Þjóðviljinn - 30.06.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júni 1977 Fimmtudagur 30. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Raunveruleiki „Sérhvert land býr við eigin raunveruleika, raun veruleiki Argentlnu er perónisminn,” sagði við mig einn feröafélagi okkar, landflótta argentínumaður, félagi I samtökum vinstri-perónista, Montoneros. Ekki verður um Argentfnu rætt án þess að gera grein fyrir perónismanum og sögu hans siðustu áratugi, þar sem um er aö ræða höfuöstraum argentlnskra stjórnmála frá miðjum fimmta áratugnum til þessa dags. Perónisminn hvarf ekki þó að Juan Domingo Perón yrði hallur af heimi. Þetta stjórnmálalega fyrirbæri hefur verið kallaö ýms- um nöfnum og skilgreint á mis- munandi vegu. Fyrir stóran hluta argentínumanna var þessi maöur allt aö þvi guðleg vera, kommún- istar kölluðu hann fasista og sjálfur setti hann fram stefnuskrá sem nefnd er justicialismo og sem að sögn hans tekur sér stöðu mitt á milli efnishyggju og hughyggju, einstaklingshyggju og sameignarstefnu. Sem sagt, hvorki kommúnismi né kapital - ismi. Það var þó ekki þessi nýja heimspeki sem aflaði honum vin- sælda heldur hitt aö hann skildi almenningsálitið og kunni að hagnýta sér það öðrum betur. Völd hans 1944-55 byggðUst á þvi, sem og hinu að hann háfði tögl og hagldir I hernum og i öflugasta verkalýðssambandi landsins (CGT). Fyrri stjórnartið Peróns Perón hóf opinbera stjórnmála- starfsemi 1943 eftir sigursæla herforingjabyltingu. I þeirri rlkisstjórn sem við tók varö Perón vinnumálarðherra. Þar tók hann að skipuleggja verkalýðs- félög og gaf út tilskipun um nýja vinnulöggjöf. Einnig þvingaði hann atvinnurekendur til aö ganga að kröfum verkamanna, kaup hækkaði almannatrygg- ingar voru stofnsettar og gefin út tilskipun um átta tima vinnudag landbúnaðarverkamanna. Þessar framkvæmdir Peróns skutu yfir- stéttinni skelk I bringu og 9. októ- ber 1945 reyndi hópur liðsforingja uppreisn með stuöningi aftur- haldsins. Þeir fangelsuðu Perón en fylgismenn hans ásamt Evu Perón gáfu út neyöarkall og á annað hundraö þúsund verka- menn streymdu út á göturnar og bókstaflega tóku Buenos Aires. Uppreisnin misheppnaöist og Perón var sleppt úr haldi við glfurleg fagnaðarlæti fjöldans. Innan fimm mánaöa var hann svo kosinn forseti með miklum yfir- buröum. Lífskjör verkalýðs bötn- uðu að miklum mun, verkalýðs- félög voru skipulögð í hverri iön- grein, almannatryggingar aukn- ar og bætt úr menntunarástandi svo nokkuð sé nefnt. Dregið var úr veldi erlendra auðhringa og greiddar erlendar skuldir. Iðn- væðing var sett á oddinn og orku- framleiðsla efld. Allt skyldi þetta gert af landsmönnum sjálfum, en ekki af erlendum auöhringum. Þessi stefna var að mestu fram- kvæmd I raun. Var þá Perón leiðtogi róttæks verkalýðs og byltingarmaður? Þvl verður vart svarað játandi. Hann haföi aldrei í hyggju afger- andi breytingar. Það sem gaf honum tækifæri til að fara i mörgu að kröfum fjöldans var efnahagslegur uppgangur lands- ins á strlösárunum, mikil gjald- eyrissöfnun erlendis og hagstætt verð á útflutningsvörum, sérstak- lega frystu nautakjöti. Þaö sem útskýrir hinar miklu vinsældir hans meðal verkalýösstéttar- innar er að honum var steypt af stóli áöur en í ljós kom hvar hann raunverulega stóð. Sá afturkipp- ur, sem argentlnskt efnahagslíf varð aö þola, kom að mestu eftir fall hans og almenningur kenndi herforingjunum, sem viö tóku, um versnandi llfskjör og beið eftir afturkomu Peróns í von um batnandi tlö.. Tómas Einarsson: Raunveruleiki Argentínu Herforingjar og skæru- liðar Frá falli Peróns til 1973 voru tlðast við völd herforingjastjórn- ir, með stöku þlöu inn á milli. Efnahagsástandið og kjör alþýðu voru léleg og I þeim kosningum, sem fram fóru á timabilinu, komu perónistar ætíð út með mesta fylgið. Þá varð herinn alltaf að grlpa I taumana. Pyntingar á föngum jukust mikið frá þvl sem haföi verið I tlð Peróns. 1 þessi átján ár streymdi erlent fjár- magn inn I landiö og mörg þeirra fyrirtækja, sem argentinska rikiö haföi keypt á fyrra valdatímabili Peróns, voru seld erlendum auð- hringum. A sjöunda áratugnum fór virk andstaða gegn herforingjaein- ræðinu vaxandi. Eins og I öðrum Juan Perón, áhrifamesti stjórnmálamaöur Argentínu á þessari öld. löndum Rómönsku-Ameriku spratt fram skæruhernaður að kúbanskrifyrirmynd, þ.e.aöhóp- ur vopnaðra manna hóf skæru- hernað upp til fjalla, þar sem síð- an skyldi reynt aö ná tökum á ákveðnu svæði og afla nýrra bar- áttumanna meðal alþýðu, sér- staklega bænda, og smám saman að vinna allt landið, eins og raun- in hafði orðið á Kúbu. I Argentínu gekk þessi aöferð miklu verr heldur en I mörgum öðrum lönd- um álfunnar. Kemur þar m.a. til að Argentína er eitt iðnþróaðasta landið I Rómönsku-Ameriku. Þar býr fjölmenn verkalýðsstétt I borgum og evrópsk áhrif eru greinilegri en annars staöar. Einu samtökin, sem umtalsverð eru, kölluðu sig Skæruher alþýð- unnar, störfuðu 1963-64 I norður- hluta landsins og liðu síöan undir lok. 1 lok áratugsins, eftir mikil mótmæli og verkföll i norðurhluta landsins, spruttu fram skæru- hópar sem störfuðu aðallega I borgunum. Starfsemi þeirra hefur staðið óslitiö til þessa dags. Þeir sem öflugastir hafa verið eru annars vegar s.k. Montoneros, vinstri-perónistar, sem fyrst vöktu á sér athygli 1970 er þeir rændu herforingjanum Aram- buru, sem hafði verið einn af for- ustumönnum valdaránsins 1955. Þeir tóku hann af lífi eftir að hann hafði verið dæmdur til dauöa af „alþýðudómstól” samtakanna. Montoneros Montoneros óx skjótt fylgi, I samtökin komu margir félagar úr öðrum hópum perónista s.s. FAP (vopnasveitir perónista), sem höfðu verið stofnaðar 1956 af fylgismönnum Peróns innan hersins, og FAR (byltingarsinn- uðu vopnasveitirnar). Montoner- os skilgreina sig sem þjóðernis- sinna, andheimsvaldasinna og fylgjandi ákveðinni gerð sósialisma, en eru ekki marxist- ar. Þeir stefna að þjóönýtingu allra stærri fyrirtækja. Samtökin eru mjög vel skipulögö, eru að eigin sögn sterkustu vinstrisam- tök Argentínu og þeir andstæð- ingar herforingjaklikunnar sem langmest kveður að. Ahrif þeirra eru mest I Buenos Aires, Córdoba og Rosario. Hreyfingin hefur orð- ið fyrir töluverðum áföllum á s.l. ári, 1976, I átökum við herinn. Þannig týndi llfi einn af þekktari félögum hreyfingarinnar, Norma Arrostito, I skotbardaga viö lög- regluna I byrjun desember s.l. En Montoneros hefur einnig tekist að ráða bana miklum fjölda af æðri mönnum hers og lögreglu, og æðsti maður herforingjakllkunn- ar, Jorge Videla, slapp naumlega við aö springa I loft upp I byrjun október. Þrátt fyrir þau áföll, sem getiö er um, segjast þeir munu berjast til siöasta manns. Aðspurður um framtiðarhorfur: á meðan að til er fátækt barn i Argentinu verður alltaf til montonero. Fólkið mun ákveða hvort það vill deyja úr hungri eða taka þátt i baráttunni. — Alit þeirra á kommúnistum er litið, þeir stimpla þá sem óforbetran- lega hægrisinna. A það bæði við um þá,sem mæna tilMoskvu sem og pekingsinna. Veldur þar mestu tregða nefndra flokka til að taka þátt i vopnaðri baráttu, sem þeir nefna ábyrgðarlausa ævintýra- mennsku. Byltingarher alþýðu Hin skæruliöasamtökin, sem náð hafa umtalsverðum styrk- leika, ery ERP — Byltingar- her alþýðunnar. Þau spruttu einnig fram i lok sjöunda ára- tugsins, sem vopnaður armur PRT — Byltingarflokks verkamanna. Þau samtök mynd- uðust eftir að hin argentinska deild Fjórða Alþjóðasam- bandsins klofnaði 1969. Stefna þeirra er að koma á fót frels- uðum landssvæðum i norð- urhluta Argentinu (Tucu- mán) og vinna siðan landið allt. Eins og Montoneros byggjast samtökin upp af smáum hópum og-bæöi samtökin byggja skæru- starfsemina á þeirri forsendu, að fyrr eða siðar muni fordæmi þeirra leiða til þess að allur al- menningur risi upp gegn herein- ræðinu. ERP hefur ekki fremur en Montoneros farið varhluta af áföllum áriö 1976. 1 sumar lét leiðtogi samtakanna, Mario Roberto Santucho, lifið I skotbar- daga i Buenos Aires. Aður haföi hann oft sloppið naumlega. 1 grein sem birtist I einu stærsta blaði Argentinu, La Nación, i sambandi við dauða Santuchos, var sagt að ERP væru miklu hættulegri en Montoneros vegna sinna alþjóðlegu tengsla, sem er afleiðing af þvi.að þeir telja nauð- syná baráttu á heimsmælikvarða eins og Che Guevara. Reyndar er bróður Guevara að finna í ERP, en hann situr nú I fangelsi. Samvinna hefur ekki verið mikil milli ERP og Montoneros, en á siðustu mánuðum aukist. Þannig hafa háskóladeildir samtakanna tekið upp náið samstarf. Sú aukna andstaða, verkföll og mótmælaaögerðir, sem hófst 1969, hélt áfram að aukast, og borgarastéttin og þjónar hennar i hernum fóru að óttast verulega um sinn hag. Herforingjarnir slógu af og lofuðu kosningum til að friða fjöldann. Þeir efndu lof- orðið (sem er mjög fátítt I Róm- önsku-Ameríku) og eins og við mátti búast var frambjóðandi perónista, Hector Campora, kos- inn forseti i mars 1973. Perón kom svo heim úr útlegö frá Madrid i júni og var fagnaö af miljónum fylgismanna. Nú skyldi þar áfram halda sem frá var horfiö! En gæfan er hverful i viðsjálum heimi kapitalisks efnahagslífs. I upphafi var verð á hráefnum og landbúnaðarafurðum hagstætt, en sú kreppa sem auðvaldsheim- urinn lenti i 1974 varð Argentinu erfið, verð féll á aðalútflutnings- vörum og erlent fjármagn streymdi ekki inn, þar sem landið var ekki talið nægilega öruggt. Perón stóð frammi fyrir þvi að hann gat ekki haft alla ánægba og kaus þvi, eins og allir herforingj- ar i álfunni til þessa dags, að láta verkalýðsstéttina bera afleiðing- ar efnahagskreppumiar. Kurr fór að aukast meðal stuðningsmanna flokksins og þá sérstaklega vinstri-perónista, en Perón hafn- aði öllum vinstri tilburðum og 1. mai' 1974, á frægum fundi á Plaza de Mayo (Maitorginu) fyrir framan forsetahöllina, þar sem stuðningsmenn Montoneros fylltu torgið, afþakkaði Perón hollustu þeirra og sagði þá ekki velkomna i sinni hreyfingu. Eftir það jukust væringar milli hinna tveggja aram perónismans. Galdramaður við stjórnvölinn 1 júli 1974 lést svo Perón og varaforsetinn Maria Estela, fyrr- um dansmey, tók við starfi hans. Einn helsti ráðgjafi hennar var López Rega, sem löngum hafði numið stjörnukukl og aöra galdra og hafði tekist að br jóta sér leið til foringjans eftir að hafa sent þeim Perón-hjónum veglegar stjörnu- spár, þar sem hann spáöi þeim hinni dýrðlegustu framtiö. En efnahagslifið fór síversnandi, og þær gáfur López Rega aö kunna að spá I gang himintungla komu að litlum notum i ráðgjafastarf- inu. Olga jókst stööugt meðal al- mennings og sumarið 1975, þegar verðbógan hafði náð 150%, hugð- ist stjórnin setja fram 40% sem hámark á launahækkanir. En með tveggja sólarhringa verkfalli braut verkalýðsstéttin fyrirætl- anir stjórnarinnar á bak aftur. Nú var greinilegt að tök perónismans á verkalýðsstéttinni voru farin að losna. Kafist var einnig afsagnar Lopez Rega, sem almenningur kallaði ,,el brujo” — galdra- manninn, og var hann óhemju ó- vinsæll. Liklegt er talið að hann hafi verið einn af æðstu mönnum AAA (argentínska and-kommún- ista-bandalagið), en þessi hryðju- verkasamtök hafa myrt hundruð baráttumanna verkalýðs og vinstrisamtaka. López Rega yfir- gaf landið en hafði með sér einar 300 milljónir pesos núevos, sem eru um 225 miljónir fslenskra króna. Fjársvik og þjófnaður æðstu manna var feykilegur, allir reyndu að hrifsa til sín sem mest- ar fjárhæðir þeir gátu áður en þeir yfirgæfu þetta sökkvandi skip, sem stjórnarfleyta perón- ismans var. A siðustu mánuöum stjórnarinnar var skipt um fjár- málaráöherra nær hálfs- mánaöarlega. 1 mars 1976 tilkynnti stjórnin miklar veröhækkanir og 85% gengisfellingu. Laun áttu hins vegar að hækka mest um 12%, þrátt fyrir að verðbógan hafi numið hundruðum prósenta á ár- inu 1976. Eftir mikil mótmæli og verkföll hækkaði stjórnin há- markslaunahækkun upp I 20%. En mótmælaaðgeröirnar héldu áfram og ljóst var aö æðsta lið perónismans hafði misst öll áhrif sin meðal verkalýðsstéttarinnar. Stjórnin var gjörsamlega búin að tapa öllu fylgi. 1 þessu ástandi skapaðist I raun valdatóm I land- inu. Borgarastéttin og erindrekar heimsvaldastefnunnar sáu fram á verkslýðsvöld ef ekki yröi að gert. Og þegar neyðin er stærst fyrir auövaldiö er hjálpln næst þar sem herinn er. Reyndar hafði valdaránið verði orðið timaspurs- mál. Þeir sem voru yst til hægri vildu gera það fyrr, en þeir hyggnari sáu að betra var að láta stjórnina tapa öllu fylgi áður en hafist væri handa. Þess vegna var mótstaðan litil sem engin. Á fimmtánda þúsund pólitiskra fanga Herforingjarnir voru nógu kæn- ir til að fremja ekki valdaránið ,,a la chilena” — með þeim grimmdarskap, sem pinósjett- arnir sýndu i Chile 1973. Fljótlega kom þó I ljós, þ.e. eftir að þeir töldu sér þaö óhætt, aö þeir myndu ekkert gefa chilensku herforingjaklikunni eftir, nema siöur væri. Þeir sem fyrst voru handteknir voru þeir leiðtogar verkalýðssambandsins, sem höfðu hvatt til allsherjarverkfalls gegn valdaráninu, en það verkfall fór út um þúfur. Sex samtök trotskista og maóista voru og bönnuð fljótlega. Þeir verka- menn, sem staðiö höfðu fremst I verkalýðsbaráttunni, voru hand- teknir hundruöum saman. Og eftir þvi sem leiö á sumarið juk- ust ofsóknirnar, pyntingarnar og morð á pólitiskum föngum. í mai var talið að pólitiskir fangar væru á fimmtánda þúsund. „Skaðlegar” bókmenntir voru hreinsaðar úr bókaverslunum, „til að hindra það að æskan yrði afvegaleidd á lestri þvflikra rita” eins og sagði i tilkynningu hers- ins. Fjöldi annarra suður - amerikumanna, sem höföu dval- ist landflótta I Argentinu voru myrtir, þ.á m. Torres hershöfö- ingi, fyrrum forseti Bóliviu, chilebúarnir Prats, fyrrum hers- höfðingi, og Edgardo Enriquez, einn af stofnendum MIR, svo nokkur nöfn séu nefnd. 1 tlmariti sem ég rakst á var sögð saga af móður, sem fór til Campo de Mayo, þar sem fangar eru geymdir, til að spyrjast fyrir um son sinn sem hafði verið handtek- inn. Hún spurði einn vörðinn hvort hann væri pyntaður. Frú min, svaraði hann róandi, fang- arnir eru svo margir að okkur gefst ekki timi til að pynta þá alla! — Þann 17. júli hurfu t.d. 17 landflótta uruguaybúar, en her og lögregla eru ófeimin við aö ræna fólki og neita siöan að þau viti nokkuð um afdrif þeirra. Fjöldaaftökur á föngum. 1 hvert skipti sem skæruliöar drepa mann úr hernum, er fjölda pólitiskra fanga stillt upp við vegg og þeir skotnir. Stundum eru lika fjölskyldur skæruliöa þurrk- aðar út eins og i tilfellum skæru- liðanna Pujadas og Vaca Narvaja. I dagblöðunum koma daglega fréttir um skotbardaga milli lögreglu og skæruliða og það er eftirtektarvert aö þar særist aldrei lögreglumaður og skæru- liðarnir láta allir lifiö. Oftast eru þessar fréttir tilbúningur lög- reglu og hers, þ.e. þeir flytja fanga úr fangelsinu á ákveðinn stað, þar sem fangarnir eru siðan skotnir. Þannig sýna þeir fram á velgengni sina i baráttunni gegn skæruliðum. önnur ástæöa er sú að skæruliðarnir láta aldrei ná sér lifandi, sem er afleiðing þeirra hrottalegu pyntinga, sem beitt er við fanga. Þrátt fyrir að Videla forseti hafi fullyrt, að „þjóðin búi nú við þróað lýöræöi, þar sem öllum mannréttindum sé sýnd fyllsta virðing”, vitna skóg- arnir I kringum Ezeiza-flugvöll- inn i Buenos Aires, árnar Paraná og de la Plata um hið gagnstæða, en þar finnst f jöldi lika á hverjum degi. Herinn hefur nú tekiö upp þær aðferðir kana i Víetnam aö „hræða” ibúa þeirra svæða þar sem skæruliðar eru taldir hafa visan stuðning. Felst aðferðin I aftökum af handahófi. Þessa að- ferð ásamt ýmsum fleiri hagnýt- um læra argentinskir liðsforingj- ar I skóla bandariska hersins, sem er staðsettur á þvi svæði, sem kanar ráða i Panama. Þang- að koma liðsforingjar viðsvegar úr Rómönsku-Ameriku til aö læra hvernig eigi að berjast við skæru- liða. Lærifeðurnir eru ekki af verra taginu, yfirleitt uppgjafa- hermenn frá Vietnam. Lögreglan i Buenos Aires hafði um miðjan mai I fyrra eytt 70% af fjárveitingu þessa árs, og varð aö biðja i snatri um 12 miljónir doll- ara til viðbótar. Fjárveitingar til þessara mála hafa sjaldan verið skornar við nögl. Herforingjaklikan klofin Þrátt fyrir það ógnarástand, sem I landinu rikir, hefur hin bar- áttuglaða verkalýðsstétt ekki misst hugrekki sitt. Þannig háðu 30 þúsund rafveitustarfsmenn verkfali I október til að krefjast endurráöningar 260 félaga sinna. Hafnarverkamenn i Buenos Aires háðu margra daga verkfall i byrj- un nóvember. 1 lok nóvember gerðu 12 þúsund starfsmenn Renault-verksmiöjanna I Córdoba verkfall og einnig lögöu starfsmenn FIAT-verksmiðjanna I Buenos Aires niður vinnu á sama tima. 1 flestum þessum verkföllum hafa verkamenn kraf- ist endurráðningar brottrekinna félaga og launahækkana, en raungildi launa hefur lækkað um 50% siðan herforingjaklikan tók við i mars. Hin mikla andstaða sem her- einræðið býr við hefur leitt til nokkurs klofnings i rööum herfor- ingjanna. Forsetinn Videla og Roberto Viola, sem er einn af æðstu herforingjunum, vilja reyna að ná samkomulagi við hluta andstööunnar, m.a. að mynda stjórn, sem væri að mestu skipuð mönnum utan hersins, en færi þó eftir vilja hans. Er von þeirra að á þennan hátt mætti draga úr andstöðunni og bjarga áliti landsins út á við, en þvi hefur farið mjög hrakandi siðustu mán- uöi. Hefur það m.a. leitt til þess, að lánamöguleikar þeirra hafa minnkað mjög, og eins og pínósjettarnir i Chile reyna þeir þessa dagana að halda sér til fyrir Carter kanaforseta, I von um aukna efnahagsaöstoð. Til þess að auðvelda sér þessa stefnu hefur Videla sett háttsetta menn innan hersins, sem hafa verið honum andsnúnir, á eftirlaun. Hinn hópurinn, sem berst gegn þvi að slaka nokkuð á völdum hersins, er leiddur af Emilio Massera, yfirmanni sjóhersins. Þeir leggja áherslu á að halda áfram þeim vinnubrögöum, sem viðhöfð hafa veriö, — velja hið opna strið gegn andstöðunni I stað þessaöreyna að kljúfa hana i von um að framlengja lif borgaralegs skipulags, eins og Videla og félagar vilja. „Herinn tæki i höndum Guðs” Æðstu menn kirkjunnar i Argentinu hafa tekið ákveðna af- stöðu með hereinræðinu. Þannig sagði Monsenor Bonamin, kardináli, að „herinn væri tæki i höndum guðs til aö lækna argentínsku þjóðina”. En kirkjan er ekki samstæð heild I Rómönsku-Ameriku. Efri lög kennimanna eru tiðast á bandi yfirstéttanna, en ýmsir prestar, munkar og nunnur hafa fylkt liði með róttækari öflum þjóðfélags- ins. Og þau er einnig að finna i Argentlnu, þrátt fyrir afstööu æðstu manna kirkjunnar. Siöast I nóvember fóru sameinaöar sveit- ir hers og lögreglu, vel búnar vopnum og brynvörðum bilum, til kirkju heilags Mikjáls og klaustursskóla sem áfastur er kirkjunni, er prestar af reglu Lourdes ráða. Þar var mikiö um handtökur og ekiö með fulla bila af föngum aftur til lögreglu- stöðvarinnar. Ástæðan fyrir þess- ari aögerð var að prestur einn hafði „farið út fyrir þau takmörk sem prédikunum eru sett” samkvæmt opinberri yfirlýsingu. „Marxisk” biblia En þaö virðist sem jafnvel æðri mönnum kaþólsku kirkjunnar i Argentinu sé farið að blöskra’ ofsóknaræöi hereinræöisins. Þannig var frá þvi skýrt i yfirlýs- ingu eftir biskuparáöstefnu i byrjun desember að þeir teldu handtöku fjögurra presta geta valdið versnandi sambúð milli kirkju og hers. Þar kæmu einnig til hin tiðu mannhvörf. Amk 25 prestar hafa verið handteknir I ár, ákærðir um að hafa haft tengsl viö skæruliða. Aðrir 10 hafa verið myrtir af morðsveitum hægri manna. — Eitt af þvi, sem kirkjunnar menn hafa mikið rætt aö undanförnu, er ný útgáfa á Bibliunni þar i álfunni. Meirihluti Miljónir argentínumanna lifa hinsvegar viö Iffs kjör, sem eru langt fyrir neðan það sem mannsæm- andi getur kallast, og í tíð herforingjastjórnar Videla hefur ástandið hriðversnað. biskupa hefur sagt þá gömlu „sannlega evangeliska”, og vilja litlu breyta, og hópur hægri kennimanna er mjög argur út I nýju útgáfuna, sem þeir segja „vinstrisinnaða og niðurrifssinn- aða” og „hrjáða af marxiskum meginreglum og undirróöri”. Reyndar virðast marxistar viða komnir inn að gafli ef marka má fullyrðingar ýmissa hægri- málgagna. Eitt af aðalblööum Buenos Aires, „Prensa Libre” hafði það af ástandi kirkjunnar i Uruguay að segja að kommúnist- ar þarlendir sendu menn inn I biblíuleshringi. Þessir undir- róðursmenn þættust siðan vera manna áhugasamastir, en færu svo fljótlega að benda á kafla um þrælahald og kúgun og spyrðu svo lævislega: „Er þetta ekki eins i dag? Eru ekki launamenn þrælar nútimans?” Og að sögn blaðsins enduðu þeir svo á að hvetja til vopnaðrar baráttu þessara nútimaþræla og að fylkja liði með kommúnistum. Fyrir utan það, hvað sagan er einfeldningsleg, þá eru kommúnistaflokkar Róm- önsku-Ameriku þekktari fyrir annað en stuðning viö vopnaða baráttu. Þeir hafa nefnilega tið- um reynt það, sem þeir hafa get- að til að spilla fyrir henni o g talað um skæruliða sem vinstri öfga- menn og ævintýramenn. Fjörugt næturlif. Þrátt fyrir þá ógnaröld, sem rikir i Buenos Aires, starfar næt- urlifið enn af fullum krafti. Næturklúbbaeigendur i borginni, sem tekur öðrum fram um fjörugt næturlif og elegans, láta ekki deigan siga. Sú tónlist, sem öðru fremur einkennir Buenos Aires, er að sjálfsögðu tangóinn, enda upprunninn þar I núverandi mynd. Og er við félagar vorum ný- komnir til Buenos Aires þann 21. sept. siðastliðinn, hvað var þá nærtækara en að leita uppi góðan tangóklúbb og kynnast þvi sem næturlifið hafði upp á að bjóða? Við biuggum á litlu hóteli i miðborginni og fórum þvi i afgreiösluna og inntum hótelhaldarann eftir þvi hvar væri að finna bestan tangó i þessari fæðingarborg hans. Hann bað okkur að biða augnabliK og áöur en löng stund leið kom til okkar maöur, klædd- ur vel, með vel snyrt yfirvarar- skegg og smurt hár, eins og klipptur út úr bandariskum glansmyndum fjóröa áratugsins. Hér var þá kominn einn af tangósöngvurum staöarins og leiðbeindi með val á klúbbi. Sagði hann inngangsverð ekkert, en hver gestur þyrfti að snara út 1000 pesos fyrir fyrsta glas, það sam- svarar 750 krónum isl. Létum við þetta ekkert á okkur fá, þó að kaupa mætti kassa af sæmilegu rauðvini fyrir upphæðina. Fórum við I skástu fötin og mættum uppdrilaöir upp úr kl. 11 á Cano 14, en svo nefnaist staðurinn. Þrátt fyrir bindisleysi komumst við óhindraðir inn og hlustuöum siðan og horfðum á fram eftir nóttu. Kom þarna fram aragrúi skemmtikrafta, sem flestir voru kynntir sem bestu tangólista- menn heimsins, og vist var um það aö við höföum aldrei áður heyrt þvilika innlifun i tangóspili né horft á glæstari tilburði I dansi. Sátum við lamaöir af hrifningu i fleiri klukkutima yfir þessum ósköpum. Við vorum manna yngstir á staðnum og var hann sóttur að meirihluta af sflspik- uðum eldri mönnum og konum i loðfeldum. Var greinilegt að þjóðfélagslega séð er tangóinn kominn langt frá sláturhússstig- inu! Buenos Aires er þrátt fyrir þann hernaðaranda, sem þar rik- ir, ein af viðkunnanlegustu borg- um álfunnar. Með úthverfum hef- urhún milli8 og 10 miljónir ibúa. Eins og viðar i nágrannalöndun- um má sjá þar glæstar bygging- ar, hvort það er forsetabústaður- Framhald á bls. 14. J8f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.