Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 11
ÞriOjudagur 27. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Ráðstefna Framhald at' bls. 3. Bjarni Bragi Jónsson yfirmað- ur áætlanadeildar Framkvæmda- stofnunar sagöi að Sigurður heföi sótt tvo undirbúningsfundi fyrir þessa ráðstefnu, i Kaupmanna höfn og Stokkhólmi. Bjarni Bragi sagði að áhugi Framkvæmdastofnunar á þessari ráðstefnu væri einkum sá að kynnast áætlunum og spásögnum um mannfjölgun i hinum ýmsu löndum heims. Væri það ma. i tenglsum við mannfjöldaáætlun fyrir Island sem nú er unnið að i Framkvæmdastofnun og er á lokastigi. Hins vegar sagði Bjarni aö hon- um virtistsem litið færi fyrir þess konar starfi á ráðstefnunni, hún einkenndist að hans mati allt of mikið af hugmyndafræðilegum átökum milli austurs og vesturs, þróunarrikja og þróaðra. Sæi hann ekki betur en aö kaþólska kirkjan og kommúnistarikin hefðu náð samkomulagi um að berjast gegn allri takmörkun mannfjölgunar. —ÞH Sumir Framhald af bls. 2. 16 ára og búa i oliukyntu húsi. Styrkurinn fyrir april, mai og júni, sem nú er verið að greiða út, nemur 1800 krónum á hvert nef. Bæjargjaldkerinn i Hafnarfiröi kvartaði undan önnum og töfum, sem þessar greiöslur yllu, og kvaðst vona að fyrirkomulagi varöandi þennan oliustyrk yrði breytt. 1 dag er síðasti greiðsludagur oliustyrks i Hafnarfirði, og veröa bæjarskrifstofurnar opnar til klukkan 22 i kvöld. —GG Rockefeller Framhald af bls. 4. miljón dollara eignir. Fjölskyld- an rekur eigin háskóla i New York, en hann hvilir á 200 miljón dollara sjóði sem fjölskyldan lét I té. Alls er fjölskyldan talin hafa gefið um einn miljarð dollara til guðsþakka eða fyrir sálu sinni. Nú þegar bandariska þingið á að ganga úr skugga um að hags- munir Nelsons Rockefellers rek- ist hvergi á skyldur hans i em- bætti varaforseta, barst sú skemmtilega frétt frá Venesúelu, aö komist heföi upp um misferli á mjólkurbúinu „Inlaca” sem Nel- son á þar i landi. Bófar i þjónustu hans höfðu sem sé iðkaö þaö um 10 ára skeið að þynna mjólkina með vatni, og drýgt hana þannig daglega ums.þúsund litra. Svikin eru reyndar talin hafa verið gerð á „kostnað” Rockefellers, en ekki honum i hag. En hver veit? Orðsending Framhald af bls. 2. er hún höfðar til þegnskapar og skilnings-já, heitir á ykkur i Múlaþingi fyrst og fremst að gera eitt snöggt átak, — allir sem einn — og þá verður þetta auðvelt, minjagripirnir og merkin seljast upp. 20. ágúst 197' Jónas Pétursson formaður FÉLAGSLÍF Miðvikudagur 28. ágúst. kl. 8.00. Þórsmörk, 29. ágúst — 1. sept. Aðalblá- berjaferö i Vatnsfjörð. Feröafélag tslands. Skenundir Framhald af bls. 1. vegna skriðufalla og vatnselgs. Mestar urðu skemmdirnar i Vattarnesskriðumog var unnið að viðgerð i allan gærdag með tveimur jaröýtum. Þá rofnaði vegurinn viö Krossageröi á Beru- fjarðarströnd, þar fór af bráða- birgðabrú, en fært var eftir gam- alli leið til hliðar. Þá lokaðist Suðurfjarðarvegur i Kambanes- skriðum vegna skriðufalla. Einnig rofnaði vegasamband á sunnudag milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar en þar komst á bráðabirgðasamband á sunnu- dagskvöld. Viða i nágrenni Egils- staða var vegurinn hætt kominn vegna vatnselgs. Þá urðu skemmdir á veginum til Mjóa- fjarðaren þær eru enn ókannaöar og vegurinn hjá Jökulsárbrú er illa farinn. t Vopnafiröi urðu miklar vega- skemmdir. Þar rofnaði Sunnu- dalsvegur og heim að Burstafelli og Hellisheiöarvegur er algerlega ófær og hefur hann ekki enn verið kannaður, en menn sem tepptust þar með bifreið og komu fótgang- andi til byggða sögðu ljótar sögur af vegaskemmdum þar vegna skriðufalla og vatnselgs. Vegur- inn út i Strandhöfn rofnaði og við- ar urðu minni skemmdir. * Ljóst er að þarna hefur orðið tjón sem nemur miljónum ef ekki miljónatugum. Þá er einnig mikið verk að opna þá fjallvegi norðan- lands sem lokuðust.en búist var við aö þvi verki yröi lokið seint i gær. —S.dór Kjöt Framhald af bls. 1. og svo hins að einstaklingar (þám. kjötkaupmenn) hefðu komist i það beint. Sömu sögu sagði hann og Vigfús af sölunni, hún hafi verið mikil út júlimánuð og þó einkum fyrstu dagana eftir verðlækkunina. Þeg- ar verðlækkunin varð átti SÍS kjöt birgðir sem taldar voru 250—300 tonnum meira en þyrfti fram að haustslátrun en nú væri ekkert til. ónafngreindur maður sem vel er inni i þessum málum vildi nú meina að kjötkaupmenn hér i borginni lumuðu á nógu af kjöti en það væri þessi gamla saga að þegar verðhækkun væri i aðsigi þá sæju þeir enga ástæðu til að vera að hampa vörunni framan i neytendur. Einnig sagði hann að hér væri nóg til af ærkjöti, nautakjöti og öðrum kjötteg- undum, en lambakjöti. Sagði hann að það væri ansi mikil óþreyja i fólki ' að geta ekki minnkað við sig lambakjötsát i þá 10—12 daga sem eftir eru fram að haustslátrun. Hann kvaðst einnig vita þess dæmi að fólk hefði hamstrað kjöt i sum- ar og fyllt allar frystikistur en keypti samt alltaf kjöt til dag- legra nota. —ÞH ÁlyktuH Framhald af 5. siðu. stjórnmálamönnum ljóst að fari herinn ekki mjög bráðlega, sé augljóst, að hann verði hér um aldur og æfi. Sumarþing S.t.N.E. Itrekar andstöðu sina gegn erlendri her- sctu á islandi og þátttöku I NATO. Þingið lýsir þeirri skoðun sinni, að það hafi þegar komið i Ijós, að herstöðvaandstæðingar vinna ekki sigur I baráttu sinni með þvi, að treysta á loðin loforð stjórn- málamanna. Aðeins fjöldahreyf- ing alþýðu getur tryggt brottför hersins,og skorar þingið á alla herstöðvaandstæðinga að vinna af alefli að myndun siikrar hreyf- ingar.” (Frétt frá SÍNE) APOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 KÓPAVOGSBÍÓ Sími 41985 Þrjár dauöasyndir Hrottafengin japönsk kvikmynd tekin i litum og Cinema-Scope. Leikstjóri Teruo Ishii. Hlutverk: Masumi Tachibana, Teruo Yoshida. ISLENZKUR TEXTI. Endursýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. MINNINGARSPJÖLD MINNINGARSJÓÐSl ISLENSKRAR ALÞÝÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Sköpuð fyrir hvort annað “The best comedy of the year and the best love storyl’ - NEWSWEEK MAGAZINE ÍSLENZKUR TEXTI. Bráðskemmtileg, ný amerisk gamanmynd með Reen Taylor og Joseph Bologna, sem um þessar mundir eru mjög vinsæl sem gamanleikrita- höfundar og leikarar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. iWykk' Film-J produclion Made For Each Other Color by Deluxe Karate-boxarinn SINNUM LENGRI LÝSING n neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 SENDIBÍLASrÖVIN Hf Hörkuspennandi, kinversk karate-mynd i litum meö ensku tali og islenskum texta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Simi 18936 Black Gunn Óvenju spennandi, ný amerisk sakamálamynd í litum um Mafiu-starfsemi i Los Angeles. Leikstjóri Robert Hartford Davies. Aðalhlut- verk: Jim Brown, Martin Landau, Brenda Sykes. Sýnd kl. 6, 8 og io. Bönnuð börnum. HÁSKÓLABlÓ Simi 22140 Höggormurinn Le Serpent Seiðmögnuð litmynd — gerð i sameiningu af frönsku, itölsku og þýzku kvikmyndafélagi — undir leikstjórn Henri Verneuil, sem samdi einnig kvikmyndahandritið ásamt Gilles Ferrault samkvæmt skáldsögu Claude Renoir. — Tónlist eftir Ennio Morricone. ISLENZKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Yul Brynner, Henry Fonda, Dirk Bogarde. Sýnd kl. 5 og 9. örfáar sýningar eftir Simi 31182 Glæpahringurinn Óvenjulega spennandi, ný, bandarisk sakamálamynd um leynilögreglumanninn Mr. Tibbs, sem kvikmyndagestir muna eftir úr myndunum: „In The Heat of the Night” og „They Call Me Mister Tibbs”. Að þessu sinni berst hann við j eiturlyfjahring, sem stjórnaö ; er af ótrúlegustu mönnum i ó- trúlegustu stöðum. Aðalhlutverk: Sidney Poiter, Barbara McNair. Leikstj. Don Medford. isl. texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð yngri en 16 ára. Strið karls og konu Simi 16444 JACKLCmmON BARBARAHARRIS Sprenghlægileg og Hörug, ný bandarisk gamanmynd i litum um piparsvein, sem þolir ekki kvenfólk og börn, en vill þó gjarnan giftast — með hinum óviðjafnanlega Jack Lemmon, sem nýlega var kjörinn bezti leikari ársins. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 3, 57 o 9, og 11,15 VELDUR,HVER 0 SAMVINNUBANKINN m HELDUR Húseigendur ; atliugið! J Látið okkur skoða hús-S in fyrir haustið. Onn-; umst hvers konar; húsaviðgerðir. Húsaviðgerðir sf. • Sími12197 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.