Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 24
,/Etlaði mér alltaf að verða dramatísk leikkona” segir Steinunn Bjarnadóttir, leikkona og söngkona, sem hefur skemmt hér aö undanförnu „Mest gaman aö leika i „Djúpt liggja rætur”.” DíODVIUINN Sunnudagur 7. september 1975. „Svo ég lagöist bara I gólfið lika” „Þaö halda allir aö maöur sé oröinn vitlaus —” „Nei ég vil ekki búa á ís- landi. Það er allt svo lítið og dýrt hér. Svo er ekkert gaman að vera frægur hérna, ekki ef maður býr hér. En það er ágætt að koma svona og gera „come back" og fara svo bara." sagði Steinunn Bjarnadótt- ir, leikkona og söngkona, sem undanfarið hefur skemmt hér undir nöfnun- um „Stína stuð" eða „Steinka stuð", eins og hún hefur verið kölluð upp á síðkastið. Við hittum hana þegar hún var að koma úr sundi. „Ég fer heldur i sund en á fyllerí," sagði hún. Steinunn var ein af okk- ar fyrstu leikurum, sem luku námi frá RADA, Kon- unglega leiklistarskólan- um í London og lék mikið bæði í revíum og ýmsum gamanleikritum. „Ég er fyrst og fremst leik- kona. Ég ætlaöi mér alltaf að verða dramatisk leikkona, allt frá þvi að ég var i Leiklistarskólan- um hjá Lárusi heitnum Pálssyni. Eftir að ég lauk námi i Rada kom ég heim og fékk hlutverk i Nýjársnóttinni og Islandsklukk- unni, sem sýnd voru við opnun Þjóðleikhússins. Fyrst lék ég Mjöll i Nýjársnóttinni, en varð svo ófrisk og þegar ég fór að gildna var ég flutt i hlutverk Siggu vinnukonu, sem ég lék fram á áttunda mánuð. Sigga var mjög skemmtileg, en eftir það lék ég eiginlega aldrei dramatisk hlut- verk. Reyndar lék ég i Iðnó i „Djúpt liggja rætur” og þótti mér það óskaplega gaman þvi það var einmitt fremur alvarlegt hlutverk og alltaf man ég hvað Ásgeir Hjartarson gaf mér góða kritik fyrir það hlutverk. Ég er sko engin söngkona, þótt ég sé að dútla við þetta. Leiklistin er mitt lif. Það var lika gaman i reviunum með honum Haraldi heitnum Á. Nú ætla ég kannski að fara að syngja gömul reviulög inn á plötu. Það halda allir að maður sé orðinn vitlaus að vera að syngja þetta pop. „Þessi Stina stuð hlýtur að vera galin, — kona á þessum aldri” heyrði sonur minn tvo menn segja.” „Ertu alveg hætt við leiklist- ina?” „Ætli það ekki. Ég hef nú búið úti i 11 ár i London og ekkert reynt að koma mér áfram þar. Maður- inn minn er lika á móti þvi. Annað hvort ertu húsmóðir eða leikkona sagði hann og ég sætti mig alveg við það. Það er lika svo erfitt að komast áfram i London.” ,,En hvernig stóð á þvi að þú fórst að syngja pop?” „Ég er nú búin að syngja lengi. 12 ára söng ég á Borginni, en þá var Hallbjörg systir min fræg söngkona. Hún býr nú i Ameriku og er steinhætt að syngja, en hún málar stórkostlega. Sjáðu þessa.” Og Steinunn bendir á mynd á veggnum hjá sér. „Já, hún er góður málari. Þú spurðir af hverju ég hafi farið i poppið. Þetta varbara upp á grin. Þessi strákar komu oft að heim- sækja mig i London og ég söng þetta með þeim upp á grin. Ég hef óskaplega gaman af poppi. Ég fór að hluta á Osmond bræður þegar þeir komu til London og var á- reiðanlega sú langelsta i áheyr- endahópnum. Það hefur verið stórkostlegt að skemmta hérna fyrir unglingana. Ég hélt auövit- að að fólk á öllum aldri myndi koma og hlusta á okkur, en þetta eru eingöngu unglingar. Strák- arnir i hljómsveitinni eru ofsa- lega góðir við mig og skemmti- legir og unglingarnir ætla alveg að tryllast þegar ég birtist. 1 Vestmannaeyjum lögðust þeir i gólfið og þá lagðist ég bara lika.” ,,Og hvénær ferðu svo út aft- ur?” „Ef við höldum aukatónleika fer ég ekki fyrr en á sunnudag. Ég verð núná siðustu dagana að syngja fyrir sjónvarpið gömul og ný lög. Ég hef jafnvel von um að komast i sjónvarpsþátt úti, en hvort ég held áfram i poppinu veit enginn.” Og við kvöddum Stein- unni og óskuðum henni góðrar heimferðar. —þs Fornborg eyöileggst í jarðskjálfta Að frátöldum rústum Angkor VVat, sem var höfuðstaður Kambódiu þegar hún var stór- veldi og voldugasta riki Suð- austur-Asiu, hefur Pagan I Búrma verið frægastur staða i þeim heimshluta fyrir mikil- fenglegar byggingarminjar. Borgin var á sinum tima höfuð- borg Búrma en mongóiar eyði- lögðu hana er þeir brutu undir sig það land. Þrátt fyrir heim- sókn molgólanna, sem voru vanir að ganga hreint til verks við eyðileggingar, stóðu eftir I borginni fjölmargar stórbygg- ingar, pagóður og kiaustur — allt fram til siðustu daga. Þar af leiðandi hcfur Pagan, sem er i Búrma miðju á austurbakka fljótsins iravaddl, verið mikið eftirlæti fomfræðinga og sagn- fræðinga. En snemma i júli varð mikill jarðsk jálfti á þessu svæði og olli hann enn meiri spjöllum á Pag- an en mongólunum hafði auðn- ast að gera. Á fáum minútum hrundi yfir helmingur forn- bygginganna i borginni i rústir. „Hávaðinn var eins og brim- hljóð”, segir breskur fornfræð- ingur, sem staddur var á staðn- Dyr eins fornhofsins I Pagan. um. „Sjálfar skjálftaöldurnar gengu yfir á tveimur minútum. Svo hrundu pagóðurnar, hver af annarri”. Meðal annars eyði- lögðust tvö helstu hof borgar- innar nærri gersamlega og risa- Þannig var Pagan útleikin eftir jarðskjáiftann. vaxin stytta af Búdda, kölluð Búdda Þandavagja, missti höf- uðið. Búfaja-pagóðan, sem ferðamenn, sem lögðu leið sina eftir travaddi, höfðu haft fyrir kennileiti i niu aldir, hrundi út i fljótið og dreifðist út i straum- inn. Búrmastjórn mun hafa i hyggju að reyna að láta endur- reisa fornbyggingarnar, og verður það firnaverk. I bráðina segjast embættismenn hafa ær- inn starfa við að bægja frá þjóf- um, sem sitja um að steia úr rústunum sögulegum listaverk- um, sem óhugsandi er að meta til verðs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.