Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 1
Ólafur ráðinn vinnumaður hjá Geir Geir byrsti sig en Ólafur beygfti sig. AFHENTIIHALDINU STJÓRNARF(®USTUNA Búist við stjórnarskiptum á morgun. Fjórir ráðherrar handa hvorum flokki, sex plús sex ráðuneyti Þrátefli Framsóknar og ihalds- ins og það hvor flokkurinn hefði forsætisráðherra lauk i gær meö þvi að Ólafur Jóhannesson lét i minni pokann og afhenti Geir Hallgrimssyni forustu i hinni nýju rikisstjórn, sem gert er ráð fyrir að við taki á miðvikudaginn. Þrá- teflið um rembættaskiptinguna hefur staðið siðan aðfaranótt laugardagsins og svo alla helgina. Fyrir helgina hafði verið gengið frá öllum meginatriðum i mál- efnasamningi flokkanna tveggja. Þegar staðan var þannig gerði ihaldið itrekaðar kröfur um for- sætisráðherrann, sem Ólafur Jóhannesson lét undan að lokum og afhenti Geir Hallgrimssyni. Ráðherrarnir verða átta og hefur hvor flokkur 4 ráðherra og sex ráðuneyti. Er gert ráð fyrir að hin nýja rikisstjórn taki við á miðvikudaginn. Skipting ráðherraembætta milli flokkanna er frágengin en ekki ljóst hverjir taka við hvaða ráðuneytum fyrir Framsóknar- flokkinn. Verður haldinn fundur i þingflokki Framsóknar i dag þar sem frá þeim málum verður gengið. Ráðherraefni og verkaskipting af hálfu ihaldsins verður sem hér segir: Geir Haligrimsson, forsætis- ráðherra. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra , Matthias A. Mathiesen, fjármálaráðherra. Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra. Ennfremur hefur ihaldið heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið. Af hálfu Framsóknar er gert ráð fyrir að sömu þrir menn gegni áfram ráðherraembættum, sem hér segir: Ólafur Jóhannesson, dóms- og kirkjumálaráðherra og við- skiptaráðherra. Einar Agústsson, utanrikisráðherra. Halidór E. Sigurðsson, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Ekki var ljóst i gær hver yrði menntamálaráðherra Fram- sóknarflokksins. Um það keppa Steingrfmur Hermannsson og Jón Skaftason. Viihjálmur Hjálmarsson — sem hefði orðið landbúnaðarráðherra, hefði svo farið sem ætlað var á föstudaginn — er einnig orðaður við embætti menntamálaráðherra. I viðræðunum hefur gengið treglegast að koma út embættum menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra. Mikil ólga er meðal þeirra ör- fáu Framsóknarmanna sem i gær vissu þegar að Ólafur hefði ráðið sig sem vinnumann á búi Geirs og afhent honum húsbóndasætið. En Ólafur gekk i gildru og situr þar nú fastur.kominn upp á náð Geirs Hallgrimssonar. Litiö lagðist fyrir kappann. Miklar vega- skemmdir á Austfj ör ðum vegna stórrigninga — fjallvegir á Norðurlandi lokuðust vegna snjóa Óvenju hart veðuráhlaup miðað við árstima, gerði á Norður- og Tveir menn drukknuðu þegar bátur þeirra sökk út af Garðskaga á sunnudaginn Tveir ungir menn, óskar Egils- son 21 árs og Bjarni Gislason 22ja ára drukknuöu sl. sunnudag er 15 tonna bátur þeirra, óskar Jónas- son RE 12, sökk 10 sjómilur aust- ur af Garðsskaga. Þeir sendu út neyðarkall kl.-5130 á sunnudags- morguninn og sögðu að báturinn væri kominn á hliðina og að þeir næðu ekki að losa gúmbjörgunar- bátinn. Skömmu seinna rofnaði sambandið. Flugvélar og skip hófu þegar leit að mönnunum en hún bar engan árangur. I gærmorgun var svo brak úr bátnum fariö að reka á fjörur undan Stapa. Var i gær gengið á fjörur á Suðurnesjum og átti að halda þvi áfram fram i myrkur. Iiálfdán Henrýsson hjá SVFÍ sagði okkur að svo vel hefði leitarsvæðið verið kannað allan sunnudaginn að engin von væri til þess að mennirnir hefðu komist af. Óskar Egilsson lætur eftir sig unnustu og barn en Bjarni var ó- lofaður og barnlaus. —S.dór Austuriandi um siðustu helgi. A Austurlandi, allt frá Vopnafirði að Djúpavogi urðu miklar vega- skemmdir og nemur tjónið mil- jónatugum. A Norðurlandi snjó- aði aftur á móti og það svo að margir fjallvegir lokuðust, m.a. vegurinn á milli Húsavikur og Mývatns, svokallaður kisilvegur og stendur hann þó ekki mjög hátt. Þá lokaðist vegurinn yfir Möðrudalsöræfi, og i gær var þar skafrenningur þannig að óvist var hvort hægt yrði að opna hann þótt ruddur væri. Mestar urðu vegaskemmdirnar eins og áður segir á Austfjörðum Framhald á 11. siðu. Nú ersýningunni miklu á Kjarvalsstöðum lokið og hér sjást starfsmenn hennar vera að ganga frá mun um til sendingar út og suður til réttra eigenda þeirra. Sjá bls. 3. Kjötskorturinn: Búið að éta kjötið? Eða liggur það í frystikistu um allan bæ? Enn höldum við áfram að klifa á kjötskortinum ógurlega. Höfðum við samband við stærstu dreifingaraðilana hér á höfuðborgarsvæðinu sem eru SÍS og Slátur- félag Suðurlands og inntum þá eftir þvi hversu miklar birgðir þeir hefðu og hvort þeir hefðu einhverjar skýr- ingar á kjötskortinum. Vig’fús Tómasson sölustjóri Sláturfélagsins sagðist vera ný- kominn úr könnunarferð um sölu- svæði félagsins sem nær frá Hvitá i Borgarfirði austur að Skeiðarár- sandi. Sagðist hann ekkert kjöt hafa fundið sem heitið gæti nema á Hvolsvelli þar sem voru 4-500 skrokkar. Hér i Reykjavik væru til 5—600 skrokkar sem hann sagði að væru ætlaðir sjúkrahús- um og öðrum slikum aðilum sem erfitt eiga með að breyta neyslu- venjum. Hann kvaðst vera þeirrar skoöunar að skýringin á kjöt- skortinum lægi i þvi að kjötið væri allt komið heim til neytenda. Sagði hann að eftir að kjötverðið lækkaði I mai hefði kjötsalan tekið geysilegan kipp og hefðu birgðir til eins og hálfs mánaðar rokið út á nokkrum dögum. Hefði eftirspurnin haldist mikil siðan og ekkertlát verið þar á. Ennfremur vildi hann meina að þegar kjöt- verðið lækkaði hafi fólk breytt neysluvenjum sinum og fjölgað kjötmáltiðum. Hjá SIS svaraði Skúli Ólafsson þvi til að mjög erfiðlega hefði gengið hjá Afurðasölunni að fá kjöt til borgarinnar. Hefðu slátur- húsin úti á landi haldið i það bæði vegna þess að meira seldist þar Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.