Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 12
UOWIUINN Þriðjudagur 27. ágúst 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Nætur-, kvöld- og helgarvarsla lyfja- búðanna i Reykjavik vikuna 23.-29. ágúst er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni I júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Frá mannfjöldaráðstefnunni: Togstreita milli ríkra og snauðra Auðugu þjóðirnar íþyngja auðlind- um jarðar miklu meira en hinn fátæki hluti mannkynsins, og hví skyldi hann þá takmarka barneignir? BÚKAREST ntb reuter — Neyslusprengingin i auðugu lönd- unum er miklu meira vandamál en mannfjölgunin i fátæku lönd- unum, er sjónarmið sem bæði Noregur og Sviþjóð hafa lagt áherslu á við umræður á mann- fjöldaráðstefnunni i Rúmeniu. Sænski prófessorinn Gunnar Adler-Karlsson, sem er i sendi- nefnd Sviþjóðar á ráðstefnunni, hefur reiknað út: Ef iifskjör al- mennings i auðugu löndunum verða gerð tvöfalt betri á næstu 20 árum, en þau eru nú, þarf að verja til þessarar viðbótar 6 sinn- um meira af auðlindum jarðar- innar, heldur en verða mundi, ef þjóðum fátæku landanna fjöigaði um helming (þ.e. 2-falt) á sama tima. Það er þvi ljóst, að auðugu löndin verða að gera sitt til að leysa fólksfjölgunarvandann, það verður ekki með sanngirni né raunsæi leyst á þann hátt einan, að takmarka barneignir i fátæku löndunum. Ýmsir fulltrúar fátæka heims- ins leggja mikla áherslu á aukinn hagvöxt sem tækið er leysi vand- ann. Fyrir helgina tókst auðugu rikj- unum að hnekkja tillögu frá hópi afriskra og suður-ameriskra rikja sem ásamt Kina töldu að „réttlát skipting auðs, náttúru- auðlindá og tækni” væri mikils- vert atriði til að bæta hag mann- kynsins. Um helgina var samþykkt i nefnd ályktun um það, að binda bæri endi á mismunun gagnvart konum, og verður hún lögð fyrir allsherjarfund ráðstefnunnar seinna. 1 gær var mikið deilt um það, að hve miklu leyti risaveldin bæru ábyrgð á hervæðingu og ófriðar- spennu, sem svo mjög kæmi niður á hamingju mannfólksins. „Hœttið að kúga naxalíta!” Áskorun fjölmargra fræðimanna og rithöfunda á indversk stjórnvöld KALKÚTTA reuter — Nær þrjú hundruð fræðimenn og rithöfund- ar af Vesturlöndum, þar á meðal heimskunnar persónur eins og bandariski málfræðingurinn Noam Chomsky, breski hagfræð- ingurinn Joan Robinson, dr. Paul Sweezy, ritstjóri bandariska BLAÐBERAR Blaðvera vantar i Kópavog, aðallega austurbæinn. Upp- lýsingar i sima 42077 og 17500. Blaðbera vantar í eftir- talin hverfi: Árbæ 1 Vesturberg Breiðholt 2 Langagerði Skálagerði Stangarholt Skipholt Stórholt Langahlið Bólstaðarhlið Laugaveg 1 Hverfisgötu Leifsgötu Laufásveg Óðinsgötu Þórsgötu Hringbraut Háskólahverfi DJOÐVHJINN timaritsins Monthly Review, breski rithöfundurinn Felix Green og franski rithöfundurinn Simone de Beauvoir, hafa ritað indversku stjórninni bréf og mót- mælt ómannúðlegri meðferð á tugþúsundum pólitiskra fanga af sauðahúsi svokallaðra „naxal- ita”, en það er vinstri sósialiskur flokkur (maóistar, segir i frétta- skeytinu). Bréfið var birt i blaðinu Hindustan Times i Kalkútta skömmu fyrir helgina. Segir þar að indverksa stjórnin haldi þess- um pólitisku andstæðingum sin- um föngnum árum saman án dómsrannsóknar eða réttarhalda sé mjög illa að þeim búið, en auk þess séu þeir pyntaðir. Bréfritar- ar segjast ákaflega slegnir yfir þvi að mannréttindi skuli liðast svona fótum troðin i lýðræðisriki. Skora þeir á indversku stjórnina að viðurkenna hina tugthúsuðu sem pólitiska fanga og láta mál þeirra fá hraða og heiðarlega málsmeðferð. Embættismenn i Kalkúttu, höf- uðborg Vestur-Bengals, en það fylki er heimkynni naxalita- hreyfingarinnar vildu ekkert láta hafa eftirsér um bréfið, Skerðing á málfrelsi Baska BILBAÖ SPANI reuter - Fylkis- stjórinn i nyrsta héraði Spánar, byggðu að miklu leyti Böskum, hefur nú bannað það að haldin verði ráðstefna um áhættu við byggingu og rekstur kjarnorku- stöðva. Ætlunin er að reisa kjarnorku- stöð i Baskahéruðunum, en ýmsir ibúanna munu bera beyg i brjósti. Á ráðstefnunni, sem var i undir- búningi, átti að ræða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisvernd- ar-sjónarmið sem bæri að hafa í huga við byggingu sliks.mann- virkis. Frelsíshreyflng PAIGC I frumskóginum. t raun og veru hefur þetta hugprúða fólk ekki aðeins unnið sjáifstæði iandi sinu til handa, heldur einnig portúgölsku þjóðinni lýöræði, þvl að einræðisstjórnin féil á hinum voniausu nýlendustyrjöldum. Nýlenduvaldið hrynur: Guínea-Bissau sjálfstœð eftir 13 ára blóðugt frelsisstrið gegn Portúgölum Alsir, Lissabonn ntb reuter — Samkomulag hefur nú náðst milli Portúgalsstjórnar og fulltrúa frelsishreyfingar Guineu-Bissau um sjálfstæði til handa landinu, og mun for- seti Portúgals, Spinola, form- lega lýsa Guineu sjálfstæða 10. september. Er þá lokið 13 ára frelsisstriði Guineumanna. Portúgalar munu vera byrj- aðir að flytja herlið sitt, 10 þúsund manns, heim frá Guineu. PAIGC, frelsishreyfing Guineu-manna, mun fá öll völd I landinu, en enn er óvist um framtið Grænhöfða-eyja (Cap Verde). Það var erfið- asta atriðið I samningunum, og var það leyst á þá lund, að ibúarnir þar skyldu ákveða með atkvæðagreiðslu, hvort þeir kysu að fylgja meginlandi Guineu eða ekki. Talið er að bráðabirgða- stjórn verði bráðlega mynduð I nýlendunni Mósambik, og nýr stjórnmálaflokkur hefur nú komið fram á sjónarsviðið við hlið skæruliðahreyfingar- innar, Frelimo. Þurrkasvæðin í Afríku: Loksins kom rigning En þá heldur mikið af svo góðu DAKAR reuter, ABIDJAN ntb — Loksins er komin rigning á þurrkasvæðunum i vestanverðri Mið-Afriku, þar sem 6 lönd hafa farið á mis við nokkra vætu um margra ára skeið. Sums staðar heitir rigningin góðri uppskeru, en anhars staðar er hún alltof ofsaleg, og hefur hún aðeins enn meiri eyðileggingu i för með sér. Á hinu svokallaða Sahel-svæði eru löndin Senegal, Máretania, Mali, EfriVolta, Niger og Tsjad, en þar hefur undanfarin misseri verið meiri eða minni hungurs- neyð vegna uppskerubrests af völdum þurrkanna. 1 Senegal og Tsjad hefur meira en vikurigningu verið fagnað af bændum, en Bamako, höfuðborg Mali hefur orðið fyrir flóðum, og eru sumir borgarhlutar undir vatni, allt að metradjúpu. 1 Norð- ur-Mali hafa hirðingjar leitað til flóttamannabúða undan flóðun- um, og i Efri-Volta og Niger hafa flóðin sópað burt vegum. Fulltrúar Matvæla- og landbún- aðarstofnunarinnar i Róm segja að flóðin valdi þvi, að nú verði menn að bera björgina handa hungruðum íbúunum á bakinu, þvi að viða sé alls ófært öllum far- artækjum. Verðhækkun á fiski og öðrum matvælum i Bandarikjunum: 15% á einu ári, 3% nú á þriðja ársfjórðungi WASHINGTON reuter — Land- búnaðarráðuneyti Bandarikjanna telur að enn muni smásöluverð á matvælum hækka á siðara miss- eri ársins. Hinar væntanlegu hækkanir eru taldar þurrkum um hásumarið að kenna, og verða þær liklega um 3% á þriðja árs- fjórðungi og eitthvað meira á sið- asta ársfjórðungi. Skömmu eftir næstu mánaðamót gerir ráðu- neytið rækilega grein fyrir horf- um i þessum efnum. Þegar á allt árið er litið, er talið að verðlag á nýlenduvörum verði að meðaltali 15% hærra en það var i fyrra, og smásöluverð á öll- um matvælum hækki einnig um svipað hlutfall milli ára. Mest af þeim verðhækkunum á matvælum sem væntanlegar eru nú á þriðja ársfjórðungi eiga við innlendar bandariskar landbún- aðarafurðir eins og mataroliu, korn, mél, bjór og sykur. Enn fremur er gert ráð fyrir að smá- söluverð á niðurlögðum og fryst- um ávöxtum og grænmeti, kjöti, eggjum og fiski hækki, en verð á nýjum ávöxtum og grænmeti og á mjólkurafurðum standi i stað eða lækki. \\my ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA Í KR0N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.