Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Umsjón: Ilalldór Andrésson Jakob og Stellina McCarthy. Alan Murphy, gitaristinn fimi.1 Preston Rose Hayman. Stubmannakjarnarnir. A Sögu með Stubmönnum. Þreyttir Stuömenn! Um siðustu helgi var haldin skemmtun á vegum Demant hf á Hótel Sögu. Á þessari skemmt- un komu fram Baldur Brjánsson, White Back- mann Tríó og Stuðmenn. Byrjað var að hleypa inn klukkan 9 og flykktist þarna að fjöldi fólks af öllum tegundum! Og þar sem við mættum snemma kom þjónn aðvifandi (kurteist ef þörf hefði verið) og lét það i ljós að við yrðum að versla við hann ef við ætluðum að sitja. Þá komst ég að þvi að kók í litlu glasi, sem tekur ekki einu sinni litla kók þegar klaki er kominn út i, kostar orðið 175 kr! Rúmlega hálf ellefu, heyrðum við svo að fólkið fór að klappa svo Baldur Brjánsson hlaut að vera að koma, en þvi miður var okkur úthlutað borði nr. 70 i Súlnasalnum en einmitt það borð er á bak við súlu, til hliðar, og reyndar tvö borð fyrir framan ! Ég fékk pantað borð korter fyrir fjögur og bað um borð með góðu útsýni! Jæja, en þegar Baldur birtist, þyrptist fólkið fram fyrir og stóð frá súlu til súlu! Ef Demant hf hefði staðið i sinu stykki hefði fólkið verið beðið um að sýna menningarbrag og taka tillit til annarra og hella ekki .niður á fólk og ganga upp á borðum og stólum. Lætur fólkið svona heima hjá sér? Svo var klappað, Baldur greinilega búinn. Næst var hlé i u.þ.b. fimmtán minútur, en þá fóru meðlimir White Backmann Trió að týnast upp á sviðið. Hvitárbakkatrió (sem Kobbi er nú reyndar að hugsa um að breyta i nafnið sem River Band áti upprunalega að hafa White River Band) er mun betri hljómsveit en River Band ef við undanskiljum Long John Baldry. Þeir fjórir Jakob, John Gibling- Preston Ross Hayman og Alan Murphy byrjuðu á þræl- góðu frumsömdu lagi i stil Santana og kemur vel i ljós að allir eru þeir góðir hljóðfæra- leikarar og Jakob mjög efni- legur söngvari. Blökkustúlk- urnar þær Stellina McCarthy og Lorenza Johnson eru reyndar ekki i sama hæfileikagæða- flokki, og er það miður,þvi þær vekja greinilega mesta athygli hér. „Harrow” ,kappreiðalagið hans Jakobs.er eitt af þeim betri lögum i sinum stil (t.d. i stil við rólegu lögin hjá Procol Harum). Alan Murphy, sem var hér fyrr i sumar með River Band.er einn af betri gitarleikurum, hann minnir einna helst á Mick Taylor (Stones fyrrv.). John Gibling bassaleikari var með Kobba og Preston i Flash hljómsveit Peter Banks, hann erskemmtilegurbassistiog ansi stór! Preston er góður lika og hann var bæði i Flash og River Band. Astæðan fyrir þvi að ég sá White Backmann Trió er sú að ég fór i Tónabæ þrem kvöldum Lorenza Johnson og John Gibling. áður, en þar hagaði fólkið (krakkarnir) sér mun, mun betur! Stuðmenn birtust svo á sviðinu nokkru eftir að Back- mann bandið hætti og var þá alveg vita-vonlaust að sjá nokkuð. Finar dömur, jafnt sem subbulegir rónar kröngluðust nú upp á borð og lætin voru ekki minni en ef Bitlarnir hefðu verið komnir (en þess má geta að þá, þegar Bitlarnir voru upp á sitt besta'Um 64-65, voru aödáend- urnir yfirleitt frá 12-16 ára, en á Sögu var 20 ára aldurstak- mark). Ég sá þá ekki sjálfur með berum augum, enda heföi ég liklega þurft að slást til þess en Ijósmyndarinn minn sem er lipur á fæti k om sér einhvern veginn upp á sviðið og tók margar góðar myndir sem koma i ljós nú og siðar. En ég heyrði i Stuðmönnum. Þeir byrjuðu á ,,Tætum og tryllum” og tóku svo svona helminginn af súpunni á plötunni (bestu plötu ársins, enn) og þar á meðal söng Steinka stuð „Strax i dag”, mjög vel flutt. En öllum hinum lögunum var klúðrað á allt of mikilli hrað- ferð! Bassaleikarinn var sá Framhald á 22. siðu. TOP 30 í Radio Luxembourg 1. ( 1) SAILING 2. ( 5) THAT’S THE WAY I LIKE IT 3. (20) SUMMER TIME CITY 4. (15) A CHILD’S PRAYER 5. (— ) MOONLIGHTIN’ 6. ( 4) ICAN’TGIVE YOU ANYTHING 7. ( 2) IT’SBEEN SOLONG 8. (19) JULIE-ANNE 9. ( 3) THE LAST FAREWELL 10. (ll)FAME 11. (12) SUPER WOMBLE 12. (13) DON’T THROW IT ALL AWAY 13. (17) LOVE IN THE SUN 14. ( 6) BLANKET ON THE GROUND Rod Stewart K.C.&Sunshine Band Mike Batt HotChocolate Leo Sayer Stylistics Gorge McCrae Kenny Roger Whittaker David Bowie Wombles Gary Benson Glitter Band Billie Jo Spears 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 27. 28. 29. 30. (— ) FUNKY MOPED Jasper Carrott ( 7) IF YOU THINK YOU KNOW HOW TO LOVE ME Smokey (28) MOTORBIKING Chris Spedding ( 8) BEST THING THAT EVER HAPPENED * Gladys Knight & The Pips (26) PANDORAS BOX (21) ONE OF THESE NIGHTS (24) THIS FOOL (22) SOLITAIRE (27) BRAZIL ( 9) DOLLY MY LOVE (— ) SING A LITTLE SONG (29) LIKE A BUTTERFLY (30) THE SNAKE (— ) UNA PALOMA BLANCA (WHITE (— ) IM ON FIRE Procol Harum Eagles A1 Matthews Carpenters Crispy&Co Moments Desmond Dekker Mac & Kathie Kissoon A1 Wilson DUCK) JonathanKing Guys & Colls Þau sem duttu voru: Bimbo Jet með E1 Bimbo (no. 10), Mike Harding með „Rochdale Cowboy” (16), Glitter Band með „Love In The Sun” (17), Susan Cadogan með „Love Me Baby” (18), Eric Clapton með Dylan lagið „Knocking On Heaven’s Door” (23) og Bay City Rollers með „Give A Little Love” (25). Lúxembúrgarlistinn er skemmtilegur fyrir þaö að hann er nokkuð á undan sölulistum og lögin fara yfirleitt hraðar upp og niður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.