Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Á leiðinni yfir hafið hrepptu þau storm, og Rúna fann að hún var al- veg að gefast upp, af því að henni var svo kalt. Örninn bað hana að reyna að halda sér örlítið lengur, því hann þekkti gamla konu á Hjaltlandi, sem tæki vel á móti þeim og veitti þeim húsaskjól. Rúna hélt sér dauðahaldi og síðu, Ijósu lokkarnir hennar urðu að grýlu- kertum. Loksins, þegar hún var alveg að örmagn- ast, lækkaði örninn flugið yf ir f jöllunum og settist á mæninn á stráþekju lítils kofa. Gömul kona með sjat um höf uðið kom út og bauð þeim að ganga í kot- ið. Hún sá hvað Rúnu var kalt og bauð henni að setjast við hlóðirnar og gaf henni fulla skál af heitum bygggraut. Örninn sagði gömlu konunni frá ferðum þeirra og gamla konan sagði við Rúnu: „Ég skal prjóna þér hlýja peysu úr allra besta þelbandinu mínu svo þér verði hlýtt á leiðinni til Skotlands." Rúna sagði gömlu kon- unni að hún ætti enga peninga til að borga henni fyrir peysuwa, en gamla konan sagði: ,,Þú launar mér á leiðinni heim, en það verður að vera með einhverju sem er dýr- mætara en peningar." Rúna skildi ekki við hvað hún átti, en þegar hún heyrði örninn reka upp tröllahlátur settist hún örugg á bak arnarins í nýju peysunni og þau LOCH NESS SKRÍMSLIÐ HEIMSÆKIR ÍSLAND Ævintýri eftir Joice Laing Þriðji og síðasti hluti flugu af stað. Innan stundar sá hún gæna skóga og snæviþakta tinda og svo kom hún auga á stöðuvatn, dýpra og blárra en hún hafði áður augum litið. Örninn 9; 9 Þessi fallegu mynd af Blesa sendi Eydis Katla, 12 ára3 Austurvegi 60, Selfossi. Það hefði verið gaman að vita eitthvað um Blesa. Hann er auð- sjáanlega mesti gæðingur. Kannski skrifar Eydis okkur um hann seinna. mæta og hvarf ofan í vatnið. Rúna virti f yrir sér litlu beitilyngsgreinina. Ekki var þetta stór borgun handa gömlu konunni, en hún bjóst við að örninn vissi sinu viti. Svo settist hún á bak erninum og þau flugu af stað. ,,Ég þarf að koma við og borga gömlu konunni fyrir peysuna með beitilyng- inu. Heldurðu að það sé nóg borgun?" spurði Rúna áhyggjufull. Örninn hló gamla tröllahlátrin- um. Þau flugu gegnum bylji og haglél en Rúnu var ekki kalt í peysunni góðu. Ekki leið á löngu áður en þau sáu móreyk- inn úr strompinum á koti kerlingar á Hjaltlandi. „Stansaðu hérna," sagði Rúna við örninn, „þó ég hafi ekki annað en þessa beitilyngshríslu ætla ég samt að reyna að borga henni peysuna." Og eins og ormurinn hafði sagt henni fékk hún gömlu konunni hvíta beitilyngið og sagðist vona að þetta væri örlítil borgun fyrir allar góð- gerðirnar. Um leið og hún rétti henni beitilyngið varð leifturbjart og gylltar fjaðrir þyrluðust um eldhúsið. Örninn var orðinn að fallegasta pilti sem Rúna hafði augum litið. Hann hló tröllahlátri að því hvað Rúna varð hissa og gamla konan hló lika. „Þú hefur leyst dotturson minn úr álög- um, Rúna meðþví sem þú gerðir fyrir Loch Ness skrímslið og nú verður ekkert ykkar einmana framan. „Það er satt," sagði Rúna og horfði hrifin á piltinn sinn. Þau vissu að Nessi vissi sínu viti. Vitberg Dagbjartsdóttir þýdcti. sveigði niður að vatninu og settist á klett hjá því. Rúna hoppaði af bakinu á honum og hljóp niður að ströndinni. Han bar kuðunginn upp að vörun- um og kallaði blíðlega: „Nessí, Nessí!" Vatns- borðið gáraðist og Loch Ness ormurinn lyfti tígu- legu höfðinu uppún Um leið og hann kom auga á Rúnu synti hann til henn- ar, stór skrokkurinn var í þremur hlykkjum, lík- astur stórum öldum, og augun glömpuðu af gleði yfir því að sjá Rúnu aftur. „Ég er komin til að færa þér töfrakuðung- inn," sagði Rúna, „svo þú getir talað við hvern sem þú vilt hvenær sem þú óskar, og nú getur þú talaðvið vin þinn í Skaga- firði á hverjum einasta degi. Þú verður aldrei framar einmana." Orm- urinn tók við kuðungnum með mikilli kurteisi. Nú sá Rúna hann í fyrsta skipti koma allan upp úr vatninu. og ganga eftir ströndinni í stórum sund- fótum, hann teygði lang- an hálsinn upp á lynggró- inn bakkann og sleit upp hríslu af hvitu beiti- lyngi." „Færðu þetta gömlu konunni sem prjónaði handa þér peysuna," sagði hann og svo beit hann stóru tönnunum ut- an um kuðunginn dýr- y\f fcWubAAJik Gátur 1. Hver er það sem tekur fé bóndans, án þess að borga fyrir það? 2. Hvaða hestur er það sem getur ekki farið neitt mannlaus? 3. Hver er það sem hefur höfuð en hvorki nef né augu? 4. Hvað er það sem hefur enga vængi en flýgur þó? Þessar gátur sendi Hrafnhildur Osk Sigurðardóttir, Kambs- seli, Álftafirði. Hún sendi líka frásögn um AAaríátluunga i fugla- blaðið. Ragnar S. Jónsson sem líka á heima í Kambsseli sendi teikningu af fugli sem kemur í fuglablaðinu, en eins og þið vitið verður Kompan 21. september helguð fuglunum. uuj>|ajp6n|-j ■ v u u o I j d n ( i i 'E JnisaiiQiay z 'uejoi l ;wnNmv9 oia aoAS )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.