Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 9
ÞriOjudagur 27. ágúat 1*74. ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 Keflvíkingar tryggðu sér silfurverðlaunin Sigruðu Val 3:1 á Laugardalsvelli á sunnudaginn Kef Ivíkingar tryggöu sér silfurverðlaunin í 1. deilar- keppninni með því að sigra Val 3:1 sl. sunnudagskvöld, en aðeins þessi tvö lið áttu möguleika á að ná 2. sæti. Keflvíkingar hafa nú hlot- ið 18 stig, en Valsmenn 12 og geta því ekki náð Fram að stigum þótt þeir eigi tvo leiki eftir. Sigur IBK bar nokkurn heppniskeim. Valsmenn fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í Erlendur Valdimarsson — skipar sér á bekk meö bestu kringiuköstur- um heims. Erlendur setti gott íslandsmet Glæsilegt Islandsmet Erlends /aldimarssonar i kringlukasti ;ýnir glögglega, að drengurinn sá >r langt i frá staðnaður i grein- nni, eins og hann sjálfur hefur átið hafa eftir sér. Hefur Erlend- ír t.d. afþakkað boö um að keppa Róm á þeim forsendum einum, að hann geti ekki sætt sig við eigin árangur. íslandsmetið i kringlukasti var sett á frjálsiþróttamóti á Snæ- fellsnesi, og kastaði Erlendur þá 64.32 metra, eða rúmum tveimur metrum lengra en eldra Islands- metið, sem hann átti sjálfur og var 62.08 metrar. síðari hálfleik og hefðu þá átt að geta gert út um leik- inn með 3-4 mörkum, en þeim brást alltaf bogalist- in upp við markið, hversu gott sem tækifærið var, og því voru það Keflvikingar sem fóru með bæði stigin. Valsmenn léku undan allsterk- um vindi i fyrri hálfleik en áttu þá varla umtalsvert marktækifæri, og það áttu Keflvlkingar raunar ekki heldur, og var fyrri hálfleik- ur lengst af leiðindaþóf. En á siðustu minútu fyrri hálf- leiks skoruðu Valsmenn sjálfs- mark. Dæmd var á þá auka- spyrna sem átti sér enga stoð, eitt af nokkrum mistökum Guömund- ar Haraldssonar dómara i leikn- um. Boltinn var sendur inn i vita- teig Valsmanna og úr þvögu var skotiö á markið. Jóhannes Eðvaldsson bjargaði á linu með skalla, en boltinn fór af honum i bakið á Sigurði markveröi og þaðan I netið. Valsmenn byrjuðu svo siðari hálfleikinn af miklum krafti og hreinlega yfirspiluðu Keflvik- ingana. Hvað eftir annað voru Valsmennirnir I dauðafærum á fyrstu 15 mlnútum siðari hálfleiks en ekkert gekk fyrr en á 69. min- útu að Jóhannes Eðvaldsson jafn- aði með skalla,eftir að Atli bróðir hans hafði gefið vel fyrir markið. Við þetta datt botninn úr leik Valsmanna og Keflvikingar náðu betri tökum á leiknum undan rok- inu. Það bar þann árangur að Stein- ar Jóhannsson skoraði á 77. min- útu beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á Sigurö Haraldsson fyrir aö fara útfyrir vitateig með boltann. Vafasamur dómur i hæsta máta. Við þetta virtist Vals-liðið brotna og Keflvikingar sóttu allstift það sem eftir var. Ungur nýliði I IBK-liðinu, Hilm- ar Hjálmarsson, skoraði svo 3. mark IBK á 88. minútu með góðu skoti af stuttu færi og innsiglaöi þar með sigur IBK sem tryggði iiöinu 2. sæti i deildinni og þar með rétt til að taka þátt i UEFA- keppninni næsta ár. I ÍBK-liðinu báru þeir Þor- steinn Ólafsson, Grétar Magnús- son, Gisli Torfason og Karl Her- mannsson af, en i Vals-liðinu þeir Bergsveinn Alfonsson, Dýri Guðmundsson og Grimur Sæmundsen. Jóhannes Eðvalds- son hefur oftast leikið betur, þótt hann hafi verið sá sem allt snýst um i Vals-liðinu nú sem endra- nær. S.dór Loks náði Leeds að krækja í stig Leeds tókst á laugardaginn að sigra Birmingham naumlega. með einu marki gegn engu. Þar með fær liðið sin fyrstu stig I deildakeppninni i ár, og þótti mörgum timi til kominn. Nokkuð kom á óvarthve mikinn styrkleika Arsenalliðið sýndi, en það sigraði Manch. City með fjór- um mörkum gegn engu. Urslitá laugardaginn ars þessi: urðu ann- 1. deild Arsenal-Manc.City 4:0 Carlisle-Tottenham 1:0 Coventry-Chelsea 1:3 Derby-Sheffield United 2:0 Ipswich-Burnley 2:0 Leeds-Birmingham Liverpool-Leicester Middlesbrough-Luton Q.P.R.-Stoke West Ham-Everton Wolves-Newcastle United 2. deild Aston Villa-Norwich Blackpool-Bolton Bristól City-Orient Fullham-Cardiff Hull City-W.B.A. Man. United-Millwall Notts County-Oldham Oxford-YourkCity Por tsm outh-Nottingham Forrest Sunderland-Southampton Sheffield W.-Bristo' Rovers Elmar dýrkeyptur? Hætt er við að Elmar Geirsson geti orðiö Frömurum dýrkeypt hjálparhella. Valur fær tapleik sinn gegn Frömurum leikinn aö nýju, og vitað er, að Vikingur mun einnig kæra tapleik sinn gegn þeim. Að sjálf- sögöu er ekki vitað hvernig aukaleikjum þeim lyktar, en fari svo að Farm tapi þarna 4 stigum er útséð um veru iiðsins i 1. deild. Staðan i deildunum.eftir aðbúið er aðfella niður leiki Vikings og Vals gegn Fram og hirða af Breiðabliki þau 4 stig, sem liðið tapaði vegna ólögiegs markmanns, er þessi: l. deild 12. deild Akranes Keflavik KR Valur ÍBV Akureyri Víkingur 12 2 5 5 13:17 9 Fram 11 1 6 5 13:18 6 Markhæstu mestn: Steinar Jóhannsson Keflavik 8 Teitur Þóröarsson, Akran. 7 örn óskarsson, ÍBV 5 Matthias Hallgrimsson, Akran. 5 Breiðabiik—Armann 2:4 Sclfoss—Haukar 0:3 FH 13 10 3 0 34:4 23 Þróttur 13 7 5 1 22:10 19 Haukar 13 7 3 3 23:15 17 Breiðablik 13 5 2 6 26:17 12 Selfoss 13 5 0 8 14:28 10 Armann 13 4 1 8 17:30 9 Völsungur 12 3 1 8 17:29 7 ísafjörður 12 2 1 9 13:33 5 Markhæstu menn: Loftur Eyjólfsson, Haukum 13 tlelgi Ragnarsson, Fll 8 Ólafur Friðriksson, Breiðab. 8 Ólafur Danivalsson, FH 8 Evrópukeppnin: FH :Saab 1 fyrradag var dregiö I Basel | i Sviss um niöurröðun leikja fyrstu umferð Evrópukeppn-1 innar i handknattleik. Dróst liö FH gegn sænsku meistur- unum Saab og segjast þeir nokkuð ánægðir með þá til-1 högun. önnur lið drógust saman á eftirfarandi hátt: Árhus KFUM, Danmörku — Kyndill, Færeyjum Happel, ísarel — Steaua, Rúmeniu SAAB, Sviþjóð — FH, Islandi Brentwood, Englandi — Sittardia, Holiandi Schois, Luxemborg — Sasja, Belgiu Rosmini, Italiu — Balomano, Spáni Beleneses, Portúgai — St. Otmar, Sviss Lokomotive, Búlgariu — Oberglas, Austurriki WKS Slask, Póllandi Vorwaerts, A-Þýzkaiandi körfubolta-l landsliði okkar gengur vel tslenska iandsliðið i körfu- bolta hefur sem kunnugt er verið á keppnisferðalagi und- j anfarið og m.a. sótt Bret- landseyjar heim. Feröin hefur gengið mjög vel, — sigrarnir j orðnir margir og stórir þótt | vissulega dragi ský fyrir sólu viö og við. A laugardaginn var leikið j gegn úrvaldsliði Dublinar og hafði landinn betur i þeirri | viöureign og sigraði 85-60 A sunnudeginum varsiðan leikiö gegn irska landsliðinu og lauk þeim leik meö 96 stigum gegn | 75— Islandi i vil. 1 fyrrakvöld var siðan leikið I gegn skoska landsliðinu og lauk þeim leik 102-82 fyrir Skotana, sem þóttu taka ilia á móti landanum og var heitt i kolunum hjá Islensku lands- liðsmönnunum, sem fengu ekki örlátari móttökur en þær, aö þurfa að aka beint úr flug- vélinni niður aö iþróttahöllinni og fara þar beint i erfiðan lands'eik án nokkurrar hvíld-1 ar eða annars þess háttar. Islands- meistari í 3 mín. Sigurður óiafsson sundmað-1 ur afrekaði það,-trúlega fyrst-1 ur islenskra iþróttamanna, —I að vera handhafi islandsmets [ i aðeins 3 minútur. A sundmót- inu i Vinarborg setti hann i undankeppni nýtt Islandsmet i 200 metra skriðsundi, en að- eins þremur minútum siðar kom Friðrik Guðmundsson i markiö i sama sundi, en öðr- um riðli og bætti hann þar I senn, gainla islandsmetið sitt og hið glænýja tslandsmet I Sigurðar. Timi Friðriks var ] 2.02.94 min. Umsjón: Gunnar Steinn Pálsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.