Þjóðviljinn - 30.06.1977, Side 13

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Side 13
Fimmtudagur 30. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SHfA 13 útvarp Snsfellsjökull séöur frá Hellissandi FJÖLLIN OKKAR: Snæfellsjökull Ríkisútvarpið heldur áfram að fá hina bestu menn til að fræða fólk um ,/f jöllin okkar", og í kvöld er það Árni Björnsson, sem talar um Snæfellsjökul. Ekki er að undra að þjóð- háttafræðingur er fenginn til að ræða um „Jökulinn", þvi ekki hafa önnur islensk fjöll verið sveipuð meiri ævintýraljóma í gegnum aldirnar en hann. Hróöur Snæfellsjökuls hefur kannske borist viöast i sögu Jules Verne „Leyndardómar Snæfells- jökuls,” sem flestum er kunn, þvi nýlega var sýnd i sjónvarpi kvik- mynd byggö á henni og þótt sá söguþráöur sé ólikur islenskri alþýöutrú, má þar af merkja aö jafnvel i öörum löndum hefur fjalliö þótt liklegt til aö geyma marga dul. Á tslandi fór mest orö af Báröi Snæfellsás, sem fáir efuöust um aö ætti heimkynni i jöklinum og mynd hans kemur vel fram i lýsingu Steingrims Thorsteinssonar, sem geymd er i kvæöi hans Snæfellsjökull: Báröur blæs i skeggiö á björtum jökulhnjúk. Þegar Eggert og Bjarni klifu Jökulinn fyrir 223 árum magnast hrim og hreggiö, hrynur i byggöum fjúk. Meö kiofastaf i kufli grá snúöugur þrammar Snæfellsás, snjóvgum vegum á. Þrátt fyrir allt átti þó fyrir jafn ábúöarmikilli vætt og Báröi aö liggja aö láta undan síga fyrir mönnum tima, sem enga almennilega hjátrú vildu heyra eöasjá og versta atlaganaö Báröi var sjálfsagt gerö, þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á Snæfellsjökul áriö 1754, án þess aö mæta neinum þeim skelf- ingum, sem jökullinn átti aö búa yfir. Er trúlegt aö ýmsum hafi þótt missir aö Báröi, ekki síst margri kerlingu, sem kallaö haföi hann sér til liösinnis viö þæfingar á nýsleginni voö og haft yfir aö hætti ömmu sinnar og lang- ömmu: „Báröur minn á Jökli, leggstu á þófiö mitt ...” osfrv. Hér skal stuttlega rakin ferö þeirra Eggerts og Bjarna, en hana tókust þeir á hendur I júli og má af ýmsu marka aö sjálfir hafa þeir varla veriö óttalausir viö ókunnar furöur: „Þeir Bjarni og Eggert héldu á jökulinn aö næturþeli. Farar- búnaöur þeirra var væn taug, slæöur til þess aö binda fyrir augun, ef birta reyndist of sterk, og njaröarvöttur, vættur ediki, til' þess aö þefa af, ef loftiö uppi á jöklinum væri svo þunnt, aö þeim yröi mein af. Til þessara meöala þurfti þó ekki aö gripa i feröinni, þvi aö þeim varö hvorki aö meini ofbirta né þunnt loft, þótt mátt- farnir yröu þeir, þegar á leiö gönguna. Komust þeir klakklaust upp á jökulinn og gátu höggviö sér spor meö broddstöfum og hnifum upp á austasta hnúkinn af hettum þeim þremur uppi á jöklinum, er nefnast Jökulþúfur. Þá voru dagmál, er þeir stóöu á hnúknum og tuttugu og fjögurra stiga frost, en útsýni ofurvitt og fagurt noröur um Breiöafjörö og fjöllin handan hans og suöur um Borgarfjörö og Reykjanesskaga. Menn þóttust þá úr Helju heimt hafa, þegar þeir komu aftur af jöklinum og ekki örgrannt um aö slikir menn hlytu aö kunna nokkuö fyrir sér. 7.00 M o r g u n ú t v a r p . Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Arni Blandon heldur áfram aö lesa „Staöfastan strák” eftirKormák Sigurösson (4) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar viö Sigur- jón Stefánsson skipstjóra: — siöari þáttur. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmoniusveit Lundúna leikur „Rauöa valmúann”, ballettsvitu eftir Gliére; Anatole Fistoulari stj. / Earl Wilde og hljómsveitin „Symphony of the Air” leika Pianókon- sert I F-dúr eftir Menotti; Jorge Mester stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskaiög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Elenóra drottning” eftir Noru Lofts. Kolbrún Friöþjófsdóttir les þýöingu slna (11). 15.00 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Lamoureux hljómsveitin I Paris leika Fiölukonsert nr. 3 i h-mollop 61 eftir Camille Saint-Saens: Jean Fournet stj. Strengjasveit úr Nýju filharmoniusveitinni- leikur „Myndbreytingar”, tdnverk fyrir strengjahljóöfæri eftir Richard Strauss; Sir John Barbirolli stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.30 Lagiö mitt. Sigrún Siguröardóttir kynnir óska- lög barna innan tólf ára ald- urs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar. Arni Björnsson þjóðhátta- fræðingur talar um Snæ- fellsjökul. 20.05 Samleikur i útvarpssal: Guöný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins leika Sónötu fyrir fiölu og pianó op. 12nr. 1 eftir Beethoven. 20.30 Leikrit: „Bonny Weston, vertu sæl” eftir Luciu Turnbull. Þýöandi: Sigur- jón Guöjónsson. Leikstjóri: Benedikt Arnason. Persón- ur og leikendur: Philip Wheatley ... Siguröur Skúlason, Bonny Weston ... Lilja Þórisdóttir, Silas Weston ... Valur Gislason; Dr.Pownall ... Þorsteinn O. Stephensen', Frú Broome ... Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Danny ... Jón Aöils. 21.30 Pianótrió I g-moll op. 15 eftir Smetana. Yuval-trióiö leikur. (Frá útvarpinu I Baden-Baden). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Haraldur Sigurösson og Karl tsfeld þýddu. Þórarinn Guönason les (3). 22.40 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Fjárfesting Eimskips leyndarmál Félagiö kaupir jjögur skip Eimskipafélagiö hefur tekiö á móti tveimur skipum i þessum mánuöi og eru þau bæöi dönsk, smiöuð hjá Frederikshavn Værft og Tördok A.S. árin 1974 og 1975, og eru þau eins aö gerö og útbún- aöi um 119.300 teningsfet. Skip- unum hafa veriö gefin nöfnin Laxfoss og Háifoss. A döfinni eru kaup á tveimur samskonar skip- um til viöbótar, enda telja for- ráöamenn Eimskipafélagsins þau henta mjög vel I rekstri félagsins. Kaupverð þessara fjögurra skipa mun samsvara veröi á tveimur nýsmíöuðum skipum. Taliö er aö skip af þessari stærö kostaöi nýtt milli 700 og 800 miljónir Isl. króna eöa svipaö og nýr skuttogari af millistærö. Ástæðan fyrir þvi,aö verö á skip- unum er ekki hærra, þótt þau séu aöeins tvegga og þriggja ára gömul, er sú, aö eigendur skipa geta byrjað aö afskrifa þau um leiö og smiöasamningur er geröur Eimskipafélagiö á nú 24 flutn- ingaskip og hefur endurnýjaö flota sinn verulega uppá siökast- iö, enda mörg skip félagsins aö verða úr sér gengin. Hinsvegar varöist Ottar Möller, forstjóri félagsins, allra frétta um það á fundi með blaöamönnum I Háa- fossi, hvaö Eimskipafélagiö heföi fjárfest mikið i skipum siöustu ár. Sagöi hann aö þvi fé heföi veriö vel variö, en upplýsingar um upp- hæöir gætu hluthafar og opinber- ir aðilar fengiö, en ekki aörir. Háifoss og Laxfoss eru smíöuö úr stáli samkvæmt ströngustu kröfum. Eimskipafélagiö hefur tekið á móti tveimur skipum I þessum mánuöi, sem félagiö hefur fest kaup á i Danmörku. Voru bæöi skipin afhent félaginu I Svend- borg, hiö fyrra þann 9. júni og hiö siöara þann 15. júni. Hafa skip- unum veriö gefin nöfnin m.s. Laxfoss og m.s. Háifoss. Skipin eru smlöuö hjá Frede- rikshavn Værft & Tördok A/S, Frederikshavn, árin 1974 og 1975 Háifoss; skip af þessari stærö henta Eimskip best f dag. Björn Kjaran, skipstjóri á Háa- fossi, við stýriö I brúnni. Yfirvél- stjóri á Háafossi er Hreinn Eyjólfsson og fyrsti stýrimaöur Steinar Magnússon. og eru eins aö allri gerö og útbún- aði. Skipin eru smiðuö úr stáli sam- kvæmt ströngustu kröfum Det Norske Veritas eg styrkt til sigl- inga I Is. Þau eru hlifarþilfarsskip (sheltedecker) meö tveimur vörulestum samtals 119.300 teningsfet. Lúguhlerar eru af MacGregor gerö „Single Pull”, á veburþilfari, en Ermans á milli- þilfari. Þrir 5 tonna lyftikranar eru á skipunum. Skipin eru sér- staklega gerö meb hliösjón af gámaflutningum. Helstu mál eru þessi: Mest lengd 78,5 metrar, breidd 12,0 m., djúprista 5,74 m., deadweight 3050 tonn. Aöalvél skipanna er Alpha - Diesei, gerö 16V 23HU, 2000 hest- öfl. Skiptiskrúfa er á skipunum, sem stjórnaö er frá brúnni. Hjálparvélar eru þrjár af Merc- edes-Benz gerð. Ganghraöi er 13 sjómílur. Ahöfn 15 manns.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.