagt að hann hefði fengið „heilablóð- fall“. Sögusagnir herma hins vegar að Jiann kunni að hafa látist eftir högg með lögreglukylfu. Málið upplýst Kasca hafði þó sagt sína sögu áður en hann dó. Hún var á þá leiö að það heföi verið Eper sem myrti Christine. Hann hefði heyrt að hún væri að leita að manni sem vildi taka að sér að myrða mann hennar gegn þóknun. Hefði hann farið á fund hennar kvöldið örlagaríka sem maöur hennar fór að sækja gestina inn í miöborg Toronto. En þau Eper og Christine hefðu farið að rífast um upphæðina sem hún ætti að inna af hendi fyrir leigu- morðið og í bræði hefði Eper tekið járnstöng og slegið hana í höfuðið. Þegar spurðist um þessa frásögn þótti ýmsum sem rétt kynni að vera að taka upp mál Peters Dempsters þar eð hann hefði engan fengið til að myrða konu sína. En málið fékkst ekki tekið upp, enda mun framburður Kasca aldrei hafa feng- ist staöfestur á þann hátt að nægði til endurupptöku málsins. Dempst- er situr því enn í fangelsi vestra en enn á ný hefur hann sýnt getu sína til að standa sig við erfiðar aðstæður. Hann tók við rekstri fangelsisprentsmiðjunnar og í fyrsta sinn í sögu hennar fór hún að skila hagnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.