Þjóðviljinn - 03.03.1960, Page 9

Þjóðviljinn - 03.03.1960, Page 9
Fimmtudagi> 3. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (ð iTT: KS 1. iÉ nii! cc KiEl g!,-2i|Uu5! S . B i 333 e§ 'sss. ÉS £i 3: uu: nrng §í| £S i S2H £r= ci=; SP! m Ritstjóri: Frímann Helgason „Eriitt að fccnia á landsleifci*- um hér meðcixi hús er ekki til" „En við verðum að bua okkur undir það sem framund- an er: HM næsta vetur6í, segir Asbjörn formaður HSÍ Sundmót Ægis í Sundhöllinni á mánudagskvöld: Þrjár stúlkur undir íslandsmetinu í 100 metra bringusundi . . Nokkur blaðaskrif hafa orð- ið um æfingar liðs þess, sem valið var í desember af hand- knattleikssambandinu til þess að taka þátt í æfingum, ef til þess kæmi að ísland þreytti landsleik eða landsleiki í vet- ur. Stjórn handknattleikssam- bandsins hafði viðtal við íþróttafréttamenn á sínum tíma, þegar liðið var valið og þá skýrði hún frá því að sam- bandið væri að vinna að því að ná sambandi við V-Þýzkaland um landsleik, og yrði svarið jákvætt væri ætlunin að ná sambandi við tiltekin lönd önn- ur og efna þá til keppnisfar- ar íslenzka landsliðsins. Síðan hefur ekki heyrzt frá stjórn handknattleikssambandsins, — Irvernig þetta mál stendur. 1 tilefni af þessum umræðum og eins til að fá vitneskju um það, hvernig málin við Vestur- Þýzkaland standa sneri íþrótta- síðan sér beint til formanns HSÍ, Ásbjörns Sigurjónssonar, og spurði hvað væri að frétta um landsleik við V-Þjóðverja. — Því miður er ekkert af því að frétta, sagði Ásbjörn, nema það að' Þjóðverjar hafa ekki svarað okkur þrátt fyrir ítrekanir með bréfum og skeyti. Okkur er að vísu ljóst, að við eru lágt skrifaðir hjá þeim á meðan við höfum ekki stærra hús að bjóða þeim uppá hér en Hálogaland. Það er sama sag- an með Áustur-Þjóðverja, þeir vilja ekki leika í svo litlu húsi eins og við höfum. Því má líka bæta við að Danir sögðu við mig nú í haust þeg- ar ég var úti að það yrði ekki um að ræða að landsliðið danska kæmi hingað til lands- keppnj (innanhúss) að óbreyttum aðstæðum og væri það sama um finnska landslið- ið að segja. Það virðist því vera ómögulegt fyrir okkur að koma á gagnkvæmum sam- skiptum í handknattleik á með- an ekki er til stærra hús hér í Reykjavík. Hvernig æfa handknattleiks- mennimir sem valdir voru í vetur til æfinga? Æfingar drógust nokkuð eða MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16. þar til í miðjan febrúar, þá var hafizt handa með þær og boðaðir til þeirra 16—18—23 og 25, en leikmenn hafa mætt illa eða 7 flestir en oftast 2-3. Það hefur heldur ekki verið hægt að ná þeim saman til fundar til umræðna um æfing- arnar og annað sem þetta snertir. Var ætlunin að allir gengju undir þolreynslu og voru fengn- ir sérstakir tímar til þess und- ir stjórn Benedikts Jakobsson- ar. — Því hefur verið haldið fram að þið hafið ekki boðað til æfinganna á formlegan hátt, eða hver er venja ykk- ar í því efni? — Þegar við veljum menn til æfinga, er það venjan að við skiptum því á okkur í stjórninni að skýra mönnum frá því, að þeir hafi verið valdir og hvenær æfingamar verða. Fram að þessu hefur áhuginn verið það mikill að þetta hefur verið nóg. Mönnum hefur þótt það vera viss heiður sem þeim hefur hlotnazt að vera valinn til þess að taka þátt í æfingum sein hugsanlegir landsliðsmenn síð- ar. Við í stjórninni vinnum þessi störf okkar sem áhugastarf og teljum að leikmenn eigi ekki síður að sýna áhuga fyrir handknattleiknum, sýna áhuga á því að mæta til þeirra æfinga sem þeir eitt sinn hafa fengið tilkynningu um að fram eigi að fara og auglýstar eru í blöð- um. Að boða æfingar með bréfaskriftum kemur ekki • til mála, til þess höfum við engan tíma, og ætti slíkt að vera ástæðulaust, ef áhugi er fyrir hendi að komast í landsliðið. Hitt er svo annað mál, að þegar landsliðið hefur endan- lega verið valið, er þeim leik- mönnum sem valdir hafa verið sent bréfleg tilkynning um það, og verður svo gert í framtíð- inni. Varðandi „Kandidat no. 18“ vildi ég segja, að hann mætti vSvo gjarnan komast í stjórn HSl, því að þá mundi hann sennilega verða vægðarlausar notaður til þess að annast þessa dekurstarfsemi sem hann vUl innleiða meðal handknatt- leiksmanna. — Hvað með æfingar karlr anna í framtíðinni? — Það er mtn skoðun að ef við ætlum að taka þátt í hand- knattleiksmeistaramóti í marz næsta ár þá verður nú þegar að fara að undirbúa það sér- staklega, og þá má ekki vera minna en ein sérstök æfing í viku fyrir þetta. I sumar verð- ur svo lialdið áfram og hert á því þegar hausta tekur. Eitt ár er fljótt að líða og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að senda eins sterkt lið og mögulegt er, og þess vegna ber að leggja áherzlu á grunnþjálf- un mannanna til að byrja með og herða síðan á. — Hvernig æfa stúlkurnar? -— Þær æfa mjög vel undir handleiðslu Péturs Bjarnason- ar og Benedikts Jakobssonar, en í landsliðsnefnd kvennanna eru Valgeir Ársælsson, Axel Sigurðsson og Pétur Bjarna- son. Stúlkurnar mæta mjög vel á æfingar og er um miklar framfarir að ræða hjá þeim. - Sundmót Ægis fór fram á mánudagskvöldið og var þátt- taka góð og árangur 'i sumum greinum mjög góður. Kom það fram þegar í fyrstu keppninni 200 m bringusundi karla. Þó ekki væri sett met í þeirri grein var þó um hreint met að að ræða, hvað snertir al- mennan árangur hinna 4 sem lu'ku keppninni. Sigurvegari i sundinu varð Einar Kristinsson og vann hann einnig styttu þá sem um var keppt til eignar, þar sem hann hafði unnið hana tvisvar í röð áður, og var Enar nú betri en nokkru sinni fyrr, Tími hans er annar bezti tími Islendings á 200 m, en Sig- nrður Þingeyingur á metið 2.42,6. Þeir syntu saman Guð- mundur Gíslason og hann og var keppnin hörð, og hefur Einar sýnilega lagt hart að sér að láta styttuna ekki sér úr greipum ganga. Tími Guðmund- ar er þriðji bezti tími íslend- ings. Þriðji varð Sigurður Sig- urðsson frá Akranesi og var tími lians fjórði bezti og fjórði maður keppninnar Guðmundur Sumarliðasoon frá Akranesi var á fimmta bezta tíma sem Islendingur hef. ur náð! Hörður Finnsson varð fyrir því óhappi að svelgjast svo illa á að hann varð að hætta, en hann var þá fyrstur í sundinu. Tímarnir voru mjög góðir og er engin einstök sundgrein með svo marga toppmenn. Það virðist því sem þess verði ekki langt að bíða að þessi ,,breiða“ sókn að meti Sigurð- ar leggi að velli met, og eru þar margir líklegir. Hrafnhildur betri en nokkru sinni. Þá var 'keppnin I 100 m bringusundi mjög skemmtileg og allar stúlkurnar sem kepptu syntu undir íslandsmeti! Hrafn- hildur Guðmundsdóttir átti gamla metið og hún var einnig sú sem fór mest undir metinu eða tæpar 3 sek., og er það vel gert. Hinar sem syntu með henni voru Sigrún úr Hafnar- firði og Ágústa Þorsteinsdóttir, og var árangur þeirra líka góð- ur. Sigrún er alltaf í sókn og Ágústa, sem hefur ekki gert bringusund að neinu sérfagi, sýnir að hún er snjöll og fjöl- hæf sundkona. Hrafnhildur Guðmundsdóttir hefur aldrei komið svo vel und- irbúin til sunds og í þetta sinn. Hún er greinilega í mjög góðri þjálfun. Það kom líka fram í 50 m skriðsundinu sem hún synti síðar. Viðbrögð hennar og sundtök voru með miklum meiri hrafti en áður, og sannarlegá hefur hún ekki sagt síðasta orð sitt um sundmet kvennanna. Árangur Guðmundar Gísla- sonar i 50 m skriðsundi var á- jgætur, þar sem hann jafnaði met sitt, og það var engin til- viljun því að hann synti ná- kvæmlega á sama tíma í boð- sundinu, sem var lokakeppni mótsins. Hann synti einnig 400 m skriðsund, og var tími hans góður, þó að hann væri 10 sek. lakari -en met hans er. Hörður Finnsson synti með honum, en Guðmundur fékk ekki þá keppni af honum sem til þurfti, enda mun Hörður vera óvanur að synda svo langar vegalengdir. Ungir efnilegir menn á ferðinni. Á móti þessu voru mörg unglingasund og mörg þeirra skemmtileg og jöfn. Þar má lí'ka sannarlega sjá menn sem brátt ættu að verða meðal beztu sundmanna okkar, ef þeir stunda æfingar og taka þjálfun. Má þar nefna Þorstein Ingólfsson tR sem er góður efniviður, bæði á skriðsundi og bringusundi. Þá má geta Guðn mundar Þ Harðarsonar. sem hefur tekið miklum framförum uppá síðkastið og ætti þar að vera gott efni á ferðinni, bæði á bringusundi og skriðsundi. Þorkell Guðbrandsson lofar lika góðu á bringusuíidinn. Einnig Guðberg Kristinsson, svo nokkrir séu nefndir. Verður gaman að fylgiast með þeim öllum S framtíðinni. Árangur Sigrúnar frá Hafn— - ; • • Framhald á 10. siðu. Sigraði í skíðastökki Síðasta keppnisgrein vetrarolympíuleikanna í Squaw dal í fBandarikjuniun var skiðastökk. Þar sigraði mjög glæsilega Austur-Þjóðverjinn Helmut Recknagel, sem myndin er af.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.