Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 7. september 1975. Xtil hnífs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir SKÓLINN AD BYRJA: Skólatöskur meö bakólum æskilegastar Nú er yngstu börnin rétt að byrja í skólanum, og sjálfsagt hafa flest þegar fengið sína fyrstu skólatösku. Margir erfa skólatöskur systkina eða vina, en þegar keyptar eru skólatöskur er vert að hafa í huga, að skóla- taska getur haft mikil áhrif á heilsu barnsins. Reyniö þvi að fylgjast meö að barnið beri töskuna rétt, þvi venji það sig strax á að bera töskuna rangt,- er' hætt við að, það eigi erfitt með að venja sig af þvi siðar, þegar taskan er orðin þyngri. bá getur verið beinlinis skaðlegt að bera töskuna rangt. Best er að bera töskuna á bakinu, með bakól- um. Hliðartöskur eru taldar geta valdið hryggskekkju, eink- um ef þær eru þungar. Einnig er nauðsynlegt að skólataskan sé úr sterku efni, en ekki of þungu. Varist ýmsar leðureftirlikingar úr plasti, sem geta sprungið i frosti. Nú er hægt að fá skólatöskur allt frá rúmum þúsund krónum og upp i 3000 krónur. Striga- töskur með bakól fást á 14—1850 krónur og leðurtöskur með bak- ól á 1850 krónur, en það eru tékkneskar leðurtöskur, sem virðast mjög vandaðar. bær fást m.a. hjá Eymundsson og I Pennanum. Aö lokum nokkur heilræöi til þeirra fjöldamörgu foreldra, sem nú eiga börn i skóla. Nokkrar ábendingar til foreldra skólabarna eftir uppeldisfræðing- inn Madeleine Kats Berið barniö aldrei saman við systkini eða vini — segið ekki „sjáðu Siggu, hvað hún er dug- ieg...” Yfirfærið ekki eigin skólagöngu yfir á barnið. þess i samræmi við það sem það hefur áður gert. Gerið aldrei ráð fyrir að barnið hafi náð „toppnum” — þekking þess getur ætið dýpkað og breikkað. Vinniö ekki gegn kennaranum, en verið heldur ekki eins og börn gagnvart honum. Yfirheyrið barnið ekki daglega „hvernig gekk í skólanum?” Sýnið samt sem áður áhuga á þvi sem barnið er að fást við. Gefið barninu ekki einkunnir. Gangið út frá raunveruiegri getu barnsins, metið framfarir Flestir foreldrar ráða við beina kennslu og ættu tæplega aö reyna hana við börn sin. En for- eldrar geta endalaust kveikt hugmyndir og áhuga barnanna, aukið Imyndunarafi þeirra og hjáipað þeim að nota þekkingu sina i Ufinu. Reynið aö láta ekki eigin metnaö hafa áhrif á árangur barnsins. „bað sem er best fyrir barnið er ieiðarljós margra for- eldra, en hugsið vel um hvað sé i raun best fyrir barnið.... Nfentar innlendar rannsóknir „Ahugi almennings á þeirri þjónustu og þeim uppiýsingum, sem við getum veitt, hefur aukist mjög. Einkum er mikið að gera hjá okkur þegar gengisfellingar eru i aðsigi, og menn reyna að festa sér heimilistæki. Langmest er uin að fólk leiti eftir upplýsing- um um stærri heimilistæki, t.d. þvottavélar, en við eigum að jafnaði nokkuð góðar upplýsingar úr erlendum rannsóknum um ágæti hinna ýmsu tegunda.” Sagði Sigriður Haraldsdóttir hjá Leiðbeiningastöð húsmæðra sem Kvenfélagasamband tslands rekur. Er opið þar frá 3—5 dag- Rætt við Sigríði Haraldsdóttur hjá Leið- beiningastöð húsmæðra Sviö á lækkuðu verði Nú hafa sviðin verið lækkuð i verði og þvi tiivalið að ná sér i svið og t.d. frysta fyrir veturinn. Sviðasulta er Ifka hið mesta hnossgæti. ný eða súr. Kilóið af svipunum er nú 227 krónur, en var áður 270 krónur. ÍTITlVÍla. £ •critsiKiKJí.VíIí lega og þá m.a. svarað fyrir spurnum um hinar ýmsu vörur i sima. Starfsemi þessi hófst árið 1963, en hefur vaxið jafnt og þétt. Við spurðum Sigriöi hvort hún teldi að almenningur væri almennt nægilega vel á verði hvað snertir vörugæði og verðlag og hversu mikið hún teldi að leibeininga- stöðin gæti orðið að liði i þvi sam- bandi. „Ég er hrædd um að fólk sé oft ekki nógu gagnrýnið á það sem það kaupir. bað veit að það borg- ar sig alltaf að fárfesta i dýrum hlutum, þvi verðlagið hækkar svo ört og þetta gerir fólk oft minna gagnrýnið á vöruna. Einnig held ég að fólk taki oft ekki nógu vel eftir leiðbeiningum með vörum. Fólk gefur sér ekki nægan tima til þess að skoða, þegar það er að versla. Við hér höfum nú mikið magn af upplýsingum, sem ég held að geti komið að miklu gagni. Ég er t.d. sannfærð um að gæði þeirra þvottavéla sem nú eru á markaðinum hér, eru ákaf- lega mismunandi, og það getur verið dýrt spaug að kaupa vöru, sem t.d. er ekki hægt að fá vara- hluti i. Einnig fyndist mér að innflytj- endur ættu að hagnýta sér þær rannsóknir sem liggja fyrir um erlendar vörur.” „En er ekki lítið gert af vöru- rannsóknum hér?” „Jú, sáralitiö, enda eru þær mjög dýrar. Mér fyndist þó full ástæða til þess að rannsaka t.d. innflutta vöru, en nokkuð er um rannsóknir á innlendri vöru, t.d. á vegum Rannsóknarstofnunar Iðnaðarins. Neytendasamtökin hafa einnig látið gera rannsókn á t.d. gerlainnihaldi ákveðinna matvæla o.s.frv. en rikið þyrfti aö standa fyrir viðtækri rannsóknar- starfsemi ef unnt ætti að vera að fylgjast vel með gæðum þeirrar vöru sem hér er á markaðinum, þvi enginn annar aðili gæti fjár- magnað slikar rannsóknir fyrir neytendur.” sagði Sigriður enn- fremur. Leiðbeiningastöðin hefur gefið út fjölda bæklinga, þýdda og frumsamda um hin ýmsu efni, en m.a. má nefna bækling um sjálf- virkar þvottavélar, um ger- bakstur, glöðarsteikingu, bletta- hreinsun, nútima matarræði, hreindýrakjöt og fleira. Enn er hægt að fá ódýrt nautakjötið Nú er ein vika tii stefnu fyrir þá, sem ætla að birgja sig upp af nautakjöti fyrir veturinn. Nýja verðið á aðeins að gilda til miðs septembermánaðar, en þess má geta að rætt hefur verið um aö lækka nautakjötsverðið yfir- leitt, þ.e. jafna niðurgreiðslum á millinautakjötsog kindakjöts, þannig að verð á nautakjöti verði allmiklu lægra en það hef- ur verið. Nautakjötið sem nú er verið að selja er að sjálfsögðu ekki nýtt, en það er sem sagt ekki vist aðnýja kjötið verði svo óskaplega dýrt þegar það loks- ins kemur. Hins vegar er þessi verðlækkun svo mikil, að það getur tæplega verið tap i þvi að fá sér eitthvað af þessu ódýra kjöti þótt það sé ekki nýtt. I. og II. flokkur (úrval) kosta 392 kr. i heilum og hálfum skrokkum, afturpartur 556 kr. kg. og framp., 262 kr. kg. III. flokkur (af jafn gömlu og I. og II. fi. en ekki úrva!) 340 kr. heill og hálfur, afturp. 447 kr, og framp. 229 kr. IV. fl. er af eldra og kostar 314 heill og hálfur, 445 afturp. og 209 framp. begar nautakjötið er pakkað til geymslu i frysti er mjög hentugt að líota til þess plast- poka með „rennilás” en hægt er að fá þá i mismunandi stærðum. Pokunum er lokað með þvi að þrýsta á „rennilásinn” og verða þeir þá alveg loftþéttir. beir eru frá fyrirtækinu „minigrip” og kostar poki með 10 stórum pokum (51) um 158 krónur. Pok- arnir fást i flestum stærri mat- vöruverslunum, en svipað verð er á minni pokunum, en þá eru fleiri i pakka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.