Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 4
4 St»A — ÞJOÐVILJINN WIW«l»r »• *g*«t lt74. DJOÐVIUINN \ MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: tltgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. LÝSANDI DÆMI íslenska þjóðfélagið er stéttaþjóðfélag. Þar takast á tvær meginstéttir, annars- vegar launamenn, verkalýðurinn, hins vegar peningafurstarnir. Þeir siðar- nefndu ráða yfir fjármagni og áróðurs- tækjum og tekst þannig að tryggja sér veruleg áhrif á alþingi og i sveitastjórn- um. Þeir eru að sjálfsögðu miklum mun færri en launamennimir, en valdið i þeirra höndum er hins vegar verulegt, tryggt af fjármagninu. Þessa meginstað- reynd verða islenskir launamenn að hafa i huga. Stjórnmálaflokkarnir eru spegilmynd þessara stéttaandstæðna. Annars vegar er um að ræða flokk launamanna, Alþýðu- bandalagið, sem litur á sig sem hluta verkalýðshreyfingarinnar. Hins vegar er um að ræða forustu Sjálfstæðisflokksins og hægri arm Framsóknarflokksins. Nú er að fara frá völdum á íslandi rikisstjórn, sem hafði sterkasta hluta hinnar pólitisku og faglegu verkalýðshreyfingar innan sinna vébanda, Alþýðubandalagið. Sem aðili að rikisstjórn var Alþýðubandalagið ekki aðeins með fimmtung kjósenda að FYLLSTA HARKA Siðustu daga hefur þvi verið lýst af tals- mönnum Framsóknar og ihaldsins, að baki sér og 10 alþingismenn: Alþýðu- bandalagið talaði fyrir hönd allra launa- manna. Af þessari ástæðu er styrkur Al- þýðubandalagsins miklu meiri i rikis- stjórn en nemur þingmannatölunni — og þess vegna er styrkur Alþýðubandalags- ins meiri i stjórnarandstöðu en nemur 11 þingmönnum flokksins. Sú ihaldsstjórn sem er að komast á laggirnar þegar þetta er skrifað mun þeg- ar frá fyrsta degi verða i fullri andstöðu við hagsmuni launafólks og þar með við islenska verkalýðshreyfingu. Þó að stjórnin sé ekki komin saman ennþá, er þegar búið að sýna opinberlega einskonar sýnishorn, af væntanlegri stjórnarstefnu. Hér er átt við hækkanir landbúnaðaraf- urða á dögunum um yfir 20% i sumum til- fellum. Þessa hækkun samþykktu þrir ráðherrar Framsóknar i fráfarandi rikis- stjórn, en ráðherrar Alþýðubandalagsins voru andvigir henni. Ástæðan til þess, að Framsókn þorði samt fram með þessa að- gerð, var stuðningur ihaldsins, sem samið hafði verið um fyrirfram. Framsóknar- menn hafa auðvitað margoft i fráfarandi rikisstjórn viljað beita sér fyrir samskon- ar skerðingum á kjörum almennings, en þessir flokkar hafi náð samkomulagi um öll helstu málefni. En þá er komið að við- kvæmflismálunum: Hvemig á að skipta bitunum? Þá hef jast deilur á deilur ofan — það strandaði jafnan á styrk Alþýðu- bandalagsins i stjórninni. En á sama hátt og ihaldsstjórnin, sem nú er að fæðast, verður vafalaust andstæð hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar verður hún andstæð Alþýðubandalaginu. Verkalýðshreyfingin og Alþýðubandalag- ið eru eitt. En nú er hins vegar framundan timabil þar sem atvinnurekendaöflin ráða algerlega rikisvaldinu. Þess vegna munu launamenn nú tygja sig til átaka — og það mun flokkur þeirra — Alþýðubandalagið — einnig gera. Fyrir alþingiskosningarnar 30. júni sl. var þvi margsinnis lýst yfir af Alþýðu- bandalaginu— einu flokka-að það myndi af öllu afli beita sér fyrir þvi að vernda þann árangur, sem náðst hefur á umliðn- um árum á timabili vinstristjómarinnar. Hér var um að ræða árangur Alþýðu- bandalagsins i þeirri stjórn, árangur sem var öllum launamönnum ákaflega mikils- verður. Alþýðubandalagið mun starfa samkvæmt þessari yfirlýsingu, sam- kvæmt skyldum sinum við alþýðuífólkið i landinu. Alþýðubandalagið mun mæta hverskonar árásum ihaldsstjórnar á kjör almennings með fyllstu hörku. og karp milli flokkanna hefur staðið um þetta eitt. Vissulega segir þessi deila milli ihaldsins og Framsóknar meira um þessa flokka en nokkuð annað. af erlendum vettvangi Mjólk Rockefellers var drýgð með 5,000 lítrum á dag Nelson Rockefeller, vœntanlegur varaforseti Bandarikjanna, er einn af auðugustu mönnum heims — jafnvel í Bandarikjunum þykja Rockefeller-auðœfin œvintýraleg var leyst upp I 38 smærri fyrir- tæki árið 1911. Hið stærsta af þessum „smáu”, er olíuhringur- inn EXXON, næst stærsta auðfé- lag i heimi. Nelson R. á 3 bræður á lffi og eina systur, og sér sérstakt fyrir- tæki um fjárreiður þeirra, hefur bókhald og greiðir reikninga. Þetta fjölskyldufélag hefur skrif- stofur i svokölluðu „Rockefeller Centre” í New York, en sú mið- stöð er stærsta skrifstofusam- steypa veraldarinnar, tekur yfir nokkra skýjakljúfa á miðju Man- hattan. Rockefeller-systkinin eiga „drjúgan hluta” i Chase Man- hattan Bank, en bróðirinn Davíð er stjórnarformaður hans. í sið- ustu bankaskýrslunni kom fram að árlegar tekjur þess bróður af hlutabréfaeigninni — þ.e. úthlut- uðum arði — námu 742 þúsundum dollara. Systkinin eiga nautgripabú á 7.20 hekturum i Venesúelu, og auk þess aðrar landareignir þar upp á 43 þúsund hektara. Þau eiga stærstu keðjuverslun fyrir almennar nauðsynjar i Suð- ur-Ameriku. Meðal eignanna er fjármála- legt ráðgjafarfyrirtæki á Spáni. Þá er það talið gefið, að syst- NEW YORK reuter — Nelson Rockefeller, mað- urinn sem Gerald Ford vill fá sér við hlið í embætti varaforseta, er einn af auðugustu mönnum heims. Ágiskanir um auðlegð hans meta hana frá 200 að 750 miljónum dollara. En þingið mun kynna sér ná- kvæmlega allar fjárreiður hans, áður en það staðfest- ir útnefningu hans. Auðlegð Rockefellers á rætur sinar að rekja til ættarhöfðingj- ans, John D.R., sem stofnaði Standard Oil-félagið seint á 19. öld, en það braut i bága við auð- hringalöggjöf Bandarikjanna og A ferftalagl um Suftur-Amerfku um árift reyndist Nelson R. best aft hafa nógu mikift af stálhjálmum i kringum sig. Nelson R. f hópi aftdáenda sinna f Bandarikjunum kinin eigi I mörgum oliufélögum, ekki sist þeim sem sprottin eru af gamla Standard Oil-félaginu. Þá er vitað að Rockefeiler- bræðurnir eiga 1.600 hektara bú- garð fyrir norðan New York-borg. Þar er til húsa hluti af safni nú- timalistar sem Nelson á sjálfur, en það er talið eitt hið fullkomn- asta i heimi, og starfar við það sérfræðingur i listasögu. A bú- garðinum eru hesthús fyrir marga gæðinga, „leikjahús” þar sem hægt er „að stunda hreyfing- ar” i tómstundum, og auðvitað er golfvöllur við hendina, 9-hola. Nelson Rockefeller á 32-ja her- bergja ibúð við „5 tröft” á Man- hattan. Gefið til guðsþakka „Safn frumstæðrar listar” i New York byggir svotil einvörð- ungu á einkasafni Rockefellers sem hann gaf til guðsþakka. Þá má geta þess að Rockefell- er-fjölskyldan gaf landið undir aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna i New York. Þegar Nelson bauð sig fram I fjórða skipti sem rikisstjóri i New York, 1970, skýrði hann frá þvi að hann eyddi 4.5; miljónum dollara I þá kosningabaráttu, og hefði þá samtals varið 27 miljónum doll- ara til þess göfuga málefnis að hjálpa samborgurum sinum til þess að kjósa sig. Davið Rockefeller ferðast milli heimilis sins og bankans sins i eigin þyrlu, en Nelson Rockefell- er á einkaþotu til þess að trans- porta sig um landið. „Rockefeller foundation” eða stofnun er upphaflega gefin til eflingar visindum og menntun af fjölskyldunni, og eru eignir þeirr- ar stofnunar metnar á yfir 800 miljónir dollara. Næst stærsta góðgerðarstofnun fjölskyldunnar, Rockefeller Brothers Fund” á 238 Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.