Þjóðviljinn - 30.06.1977, Side 5

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Side 5
Fimmtudagur 30. júni 1977 ÞJÓOVILJINN — SIÐA 5 Kynnist því Reykjanesi sem ekki er herstöð Sumarferð Alþýðubandalags- ins I Reykjavik verður farin sunnudaginn 3. júli um Reykja- nesskagann og er öllum sem vilja njóta góðs félagsskapar og kynnast landi og sögu velkomið að taka þátt i henni. Sækja þarf miða 'fyrirfram og þeir fást á skrifstofu Alþýðubandalagsins á Grettisgötu 3 (simi 17500) en hún er opin daglega frá 9-21. Ferðir Alþýðubandalagsins hafa verið geysifjölmennar, og er nauðsynlegt að fólk sæki 'miða strax til að forðast ös sið- ustu daga. I hverri rútu verða bestu leið- sögumenn sem völ er á og má segja þær verði samkomustaður hver um sig með fróðleik og skemmtun. 1 Méltunnuklifi i ög- mundarhrauni mun Gils Guð- mundsson halda ræðu um ver- menn á Suðurnesjum og sitt- hvað gamalt og nýtt. Þar mun einnig Sigurður Tómasson jarð- fræði- og sagnfræðistúdent lýsa þvi sem þar er að sjá. Jón Hnefill Aðalsteinsson mennta- skólakennari mun segja frá Strandakirkju þar og segja frá sögnum um Stapakirkju. t ferðinni verður happdrætti með mörgum góðum vinning- um. Farið verður austur Þrengsli og um Selvogsheiði að Strand- arkirkju. Þar verður fyrsti án- ingarstaður. Þaðan verður ekið norður fyrir Hliðarvatn, fram hjá Herdisarvik og að Krýsuvik. Stoppað verður við kirkjuna þar en siban farið um ögmundar- hraun og lengsti viðkomustað- urinn verður i Méltunnuklifi þar. Þaðan verður haldið yfir Siglubergsás og farið i fjöruna undir Festi. Siðan verður ekið um Grindavik og Staðarhverfi og áð við Blasiusarbás rétt við vitann á Reykjanestá. Þá verð- ur haldið norður Stapahraun og um Hafnir. Ef vel viðrar verður stoppað við Kirkjuhöfn hjá Draugum. Siðan liggur leiðin í gegnum Ytri-Njarðvik og Kefla- vik þvert yfir Rosmhvalanes of- an i Sandgerði og til Hvalsness. Þar verður áð og einnig gengið i Lindarfjöru áður en haldið verður heim á leið. Fólk er hvatt til að klæða sig vel og hafa með sér nesti en gos- drykkir verða seldir i ferðinni. Þess skal að lokum getið að rútuferðir verða einnig frá Kópavogi. Mæting við Umferðarmiðstöð kl. 8.30 Brottför kl. 9.00 Fargjald fyrir fullorðna 1900 kr. — fyrir börn 1100 kr. og aldraða og öryrkja 1300 kr. Miða þarf að sækja fyrirfram. Norðurland eystra F j ölskylduhátíð á Breiðumýri 8.-10. júlí Helgina 8.—10. júll mun Alþýðubandalagið i Norður- lands-kjördæmi eystra gangast fyrir fjölskyldu- og útivistarhá- tið að Breiðumýri i Reykjadal. Er þessi samkoma hugsuð sem vettvangur fyrir félagana og gesti þeirra til að skapa nánari kynni og skemmta sér saman við leiki, gönguferðir og fleira. Ráðgert er að fólk komi föstu- dagskvöldið 8. júli að Breiðu- mýri og slái upp tjöldum sinum á tjaldstæði skammt frá félags- heimilinu, en i þvi verður alla hreinlætisaðstöðu að fá. A laugardag er fyrirhuguð göngu- ferð um nágrennið og siðan er ætlunin að ungir sem aldnir bregði á leik og drifi sig I iþrótt- ir og alls konar útileiki. Dag- skrá sem samanstendur af ýmsu skemmtiefni frá félögun- um I kjördæminu verður svo flutt á laugardagskvöldinu. Skipulag hátiðarinnar miðast við það að börn jafnt sem full- orðnir geti notið þess sem fram fer. Til að hægt verði að gera sér grein fyrir fjölda þátttakenda i tima er fólk, sem hugsar sér að koma á hátiðina, beðið að til- kynna þátttöku til fulltrúa sins félags og þá að láta vita i leið- inni ef vantar bilpláss eða hvort hægt er að bjóða fram bilpláss. Eftirtaldir fulltrúar hátiðar- irrnar taka á móti þátttöku-til- kynningum: Ólafsf irði: Björn Þór ólafsson, simi 6-22- 70. Dalvik: Rafn Arnbjörnsson, simi 6-13- 58. Akureyri: Skrifstofa Alþýðubandalags- ins, Vilborg eða Kristin, simi 2-18-75. Húsavik: Kristján Pálsson, simi 4-11-39. S.-Þing.: Erlingur Sigurðarson, Grænavatni, Mývatnssveit. N.-Þing.: Angantýr Einarsson, Raufar- höfn, simi 5-11-25. 1 tengsluir. við hátiðina verður haldinn fundur sem kýs upp- stillinganefnd og skal hún starfa i sumar og skila af sér fyrir kjördæmisþing i haust. Eiga félögin i kjördæminu að hafa til- nefnt fulltrúa i nefndina fyrir hátiðina. Norðurland vestra Hornstrandir Siglum á Sumarferð Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi vestra er að þessu sinni sigling yfir Húnaflóa á Strandir með flóabátnum Drang og verður gist þar tvær næturi tjöldum. öllum er heimil þátttaka i þessari ferð. Drangur fer frá Siglufirði kl. 15.30 föstudaginn 5. ágúst og frá Skagaströnd kl. 22 sama kvöld. Fólk getur komið i skipið á hvorum staðnum sem vill, og er fargjald það sama frá báðum stöðum. Um kvöldið verður siglt þvert yfir Húnaflóa og gist þar i tjöldum. A laugardagsmorgni verður byggðin á þessum slóðum skoð- uð, en siðan er siglt norður fyrir Geirólfsgnúp á syðri hluta Hornstranda og gist i tjöldum i Reykjafirði nyrðri. Verðuc þar efnt til kvöldvöku. 1 Reykjafirði nyrðri er litil sundlaug, og á þessum slóðum er margt að skoða. Siðari hluta sunnudags verður haldið af stað til Skagastrandar og komið þangað kl. 20 en til Siglufjarðar nokkru eftir miðnætti. A siglingu verður margt til skemmtunar um borð i Drangi, upplestur, spurningakeppni, fjöldasöngur og félagsvist. Þátttakendur I ferðinni þurfa að hafa með sér viðlegubúnað og nesti. Þó má fá keypt kaffi og gosdrykki um borð i skipinu. Þátttökugjald veröur 8400 kr., en þátttakendur yngri en 14 ára borga hálft gjald. Ef útlit yrði fyrir óhagstætt veður, yrði feröinni væntanlega frestað um eina viku með aug- lýsingu i hádegisútvarpi 5. ágúst. Athugið að fjöldi farmiða er takmarkaður og þvi vissara að tryggja sér far sem fyrst. Vænt- anlegir þátttakendur láta skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá eftirtöldum stöðum: Hvammstangi: Þórður Skúlason, sveitar- stjóri, simi 1382. Blönduós: Sturla Þórðarson, tannlæknir, simar 4357 og 4356,- Skagaströnd: Eðvarð Hallgrimsson, bygg.m., simi 4685- Varmahlið: Hallveig Thorlacius, Mána- þúfu, simi 6128. Sauðárkrókur: Hulda Sigurbjörnsdóttir, verkstj., simi 5289 Hofsós: Gisli Kristjánsson, oddviti, simi 6341. - Siglufjörður: Sigurður Hlöðversson, tækni- fræðingur, simi 71406. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi vcstra. Suðurland Vestmaimaeyjaferd Efnt verður til ferðar yrir Alþýðubandalags- ólk og gesti þeirra helg- ia 1. til 3. júlí nk. Farið erður með Herjólfi úr •orlákshöfn kl. 13.45 östudaginn 1. júlí og omið til baka sunnudag- nn 3. julí. Farið verður I skoðunarferðir um Heimaey, og ef viðrar i bátsferð kringum Vestmanna- eyjar. Heimamenn sjá um leið- sögn og dansleik á föstudags- kvöld. Svefnpokapláss og/eða tjald- stæði fyrir þá sem vilja. Látið vita um þátttöku i simum: Selfoss: 1460, 1973 og 1659 Hveragerði: 4332 Þorlákshöfn: 3733 og hjá Björgvini Salómonssyni, Ketilsstöðum i Mýrdal,og Þor- steini Guðmundssyni, Bjargar- koti, Fljótshlið. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi. Sumarferðir Alþýðubandalagsins 'ZVÆ7A*

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.