Þjóðviljinn - 03.03.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1960, Blaðsíða 3
 Fimmtudagur 3. œarz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 IIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII i Fréttamaður blaðsins var á leið út í viðtal í fyrradag og kom við á afgreiðslu blaðsins um leið. Ungur strákur, rjóð- ur í andliti, stóð þar og varð starsýnt á myndavélina, sem fréttamaðurinn hafði með- férðis. . — Heyrðu,'ætlarðu að taka mynd og setja hana í blað- ið? — Já. Viltu kannske fá mynd af þér í blaðinu ? — Já. — Og viðtal ? — Já. — Hvar vinnurðu? — Hjá Sambandinu — en ég ætla að reyna að fá vinnu hérna seinna. — Nú, já. — Ertu ekki í skóla ? — Jú, ég er í Austurbæjar- skólaiium og sendist frá 1—5. Eg les alltaf Þjóðviljann. — Jæja, — Já, það er gott blað. Pabbi kaupir hann alltaf. — Hvað heitirðu ? —: Sveinn Óskarsson og er 11 ára. Eg á heima á Njáls- götu 79. <s> — Hvað gerirðu þegar þú átt frí? —r-■ Leik mér bara. ; —- Hvað helzt? — Svona í skylmingaleik og hestaleik. — Ertu duglegur í skólan- um? ' Spilakvöld Sþilakvöld í baðstofunni Akráhesi n.k. föstudags- kvöld kl. 9. Mætið stund- víslega. 'IHIIIIilllllIHHIIHI — Læt það allt vera. En ég reikna mikið. — Hvað ætlarðu að gera þegar þú ert orðinn stór? — Eg ætla að verða skip- stjóri eða flugstjóri. — Hvað gerirðu á sumrin? — Eg fer í sveit til Norð- fjarðar og rek beljur og svo- leiðis. — Ferðu oft í bíó? — Bara á sunnudögum. Mér finnst mest- gaman að skrípamyndum og skylminga- myndum. — Ertu búirin að sjá Kardemommubæinn ? — Já, það var agalega gaman. — Ertu í íþróttúm? -— Já, ég helíd með Fram. — Ekki með Akurnesing- um ? — Nei. — Eg held líka með ÍR í sundi. Heyrðu, nú verð ég að fara því ég er með svo mikið í töskunni. Eg ætla að klippa myndina út þegar liún kemur. Bless — Bless. S.J. KiaSSaraíbúðum breyH í sam- Hér hefur dvalið að undan- förnu sænskur æskulýðsleið- togi, Lars Oldén að nafni. Hann kom hingað á vegum ís- lenzkra ungtemplara fyrir milli- göngu norræna ungtemplara- sambandsins og' stórstúkunnar nér. Lars er yfirmaður tómstunda- máiefna sænska ungtempiara- sambandsins, sem eru ein fjöl- mennuslu samtök bindindis- æskunnar í Svíþjóð. Lars hefur miðlað miklum fróðleik í leiðbeiningarstaríi sínu hér, sýnt og útskýrt fróð- iegar og' skemmtilegar lit- skuggamvndir og kvikmyndir. Fréttamenn hittu Lars Oldén að máli fyrir skömmu. Þar SiáSlkgörm vinsfri stjórn Verkamannaf. Raufarhafnar Ætla ekki að láta sitt eftir liggja við að hrinda árásinni Ra’ufarhöín. Frá írétta- I ritara Þjóðviijans. •Aðalfundi Verkamannafélags Raufarhafnar er nýlokið. Kom fram aðeins einn listi og' varð stjórnin sjálfkjörin. f stjórn eru þessir menn: Kristján Vigfússon formaður. Páll Árnason varaformaður, Lár- us Guðmundsson ritari, Frið- mundur Jóhannesson íéhirðir og Karl Guðmundsson meðstjórn- andi, Þetta eru allt eindregnir vinstri menn. samstilling í félaginu er með ágætum og er stjórnin og félagsmenn ákveðin í því að láta ekki sitt eftir liggja til þess að hrinda þeirri gifurlegu árás sem nú heíur verið gerð á lífskjör verkamanna og launþega. (Menn velta því íyrir sér hvort Emil Jónsson hafi fengið stóru orðuna íyrir það hve duglegur hann er í þvi að rýra kjör verkamanna). — Frétt bessi er send í bréíi sem heiur verið alllengi á leið- inni. kom fram m.a. að sænska rikið og bæjarfélög láta mikið af mörkum- til að hjálpa æskunni og sjá henni fyrir hollum tóm- stundum. í Svíþjóð er t.d. bannað að búa í kjöllurum og geta öll þau félög sem starfa að æskulýðsmálum íengið þar ókeypis húsnæði og styrki að auki. Svíar eiga við mikið vanda- mál að stríða varðandi áfengis- neyzlu unglinga, sem oft er sprottin af því að unglingarnir vita ekki hvað þeir eiga að gera í tómstundum sínum. Komið hefur í ljós að með vax- andi æskulýðsstarfi templara og annarra félagssamtaka hef- ur tekizt að stemma mjög stigu við áíeng'isneyzlunni. 1-Iér heima eiga félög eins og LÁKI og lífið ungtemplarar eríitt uppdráttar. því þótt þeir hafi húsnæði og ókeypis starfskraft, þá hafa þeir ekki neinn styrk frá hinu ‘opinbera, og starfsemi þeirra því sniðinn þröng'ur stakkur. 12 landhelgis- brjótar í gæ; Sarhkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæzlunni voru 7 brezkir trgarar við landhelgis- brot út af Snæfellsnesi í gær- morgun og 5 á Selvogsgrunni. Herskip gættu togaranna. Breytt fyrirkomulag við inn- heimtu hinna hækkuðu gjaWa Eins og skýrt var frá hér í blaöinu, hækka síma- og póstgjöld stórleya vegna efnahagsaögeröa ríkisstjórn- avinnar. Er gert ráö fyrir aö 18% póstsins 14%. Var nánar greint írá hækkun einstakra gjalda síma og pósts hér í Þ.jóðvilanum í fyrradag og skal það ekki endurtekið. Gunn- laugur Briem póst- og símamála- stjóri skýrði' blaðamönnum i fyrradag frá fyrirhugaðri breyt- ingu á innheimtu landssimans í Reykjavík svo sem nú greinir: Fyrirhugað er að gera þá breytingu á innheimtu afnota- gjaldanna í Reykjavik frá 1: apríl næstkomandi, að gjalddag- inn verði ekki samtimis hjá öll- Hjónaspil frum- svnt í kvöld j í kvöld verður gamanleikur- inn ,,Hjónaspil“ eftir bandaríska höíundinn Thornton Wiider frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en Karl Guðmundsson leikari hefur þýtt leikritið. Aðalhlut- verkin leika Haraldur Björnsson. Herdis Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Rúrik Haralds- son; Bessi Bjarnason, Arndís Björnsdóttir og Róbert Arnfinns- tekjur sírnans aukist nú um um. heldur skiptist jafrit á alla mánuði ársins, þannig að þriðji hluti notendanna greiði ársíjórð- ungsgjöld sín í april, annar þriðji hluti í maí, og" siðasti þriðji hlutinn í júní. Með’þessu móti verða rninni þrengSli" við innheimtuna og vinnan jafnari. Þessari breytingu verður kom- ið á þannig', að f. apríl n.k. greiðir einn þriðji hluti notentda venjulegt ársfjórðungsgjald, anri- ar þriðjungur eins mánaðar af- notagjald og- þriðji þriðjungúri tveggja mánaða afnotagjald. Síð- an greiðir annar þriðjungur venjulegt ársfjórðungsgjald í maí, og þriðji þriðjungur í júní. Auk þessarar breytingar er fyrirhugað að kreíja símanot- endur ekki mánaðarlega um greiðslur fyrir símskeyti og sím- töl, á meðpn upphæðin er undir 100 krónum, heldur með árs- íjórðungsreikningi. v Notendur þurfa því ekki að koma mánaðarlega til þess að g'reiða smáupphæðir, en hins vegar krefst þetta íyrirkomulág nokkuð meira rekstrarfjár fvrir landssímann. son. Atvinna nœg- tíðin ógœt Raufarhöfn: Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Hér eru rniklar framkvæmdir á vegum Síldarverksmiðja ríkis- ins og því næg' atvinna fyrir þá sem heima eru, en unga fólkið leitar suður á vertið eins og ven.iulega. Héðan hefur róið einn bátur, þilfarsbátur, og ai'lað sæmilega. Gæftir hafa verið góðar enda tíð með ágætum og alveg snjólaust. Keyrir um þverbak Framh. af 12. síðu fundurinn þeim stórfelldu álög- um, sem lagðar eru á bílstjóra- stéttina umfram hinar almennu álögur. Sú mikla liækkun á inn- kaupsverði liíla og almennum rekstrarkostnaði, sem nú verður, þar seni gengislækkunarhækkun- in ein cr ekki látin nægja, stefn- ir afkomumöguleikum bílstjóra- stéttarinnar í beinan voða. Það verður ekki sagt, að bílstjórum hafi liingað til verið hlíft við álögum af hálfu hins opinbera, en nú keyrir Am þverbak“. llllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllilllilllIIIIIIIIIIIIIIIUillllllllllllllllllllllllllIIIIHIIIII Sann- leiksvitnið Þurfa menn nú i'ramar vitnanna við um að viðreisn- in hafi verið nauðsynleg og' óhjákvæmileg? Sjálfur Vil- hjálmur Þór, þessi grandvari og heiðarlegi hugsjónamaður, hefur kveðið upp sinn hæsta- réttardóm, meðan hann bíður eftir öðrum dómi. Rödd hans hljómaði til okkar- í útvarp- inu í fyrrakvöld, þrungin sannfæringarástriðu og al- vöruþunga, og sjálfsagðara sannleiksvitni var auðvitað ekki hægt að finna til að rök- styðja gengislækkunina. Hann sagði okkur að þjóðin hefði' lifað um efni fram, og hver ætti að vita það betur en harm sem á velgengnistimum hefur verið svo snauður að hann hefur bréf upp á jíað að hann þurfi' ekki að greiða nein opinber gjöld. Hann benti á að menn hel’ðu feng- ið allt of mikil lán með allt of lágum vöxtum^ og hver ætti að vera vitnisbærari um það en hann sem liefur þeg- ið óhemju i'úlgur í ræktunar- 'styrkí og ræktunarlán með lágmarksvöxtum til að græða upp sandana umhverfis Ketlu þar sem lömbin reyndust bezti á sig komin í fyrrahaust. Hann sannaði að þjóðin hefði flutt allt of mikið inn, og hver ætti að kunna betur . skil á því en hann sem flutt heíur inn milljónaverðmæti til Keflavíkurflugvallar í trássl við lög og rétt á undanförn- um árum. Ilann færði íram skýr rök fyrir því að þjóðin hefði eytt allt of mikium gjaldeyri,- og hverjum er það mál skýld- ara en honum sem árum sam- an hefur keppzt við að safna dollurum á leynireikninga vestur í Bandaríkjunum. . - Vilhjálmi Þór láðist aðeins að geta þess að þjóðin hetði ekki verið nógu heiðarleg. Hann bætir úr þvi.uajs.f. Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.