Þjóðviljinn - 30.06.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Síða 3
Carillo svarar sovéskum ráðamönnum Fimmtudagur 30. jiini 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Þið líkist nú mest rannsóknarréttinum MADRID 29/6 — Santiago Carrillo, leiðtogi Kommúnista- flokks Spánar, likti valdhöfum Sovétrikjanna I dag við ein- hverja illrændustu stofnun ka- þólsku kirkjunnar, rannsóknar- réttinn svokallaða. Sagði Carrillo i viðtali við marxiskt vikurit spænskt, Triunfo, að sovétmenn þeir er gagnrýndu hann hefðu gleymt þvi, að heimshreyfing kommúnista væri ekki lengur heiiögkirkja og Moskva ekkinein Róm. Carrillo sagði^ð spænskir kommúnistar gætu ekki sætt sig við að miðnefnd sovéska komm- únistaflokksins hefði á sinum snærum „heilagt embætti” með valdi til þess að útdeila bannfær- ingum og blessunum að vild. — Rannsciknarréttur kaþólsku kirkjunnar var stofnaður 1542 og sendi hundruð þúsunda meintra trúvillinga á bálið. Nafni dóm- stóls þessa — sem enn mun vera við lýði — varbreytt 1908og heitir hann siðan „Hiö helga embætti ” Ekki er búist við að þessi samanburður muni leiöa til sátta með spænskum kommúnistum og sovétmönnum, nema siður sé. Þar að auki hafa spænskir komm- únistar ákveðið að senda ekki nefnd á ráðstefnu sem halda á i Prag til minningar um rússnesku byltinguna 1917. 1 viðtalinu við Triunfo kallaði Carrillo ummæli sovéska tima- ritsins Nýir timar um hann? „lygar, sem ósamboðnaT væru blaðamönnum á vegum flokks, sem sjálfur kallaðist marxiskur og stofnaður væru af Lenin.’VHið sovéska timarit veittist sem kunnugt er að bók Carrillos, „Evrópukom múnism inn og rikið ” en i þeirri bók telur Carr- illo þaö nokkurt vafamál, hvort Sovétrikin geti meö réttu kallast sósialiskt riki. I viðtalinu viö Tri- unfo i dag er þar á ofan dregið i efa, að Kommúnistaflokkur So- vétrikjanna geti réttilega kallast marxiskur. Kommúnistaflokkur Spánar fékk 1.6 miljénir atkvæöa I þing- kosningunum á Spáni þann 15. þ.m. og kom út úr kosningunum sem þriöji fylgismesti aðilinn af flokkum þeim og flokkabanda- lögum, sem leiddu saman hesta sina i kosningunum. Sagðist Carrillo i dag harma það eitt að sovétmenn hefðu ekki ráðist á hann fyrr, þvi að það hefði áreiðanlega orðið flokki hans til fylgisaukningar. Hann bætti þvi við að tilgangur sovétamnna með gangrýninni væri f rauninni að koma höggi á hina öflugu komm- únistaflokka ttaliu og Spánar, þá sterkustu af flokkum evrópu- kommúnista, en atlögunni væri hinsvegar i oröi kveðnu beint að spænskum kommúnistum, þar eö ráðamenn i Kreml teldu þá standa verst að vigi af nefndnm þremur flokkum. Ennfremur sakaði Carrillo so- véska ráðamenn um að hafa komiö I kring klofningi i spænska kommúnistaflokknum 1968 eftir innrás Varsjárbandalagsins i Tékkóslóvakiu, en þá klauf sig út úr flokknum Enrique Lister, kappi mikill úr borgarastyrjöld- inni spænsku, en þar stjórnaði hann Alþjóðahersveitinni frægu. Hann stóð siðan fyrir flokksbroti hlynntu Sovétrikjunum. 1 viötali við spænska blaðið Diario 16, sem birtist i dag, sagðist Lister fagna gagnrýni sovétmanna á Carrillo. Bretar banna síldveiðar á Nordursió 3BB Reiðhjólaskoðun (§| í Reykjavík 1977 Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavíkur efna til reiðhjóla- skoðunar og umferðarfræðslu fyrir börn á aldrinum 7-14 ára Föstudagur 1.7. Kl. 09.30 Melaskóli Kl. 11.00 Austurbæjarskóli Kl. 13.30 Breiðholtsskóli Kl. 15.00 Hliðaskóli Mánudagur 4.7. Kl. 09.30 Álftamýrarskóli Kl. 11.00 Laugarnesskóli Kl. 13.30 Fossvogsskóli Kl. 15.00 Fellaskóli Þriðjudagur 5.7. Kl. 09.30 Árbæjarskóli Kl. 11.00 Hólabrekkuskóli Kl. 13.30 Breiðagerðisskóli Kl. 15.00 Langholtsskóli Börn úr öðrum skólum mæti við þann skóla sem næstur er heimili þeirra. Þau börn, sem hafa reiðhjól sin i lagi, fá viðurkenningarmerki Umferðarráðs 1977. Lögreglan i Reykjavik Umferðarnefnd Reykjavikur. LUNDtJNUM 29/6 Reuter — Breska stjórnin lýsti I dag yfir einhliða ákvörðun þess efnis, að banna algerlega sildveiðar á breska hluta Norðursjávar til ársloka, og segist stjórnin gera Útskipunar- bann í Eyjum Bann við útskipun fisk- afurða stóð enn i Vest- mannaeyjum i gær. Klukkan sjö í gærkvöldi áttu að hefjast lokaviöræður um það mái, og taldi Jón Kjart- ansson, formaður verkaíýðs- féiagsins, góðar horfur á þvi að samkomulag næðist. þetta til þess að vernda stofninn. Bann þetta tekur við af öðru, sem Efnahagsbandalag Evrópu lýsti yfir fyrir háifu ári og rennur út á morgun. Bann Bretastjórnar tekur einnig til breskra fiski- manna, en það eru einkum Skotar, sem sildveiðarnar stunda. Breska stjórnin ákvað að lýsa einhliða yfir veiðibanninu eftir að ekki náðist samkomulag um það milli EBE-rikja. Kröfðust Hol- land, Vestur-Þýskaland, Dan- mörk og Frakkland öll þess að fá að veiða eitthvað af sild á bresku miðunum. Talið er aö þessi ráðstöfun Breta bendi til þess, að þeir muni framvegis fara sinu fram 1 fiskveiöimálum, ef ekki náist um þau samstaða innan EBE. Bruce Millan, Skotlands- málaráöherra Bretlands, til- kynnti þessa ráðstöfun stjórnar- innar i dag og sakaði önnur EBE- riki um „pólitiska hentistefnu” I þessu máli. Hörd gagnrýni á Japan og V-Þýskaland LIBREVILLE 29/6 Reuter — Einingarsamtök Afríku (OAU) gagnrýndu í dag Japan, Vestur-Þýskaland og ýmis afrisk ríki fyrir verslunarviðskipti þeirra við minnihlutast jórnir hvítra manna í sunnan- verðri Afriku. Formaður nefndar um apartheid á vegum Sameinuðu þjóð- anna, Lesiie Harriman, sakaði Japan í gær um að flytja inn króm frá Ródesíu og flytja þaðsíðan út til Bandarikjanna. Með kaupunum á ródesiska króminu i Japan fara Bandarikin i kringum samþykkt Bandarikja- þings fyrr á árinu, en sú samþykkt stöðvaöi beinan inn- flutning króms frá Ródesiu til Bandarikjanna. Þá gagnrýndu fulltrúar á ráðstefnu OAU i Libre- ville Vestur-Þýskaland harðlega fyrir viðskiptasambönd þess við Suður-Afriku, einkum sölu Vestur-Þjóðverja á kjarnorku- tækni þangaö. Þess var einnig getið á ráðstefnunni að viss Afrikuriki versluðu við Suður- Afriku, en bent var á aö sum þessara rikja, svo sem Botsvana, Svasaland og Lesótó, ættu einskis annars kost. Reisugilli! Áfangi sem allir húsbyggjendur fagna. Einkum þó ef allt gengur samkvæmt áætlun. Am.k. leggjum viö mikiö upp úr því. Bjóöum hús- byggjendum hagkvæmar rafteikningar þegar viö önnumst raflagnir. Eins og allir sem skipta viö Rafafl njóta þeir einnig 10% afsláttar af öllu því raflagnaefni sem unniö er úr. Gerum sérstök föst tilboö ef óskaö er. 'RAFAFL Barmahlíö 4 Reykjavík Símar 21700 2 80 22 Leggjum nýtt - lögum gamalt

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.