Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 13 I $ > ► > I ) ) I Förðunarmeistari leikur sér: Týpan breyttist eftir því sem skeggið fauk af „Þessar myndir voru teknar á nokkrum klukkutímum. Mig vantaði myndir í möppuna mína og fékk Bergþór Pálsson og Sigrúnu Hjálm- týsdóttur til að vera fyrirsætur. Þetta eru hlutverk sem ég hef unnið við í íslensku óperunni eins og La Tra- viata og Evgenin Onegin. Hólmfríður Kristinsdóttir hárgreiðslumeistari í Óperunni aðstoðaði mig við þetta. Bergþór var með alskegg þegar við byijuöum og Hólmfríður mátti raka það af þannig aö viö ákváðum að raka það af í pörtum. Við bjuggum til alls kyns karaktera eftir því sem skeggið hvarf af Bergþóri," segir Svanhvít Valgeirsdóttir, forðunar- meistari íslensku óperunnar, í sam- tali við DV. Svanhvít er nú á leið til Lettlands þar sem maður hennar mun starfa hjá þýska sendiráðinu. Hún vonast til að geta notað krafta sína í leikhús- um þar í landi. Margir karakterar „Bergþór er mjög myndrænn og hann var strax til í aö spauga með okkur. Stúlkan sem tók myndimar heitir Harpa Þórisdóttir og starfar hjá Ljósmyndastofu Þóris. Bergþór var nokkuð með karakterana á hreinu og lét sig ekki muna um að stilla sér upp eins og við átti,“ segir Svanhvít enn fremur. Svanhvít hefur starfað hjá íslensku óperunni síðan 1990. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sýningum fórðunar- meistara og unnið m.a. íslandsmeist- aratitil í leikhúsfórðun. Svanhvít ætlar að starfa sjálfstætt í Lettlandi en hún segir að leikhúsmenning þar sé skemmra á veg komin heldur en hjá okkur og öðrum vestrænum þjóðum. „Ég hef aldrei komið til Lett- lands en hef kynnt mér landið og lýst alltaf betm- á eftir því sem ég veit meira um það.“ Skemmtilegt fólk Svanhvít hefur farðað marga þekkta söngvara fyrir Óperuna en Sigrún Hjálmtýsdóttir er í sérstöku uppáhaldi. „Hún er svo skemmtileg og lifandi manneskja. Annars er þetta ailt mjög gott fólk, jákvætt og almennilegt." Svanhvít hefur einnig starfað fyrir Þjóöleikhúsið í afleys- ingum. Föröun er unnin í samvinnu við leikstjóra hverrar sýningar, leik- mynda- og búningahönnuði. „Við byrjum að farða á æfmgum og oft þuríum við að breyta gervinu tals- vert frá því æfingar byija og fram að frumsýningu. Söngvararnir hafa líka mikiö að segja því þeir verða að finna sig í karakternum." Svanhvít segist eiga eftir að sakna íslensku óperunnar mikið, Bergþórs, Diddúar og allra hinna. segir Bergþór Pálsson söngvari sem sýnir hér sín mörgu andlit Svertinginn varð blár Eins og gefur að skilja getur margt skemmtilegt gerst baksviðs í Óper- unni sem annars staðar. Svanhvít minnist þess þegar æfingar stóðu yfir á óperunni Óþelló eftir Verdi. Óþelló er blökkumaður og fór Garðar Cortes með hlutverk hans en mjög illa gekk að finna góðan svartan forð- unarlit sem héldist á líkamanum. „Leikaramir svitna mikið á sviðinu og við vorum búnar að prófa marga hti. Eitt sinn fannst mér ég vera búin að fmna mjög góða lausn og setti kastaníuvatn á Garðar. Það tókst vel og Garðar fór á sviðið en þegar ég fór að þvo mér um hendur varð ég alltaf blárri og blárri og náði illa htnum af. Ég var viss um að ég gæti kvatt feril minn í það skiptið. Menn gátu þó ekki annað en hlegið að þessu og þegar Garðar kom af sviðinu aftur létum við hann setjast ístól og gáfum honum andhtsnudd og hreinsun en hann skildi ekkert í þessum almenni- legheitum. Þegar við sögðum honum ástæðuna tók hann þessu létt og hló að öhu saman. Liturinn fór fljótt af honum en við gátum ekki notað þessa lausn í sýningunni." Svanhvít segir að eftirminni- legustu gervin sín séu úr Töfraflaut- unni og dúkkan í Ævintýri Hoff- mans. Mikið hlegið Bergþór Pálsson söngvari segir að myndimar hafi verið gerðar meira til gamans fyrir Svanhvíti en í al- vöm. „Það vom unnin tvö gervi úr óper- um af okkur Diddú en síðan fórum við aö leika okkur meira. Ég var meö alskegg þegar ég kom og síðan rök- uðu þær dálítið af í einu þannig að ný týpa leit dagsins ljós eftir því sem meira fauk af skegginu. Þetta var okkur til mikillar skemmtunar og viö hlógum talsvert," segir hann. „Diddú sagðist alltaf hafa langað til að sjá mig með yfirskegg og svo skelhhlógum við að þessu. Annars held ég að þær hafi verið hrifnastar af mér sem Germont úr La Traviata. Svo voru þær hka ánægðar með ffitl- er.“ Bergþór segist ekkert taka það al- varlega þótt slíkar furðumyndir birt- ist af honum, hann hafi bara gaman af þessu. Hann hefur ekki gefið þess- um karakterum sínum nöfn en segir að það væri vel hægt. Hins vegar væru fyrirmyndir að sumum týpun- um, eis og t.d. Hitler, en öðrum ekki. Bergþór er ekki þekktur fyrir að skapa furðutýpur eins og þennan með sígarettuna á eyranu en hann segist hafa veriö iðinn við það sem unglingur að búa til shkar týpur. „Þær urðu þó ahtaf til á staðnum án undirbúnings og ég á það enn til í góðra vina hópi að skeha mér í hlut- verk grínara," segir Bergþór Pálsson óperusöngvari. „Diddú hafði allfaf langað að sjá mig með yfirskegg," segir Bergþór sem hér bregður sér i líki gaman- söngvara. Þau unnu verkið, Hólmfríður hárgreiðslumeistari, Bergþór, Diddú i hlut- verki dúkkunnar úr Ævintýri Hoffmans, og Svanhvít förðunarmeistari. Hollywood-sjarmörinn sem reyndar er Evgenin Onegin úr samnefndri óperu. Vesalingurinn nafnlausi með síga- rettustubbinn á eyranu. Germont úr La Traviata. Óþekktur furðufugl. Hitler.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.