Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.08.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. ágúst 1974. Ráðstefna um rannsóknir eyðibýla i dag, þriöjudag, hefst á Húsa- vík norræn ráöstefna um rann- sóknir á eyöibýlum. Dr. Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, setur ráöstefnuna. Erlendu þátttakendurnir komu hingað til landsins i gærkvöld, en halda árla morguns i dag til Húsavikur, þar sem ráöstefnan hefst um hádegisbiiiö. Þetta er i fyrsta sinn sem ráösetna af þessu tagi er haldin hérlendis. I dag flytur Sigurður Þórarins- son erindi á ráðstefnunni, sem hann nefnir öskulög og elsta byggð á íslandi. Siðdegis flytur Páll Bergþórsson erindi um veðurfar á Islandi á fyrri öldum. A morgun flytur Björn Teits- son, mag. art. erindi, og siðasta ráðstefnudaginn flytja útlend- ingarnir erindi: Um rannsóknir i Stjördalen, finnskar rannsóknir, byggðavandamál I Norbotten, niöurstöður rannsókna i Smá- löndum, byggðamál i Falster, og um byggð i Friðriksborgaramti fyrir 1688. Þátttakendur eru frá öllum Norðurlöndunum, nema Fær- eyjum. Frá Danmörku eru sex þátttakendur, frá Finnlandi 7, Sviþjóð 12 og tslandi 7. Björn Teitsson, mag. art. hefur haft undirbúning ráðstefnunnar með höndum, en hann á sæti i undirbúningsnefnd ásamt Birni Þorsteinssyni og Þorleifi Einarssyni. Orðsending til Austfirðinga: frá þjóðhátíðar- nefnd Múlaþings Þjóðhátiðarárið liður. Hátiðar- höldum er lokið. Eiðahátið fyrir Múlaþing er að sveipast minningamóðu. Þjóð- hátiðarnefnd er þó enn að störf- um, og þeim er hvergi nærri lokið. Hátiðin hafði kostnað i för með sér, sem merki og minja- gripir, sem til sölu hafa verið og eru enn, skyldu standa að veru- legu leyti undir. Traustið var fyrst og fremst sett á Aust- firðinga um kaup á þessum grip- um. Mikið hefur selst af þeim til þessa, en þó er enn talsvert óselt. En markmiðið er að selja öll merkin og skildina. Sameinumst nú um það, Austfirðingar, að koma i verð þessum gripum. Allir bilar i Múlaþingi eiga aö vera merktir með drekanum, bil- merkinu snyrtilega. Það kostar 200 krónur. Landvættinum fylgir heill. Athugiðum kunningja ykkar og vini úr öðrum landsfjórðungum, bflamerkið er fallegt. Utanálimd merki i sama formi og bílamerkin eru einnig til, látum þau lika fljúga út. Litla, snyrtilega merkið I barminn kostar 250 krónur. Það eiga sem flestir Austfirðingar að bera. Framleidd voru 7 þúsund merki. Ef annar hver ibúi Múla- þings kaupir það, sem er vægil. áætlað, eru það 5 þúsund. Tvö þúsund eru þá til áhugamanna og velunnara um allt land, — já, og þeirra sem vilja eiga fleiri en eitt, til þess að vera ekki sifellt aö færa þau til,þótt skipt sé um föt. Þjóð- hátlðarárið eiga menn sem oftast að bera merkið, jafnt i starfi og leik. Fánar og oddveifur voru einnig til sölu. Fánarnir seldust allir á Eiðahátið, en oddveifur eru enn- þá til. Fána er hægt að útvega, eins og þá sem til sölu voru á Eið- um, ef eftirspurn er. Veggskildirnir með Dyrfjöllin og drekann seljast jafnt og þétt, en enn er talsvert eftir. Margir lýsa óánægju með þá og þvi mið- ur, þeir eru nokkuð misjafnir. En upplagið er ekki það mikið að óð- um gengur á þá, og siðari timar munu breyta matinu á þeim, og þá verða þeir eftirsóttir. Þessar eru tekjulindirnar, sem hátlðarhaldið nýtur. Þær munu ekki hrökkva til að greiða allan kostnað, en vist er að það er metnaðarmál Austfirðinga að a.m.k. þessar tekjur skili sér til fulls. Ein ákveðin lota i sölu nú á næstunni i öllum byggðarlögum i Múlaþingi undir forustu sveitar- stjórna og þjóðhátiðarnefndar- manna^ætti að nægja til að ná þvi marki. Þjóðhátiðarnefndin hefir öll starfað kauplaust. Hún hefir lagt á sig mikið starf, og þess vegna telur hún sig hafa lög að mæla, óskráð drengskapar- og siðalög, Framhald á 11. siðu. Beðiö eftir gengisskráningu. Myndin af lokunarskiitinu hjá Völundi V ölundur lokaði Selur helst ekki timbur fyrr en ihaldsstjórnin er mynduð og gengið fellt Timburverslunin Völundur lokaði á fimmtudaginn var og selur ekki timbur á næstunni. Skýringin á lokuninni er sú, að fyrirtækið skuidar lager sinn að mestu og vill helst ekki selja , fyrr en yfirvofandi gengisfelling verður komin til framkvæmda og íhaldsstjórn- in mynduð. „Það má segja að það sé al- gjörlega lokað hjá okkur”, sagði Jón Hafliðason, fulltrúi hjá Völundi, ,,en þó fá ein- stöku aðilar timbur hjá okkur. Þeir eru þá gamlir viðskipta- menn sem kaupa hér timbur i stórum stil og gera upp við okkur siðar. Það er tveggja mánaða greiðslufrestur á timbrinu frá Rússum og Pól- verjum, og þvi getum við lán- að stórum viðskiptaaðilum. Við reynum lika að hjálpa mönnum sem komnir eru utan af landi. Það er svo afskap- lega litið efni að hafa úti á landi, og við verðum að selja þeim timbur ef þeir eru komn- ir um langan veg”. — Fá sveitamennirnir timb- ur þá á „gamla verðinu”? „Já — ef eitthvað sérstakt er, þá fá þeir hér efni”. Jón Hafliðason sagði, að timburverslunin gæti ekki annað en beðið með að selja þar til gengið verður fastá- kveðið, þvi að „álagning á timbur er svo lág. Yfirleitt er álagningin ekki nema 13% — örlitið hærri á einstöku teg- undir, plötur og annað”. Völundur lokaði á fimmtu- daginn var, og er ætlunin að hafa lokað eitthvað fram eftir vikunni. „Við opnum um leið og rikisstjórnin”. — En ef stjórnarmyndun og gengisfelling dregst enn? „Þá opnum við samt. Það er ekki hægt að hafa lokað lengi”. Eins og Þjóðviljinn sagði frá fyrir helgi, þá lagði Timbur- verslun Árna Jónssonar 20% gjald ofan á núverandi útsölu- verð á timbri vegna yfirvof- andi gengisfellingar. Þau 20% fá menn greidd til baka, ef gengið fellur ekki, en ella falla þau inn i nýtt timburverð. —GG Sumir yerða reiðir þegar farið er fram á að oliustyrkurinn sé tekinn upp í vangoldið útsvar „Það er ógurlegt að fá þennan oliustyrk á sig”, sagði bæjar- gjaldkerinn i Hafnarfirði, þegar Þjóðviljinn hafði af honum tal. „Hann tefur svo fyrir annarri af- greiðslu.” — Hefur bærinn heimild til að taka oliustyrkinn upp i vangoldin útsvör? „Við tökum styrkinn ekki nema að fengnu samþykki viðkomandi skuldara. Sumir verða reiðir, þegar við stingum upp á þessu, en þá má benda á, að lögtaksheimild er fyrir vangoldnu útsvari. Ef menn láta olíustyrkinn ganga upp i vangoldin gjöld, þá grynnkar það óneitanlega á. Margir taka þessu vel.” Oliustyrk fær hver fram- teljandi, þ.e. allir sem orðnir eru Framhald á 11. siðu. UMBOÐSMENN ÓSKAST Vestmanneyjar Umboðsmaður óskasttil að annast dreifingu og inn- heimtu fyrir Þjóðviljann í Vestmannaeyjum, nú þegar eða frá næstu mánaðarmótum. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra blaðsins í Reykjavík, sími 17500. Akureyri Umboðsmaður óskasttil aðannast dreifingu og inn- heimtu fyrir Þjóðviljann á Akureyri, nú þegar eða frá næstu mánaðarmótum. Til greina kemur að 2 umboðsmenn skipti með sér bænum eða sjái um hann í félagi. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra blaðsins í Reykjavík, sími 17500. ÞJÓÐVILJINN Sími: 17500 Isafjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og útburð blaðsinsá (safirði, nú þegar eða frá næstu mánaðarmótum. Upplýsingar hjá fram- kvæmdastjóra blaðsins í Reykjavík, sími 17500 Þjóðviljinn Ráðinn forstjóri tæknideildar Á fundi húsnæðismálastjórnar hinn 14. maí sl. var Haraldur V. Haraldsson, arkitekt, ráðinn for- stöðumaður tæknideildar Hús- næöismálastofnunar rikisins. Tekur hann við starfi sinu um þessar mundir. Haraldur er fæddur i Reykjavlk hinn 3. ágúst 1932, sonur hjónanna Haraldar V. Ólafssonar forstjóra og Valgerðar Gísladóttur. Að loknu stúdentsprófi við Mennta- skólann i Reykjavlk nam hann húsagerðarlist viö Tækniháskól- ann i Stuttgart i V-Þýskalandi árin 1951-1962 og stundaði siðan sérnám þar I skipulagsfræðum (verslunar- og ibúðahverfa) 1962 — 1963. Lokaprófi (Dipl. Ing.) lauk hann frá Tækniháskólanum j i Stuttgart vorið 1963. Hann | starfaði við aðalskipulag Reykja- vikur 1963 — 1964 og rak eigin teiknistofu i borginni 1964 — 1967. Haraldur réðst til Alusuisse og Is- lenska Álfélagsins hf. árið 1967 og hafði siðan umsjón með ýmsum þáttum i byggingarframkvæmd- um þessara aðila i Straumsvik árin 1967 — 1972. Hann réðst til starfa hjá arkitektafirmanu Prof. E. Heinle, R. Wischer und Partner i Stuttgart á miðju ári 1972, en það mun vera eitt hiö stærsta sinnar tegundar i V- Þýskalandi. Haraldur er nú fluttur með fjölskyldu sinni til Is- lands, eiginkona hans er Elsa Hermannsdóttir. Tekur hann við starfi slnu um þessar mundir, eins og áður segir, sem forstöðu- maður hinnnar nýstofnuöu tækni- deildar Húsnæðismálastofnunar rikisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.