Þjóðviljinn - 13.10.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 13.10.1954, Page 10
JO) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. október 1954 Stigamaðurinn Eftir Giuseppe Berto 23. dagur ,,Nino“, sagði hún hikandi. „Ég held að hann sé svona af því að hann stendur aleinn uppi. Ef einhver væri með honum, hætti hann að langa til að gera illt af sér“. „Hvað kemur það þér við? Það er óþarfi fyrir þig að vera að brjóta heilann um það. Komdu þér í rúmið“. En hún hreyfði sig ekki og aftur þreifaði hún eftir hendi minni og þrýsti hana léttilega. „Heldufðu“, sagði hún, „ að hann hagi sér svona af því að hann elski hana ennþá?“ Ég vissi ekki hverju ég átti að svara henni. Ég spurði ekki einu sinni svona spurninga. Mér virtist sem hann gæti ekki elskað hana nein ósköp ef hann ætlaði að skjóta hana. „Hvaða þvættingur er þetta í þér?“ sagöi ég. „Hann ætlar aö hefna sín, vegna þess að hún sveik hann“. Miliella sleppti á mér hendinni. „Guð minn góður, hvað hann hlýtur að vera óhamingjusamur“, sagði hún við sjálfa sig. Ég skildi við hana. Mig langaði ekkert að vera með henni; mig langaði aöeins að vera einn í herberginu mínu og hugsa. En fyrst í stað var mér ómögulegt að hugsa. öll athygli mín beindist að hljóðum. Ég heyrði foreldra mína koma upp; svo töluðu þau lengi saman í svefnherberginu áður en þau fóru að sofa. Það var ómögulegt að greina hljóðin neðan úr gripa- húsinu; það var ekki hægt að heyra hvort það var hann sem framleiddi þau eða dýrin, sem höfðu óróazt^ við návist hans. Og rigningin buldi líka á þakinu, en þó ekki mjög hátt. Seinna stytti alveg upp, eftir mið- nættið. Gremja mín var að mestu horfin, ég var að- eins dálítið dasaöur. Ef honum stóð eins mikið á sama um mig og hann vildi vera láta, þá stóð mér líka á sama þótt hann steypti sér í vandræði með því að reyna að hefna sín á Giulíu Ricadi. Hann haföi full- an rétt á því að hefna sín. Hann hafði verið hjá henni þessa nótt; og hún hafði svikið hann til að bjarga heiðri sínum. Eða ef til vill hafði hann í raun og véru drepið Natale Aprici en hefði samið um þaö við hana áður, að hún bæri vitni honum í hag; og'svo heföi hún svikið hann. Hvort sem gerzt hefði, hafði hann fulla ástæðu til að hefna sín. Ekki dytti mér í hug að reyna að hiridra þaö. Og ég hafði engan áhuga á því 1 að vita, hvort hann væri enn ástfanginn af Giulíu Ricadi eða ekki. Slíkar hugmyndir skutu ef til vill upp kollinum í höfði Miliellu en ekki mínu. Fyrir mér gat hann verið ástfanginn af hverri sem var og mátti 1 gera hvað sem honum sýndist. En ég gat- með engu móti fyrirgefið honum afskiptaleysi hans. Hversa vegna hafði hann komið til okkar í stað þess að fara eitthvað ann- 1 að? Var það eingöngu til að sækja byssuna? Hann hefði getað fengið byssu í fleiri húsum, jafnvel meö minni fyrirhöfn. Hann hafði komið til okkar vegna þess að hann vissi að þar átti hann vin. En hvers vegna hafði hann þá komið svona fram? Hvers vegna hafði hann flýtt sér að forkasta öllum tilraunum okkar til samúðar? Við höfðum þó gert allt fyrir hann sem viö gátum, ég og móðir mín og Miliella og jafnvel faðir minn. Ef til vill komst ekkert að í huga hans annað en hefnd og hatur. Ef til vill var það óhamingjan sem Miliella hafði verið að hugsa um. En ef hann yar illur og önugur við þá sem vildu honum vel, var engin lækn- ing til við óhamingju hans. Það skipti miklu máli að hann vissi að ég vildi honum vel. Mér fannst sem ég gæti alls ekki sofnað nema hann fengi að vita þaö. Ég klæddi mig aftur og fór niður. Það var ljósrák undir gripahúsdyrunum. Ég opnaði dyrnar án þess að gera nokkurn hávaða. Ef hann hefði verið sofandi, hefði ég farið aftur. En hann stóð þarna og beið með byss- una tilbúna. Hann lagði hana frá sér þegar hann sá hver ég var. Hann haföi farið úr frakkanum og hafði breitt yfir sig hnakkdýnu til að halda á sér hita. Ég hafði gleymt að færa honum teppi, en dýnan var hlý. Og það var ekki orðið mjög kalt 1 gripahúsinu. Ég stóð kyrr 1 dyragættinni og þorði ekki að fara lengra. „Hvað vilt þú?“ spurði hann. Þá hreyfði ég mig og gekk hægt til hans. Nú gat ég ekki sagt neitt af því sem ég hafði hugsað mér. „Mig langaði til að kveðja þig áður en þú færir“, sagði ég. Hann svaraði engu. Hann settist eins og hann væri gramur, á hálmhrúguna sem hann hafði útbúið sem rúm. Ég fylltist skyndilegri reiði. „Ég var vinur þinn frá því fyrsta“, sagði ég. „Og þegar fólk talaði illa um þig, trúði ég því aldrei“. Hann sat þarna álútur og sýndi þess engin merki að hann væri aö hlusta. „Þegar þeir voru búnir að setja þig í fangelsi“, sagði ég, „fór ég til lögreglustjórans og sagði honum að vitn- isburður Giulíu Ricadi væri rangur“. Þá leit hann á mig; hann horfði lengi á mig án þess að ég gæti áttað mig á hvað hann var að hugsa. Loks spurði hann: „Og til hvers ætlastu af mér núna?“ Þetta var ofanígjöf. Hann hafði verið að því kominn að sýna mér inn í sál sína eins og hann hafði gert, daginnjsem við stóðum saman og horfðum niður í dal- inn; en þess í staö hratt hann mér frá sér. „Einskis“, « svaraði ég. „Leyfðu mér þá að hvíla mig. Ég þarf að hvíla mig“. Hann var hræddur; þaö var það sem að var. Hrædd- ur við að þiggja vináttuna sem ég kom til að bjóða honum, hræddur við að einhver sæi þjáninguna í sál hans og fyndi til meðaumkunar. En ég fann til með- aumkunar með honum engu að síður. „Ertu mjög ó- hamingjusamur?“ spurði ég hann. „Því skyldi ég vera óhamingjusamur?“ sagði hann og það fóru viprur um andlit hans eins og hann væri að hlægja. „Farðu burt, leyfðu mér að hvíla mig“. „Vertu sæll“, sagöi ég. En áður en ég kom að dyrun- um sneri ég mér við og hann hafði horft á eftir mér. „Varst það þú, sem skauzt Natale Aprici?“ spurði ég. Rödd hans varð allt í einu hrjúf. „Hvaö heldur þú?“ „Ég held að þú hafir ekki gert það“, svaraði ég. „Gott og vel, þá var það ekki ég“, sagði hann. Ekki einu sinni þá var auðvelt að sofna. Það fór enn Þrengsli i fataskápnum 1 þröngum íbúðum, þar sem of margt fólk þarf að búa sam- an, verða óhjákvæmilega þrengsli í skápunum. Jafnvel í nýtízku íbúðum með góðum inn á að reyna að halda reglu í skápunum, vegna þess að það er vonlaust verk; en það þarf þó ekki að vera. Oft er heil- mikið hægt að gera. Stundum byggðum skápum verður hið sama uppi á teningnum. Hvað stoðar góður skápur, sem mið- aður er við tveggja herbergja íbúð handa tveim þrem mann- eskjum, þegar sex manns þurfa að hafa fatnað sinn í honum ? I gömlum íbúðum er þetta enn verra, því að þar eru sjaldnast innbyggðir skápar. Skortur á skáprúmi verður oft til þess að fólk gefst upp getur verið hentugt að skipta skápnum og setja upp auka- slá neðanvert í skápinn, svo að hægt sé að hengja fötin upp í tveim hæðum. Einkum er það hentugt fyrir drengjaföt og herráföt. Ef fataskápurinn er notaður undir skófatnað, bindi, belti og ýmsa fleiri stærri og minni muni, er gott að setja upp snaga eða plaststatíf sem nú er farið að framleiða mikið OC CAMtHsi I veizlu einni í Englandi henti það skólameistara í heimavist- arskóla nokkrum að drekka heldur mikið af kampavíninu. Honum var þetta sjálfum ljóst, og einsetti sér því að vanda framkomu sína sérstak- lega, svo að ekki bæri á neinu. Skömmu síðar stakk einn veizlugestanna upp á því, að húsmóðirin sýndi þeim yngstu börnin sín. Hún var fús til þess, og skömmu síðar kom barnfóstran með vöggu, sem í voru tveir litlir tvíburar. Svo vildi til að skólameistar- inn var næstur vöggunni, en hann leit yfir hana og sagði; —. Mikið er þetta fallegt barn. e=SSS=a Lítil lagleg sjö ára gömul stúlka kom inn í verzlun í þorpi einu og kvaðst þurfa að fá fatnað á brúðuna sína. Kaupmaðurinn rétti henni margskonar afganga, og er sú litla spurði hversu mikið þetta kostaði svaraði kaupmaðurinn að einn koss væri nægileg borgun. — Allt í lagi, sagði telpan —■ amma kemur og borgar á morgun. af. Á myndinni sést sami skáp- ur áður en breyting var gerð á honum og svo hvernig hann leit út þegar búið var að gera í honum byltingu. Takið eftir að á fyrri myndinni standa skórnir á skápgólfinu. Það er óþægilegt þegar skápurinn er þrifinn og einnig þegar finna þarf skó í skápnum. Á skáp- hurðinni er aðeins einn snagi og á hann er hrúgað fatnaði., I hinum skápnum er búið að setja upp skógrind innan á skáphurðina, svo að skórnir eru ekki fyrir og mun hægara að ná í þá. Fyrir ofan er staður fyrir bindi og belti og þar fyrir ofan er spegill. Á hliðar- veggjunum í skápnum eru snagar undir ýmislegt smáveg- is, svo sem húfur, töskur og bvíumlíkt. Það er ekki dýrt að gera svona breytingar í skáp- um. t==SS5= tUttðlGCUS íiauKmoKrouöoa Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.