Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 7. september 1975 Electrolux ffll Frystikista 410 Itr. ..___________ Electrolux Frystlkista TC 145 410 litra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vorumarkaðurinn hf. Kvnni® ykkur okkar hagstæða É*VETRAR*i VERÐ J sem gildir fró 1. september.^ Sérstakur i afsláttur fyrir 4 HÓPA4 og langdvalar* gesti. 4 HÖT|i^lOF 4 2-88-66 ' r^( SBNDIBIíASTOÐlN Hf Sigurbur Steinþórsson og Grímur Lúöviksson — afmælisveislu Marokkóprinsins. nýkomnir úr 1. 0 ^ 1» *> j Turn i moskunni i Rabat. í afmæli Marokkóprins Tveir fimmtán ára skátar, þeir Grimur Lúðviksson úr Keflavik og Siguröur Steinþórsson úr Reykjavik, voru heldur en ekki heppnir um daginn. Þeir voru á jamboree-móti i Noregi þegar þeim ásamt 32 skátum öörum úr 17 löndum var boðiö í afmælis- veislu prinsins af Marokkó. Prinsinn, sem heitir Mú- hammeð 5. er 12 ára á þessu ári og skortir ljóslega ekki vasa- peninga til að geta haldið upp afmælið sitt svo eftir verði tekið. „Við komum saman i PÖls, afmælisgestirnir, þann 8. ágúst”, sagði Grimur Lúðviksson, ,,og þaðan fórum við til borgarinnar Rabbat i Marokkó. Frá Rabbat fórum við næsta dag og þá til borgarinnar Fes, og þar vorum við lika eina nótt. Siðan vorum viö á skátamóti i bænum Ifrane, þaðan til Meknes og loks til Saidia en þar dvöldum við fimm daga og bjuggum þá i tjöldum.” Undarleg veröld Þeir ferðalangar sögðu að Tveimur íslenskum skátum var boðið í afmæli ríkisarfans í Marokkó margt hefði komið þeim undar- lega fyrir sjónir i Marokkó. „Stéttaskiptingin er áberandi”, sagði Sigurður, „annars vegar sér maður ótrúlega fátækt en hins vegar jafnótrúlegt rikidæmi. Við ferðuðumst þarna eins og rikis- bubbar, bjuggum ýmist á fjögurra eða fimm stjörnu hótelum og ókum i lúxusvagni með loftkælingu. Við höfðum kannski ekki nægilega góð tæki- færi til að ganga um á eigin vegum, nema i Fes. Og þar er fólkið svo sannarlega lörfum klætt.” „Afmælisgestir prinsins litla bjuggu á tilteknu tjaldbúðasvæði i Saidia þar sem miðpunktur veislunnar var. „Við vorum reyndar stöðugt i afmælisveislum”, sagði Sigurður, „en þarna i Saidia sáum við prinsinn. Hann hefur höll út af fyrir sig og óeinkennisklæddir lif- verðir fylgja honum hvert fótmál. Kóngurinn, pabbi hans, heitir Hassan og hann á margar hallir út um allt rikið. Tjaldbúðasvæðið i Saidia var umkringt her- mönnum — reyndar bar mikið á vopnuðum vörðum af ýmsu tagi i landinu”. Afmælisveisla prinsins af Marokkó hefur væntanlega kostað laglegan skilding þvi hann borgaði far fyrir fjölda manns norðan úr álfu og heimferðina lika auk uppihalds i rikinu og gjafa sem hver veislugesta þáði. „Það var skritið”, sagði Grimur, „að við, afmælisgest- irnir vorum stöðugt að þiggja gjafir, en prinsinn fékk ekkert i likingu við það sem hann gaf. Við frá íslandi gáfum honum prjónaða sokka. Mamma hans Sigurðar prjónaði þá”. Við gáfum honum lika bandalagsmerkið, vikingaskip”. Skátahreyfingin mun vera út- breidd i Marokkó og reyndar lika i öðrum löndum N-Afriku. „Skátar úr þriðja heiminum eru langfjölmennastir á skáta- mótum núorðið”, sagði Sigurður, „við úr Evrópu erum i miklum minnihluta”. —GG KHGHMHWMnEnMHRHBBÍ Ólullgerða Moskan I Rabat sem er 2-3 þúsund fermetrar. Hans hátign, Múhammeð 5. afmælisbarn um þcssar mundir. Hann er umkringdur lifvöröum. Veisluborð i einni af afmælisveislum prinsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.