Þjóðviljinn - 13.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.10.1954, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. október 1954 ] þlÓOVIUINN j Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. || Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) [I Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgréiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. 1 Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. &------------------------------------------------------<S „Spurninginernú..." ■ Þegar sósíalistar fluttu á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykja- Vikur tillögu sina um að skora á Alþingi að gera gagngerðar ráðstafanir til þess að bæta úr lánsfjárskortinum til íbúða- Jbyggingá reis upp Jóhann Hafstein og taldi tillöguna óþarfa þar sem ríkisstjórnin hefði þessi mál í undirbúningi og nefnd á hennar vegum starfaði að lausn á vandamálinu. Komst þessi foæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins m.a. þannig að orði að ætti foæjarstjómin að gera ályktun í málinu nú þyrfti hún að vera langtum róttækari og ákveðnari en tillaga sósíalista. Bauð þá Guðmundur Vigfússon Jóhanni að draga tillöguna til baka gegn því að samkomulag næðist um sameiginlega afstöðu á grundvelli þeirrar róttæku afstöðu sem Jóhann hafði boðað En þegar á átti að herða taldi Jóhann öll tormerki á slíku og íhald- ið felldi áskorunartillöguna með hjálp Framsóknarfulltrúans. Á sunnudaginn á svo Morgunblaðið samtal við Ólaf Thors, for- sætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Fjallar sam- talið í meginatriðum um að engin hætta sé á gengislækkun en að öðru leyti margtuggið skrum um fyrirætlanir ríkisstjórnar- ínnar. Er þar m.a. vikið að lánsfjárskortinum til íbúðahúsa- foygginga. Skýrir Ólafur frá því að vænta megi tillagna frá Kefnd stjórnarinnar, sem síðan verði teknar til „nánari athug- tinar“. Og síðan kemst Ólafur svo að orði að „framtíðarlöggjöf tam það er ýmsum vandkvæðum bundið, m.a. þeim að bankalög- gjöf landsins hefur ekki enn verið færð í það form, sem margir telja grundvöll þess að auðið sé að setja skynsamlega og varan- lega löggjöf um þessi mál“. Þá skýrir Ólafur frá því, að ríkis- Stjórnin hafi ekki enn útvegað nema 10 millj. kr. af þeim 20 jmillj sem ganga áttu til lánadeildar smáíbúða á þessu ári. Og loks kemst Ólafur að orði á þessa leið: „Spurningin er nú, hvort hægt verður og nægja þykir að ráð- síafa þessum málum ineð eínhverjum svipuðum bráðabirgðaað- gerðum á næsta ári. Þyki það kleift tel ég mögulegt að Ijúka þessu þingi fyrir áramót ef ekkert óvænt kemur fyrir“. Þessi orð formanns Sjálfstæðisflokksins sýna að ótilneydd setlar ríkisstjórnin ekkert raunhæft að gera í lánsfjármálunum Fyrirætlun hennar er að láta allt hjakka í sama farinu meðan foúsnæðisneyðin heldur áfram að vaxa og einstaklingum og foyggingasamtökum eru allar leiðir lokaðar til nauðsynlegrar lánsfjáröflunar. Tólf sfunda hvíldina á að lögfssta Þingmenn Sósíalistaflokksins flytja nú í níunda sinn á Alþingi frumvarp um tólf stunda lágmarkshvíld togara- háseta, og eru flutningsmennirnir Sigurður Guðnason, Einar Olgeirsson og Gunnar Jóhannsson. Það eru nú tólf ár síðan ísleifur Högnason flutti fyrst- úr manna þetta réttlætismál togarasjómanna inn á Al- þingi, en það hefur átt þar lærdómsríka sögu. Enginn annar flokkur en Sósíalistaflokkurinn lagði málinu lið á þingi þar til sósíalistum innan þings og utan hafði tek- izt að gera málið að því stórmáli í vitund þjóðarinnar, að crfitt var að standa gegn því. Þetta fann líka Alþýöu- Hokkurinn, sem fyrst lét málið afskiptalaust en þvældist GÍðar fyrir því ásamt Sjálfstæöisflokknum og Framsókn- arflokknum. Þar kom að hann taldi ekki lengur stætt á því, en í stað þess að koma til sósíalista og bjóðast til að gerast meðflutningsmenn frumvarpsins um tólf tíma hvíldina og veita því allan stuðning, kusu þingmenn Al- þýðuflokksins að reyna að eigna sér málið með því að flytja sérstakt frumvarp, og hafa haldið áfram þeim ‘eik í nokkur þing. Það tiltæki mun þó ekki hafa oröið til þess aö blekkja sjómenn. Svo fór, þrátt fyrir aðvaranir sósíalista, að afturhald- jnu tókst að vísa málinu frá aögerðum Alþingis og neydd- ust sjómenn til að vinna sér tólf stunda hvíldirra í harð- vítugum og fórnfrekum verkföllum. En þeir telja rétti- lega að Alþingi sé skylt að skrifa þann vinning á lögbæk- ur landsins, og því er frumvarpið flutt enn. Þess mega þingmenn og aðrir minnast, að þetta er iágmarkshvíld, og engin líkindi til að sjómenn láti staðar joumið við hana. Þeir munu á þessu sviði sem öðrirm halda áfram baráttu sinni fyrir bættum vinnukjörum, þar til þau mega teljast viðunandi. Þrjóska afturhalds- sns á Alþingi gæti orðið til þess eins að flýta fyrir ]?eim kröfum. Fylgjum eitir unnum sigrum Burf með áhrif atvinnurekendavaldsins úr forystu Alþýðusambands íslands Það sem af er fulltrúakjör- inu á 24. þing AlþýðusambandS íslands sýnir greinilega að inn- an íslenzkra verkalýðssamtaka eru öfl einingar og samstarfs í sókn. — Hvaðanæva hafa borizt fregnir af samstarfi sósí- alista og Alþýðuflokksmanna í þessum kosningum, samstarf, sem nýtur samúðar og stuðn- ings verkafólks úr öllum stjóm- málaflokkum. Þetta sanna dæmin frá Akureyri, Siglufirði, Húsavík, Hafnarfirði, Skaga- strönd, Vestmannaeyjum og viðar, svo eitthvað sé nefnt. Hvaðanæva hafa borizt og berast enn einróma samþykktir verkalýðsfélaga og sambanda, þar sem íslenzkur verkalýður er hvattur til að sameinast án tillits til ólíkra stjórnmálaskoð- Vilja ekki láta málefnin ráða Hanníbal Valdimarsson birti sl. sunnudag grein í Alþýðu- blaðinu um kosningarnar til Alþýðusambandsþings undir fyrirsögninni „Látum málefn- in ráða“. Niðurstaða greinar- innar er þessi: „Ég tel rétt að reyna að sameina öflin í verklýðshreyfingunni um þýð- ingarmestu stéttarmálin sem við ætlum að berjast fyrir og knýja fram á næstunni" og nefnir Hanníbal til dæmis: „Aukinn kaupmáttur launa með lækkaðri dýrtíð. Sömu laun kvenna og karla fyrir sömu vinnu. Sama kaup fyrir sömu tegund vinnu um land allt. Jöfn aðstaða atvinnulífs- ins hvar sem er á landinu og miskunnarlaus barátta gegn atvinnuleysi. Ríkisútgerð tog- ara til atvinnujöfnunar. Þriggja vikna orlof verka- fólks. Atvinnuleysistrygging- ar o.m.fl.“. Grein Hannibals fylgir svo- hljóðandi athugasemd: „Rit- nefnd Alþýðublaðsins vill taka það fram, að hún er ekki sam- mála ofanbirtri grein í sum- um atriðum“. Væri fróðlegt að vita hverjum af þessum stefnumálum ritnefnd Alþýðu- blaðsins er andsnúin — en eflaust á hún fyrst og fremst við að það sé skaðleg villu- kenning og kommúnismi að láta málefnin ráða. ana í órofa fylkingu um hags- munamálin og heitið á hann að taka saman höndum nú við fulltrúakjörið um það að hreinsa forystu heildarsamtak- anna, Alþýðusambands íslands, af fulltrúum atvinnurekenda og auðvalds, en fela forystutrúnað þeim einum, er þekktir séu að trúmennsku við málstað verka- lýðssamtakanna. í þessum anda hafa kveðið sér hljóðs Verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verk- smiðjufólks og mörg fleiri fé- lög í Reykjavik, þing Alþýðu- sambands Vestfjarða, Verka- lýðsfélagið Baldur á ísafirði, Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi á Stokkseyri, Verka- lýðsfélögin á Akureyri, Siglu- firði, Hafnarfirði, — og er þó ekki hér talið nema af handa- hófi. — Og enn streyma til blaðanna samþykktir félaga, sem fylkja sér undir merki samstarfsins gegn atvinnurek- endavaldinu innan ASÍ. Sem sé, það er andi einingar og fram- sækni sem nú fer eldi um land- ið, hvar sem verkalýðssamtök hafa slegið tjöldum. Það fer heldur ekki framhjá neinurn, sem fylgist með, að öfl einingarinnar vinna drjúg- um fulltrúa af hægriblokkinni og að á hana hallar það sem af er. En þótt á vinnist og því beri'f að fagna, mega stéttvísir verka- menn og einingarsinnar, hvar í flokki sem þeir standa, ekki láta velgengni líðandi stundar stíga sér til höfuðs né slæva andvara sinn á neinn hátt. — Það mega menn vita að and- stæðingurinn gerir sér vel ljóst hvað í húfi er og mun láta sér til áminningar verða það sem miður hefur farið hingað til. Hann mun því margfalda krafta sína hér eftir og freista þess í síðari hálfleik að rétta við fylk- inguna. Til þess mun ekkert sparað, hvorki fé né afl. Allt mun sett í gang. Þess vegna verða einingar- í annarri hvorri metaskálinni og skipt sköpum. Enginn ein- staklingur í verkalýðssamtök- unum svo þýðingarlaus, að hann geti ekki í baráttunni um heildarsamtök stéttar sinnar ráðið miklum örlögum. Enginn einingarsinni má því liggja á liði sínu. Enginn sitja heima, þegar kjörfundur er í þeirri falstrú að hans eina at- kvæði geri „hvorki til né frá“, jafnvel þótt • honum finnist hann hafa „rök“ fyrir máli sínu. Enginn má heldur láta undir höfuð leggjast að taka á sig krók, ef möguleiki sýnist á að afla fylkingu einingarsinna at- kvæðis í baráttunni um stéttar- samtök vor við atvinnurekenda- valdið. Hver einasti verkamaður, kona sem karl, hver, sem skilur hvað nú er barizt um, verður að leggja sig fram af fullkom- inni alúð og ekki láta neitt tækifæri ónotað til að efla hlut einingarsinna á 24. ASÍ-þing- inu og ekki slaka á klónni fyrr en marki er náð og kjöri lokið. Einingarsinnar, fylgið eftir unnum sigri. Haldið út. Þá er sigurinn vís. Kjörorðið err Burt með áhrif atvinnurekendavaldsins úr for- ystu Alþýðusambands íslands. Hálshruut sig í svefui Kurt Jensen, garðyrkjulær- lingur frá Brörup í Danmörku, liggur nú hálsbrotinn á tauga- skurðlækningadeild sjúkra- hússins í Árósum. Pilt dreymdi eina nótt, að hann væri kom- inn í sundlaugina í Brörup og ætlaði að fara að stinga sér. Það gerði hann líka — sofandi — af rúmstokknum, og rak skallann svo óþyrmilega í gólf- ið að banakringlan stórskadd- aðist. öflin, hvar á landinu sem er, að einbeita huga sínum og vilja- krafti að því að hnekkja gengi andstæðingsins, halda velli félögum þar sem áður hafði unnizt sæti í fulltrúakjöri og vinna af honum nýja fulltrúa. — Ekkert hagsmunafélag verkamanna er svo lítið né lág- reist að það ekki geti orðið lóð Enn er mikið rœtt og ritaJð um ferð brezku Verkamannaflokksfulltrúanna til Kína. Hér sést Attlee halda ræðu í kínverska pinginu, sem hafði sérstaka samkomu til heið~ urs brezku gestunum. Aftan til sjást m.a. Aneurin Bevan ásamt forseta þingsins, Kvo Mo-jo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.