Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 10
10 Sl \ - ;• loi)\ ILJINN Sunnudagur 7. september 1975. Um dagbók bandaríska leyniþjónustumannsins PHILPS AGEES bækur Phlipi Agee: þvi meira sem menn hamast gegn rauðliöum, þeim mun minna liggur þeim á að bæta samfélagið. „Bandarisk aðstoð viö erlend riki”. — Teikning úr Chicago Daily News. CIA-njósnarinn sem reif sig upp úr feninu Eftir ARNA BERGMANN Philip ,\gee. Inseide the Copanv. CIA Dary. Penguin Books 1975 • Lýsing Philips Agees á störfum hans i tólf ár hjá bandarfsku leyniþjónustunni CIA er ekkl eins l'ull meö óvænt stórtiöindi og menn gætu búist viö. Undanfarin misseri hefur mikill straumur uppljóstrana um CIA fariö yfir okkur: um aðild þess „kompanis” að valdaráninu i Chile, um njósnir CIA gegn bandarikjamönnum sjálfum og þar fram eftir götum. Agee lýsir i dagbókarformi starfi sinu hjá CIA árin 1956—68 i Ecuador. Uruguay og Mexikó og svo þvi, hvernig bók hans var skrifuö við erfiðar aöstæður á flótta undan CIA á árunum 1970—73. Formiö er upprifjun atburða meö stuön- ingi af dagblöðum og skýrslum og ekki alltaf jafn þægilegt til lestr- ar. En þaö verður lyrst af öllu um þessa bók sagt, aö hún gefur mjög gott yfirlit:yfir þaö net sem CIA hefur spunnið um löndin. og er lygilega flókiö og þéttriðið — að minnsta kosti i Hómönsku Ameriku. sem er vettvangur bókarinnar. Lýsir neti sem byrjar kannski á viskisendingu til blaða- manns sem getur ..plantað” æskilegu efni i fjölmiðla. og endar á þvi að forsetum er steypt eða skipulagðar vopnaðar innrásir eins og Svianflóainnrásin á Kúbu 1961 og i Dóminkanska lýðveldið 1965. Dæmi um verefni Agee vann fyrst i Ecuador og þaðan er lýsingin ýtarlegust. Hann kom þangað árið 1960 þegar Vélasco nokkur hafði verið kosinn lörseti rétt einu sinni enn með stúðníngi ý m iskonar miðju- manna og vinstrisinna. Frá kúbönsku byltingunni liggja þá mikir straumar um alla Kómónsku Ameriku og hún á ýmsa hauka i horni i stjórn Velascos. einkum Araujo ráð- herra Verður það verkefni Agees og samstarfsmanna hans að bola Araujo og öðrum róttæklingum úr stjórninni, koma glæpa- og sam- særisorði á ýmsar vinstrihreyf- ingar, neyða Velasco (með hægri- sinnasamblæstri) til að rjúfa stjórnmálasamband við Kúbu. Þetta tekst reyndar. Velasco hrekst frá og eftirmaður hans, Arosmena, neyðist til þess að slita stjórnmálasambandi við Castro 1962. 1 júlí 1963 hefur ástandið enn batnað fyrir CIA — hinn reikuli Arosmena er settur af.herinn tekúr við. ..Borgaraleg réttindi hafa verið afnumin, kommúnistar og aðrir langt til vinstri eru eltir uppi og settir i fangelsi, meira en hundrað i bæn- um Guyaquil einum. Kommúnismi hefur verið lýstur utan laga og réttar og ritskoðun komið á... Káðherrann er mjög samvinnuþýður og fylgir ráðum okkar að þvi er varðar pólitiska langa. Við erum með sérstakan yfirhey rsluflokk hérna frá Sérstakri deild bandariska hers- ins við Panamaskurð” (Agee 295,301.). Fjölskrúöugt lið spæjara Er menn spyrja sig að þvi, hvernig CIA getur' náð svo rót- tækum árangri (,,mér finnst ekki við stjórnum þessu landi, en vissulega beinum við atburðum i vissan farveg” segir Agee á ein- um stað), þá ber að hafa I huga, að jeyniþjónustan hafði i Ecuador á svofelldu kerfi að skipa: Launaðir agentar CIA voru m.a.: Tveir allháttsettir menn i kommúnistaflokki landsins. — hugsanlegur forystumaður i UKBJE. Byltingarsamtökum æskumanna. stjórnarmeðlimur i C'IE. vinstrisinnuðu Verkalýðssam- bandi. - leiðtogi PSE, hægrisinnaðs krataflokks liflæknir Velascos forsefa Varea. öldungardeildar- þingmaöur og siðar varaforseti landsins. — embættismaður útlendingaeftirlits á flugvöllum — yfirmaður erlendu póstdeildarinnar i Quito (sem gat leyft CIA að skoða hvaöa póst sem vera skyldi) yfirmaður leyniþjónustu hersins Richard Helmg var þá yfirmaður CIA: ,,Þiö veröiO aö treysta okk- ur. Viö erum heiöarlegir menn.” — yfirmaður sérstakrar deildar lögreglunnar. Samstarfið við lögregluna er samkvæmt bók Agees afar viðfeömt og áhrifa- mikið. T.d. lét CIA þróunarstofn- unina bandarisku. AID. alhenda lögreglu Equador vopn og tækni- búnað fyrir milj. dollara á árinu 1963 einu. Fyrir utan kostnað af þvi að senda lögreglumenn á skóla og námskeið i Bandarikjun- um og Panama. en það er við Panamaskurð sem sérstakar þjálfunarstöðvar eru i baráttu gegn skæruliðum þaðan hafa pyndingameistarar lögreglu i Brasiliu og t rugúay og Chile kom ið. Gleymiö ekki bílstjórunum! CIA hafði og mjög hönd i bagga með miklum fjáraustri sem miðaði að þvi að þjálfa verklýðs- foringja i þeim anda að þeir ,,hafni kommúnisma”, aðhyllist verstrænar hugsjónir. ,,A námskeiðinu var lögð áhersla á að verklyðsmálaaðgerðir CIA beindust að þvi að þróa verklýðs- félög i þróunarlöndum sem hafi allan huga við kjaramál en haldi sér utan við pólitik og hugntynda- fræði stéttaharáttu” (bls. 136). Ef að til eru róttæk verklýösfélög i landinu eru með aðstoð CIA stofn- uð Önnur til höfuðs þeim og ausið i þau fé og ferðastyrkjum. Af sjálfu leiðir, að ekki nema örfáir vita hvernig samhengið er, þvi að CIA starfar i gegnum bandarisku verklýðssamtökin AFI.-CIO, sem cru feikilega hægrisinnuð eins og menn vita og samvinnuþýð eftir þvi. Það er fróðlegt að sjá, að i nóvember 1963 hefur CIA þó nokkurn áhuga á að koma land- sambandi bilstjóra i Ecuador inn I hægrisinnað alþjóðasamband, en þetta er við aðstæður þar i landi eina félagið sem getur ,,alveg stöðvað allt landið”. Svo segir Agee: ,.í raun er þetta ekki alvöru verklýðslélag vegna þess að margir meðlimanna eru eigendur leigubila. vörubila og strætisvagna. Stefna þess er frekar tengd millistétt en verk- lýðsstétt, en upp á langtimaáætl- anir okkar er þetta þyðingar- mesta starfsgreinarsambandið sem við fáum aukin áhrif á og eítirlit með” (bls. 309). Þegar þetta er lesið munum við strax eftirhinu fræga „verkfalli” vöru- bilaeigenda i Chile. sem bakaði stjórn Allendes mikla erfiðleika: það var eins og menn nú vita CIA sem borgaði kostnaðinn af þeirri „kjarabaráttu”. Pólitiskar mútur Fyrir utan spæjararekstur inn- an allra pólitiskra flokka hafði CIA i Irammi nokkra „leiðsögn” og bar kostnað al kosningabar- áttu „valdra leiðtoga Ihalds- flokksins og Kristilega félags- málaflokksins”. Agee rekur og allmörg dæmi um slikar pólitisk- ar mútur i Uruguay og Brasiliu: hann getur þess til dæmis, að i kosningum i Brasiliu 1962, hafi CIA varið 12—20 miljónum doll- ara i að styrkja andstæðinga Goularts forseta, sem þótti of vinstrisinnaður. Svipaðar upplýs- ingar hafa menn frá Chile: Agee tekur reyndar þátt i þvi árið 1964 að koma fé til andstæðinga Al- lendes.sem einnig þá var i fram- boði i forsetakosningum. Fjarstýröar fréttir Sérlega fróðlegt er að lesa frá- sagnir Agees af þvi hvernig dreift er bæði venjulegum áróðri gegn kommum og öðrum rauðlið- um og svo „svörtum” áróðri. En þar með er átt við það, að CIA falsar t.d. greinar og dreifiblöö og lætur lita svo út, sem lesmál þetta sé frá herbúðum vinstrimanna, og þeir eftir þvi glæfralegir eða glæpsa m legir. Agee leggur áherslu á það, að ýtnsir þeir sem taka að sér að koma á framfæri „gráum" eða „svörtum”, áróðri, viti ekki að efnið sc komið frá CIA eða handaiTskum stjórnvöldum. Ekki einu sinni sumir þeir hlaða- menii og ritstjórar sem þiggja borgun fyrir útbreiöslu áróðurs vita hvaðan hann er i raun kom- inn. Ilérer meðal annars átt við það sem Agee kallar: „hljómsveitarstjórn á túlkun mikilvægra athurða i nokkruni löndum i senn". Hann tekur dæmi: „CIA-stöðin i Caracas sendir uppiýsingar (tilbúnar) um leynilegt kommúnistasamsæri i Venezúelu til stöðvarinnar i Bogota og þaðan koma þær „upp á yfirborðið" i gegnum áróðurs- agent þar á staðnum, sem hefur þær eftir ónefndum embættis- manni stjórnar Venesúelu. Siðan er ha’gt að taka Iréttina upp úr blöðum i Kolumbiu og koma henni til (TA-stöðva i höfuðborg um Equador. Perú. Koliviu. Chile

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.