Þjóðviljinn - 13.10.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1954, Blaðsíða 4
3) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. október 1954 Kynleg mynd “g* birtist nýlega í New York Times með textanum: „Flótti frá Hanoi: Óhreinn flóttamaður dregur vagn með öllum eigum sínum.“ Yfir þvera götuna er borði me& áletruninni: „We go to the south to live as free men“, (við förum suður á bóginn til að lifa sem frjálsir menn). — Þetta er óneitanlega kynleg mynd. Hvernig hefur Ijós- myndarinn farið að því að finna borða með enskri á- letrun í Viet-Navi? Þeir innbornu kunna yfirleitt aðeins sitt eigið tungumál, og Frakkar eru frœgir fyr- ir að kunna ekkert annað en frönsku. Hver hefur þá gert þenna borða og handa hverjum? Hann virðist ó- neitanlega vera gerður sér- staklega handa lesendum New York Times! Danir og Norðmenn bjóða hnsameist- urnm til samkeppni Danska menntamálaráðuneytið hefur boðið dönskum, fmnskum, norskum, íslenzkum og sænskum húsameist- urum til samkeppni um hugmyndauppdrátt að stækkun og breytingu Ríkisspííalans í Kaupmannahöfn. Óskað er eftir að breyta sjúkrahúsinu á núverandi lóð þsss. Breytingarnar eru hugs- aðar í áföngum, þannig að rekstur sjúkrahússins truflist sem minnst. Tillöguuppdráttum skal skila fyrir 15. desember 1954 og verða d’æmdir af dómnefnd, sem er þannig skipuð: A. Vöhtz deildarstj. mennta- imálaráðun. form. E. Husfeldt próf. dr. med. H. Ehlers próf. dr. med. Eggert Möller próf. dr. med. E. Fabricius-Bjerre forstj. Ríkisspitalans, E. Magn- ussen forstöðukona hjúkrunar- deildar Ríkisspítalans, Vagn Jensen skrifstofustj. í mennta- málaráðun. Peter Nielsen yfir- húsameistari í húsnæðismála- ráðun. I. Chr. Jensen fyrrv. þingm., forstj. Frá Landssambandi danskra húsameistara: Kay Fisker próf. ark MAA. Preben Hansen próf. ark MAA. Frode Jörgensen próf ark MAA. Frá húsameistarafélögum hinna Norðurlandanna: Olli Pöyry ark SAFA. Frá danska verkfræðingafé- laginu: C. G. Gotthardt verk- fræðingur. Frá heilbrigðismálaráðun.: Knud Warming sjúkrahúsfor- stjóri. — Frá danska lækna- félaginu: Charles Jacobsen ilæknir. Til verðlauna og innkaupa eru veittar 75.000 — danskar kr., þar af til 1. verðl. 25.000. — dkr. engin verðlaun verða lægri en 5-000. — dkr. og lægsta innkaup 3.000. — dkr. Samkeppnisgögn hafa borizt stjórn Húsameistarafélags ís- lands og geta meðlimir þess fengið þau hjá form. félagsins Hannesi Daviðssyni Freyju- götu 1. Einnig hefur borizt frá Nor- egi boð um þátttöku í sam- keppni. Þar er það Bergen sem býður húsameisturum og verk- fræðingum í Danmörku, Finn- landi, íslandi, Svíþjóð og Nor- egi til samkeppni um skipu- lagningu miðbæjarins í Berg- en. Óskað er eftir tillögum um skipulag miðbæjarins milli járn- brautarstöðvarinnar og Vágen, en keppendur eru jafnframt bundnir af staðsetningu ráð- hússins og fleiri byggingum, sem nýlega .eru staðsettar að undangengnum samkeppnum. Að öðru leiti eru keppendur frjálsir um form tillagna sinna. Tillöguuppdrættir, sem skal skila fyrir 17. janúar 1955, verða dæmdir af dómnefnd, sem er skipuð: Knut Tjönneland forseta bæj- arstjórnar. Sverre Eyde ráðs- mánni. Jac. B. Eide verkfræð- ingi MNIF. Bjarne Lous Mohr skipulagsstj. MNAL. Allir frá Bergen. Tage William-Olson ark SAR Gautaborg. Preben Krag ark MNAL Osló. Sigurd Engel- sen bæjarverkfr. MNIF Sarps- borg. Til verðlauna eru veittar nkr. 15.000. —, 13.000. —, IIjOOO, —. Auk þess hefur dómnefndin ráð yfir nkr. 12. 000. — til innkaupa á uppdrátt- um fyrir minnst 3.000. — nkr. Stjórn Húsameistarafélagsins hafa borizt samkeppnisgögn fyrir þessa samkeppni og liggja þau frammi til sýnis fyrir kepp endur hjá form. félagins Hann- esi Davíðssyni Freyjugötu 1. — Þau er einnig hægt að fá á sama stað gegn skilatryggingu jafnvirði nkr. 100. — „Að játa á sig sakir fyrir alþjóð" Umsagnir blaðanna um Silfurfúnglið þjóðinni land hennar og rétt- indi. Það væri leitt fyrir að- standendur Vísis og Morgun- blaðsins ef ádeila á sölu- mennskuna hefði áhrif! Hlífarsjóði Dagblöðin í Reykjavik hafa nú öll birt greinar um hið nýja leikrit Kiljans, Silfurtúnglið, og sýningu Þjóðleikhússins á því, og er einkar ljóst af greinunum að leikritið býr yfir þeim lífs- þrótti og þeirri snerpu sem hrífur áhorfendur og neyðir þá til að taka afstöðu og lifa með í atburðum frásagnarinnar. Er langt siðan hér hafa sézt leik- dómar sem skrifaðir eru af jafn miklum persónulegum hita, og þeir bregða upp mjög lærdóms- ríkri mynd af dómendunum sjálfum. Jónas Þorbergsson lætur í ljós mikla hrifningu af sýningu Þjóðleikhússins í grein sinni í Tímanum. Um Silfurtúnglið kemst hann m. a. svo að orði: „Eins og vænta mátti frá hendi Laxness er leikritið snilldar- lega samið um stíl og orð- snilld". Loftur Guðmundsson segir í Alþýðublaðinu að með Silfur- túnglinu hafði leiksviðsbók- menntum okkar bætzt „snjallt verk á alþjóðlegan mælikvarða án tillits til höfðatölureglunn- ar“. Bendir hann á að það beri aðalsmerki dæmisögunnar og heldur áfram: „Enda þótt atför- in að Snoddas og skapara hans, Atlanzhafsbandalaginu og svo framvegis sé gersamlega und- anskilin, er leikritið athyglis- vert og snjallt. Hinu verður elcki á móti mælt, að áróðurs- áhrif þess eru sterk, ádeilan víða markvís, svo að mörgum (svo!) mun undan svíða, enda mun höfundurinn einmitt hafa valið ádeilu sinni það form í því skyni“. Og enn segir Loft- ur svo um ádeilu leiksins: „Þeir, sem fyrir slíku verða, eiga aðeins um tvennt að Velja, — að. taka til sín sneiðina, og játa þar með á. sig sakir fyrir alþjóð, eða láta sem þeir skilji ekki neitt og reyna að breyta sársaukagrettunni í bros þeg- ar þá svíður sárast; hlægja með lýðnum, sem skilur, og veit að þolandinn skilur líka“. Af frásögnum Vísis og Morg- unblaðsins er ljóst að aðstand- endum þeirra blaða hefur ekki tekizt að breyta sársaukagrett- unni í bros, heldur hafa þeir í ósjálfræði tekið til sín sneið- ina og játað á sig sakir fyrir alþjóð, eins og Loftur kemst að orði. Hersteinn Pálsson segir í Vísi um leikritið: „margur miðlungshöfundur hefur gert eins vel og betur, án þess að barðar væru bumbur þess vegna ... Áróður er í því að sjálfsögðu, og kann vafalaust að falla vel í geð einhvers stað- ar, en íslendingar eru tor- tryggnari og brynjaðri fyrir slíku en flestir aðrir, svo að hann mun ekki hafa mikil áhrif hér“. Sigurður Grímsson skrifar langt mál um leikritið í Morg- unblaðið og segir að hann telji að vísu ekki æskilegt „að heft sé tjáningarfrelsi skálda og listamanna, hverja skoðun sem þeir kunna að hafa á mönnum og málefnum... en við gerum þær kröfur til þeirra, að þeg- ar þeir kveðja sér hljóðs, þá flytji þeir mál sitt af drengskap og því hugarfari sem heiðurs- mönnum sæmir“. Það er þann- ig augljóst hverjar hugsanir sækja á þennan ritdómara menntamálaráðherrans, og enn kemst hann svo að orði: „Leik- urinn er á yfirborðinu mikill harmleikur, en undir niðri aug- ljós áróður. En satt er það, að áróðurinn er í sjálfu sér mein- laus og missir algerlega marks vegna þess hve nakinn hann er og brútal og sneyddur þvi list- fengi, sem höfundurinn annars á í svo ríkum mæli“. Um„sýn- inguna sjálfa segir Sigurður að þar birtist „frábær leikstjórn og sviðsetning Lárusar Pálsson- ar... ágæt leiktjöld og búning- ar Lárusar Ingólfssonar og ennfremur afburða góður leik- ur“. Athyglisvert er hversu sam- mála Hersteinn Pálsson og Sig- urður Grímsson eru um það að gera sér vonir um að ádeila leiksins hafi ekki áhrif. Henni er fyrst og fremst beint gegn sölumennskunni, sem nú ein- kennir íslenzkt þjóðlíf og birt- ist jafnt í því að einstaklingar bjóði sjálfa sig fala og selji frá bersfi rausnarleg gjöf 28. sept. barst Hlífarsjóði gjöf, að fjárhæð kr. 10.000,00, til minningar um hjónin Sigurlaugu Árnadóttur og Ingvar Pétursson. Gjöfin er frá börnum þeirra hjóna, og gefin í því tilefni að 28. sept. 1954 voru 75 ár liðin frá fæðingu Ingvars Péturssonar. Hlífarsjóður hefur það hlut- verk með höndum að líkna snauðum berklasjúklingum eða aðstandendum þeirra. Hann var stofnaður til minningar um ung- frú Hlíf Þórðardóttur, sem dó að Vífilstöðum fyrir nokkrum árum. Sjóðnum er stjórnað af S.Í.B.S. og er í vörzlu sambands- ins. Blaðið er beðið að flytja gef- endum alúðar þakkir. aðaaoiiíQ'í) <$>■ óóturtnn Ggu skrifar um Neytendasamtökin — Samtök sem missa marks — Tillaga um jarðarför og grafskrift MÖRGUM hefur fundizt held- ur -lítið. lífsmark með Neyt- endasamtökum Reykjavíkur nú um langt skeið. I bréfi sínu liér á eftir fer Ggu nokkrum orðum um dugleysi þessara samtaka og hvernig beri að bregðast við því. 'k Ggu SKRIFAR: „Fyrir um það bil tveimur mánuðum birtist hér í Bæjarpóstinum bréf frá mér vegna þeirrar minnkun- ar, sem þá varð á smjör- skammtinum. Nú virðist hann að vísu vera aukinn aftur, af hverju sem það kann að stafa. En eitt er víst, að það er ekki hinum svokölluðu Neytendasamtökum að þakka eða að minnsta kosti hafa neytendur ekkert fengið að heyra frá þessum „samtökum sínum“. í áðurnefndri grein skoraði ég á forvígismenn samtakanna eða einhverja aðra stuðningsmenn þeirra að svara álösunum þeim um að- gerðaleysi er ég bar þar á þær. Þetta hefur ekki verið gert. Síðan sú grein birtist hefur verðið á kaffi og ýms- um mjólkurafurðum hækkað. Verkalýðsfélögin hafa mót- mælt þessu. En slíkt hefur hin annarlega stofnun, „Neyt- endasamtökin" ekki viljað gera eða getað gert. Nú þar sem þessi samtök -hafa ekkert raunhæft gert til verndar hag neytenda, hvorki vegna vörugæðanna (sbr. hin dularfullu þvottaefni, sem Þjóðviljinn minntist á) né heldur vöruverðsins, hlýtur hver og einn að viðurkenna, að samtökin hafi misst síns marks, ef það hefur þá nokk- uð verið í upphafi. Og þar sem allt lífsmark virðist vera horfið af þeim, legg ég til að jarðarför þeirra fari fram sem skjótast. Og mér fyndist vel hæfa, að hún yrði auglýst með þessum orðum: „Jarðarför Neytendasamtaka Reykjavíkur fer fram á heim- ili þeirra, Stórkaupmannafél. íslands, næstkomandi sunnu- dag. Blóm og kransar af- þökkuð, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti „Verðlaunasjóð kaupmanna vegna vörumerkingar í sýn- ingargluggum“ njóta þess“. Eftir að kistunni hefur verið komið vel fyrir á sorphaugi íslenzkrar auðvaldsstéttar, skal settur á hana legsteinn með eftirfarandi áletrun: „Hér hvíla Neytendasamtök Reykjavíkur, fædd á stofn- fundi vegna fallegra loforða formanns, dáin daginn eftir, af því að þau voru öll svikin. Friður sé með sálu þeirra“. — Ggu“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.