Þjóðviljinn - 13.10.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.10.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. október 1954 — ÞJÓÐVIUINN — (7 Almennar kosningar fara fram í þýzka lýðveldinu á sunnudaginn kemur og skýrir Bjarni Benediktsson frá aðdraganda þeirra í þessari grein. Bjarni dvelst nú við nám við háskólann í Le ipzig, og mun segja lesendum Þjóðvilj- ans öðru hverju frá mönnum og málefnum þar eystra. ÞJÓÐFYLKING UM Bjarni Benediktsson: Bréf frá Leipzig Leipzig 3. október. Sunnudaginn 17. október fara fram kosningar til austurþýzka þjóðþingsins. Það er verulegur kosningahamur í blöðum hér, linnulaus fundahöld um allt land, ýtarlegar umræður í spor- vögnum, matsölum, skólagöng- um. Áhugi fólksins á kosning- unum er með þeim hætti að sumstaðar hafa yfir 90 prósent manna á kosningaaldri gengið úr skugga um að nöfn þeirra séu á kjörskránni. Hér er mikið um met í öllum greinum. Eitt slíkt verður áreiðanlega sett 17. október — met í kjörsókn. f þessum kosningum er líka efst á baugi mál sem er einstakt fyrir þetta land, mál sem varð- ar með örlagaríkum hætti hvern einasta þegn þjóðarinnar: eining landsins. Það er mál málanna. í Austurþýzkalandi eru nú starfandi 5 stjórnmálaflokkar. Fyrst skal telja þann flokkinn sem stærstur er: Sósíalíska ein- ingarflokkinn, er stofnaður var í apríl 1946 við samruna kommúnistaflokksins og sósíal- demókrata. Forseti landsins, Wilhelm Pieck, er gamall bar- áttumaður og samherji Ernst Thalmanns í kommúnista- flokknum; en forsætisráðherr- ann, Otto Grotewohl, var aðal- hvatamaður sameiningarinnar í hópi sósíaldemókrata. Þá er ' Kristilega lýðræðissambandið, en sá flokkur var stofnaður í júní 1945. í þeim flokki var í upphafi barátta milli hægri og vinstri afla. Sú barátta er nú á enda kljáð, og hefur flokkur- inn tekið þátt í stjórn landsins f rá stofnun Austurþýzka al- þýðulýðveldisins 7. október 1949. Formaður flokksins, Otto Nuschke, er einn af varaforsæt- isráðherrum landsins. Þriðji flokkurinn er Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn, einnig stofn- aður í júní 1945. Sá flokkur hefur tvo ráðherra í austur- þýzku ríkisstjórninni, auk vara- forsætisráðherra. Hann mun telja um 200 þúsund flokks- menn. Þá er Þjóðlegi lýðræðis- flokkurinn. Formaður hans er Lothar Bolz, utanríkisráðherra lýðveldisins. Að lokum er Lýð- ræðisflokkur bænda, stofnaður 1948. Þessir fimm flokkar hafa sameinazt um einn framboðs- lista í kosningunum, lista Þjóð- fylkingarinnar, og koma ekki fram sem sérstakir flokkar. Þjóðfylkingin er skipulögð landshreyfing sem mótaðist ár- in 1949 og 1950 og vinnur fyrst og fremst að einingu Þýzka- lands. Nefndir Þjóðfylkingar- innar starfa einnig í Vestur- þýzkalandi. Frambjóðendur Þjóðfylking- arinnar eru ekki valdir á lok- uðum fundum hinna pólitísku flokka, innan fjögurra veggja. Fyrst tilnefnir ráð Þjóðfylking- arinnar frambjóðendur. Síðan halda þeir út í kjördæmi sín, lýsa þar áformum sínum og stefnu og skýra frá æviferli sínum. Þá getur það komið fyr- ir, og hefur komið fyrir, að Otto Nuschke, formaður Kristilega lýðræðis- sambandsins, varaforsætisráð- herra, annar maður ó lista Þjóðfylkingarinnar í Karl- Marx-Stadt. kjósendur heimta aðra fram- bjóðendur, og fá þá — vita- skuld. Á lista Þjóðfylkingar- innar nú eru margir óflokks- bundnir menn, sem hafa áunn- ið sér virðingu og traust fólks- ins. f Þjóðfylkinguna hafa sömuleiðis skipað sér fjölda- samtök eins og verklýðssam- bandið, kvennasamtök, Frjáls þýzk æska — og eiga allir þess- ir aðilar, og vafalaust ennþá fleiri, fjölmarga fulltrúa á framboðslistanum. Verkamenn og bændur, sem skarað hafa fram úr í störfum á iiðnum ár- um, eru fjölmennir á listan- um; í blöðum hef ég lesið ágrip af framboðsræðum nokkurra presta. Þess má þá geta hér að ■af 20 ráðherrum í austurþýzku stjórninni eru 10 úr verklýðs- stétt, 3 af bændafólki, 1 iðnað- armaður. Það þykir að vísu engin frétt hér, en það þætti minnsta kosti saga til næsta bæjar í Vesturþýzkalandi og Bandaríkjunum. Áður en lengra er haldið er Walter Ulbricht, ritari Sósíalíska einingarflokks- ins, efsti maður á lista Þjóð- fylkingarinnar í Leipzig. kannski rétt að svara fyrir- fram væntanlegri hneykslun Morgunblaðsins og nánustu fylgifiska þess út af þessari sameiningu fimm flokka um einn framboðslista. Það mætti segja margt um framkvæmd lýðræðis í ríki verkamanna og bænda; aðeins er óvíst að Morgunblaðið tryði mér um þá fræðslu. En af því Morgunblað- ið er kristið blað vildi ég benda því á að snúa sér til Ottos Nuschkes, formanns Kristilega lýðræðissambandsins, og spyrja hann út úr um lýðræðið í Austurþýzkalandi. Tíminn gæti í sömu erindum snúið sér til Lýðræðisflokks bænda. Það væri gaman að sjá íhaldið heima prenta þau svör. Lýðræðishug- sjón Morgunblaðsins er sú að fámenn flokksklíka sendi Egg- ert Kristjánsson heildsala norð- ur á Strandir að kaupa atkvæði ef þau væru föl. Lýðræðishug- sjón Tímans er sú að Eysteinn Jónsson fái óátalið að sverja fyrir kosningar að aldrei verði amerískur her á íslandi og panti hann síðan með hraði eft- ir kosningar. Það er lýðræði peningsins og lyginnar. Og það lýðræði sem íhaidið segist elska heitast lýsir sér vel í mynd sem undanfarna daga hefur flogið um heiminn. Þar er frambjóðandi til bandaríska þingsins önnum kafinn við að vinna sér hylli kjósenda. Og aðferðin er sú að hann berst við dálítinn krókódíl á opnu sýningarsvæði, en mannfjöldinn klappar frambjóðandanum því ákafara lof í lófa sem meira hallar á krókódílinn. Það er á- reiðanlegt að sá fyrrnefndi kemst að. Það er lýðræði for- heimskunarinnar —- og það kem- ur alveg nákvæmlega heim við þroskastig íhaldsins á íslandi. í kosningaávarpi Þjóðfylking- arinnar er að sjálfsögðu vikið ýtarlega að árangri uppbygg- ingarinnar undanfarin ár og að hinni lýðræðislegu lagasetn- ingu: Þjóðarauðæfin tilheyra þeim sem skapa þau, stórfyrir- tæki og bankar eru eign fólks- ins. Jörðin heyrir þeim sem erja hana, um 210 þúsund ný- Dr. Lothar Bolz, formaður Þjóðlega lýðræðis- flokksins, utanríkisráðherra, fjórði maður á lista Þjóðfylk- ingarinnar í Leipzig. býli hafa verið reist undanfar- in ár. Allir hafa jafna aðstöðu til menntunar, hverjum manni ber réttur til vinnu og hvíldar. Þessu verki öllu verður haldið áfram af auknum krafti, enda segir í ávarpinu: Þýzka alþýðu- lýðveldið verður að gerast fyr- irmynd öllu Þýzkalandi. Styrkj- um hinn lýðræðislega árangur sem náðst hefur. Eflum enn lýðræðið í Þýzka alþýðulýð- veldinu. Þannig gæti ég haldið áfram að rekja ávarpið, en það mál sem þar ber ofar öllum öðrum er varðveizla friðarins og sameining landsins: „Gegn endurhervæðingu. Enga hern- aðarsáttmála. Friðsamlega ein- ingu Þýzkalands í lýðræðisriki. Friðarsáttmála við allt Þýzka- land. Burt með hernámsliðin“. Það er söguleg staðreynd, og hér er það að auki lifandi veruleikur, að frá þessu landi hafa. verið hafnar tvær heim- styrjaldir í röð, styrjaldir sem hafa kostað þessa þjóð eina 20 mill.iónir fallinna og örkumla -— þó ekki væri annað talið. Það voru vopnaframleiðendur, junkarar og annar yfirstéttar- skríll sem hleyptu þessum styrjöldum af stokkunum, og þeim tókst það af því alþýðan var sundruð og leyfði þeim að leika lausum hala. Nú er „prússneski hernaðarandinn“ Otto Grotewohl, forsætisráðherra, efsti maður á lista Þjóðfylkingarinnar í Dresden. fluttur um set og hefur tekiðf sér bólfestu í Rínarlöndum. Al- þýðan, sem ræður ríkjum í Þýzka alþýðulýðveldinu og byggir ekki sízt á hinum mikla baráttuarfi verkamanna á dög- um Weimarlýðveldisins, lítur ofureinfaldlega svo á að í Vest- urþýzkalandi sé verið að lyfta merki Hitlers og junkaranna öðru sinni. Nazistar Þriðja rík- isins vaða þar uppi og belgja sig út í allar áttir, í innilegu bróðerni við bandaríska nýfas- ismann. Það vofir enn á ný geigvænleg hætta yfir Evrópu. Prússnesk-ameríski hernaðar- andinn er í framboði árið um kring, og það má líta á lista austurþýzku Þjóðfylkingarinn- ar sem kosningalista gegn Ade- nauer og allri vesturþýzku stjórnarstefnunni. Hér er það grundvallarskoðun að Þjóð- verjum sjálfum beri að semja innbyrðis um endursameiningu landsins. Með því að setja ein- mitt þetta mál á oddinn í kosn- ingunum núna er ætlunin að sýna fram á að meirihluti allrar þýzku þjóðarinnar, eystra og vestra, sé sömu skoð- unar. Austurþjóðverjar gegn sundrung og hervæðingu, allir kommúnistar í Vesturþýzka- landi og raunar allir verkamenn landsins og smóbændur, mikill hluti menntamanna — er það kannski ekki meira en helming- ur þjöðarinnar? Og er það ekki lýðræðið, sem einnig þið vestra segist elska, að gera meirihlut- anum hærra undir höfði en minnihlutanum? Þannig er" dæmið sett upp hér, að því er ég bezt fæ séð. Og það er spurt jafnframt: í hverra nafni sem- ur Adenauer við Vesturveldin um hervæðingu og framhald- andi setulið í Vesturþýzka- landi? Og svarið kemur a£ sjálfu sér: Hann semur í nafni Krupps og Thyss og Kessel- rings. Það er hitlersarfurinn sem nú liggur á vöxtum í Bonn. Austurþýzka þingið hefur hvað eftir annað sent því vest- urþýzka tilmæli um að hafnar yrðu viðræður milli fulltrúa austur- og vesturhlutans um. sameiningu landsins. Þau bréf hafa verið lesin blindum aug- um í Bonn. f tilefni þess nýj- asta lét einhver hitlersdólgur- inn þau orð falla að sameining þj'zku landshlutanna væri alls ekki aðkallandi eins og sakir stæðu — endurhervæðingin, skipti meira máli í svipinn. í Austurþýzkalandi er þó risin Framhald á 9. síðu. (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.