Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. ágUst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Indíánarnir sem vildu fyrirfara sér Bororo-indiánar, sem voru einu sinni voldug her- mannaþjóð i Brasilíu, eru nú aftur farnir að geta börn, eftir að hafa reynt i tvö ár að fremja eins kon- ar „ættbálks-sjálfsmorð” með þvi að stöðva allar barnsfæðingar. „Bororomenn voru veikir og hræddir við að þjást, svo að konur okkar neyttu jurtar, sem kemur i veg fyrir getnað”, sagði Lourengo, nýkjörinn höfðingi ættbálksins, við fréttamann. Fyrir einni öld voru Bororo- menn 6000 að tölu og réðu yfir risastóru frumskógarsvæði i Mato Grosso i suðurhluta Brasiliu, allt frá bæjunum Cuiaba og Corumba i vestri I Goias i austri, en það er álika stórt land- svæði og allt ísland. Þetta var há- vaxinn og hraustur ættbálkur, sem hafði mjög sérkennilega menningu. En siðan komust þeir i kynni við blessun „siðmenningar- innar” og hrundu þá niður, svo að nú eru aðeins eftir um 400 Bororo- menn. Þeir urðu fyrir barðinu á land- nemum og vegagerðarmönnum, sem hjuggu stór skörð i raðir þeirra með nýtisku vopnum sin- um. í kjölfar þeirra fylgdu sjúk- dómar af ýmsu tagi að ógleymdu áfenginu, sem hvitir kaupmenn seldu þeim. Árið 1969—1970 voru þeir, sem eftir lifðu, örvæntingu næst. 78 af hundraði voru berkla- veikir og gat ættbálkurinn naumast séð sér farborða á hefð- bundinn hátt, með veiðum og sliku, heldur höfðu þeir, sem eftir lifðu, tekiö sér bólfestu I grennd við kaþólska trúboðsstöð I Merure. Þá mun ættbálkurinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að vonlaust væri að halda llfs- baráttunni áfram, og var þvi ákveðið að fremja sjálfsmorð með þvi að stöðva allar fæðingar. Konur ættbálksins tóku siðan að neyta seyðis af jurt sem hefur i för með sér ófrjósemi. Aidji, einn af höfðingjum ætt- bálksins, skýrði fréttamanni frá þvi, að með þessari ákvöröun hafi indiánarnir verið að flýja burt frá þeim vandaniálum, sem snert- ingin við „menninguna” hafði skapað. En hann álitur nú að hún hafi verið röng. A siðustu þremur árum hafa kjör ættbálksins nefni- lega batnað mikið, og hafa læknar trúboðsstöðvarinnar að mestu leyti unnið bug á sjúkdómum þeim, sem áður herjuðu á indián- ana. 1 þorpi Aidjis höfðingja, sem telur 237 ibúa, er nú aöeins einn berklaveikur maður. Aidji litur þvi björtum augum á framtiðina. Hann sagöi að visu ferðamönnum, að verstu óvinir Bororo-indiána nú væri menning hvitra manna, lestir þeirra, sjúk- dómar og græðgi þeirra i land. Með aðstoð trúboðanna telur hann þó að unnt verði að fá aftur umráð yfir hluta af fornu land- svæði ættbálksins. Hann vill að indiánar tileinki sér það besta úr sinni fornu menningu og það besta úr siðum hvitra manna, og álitur hann að heppilegast sé fyrir ættbálkinn að búa á sérstaklega afmörkuðum þjóðgarði, þar sem hann gæti tileinkað sér „sið- menninguna” smám saman án þess að glata eigin menningu. Trúboðar hafa þegar kennt indiánunum, sem voru veiði- menn, grundvallaratriði ræktun- ar og ýmsar iðngreinar eins og körfugerð, sauma o.þ.h. Vicente Cesar, yfirmaður trúboðsins, hef- ur talað máli ættbálksins við yfir- völd landsins, og fékk hann loforð um að hann fengi yfirráð yfir landsvæði, sem væri yfir 500.000 ekrur. Ef þetta loforð verður haldið, eru Bororo-indiánar heppnari en flestar aðrar indiánaþjóðir Brasi- liu. Talið er að frumbyggjar landsins hafi verið milli einnar og þriggja miljóna að tölu, þegar Portúgalir fundu landið árið 1500, en þess ber þó að gæta að hvltir menn hafa haft mikla tilhneig- ingu til að vanmeta fjölda frum- byggja á þessum slóðum, og get- ur þvi vel verið að fjöldinn hafi verið miklu meiri. Nú eru hins vegar I hæsta lagi hundrað þús- und eftir og sú'tala lækkar mjög ört. Valda þvi ekki aöeins sjúk- dómar, áfengi og slikt, heldur hefur mjög verið gengið fram I þvi að útrýma þessum þjóðum með svipuðum aðferðum og meindýrum, og hefur einkum mikið verið unnið að þvi slðustu ár, þótt ekki hafi mikið verið um það rætt. Land er nefnilega talið verðmeira ef það er „hreinsað”, þ.e.a.s. engir indiánar búa þar lengur, og er það þá hluti af jarðabraskinu I sambandi við nýtingu Amasón-svæðisins að leigja morðingja, sem eitra vatnsból indiánanna eða skjóta á þá og kasta á þá sprengjum úr flugvél. Þegar litið er á þessa atburði er ekki hægt að segja annað en Bor- oro-indiánar séu heppnir að vera enn á lifi, þótt þeim hafi fækkað um meira en niu tlundu. Það er sjálfsagt kaþólska trúboðinu að þakka, en ef litið er á starf trú- boðanna i heild er þó ekki vist að það sé eins þakkarvert. Trúboð- arnir komu á þessar slóðir árið 1902, og reyndu að boða Bororo- mönnum, sem þá voru ramm- heiðnir, guðs kristni. Það gekk mjög illa i byrjun, þvi að menning þeirra var ein heild og hluti af þeim sjálfum og þeir vildu ekki og gátu ekki tekið upp nýja siði. Þá fóru trúboðarnir að athuga lifnaðarhætti þeirra betur, og komust að þvi að þorp þeirra voru skipulögð á mjög sérstakan hátt, þannig að þau endurspegluðu ekki aðeins þjóðfélagskerfi þeirra heldur alla heimsmyndina. Þá gripu trúboðarnir, sem höfðu ríkisvaldið á bak við sig, til þess ráðs að bygjga ný „siðmenntuð” jwrp fyrir indiánana, með menn- ingarlegu skipulagi, og létu þeir þá flytja þangað. A þennan hátt var unnt að brjóta þjóðfélags- kerfið niður og um leið heiðin- dóminn, og urðu indiánarnir þá brátt móttækilegir fyrir kristin- dómnum. Hvað sem annars má segja um trúboðsstarfið er ekki óliklegt að þetta hrun menningar indián- anna, sem trúboðarnir ollu, hafi valdið miklu um örvæntingu þeirra 1969. Um leið og trúboðarnir boðuðu indiánunum kristni unnu þeir einnig merkt mannfræðistarf og gáfu jafnvel út goðsagnir þeirra. En franski mannfræðingurinn Levi-Strauss hefur þó gagnrýnt þærútgáfur talsvert: hann bendir á að hinir ágætu klerkar hafi stundum „hreinsað” ófrýnilega hluti, eins og t.d. sifjaspell, út úr goðsögnunum og gefið út full- snurfusaða útgáfu þeirra. Þetta sýnir það verð sem indi- ánarnir urðu að greiða til að lifa af. Þeir höfðu sina sjálfstæðu og sérkennilegu menningu (sem ma. er sagt frá i verkum Levi-Strauss) og vissa. lifnaðar- hætti, sem byggðust á veiðum. En þeir voru fyrir hvitum mönnum, sem ásældustlönd þeirra, og fyrir trúboðunum, sem vildu uppræta menninguna. Hefðu þeir haldiö baráttunni áfram hefði þeim vafalaust verið útrýmt. En þeir gáfust að lokum upp, eftir baráttu og örvæntingu, sættu sig við að missa menningu sina og mestan hluta lands sins, þannig að þeir urðu að lifa á góðgeröarstarfsemi trúboða. Loks er þeim nú kennt föndu^körfugerð og saumar, likt og föngum eða fávitum. Menning þeirra er birt umheiminum — i hreinsaðri útgáfu trúboðanna. Þegar svo er komið hafa þeir von um að fá einhvern „þjóðgarð” fyrir sig. Einn af ráðamönnum Brasiliu sagði að verndun indiánanna mætti ekki koma i veg fyrir efna- hagsuppbyggingu landsins. 1 framtiðinni verður það sjálfsagt talsvert fjárhagsatriði fyrir brasiliumenn að hafa ekki útrýmt indiánunum gersamlega, heldur hafa nokkra þeirra eftirlifandi á þjóðgörðum — til sýnis fyrir ferðamenn. e.m.j. tók saman. Alyktun SINE: Aöeins fjölda- hreyfing alþýöu tryggir brottför hersins Arlegt sumarþing S.I.N.E., Sambands fslenskra náms- manna, var haldið I Arnagarði dagana 17.-18. ágúst. Rætt var um ýmis hagsmunamál islenskra námsmanna, menntamál og sam- skipti islenskra námsmanna við alþjóðleg stúdentasamtök. Þingið lýsti yfir einróma Stuðn- ingi við fjárlagatillögur stjórnar lánasjóðs islenskra námsmanna, sem fela m.a. I sér, að lán nægi til að standa straum af framfærslu- kostnaði námsmanna eftir að til- lit hefur verið tekið til tekna þeirra. Á þinginu kom I ljós, að nokkur uggur er meöal námsmanna um að komandi rikisstjórn kunni að hafa tilhneigingu til að þrengja hag námsmanna. Ferðamál námsmanna voru mjög á dagskrá á þinginu, en námsmenn hafa leitað frekari fyrirgreiðslu flugfélaganna, svo sem önnur hagsmuna- og félaga samtök hafa fengið, en enga hlot- ið þrátt fyrir ýmis loforð og fyrir- heit. Svo virðist sem nú sé útilok- að að ná hagstæðum samningum eftir samruna Flugfélags Islands og Loftleiða, og hefur tilkoma flugfélagsins Air Viking þar engu um breytt. A þinginu var kosin nefnd til viðræðna við yfirvöld m.a. varð- andi breytingar á alþjóðlegum reglugerðum um stúdentaflug. A þinginu var ennfremur, eins og á svo mörgum fyrri þingum S.I.N.E., rætt um hersetu Banda- rikjamanna á lslandi,og var eftir- farandi ályktun samþykkt sam- hljóða: „A 11 alda afmæli tslands byggðar blasir sú staðreynd við augum tslendinga og alheims, að bandariksur her hefur setið á landinu i 23 ár samfleytt. Tuttugu og þrjú ár — hálfur mannsaldur. Hve lengi enn? Her- stöðvasinnar segja: Er friðvæn- legt verpur i heiminum. Sumarþing S.t.N.E. skorar á is- lenska alþýðu að ihuga hve lengi eigi að ginna tslendinga tii að sættast við hersetu með þvi að jafna hvaða smáskærum, hvar sem vera skal, við styrjaldar- hættu I nágrenni islands, og hvort ekki sé knýjandi nauðsyn að gera Framhald á 11. siðu. BANASLYS í KRÆKLINGAHLÍÐ Banaslys varð i Kræklinga- hlið við Akureyri á sunnu- dagsmorguninn. Sigurbjörn Gunnbjörnsson, 19 ára að aldri, varð undir jeppabifreið, sem valt út af veginum á móts við Silastaði. Sigurbjörn var að koma frá Reykjavik, en hann var bú- settur að Kambsmýri 6, Akur- eyri. Það var leigubilstjóri frá Akureyri, sem kom aö Sigur- birni snemma á sunnudaginn. Jeppinn mun hafa farið með hjólin út fyrir veginn á nokkurri ferð. Yfirbygging jeppans lagðist alvcg saman, og er bifreiðin ónýt. —GG Leikjum frestað vegna ófærðar Leik Vestmannaeyinga gegn Akureyringum, sem fram átti að fara um helgina varð að fresta vegna ófærðar I flugi. Sagði Helgi Danielsson, formaður mótanefndar KSl, að leikurinn færi fram við fyrsta tækifæri og þá mjög trúlega nú i vikunni. Akureyr- ingar munu hins vegar hafa óskað eftir að leika leikinn eft- ir næstu helgi, en þeirri mála- leitan var synjað. 1 2. deild átti að fara fram leikur milli Isfirðinga og Völs- unga, en honum var einnig frestað vegna ófærðar. Klókur ræningi PARtS 22/8 — Frönsk lögregla veltir þvi nú fyrir sér hvernig óþekktur maður hafi getað kom- ist yfir lykla að bankahólfum Rothschiids-bankans I Parls. Maðurinn gekk siðan rólega til verks, opnaði hólfin og komst undan með verðmæti, sem nema a.m.k. tiu miljónum franka (200 milj. króna). Sennilegt er að ránið hafi tekið marga daga. Maðurinn tók sér á leigu bankahólf og fékk þannig aðgang að hvelfingunni, þar sem hólfin eru til staðar. Siðan kom hann þangað dag eftir dag með ferðatösku meðferðis, fór rólegur niður i hvelfinguna og kom siðan upp eftir nokkra stund. Enginn sá neitt grunsamlegt við atferli mannsins, og fékk hann þvi fullt næði til sinna verka. Það var ekki fyrr en viðskiptavinur bankans kom úr sumarfrii og saknaði skartgripa i bankahólfi sinu, að þjófnaðurinn uppgötvaðist. Margir leigjendur bankahólfa eru enn i frii og veit lögreglan þvi ekki enn hve miklu var stolið, en talið er að verðmæti þess sé yfir 10 milj. franka. Thomas Stafford, geimfari verður foringi bandarisku Apollo-áhafnar- innar, og á myndinni er hann ásamt sovéskum starfsbróður við æfingar i Moskvu. Samvinna í geimnum Sovésku geimskipi af Soyuz- gerð verður skotið út i geiminn frá Baikonur þann 15. júli 1975. Sjö og hálfri klukkustund eftir að sovéska skipið leggur upp frá geimvisindastöðinni þar i Kazakstan, verður bandarisku Apollo-geimfari skotið á loft frá Canaveral-höfða. Geimskipin munu siðan mætast einhvers staðar i geimnum og fljúga um geiminn saman i tvo daga. Bæði geimförin, það sovéska og það bandariska, verða mönnuð, og munu áhafnir þeirra fara i heim- sóknir um borð til hinna, og gera tilraunir saman. Báðar áhafnirnar hafa verið æfðar i Yuri Gagarin-geimvis- indastofnunni i Moskvu. Undan- farið hafa Bandarikjamennirnir verið i Moskvu, en i fyrra voru hinir sovésku við æfingar i Houston, Texas. (APN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.