Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 8
8 StDA — ÞJ6DVILJINN ÞriOjudagur 27. ágúst 1974. tslandsmeistarar tA 1974. Fremri röö frá vinstri: Steinn Helgason, Jón Aifreösson fyririiöi, Teitur Þóröarson, Davlö Kristjánsson, Jón Gunnlaugsson, Benedikt Valtýsson, Einar Guöleifsson, Sigþór ómarsson. Aftari röö f.v.: Guöjón Þóröarson, Björn Lárusson, Þröstur Stefánsson, Haraldur Sturlaugsson, Karl Þóröarson, Höröur Jóhannesson, Matthfas Hallgrimsson, Eyleifur Hafsteinsson, Arni Sveinsson, Hörður Helgason og hinn enski þjálfari Iiðsins,Kirby. Þ jóðhátíða rmeista ra r Skagamenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í 8. sinn með því að sigra Víking 2:1 á laugardaginn Með því að sigra Viking 2:1 uppá Akranesi sl. laugar- dag tryggðu Akurnesingar sér Islandsmeistaratitilinn í 8. sinn síðan þeir unnu hann fyrst 1951/ og eiga þeir þó einum leik ólokið í deildinni i ár. Þeir hafa unnið 8 leiki, gert 5 jafntef li, en engu liði hefur enn tekist að sigra þá i 1. deildarkeppninni í ár. Sigur Skagamanna yfir Vikingi var aldrei í neinni hættu, og gegnir raunar f urðu að hann varð ekki stærri, svo miklir voru yfirburðir heima- manna. Enginn hefði getað sagt neitt við því þótt hann hefði orðið uppá 4-5 mörk. Má raunar segja að dæmið frá Laugardalsvellinum fyrr í sumar þegar þessi lið mætt- ust hafi nú snúist við. Nú voru það Vikingar sem voru ótrúlega heppnir. Skagamenn urðu að vinna þennan leik til aðtryggja titilinn, en þrátt fyrir þá spennu sýndu þeir mikla yfirvegun og öryggi, og fer ekkert á milli mála að lið þeirra er yfirburðalið í íslenskri knattspyrnu í dag, enda hafa þeir haft forystu í mótinu allt frá byrjun. Víkingarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti, enda voru þeir i bullandi fallhættu fyrir þennan leik hvað þá eftir hann, og urðu að sigra Skagamenn til að tryggja sig fyrir falli. Og strax á 12. min bjargaði Benedikt Valtýsson á linu eftir að Davið Kristjánsson markvörður ÍA hafði varið skot, en misst boltann aftur fyrir sig. Skagamenn áttu nokkrar sókn- arlotur en enga verulega hættu- lega til að byrja með. En svo á 24. minútu gerðist það sem gerst hefur i mörgum leikjum ÍA-liðs- ins i sumar, það fékk á sig mark og varð undir i leiknum. Þetta gerðist á 24. minútu, og hvilikt klaufamark! Jóhannes Bárðarson komst uppað endamörkum og hugðist án efa gefa boltann fyrir markið, en Davið var rangt stað- settur, og boltinn smaug með stönginni nær og i netið, l:0,Vik- ingi i vil. Og þá gerðist það einnig sem alltaf hefur gerst þegar Skaga- menn hafa orðið undir, þeir tvi- efldust og tóku nú leikinn alger- lega i sinar hendur og sóttu lát- laust að kalla,það sem eftir var. Það var þó ekki fyrr en á 44. min- útu að þeim tókst að jafna, en það gerði Jón Alfreösson fyrirliði liðs- ins eftir að Karl Þórðarson hafði splundrað Vikingsvörninni og sent boltann svo til Jóns.sem var fyrir opnu markinu. Áður en þetta gerðist hafði Jón Gunnlaugsson átt skalla i stöng, Matthias kom- ist einn inn fyrir, en klúðraði, og fleiri mjög hættuleg marktæki- færi áttu Skagamenn. 1 siðari hálfleik hélt þetta áfram. Skagamenn sóttu látlaust, en alltaf slapp Vikingsmarkið á ótrúlegasta hátt, oft fyrir mikla heppni, en einnig oft vegna snilld- ar markvörslu Diðriks Olafsson- ar. En á 76. minútu réö hann ekki við skallabolta frá Jóni Gunn- laugssyni. Framkvæmd hafði verið aukaspyrna.rétt utan vita- teigs Vikings, boltinn fór i varn- arvegg Vikinga og skrúfaðist hátt upp, Jón Gunnlaugsson fylgdi vel og stökk að vanda hærra en allir aörir, og i netinu lá boltinn, og þar með tryggði Jón liði sinu tslands- meistaratitilinn. Bæði dæmigert og skemmtilegt að þessi frábæri miðvörður.sem hefur verið besti maður liðsins i sumar.ásamt nafna sinum Alfreössyni skuli hafa tryggt liðinu titilinn meö einu af sinum mörgu skallamörk- um. Mörgum sinnum eftir þetta komst Vlkingsmarkið i mikla hættu, en fleiri urðu mörkin ekki, enda ekki þörf á fleirum — eins og hinn baráttuglaði og harðduglegi bakvörður Benedikt Valtýsson sagði eftir leikinn. Eins og áður segir er tA-liðið nú yfirburðalið i islenskri knatt- spyrnu, og hefur lið ekki oft verið eins vel aö sigri komið i mótinu eins og það nú. Höfuðstyrkur liös- ins liggur i þvi hve jafnt það er. 1 þvi er enginn veikur helkkur, i hverri stöðu er maður sem vel geturtekiö sæti i landsliði án þess að nokkuð væri hægt út á þaö að setja. Það er mjög erfitt að gera upp á milli leikmanna 1A i þess- um leik. Einna helst væri aö nefna þá Jónana, þeir hafa verið og voru nú einna bestir i hópi jafningja. Þá átti Karl Þórðarson einnig mjög góðan leik, og vex hann með hverjum leik. Það má fullyrða að betri útherja eigum við ekki til i dag. I Vikingsliðinu áttu þeir Kári Kaaber og Eirikur Þorsteinsson, ásamt Diöriki ólafssyni mark- 8 sinnum meistarar 8 sinnum í 2. sæti á 23 árum Skagamenn komu fyrst fram á sjónarsviðið meö gott | knattspyrnulið 1951 þegar þeir öllum á óvart urðu islands- í meistarar I fyrsta sinn. Kom sá sigur meira á óvart en nokkur annar sigur liðs i ts- landsmóti i knattspyrnu. Sið- an eru liðin 23 ár, og þegar árangur lA-liðsins þetta tlma- bil er skoðaður kcmur I ljós að árangur þess er glæsilegri en nokkurs annars Islensks liðs. Skagamenn hafa á þessum 23 árum 8 sinnum orðið tslands- meistarar, 8 sinnum verið I 2. sæti I mótinu og 2 sinnum I 3. sæti, sem sagt I 18 skipti af 23 hafa þeir ekki farið neðar en I 3. sæti. Það þarf sennilega að ■ leita langt til að finna sam- jöfnuð við þennan árangur knattspyrnuliðs. veröi, bestan leik, en Vikings-liðið lék hvorki betur né verr en það hefur gert i sumar. Liöiö vantar fyrst og fremst miðjumenn sem getú haldið uppi samleik I stað hinna sifelldu langsendinga fram völlinn, leikaðferö sem gerir framlinumönnunum nær ógerlegt að vinna úr, og árangurinn verður svo eftir þvi. —S.dór. Frábær þjálfari og góður liðsandi er ástæðan fyrir velgengni okkar í sumar, sagði Haraldur Sturlaugsson formaður Knattspyrnuráðs ÍA Haraldur Sturlausgson er ekki bara einn allrabesti leik- maður tA-liðsins, hann er einnig formaður knattspyrnu- ráðs ÍA, og við náðum tali af honum stutta stund eftir leik ÍA og Vfkings á laugardaginn og spurðum hann hverju hann vildi þakka þennan frábæra árangur Skagamanna I knatt- spyrnunni I sumar. — Það er einkum tvennt sem ég tel vera orsökina fyrir velgengni okkar I sumar. t fyrsta lagi frábær þjálfari,þar sem Kirby er, og á hann áreið- anlega meiri þátt I velgengni okkar en margur hyggur, og svo hinn góði liösandi sem verið hefur hjá okkur i sumar,- hann hefur verið eins og best verðurá kosið. Og vegna þessa sem ég hef nefnt hefur æfinga- sókn verið eins góö og frekast má vera. Þegar þetta fer allt saman, hlýtur árangurinn að verða góður, sagði Haraldur aö lokum. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.