Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ÞORSTEINN JÓNSSON: kvikmyndakompa KvikmyndaA I smlðju. Lömpunum er komiö fyrir i ljósaloftinu yfir sviðinu oftast eru léttir of fyrirferðarlitlir kvarslampar notaðir I lifandi umhverfi. LYSING I KVIKMYNDUM Eins og myndhöggvari mótar úr leir mótar kvikmyndatöku- maður viðfangsefni sitt með ljósi. Með stefnu og styrk ljóssins, sem hann beinir að viðfangsefni sínu skapar hann ljósmynd af þvi. Hann velur fjölda og tegundir ljósgjafa, stöðu þeirra og hæð miðað við viðfangsefnið, styrk- leikahlutföll, dreifða eða skarpa birtu, mýkt eða hörku, lit tónblæ og fíeira. Eftir ljósopsstilling- unni, tegund filmunnar og ljóssl- um fer það hversu mikið af ljós- inu og hver hluti litrófsins hafnar að lokum á filmunni og fram- kallast sem ljósmynd. Ljósgjafar Tökumaðurinn hefur um að velja ýmsar tegundir ljósgjafa. Hægt er að skipta þeim í tvo aðal- flokka: annarsvegar ljóskastara, sem gefa skarpa skugga og hægt er að beina að takmörkuðu svæði, og hins vegar dreifilampa, sem gefa frá sér dreifða birtu á stóru svæði og mjúka skugga, A slðustu árum eru algengir lampar, þar sem reynt er að sameina eigin- leika beggja með þvl að hafa skerpu ljóssins stillanlega. Hinir slðastnefndu eru léttir og hand- hægir og vinsælir við töku heimildamynda eða þegar myndað er I lifandi umhverfi. Smiðjur (stúdló) hafa flestar ljós- loft, þar sem hægt er að koma fyrir öllum hugsanlegum lömpum án þess að þeir trufli upptökuna. Brautir liggja yfir öllu upptöku- svæðinu og lömpum er venjulega komið fyrir á fjaðurmögnuðum útbúnaði, þannig að hægt er að ráða hæö þeirra frá gólfi. Til að fá mjög jafna og dreifða aðalbirtu Ljós og myndstill Hver kvikmynd hefur sinn ákveðna myndstll og gegnir lýsingin þar stóru hlutverki. í ein- stökum myndköflum er lýsing- unni gjarnan beitt til að kalla fram ákveðnar tilfinningar, t.d. spennu, ótta, gleði o.s.frv. í þeim tilangi er hægt að setja saman óendanlega marga möguleika af mismunandi lýsingu, lengja skugga eða láta þá falla á veggi, láta ljósið endurkastast af vatns- borði o.fl.o.fl. Lýsingin mótar viðfangsefnið þannig, að mismunandi dökkir fletir og línur gefi hugmynd um lögun þess. Ef andlit er lýst framanfrá, birtist það á filmunni sem hvltur flötur með tveim punktum og einu striki. Um leið og lampinn er færður til hliðar koma skuggar af nefi, enni o.s.frv. og lögun andlitsins kemui1 i ljós. Persónur eru gjarnan að- greindar frá bakgrunni með sterkari baklýsingu, þannig að útllnur þeirra verða næstum eins og hvlt strik. Þar með er fjar- lægðin milli persónunnar og bak- sviösins undirstrikað og mynd- inni gefin dýpt. Sé viðfangsefnið ein persóna I herbergi og lýsingin sé miðuð við það I fyrsta lagi að sýna lögun andlitsins (og likamans) og I öðru lagi að að- greina persónuna frá húsgögnum og vegg I baksýn með fyrrgreind- um hætti, er þar með búið að gefa ákveðna tilfinningu fyrir rúminu I herberginu. Það er einmitt eitt höfuðmarkmið lýsingar I kvik- myndum að skapa rúm og dýpt I hinni flötu hreyfanlegu mynd á tjaldinu. Ljósflekar notaðir til aft mýkja skugga i sterku sólskini eru oft notaðir ljósflekar, jafnvel nokkrir fermetrar að stærð. 1 þeirra stað geta komið ýmis endurkastsáhöld, sem ljósgjafan- um er beint að. Ýmiskonar gagn- sæir dúkar, skuggaspjöld (maskar) gegna stóru hlutverki I kvikmyndasmiðjunni. Það sem hér er upptalið er I rauninni ekki annað en hluti venjulegrar ljósmyndunar. Mun- urinn er annars vegar fólginn I þvi,,að tökumaðurinn þarf að miða lýsinguna við hreyfingar persónanna I leikmyndinni og hins vegar að hann getur lítil áhrif haft á ljósmyndina eftir að hún hefur verið framkölluð á filmuna. Hann getur ekki eins og ljósmyndarinn gert leiðréttingar við stækkun myndarinnar á papplr. Það er þvi mikilvægt að tökumaðurinn hafi sem allra mesta stjórn á ljósi og birtu. Það er t.d. aðeins i hluta heimilda- mynda, skýrslum (reportage) og utangarðs kvikmyndagerð að notast er við sólarljós eins og það kemur fyrir. Annars eru hafðir sterkir lampar til að mynda skugga eða mýkja þá eftir þvi hvort skýjað er eða sólskin. AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Articles of Faith Ronald Harwood. Secker & Warburg 1973. Höfundurinn fæddist i Suður- Afriku 1934, fluttist til Englands 1951. Hann hefur lagt stund á leik- list og leikritagerð ásamt skáld- sagnagerð. Þetta er ættarsaga, sem hefst á 18. öld og sviðið er Suður-Afrika, henni lýkur 1972. Höfundur segir sögu þessarar fyrrum nýlendu, baráttu gull- gráðugra breta og hollenskra bú- andkarla, sem voru hinir verstu þrælahaldarar, sem um getur, meðan þeir sátu einir að vinnuafli frumbyggja landsins og þrælkuðu þá óspart undir yfirskini kalv- inskrar guðhræðslu. Höfundurinn hefur hér sett saman lipurlega skrifaða bók, sem er vel þess virði að lesast. Der Neue Brockhaus. Lexikon und Wörterbuch in Funi Banden und Einen Atlas. Funfte, völiig neubearbeitete Auflage. Dritter Band. F.A. Brockhaus Wiesbaden 1974. Stafróf þessa bindis er frá J til Neu. Bindið er 688 blaðsiður, tveggja dálka siður, myndir eru i texta, bæði svart hvitar og lit- myndir, litkort- einnig gegnsæ myndamappa um mannslikam-f ann, bandið er vandað og allur frágangur góður. Næstu bindi munu koma út á næstunni. Eins og áður hefur verið tekið fram um þetta verk, þá er það að ýmsu leyti handhægara heldur en viðameiri lexikonar, þar sem þarf að fletta upp i registri til þess að finna það sem fletta má upp beint hér, upplýsingar um mjög sérhæfð efni er ekki að finna hér fremur en i viðameiri almennum lexikonum, svo að slikt verk sem þetta er nægilegt til almennra nota, sérhæfðra efna verður að leita i faglexikonum. 1 þessu bindi er m.a. að finna þokkalegar upplýsingar um Mexikó, Kogga, skip þau sem koma hér við land, þegar Hansa- borgirnar hófu verslun hérlendis, máninn er hér upplýstur og i þeim kafla eru ýmsar nýjar upplýsing- ar, og svo framvegis. Letrið á rit- inu er fremur smátt, en skýrt. Dreimal Schwarzer Kater Aberglaube, Sitten und Gewohn heiten und ihre incrkwurdigei: Ursprunge. R. Brasch. Deutschei Taschenbuch V’erlag 1973. Höfundurinn hefur starfað við enska og bandariska háskóla, bókin er þýdd af Heinz Kotthaus, með nokkrum styttingum. Hér segir frá ýmsri hjátrú og hjátrú- arsiöum, sem virðast hafa breiðst út um vesturlönd og viðar á und- anförnum öldum, sumir þessir siðir hafa tekið breytingum. vegna ytri aðstæðna, og aðrir eru nýrri af nálinni. Kver þetta fjall- ar um hjátrú hversdagsins og for- sendur siðanna eru raktir til upp- hafsins, þar sem slikt er gjörlegt. Þetta er skemmtileg bók.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.