Þjóðviljinn - 30.06.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Side 16
Fimmtudagur 30. júni 1977 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-31 mánudaga tii föstn- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tíma erhægtað ná i blaöamenn og aðra starfs-' menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. @81333 Einnig skalbent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Hver á pokann? t fréttum sjónvarpsins I fyrrakvöid var sýndur trollpoki nokkur sem er I vörslu veiöar- færageymslu frystihússins á Eskifirði. Poki þessi sem fannst i sjó fyrir allnokkru er að þvi leyti merkilegur að hann er ólöglegur. Ilann er nefnilega tvöfaldur, fóöraður með 35mm innraby rði og hirðir þvi allt ofan i minnstu kóð. Við höföum samband við veiðarfæralagerinn þar sem pokinn er geymdur og spurð- umst fyrir um uppruna hans. Var okkur tjáð aö þeir gætu ekki annað séð en að pokinn væir islenskur. Garnið væri frá Hampiðjunni og vinnubrögö við frágang væru þannig aö það benti til þess að íslendingar hefðu þar átt hlut að máli. Er við spurðum um hugsan- lega'n eiganda pokans varð mönnum svarafátt. Bann við smáfiskjadrápi gerir það að verkum að það á ekki að vera neinn hagur fyrir islenska fiski- menn að fóðra pokana á þennan hátt, þ.e.a.s. ef eftirlitið er þá virkt. Þess vegna veldur pokasnifsi þetta mönnum undrun, þvi það er óliklegt að erlend skip séu hér að veiðum með veiöarfæri frá Hampiðjunni. A Eskifirði gæla menn einkum við þá hugmynd að pokinn sé af rannsóknaskipi eða frá skipi sem stundað hefur kol- munna eða spærlingsveiðar. 1 sjávarútvegsráöuneytinu fengum við þær upplýsingar aö þaö væri harla óliklegt aö troll þetta hefði verið notað við veiðar á kolmunna eða spær- lingi,til þess væru notuð sérstök troll með möskvastærð allt ofan i 16 mm. Við fengum einnig upplýst aö pokinn sjálfur,sem var með 120 mm möskva,hafi verið löglegur þar til fyrir rúmu ári siðan. En poki með þeirri möskvastærö hafi tekið undirmálsfisk og þvi varla veriö þörf á að klæða hann. Á Eskifirði sitja menn eftir sem áður með dularfullan poka sem varla hefur verið fóðraður til þess eins að skýla þeim smá- fiski er i hann kynni að villast fyrir sjávarkuldanum. eng. Sa m anburðurinn viö eldspýtustokk sýnir vel hve þröngt er útgöngu úr poka þessum Ólöglegur trollpoki veldur heilabrotum á Eskifiröi Norrænt heimilisiönaöarþing Sýnikennsla í heimilisiðnum Um 230 manns eru nú samankomnir á norrænu heimilisiðnaöarþingi/ sem hér er haldið i Hagaskól- anum. Þing þessi eru haldin á 3]a ára fresti og er þetta í þriðja sinn sem það er haldið hér, en norræna heimilisiðnaðarsambandið er 50 ára um þessar mundir. 1 tengslum við þingið er heimilisiðnaðarsýning meö sýni- kennslu, en einkunnarorð þessa þings eru: Nútlma heimilisiðn- aður — gamlar vinnuaðferðir. Við lærum hvert af öðru.” Sýni- kennslan verður i ýmsum heim- ilisiðnaðargreinum, og er hvert land með sina sýningardeild. Auk þess verða fluttir fyrirlestrar á þinginu og almenn kynning á greinunum i þingsal. Um næstu helgi verður opiö á laugardag, sunnudag og mánudag fyrir al- menning i Hagaskólanum og m.a. sýnd ýmis virmubrögð við t.d. bandavefnað, næfravinnu, leik- keragerð og flókagerð. Heimilisiðnaðarfélag tslands og félagar þess hafa að mestu annast undirbúning undir þingið hér á landi og sagði Vigdis Páls- dóttir handavinnukennari er við ræddum við hana að með þinginu væri m.a. reynt að undirstrika þýðingu handavinnukennslu fyrir alla. Kvaðst hún telja nauðsyn- legt að haldið yröi áfram með Flugleiðir fljúga til Parísar Nokkrir þátttakendur á heimilisiönaðarþinginu, Lindmark frá Sviþjóð, Guðný Helgadóttir, tslandi, Dagny Isene, Noregi, Asbjörg Hassle Noregi og Ilmari Laiti, Finnlandi. handavinnukennslu af þessu tagi i skólum, en nú væri veriö að draga úr henni hér á landi. Þyrfti að kenna sigildu vinnubrögðin við heimilisiðnað i skólum, þannig að allir ættu kost á að læra þau og fólk gæti svo sjálft valiö hvort það vildi kaupa vöruna eða vinna hana sjálft. Formaður Heimilisiðnaðarfé- lags íslands er Stefán Jónsson, arkitekt. Þinginu lýkur 1. júli en þá verður sýning i Hagaskólanum sem fyrr segir, 2.-4. júli frá 14-22. Næstkomandi laugardag, 2. júli, hefst reglubundið áætlunar- flug milli lslands og Frakklands, þ.e.a.s. milli Keflavikur og Orly- flugvallar við Paris. Stjórn Flugleiða hf. ákvað fyrir alllöngu siöan að flug milli tslands og Frakklands skyldi, að fengnum nauðsynlegum leyfum, tekiö upp og I framhaldi af þvi var sótt um flugleyfi fyrir Flugfélag lslands vegna flugs milli ofan- greindra staða. Leyfið fékkst og i sumar munu Boeing-727 þotur félagsins fljuga þessa leið einu sinni i viku, þ.e.a.s. siðdegis á laugardögum, brottför kl. 15:00. Komutimi til Keflavikurflug- vallar verður kl. 22:45. Aætlaö er að flugið standi i tvo mánuði en næsta vor verði þráðurinn tekinn upp aftur. 1 Paris hafa Loftleiðir haft eigin skrifstofu frá 1964, en umboös- skrifstofu þar áður, eða frá 1959. Þá hafa Loftleiðir einnig um ára- bil haft skrifstofu i Nissa. Fyrir Framhald á bls. 14 Halldór Halldórsson prófessor um nýjustu stafsetningarbreytinguna: ÞRÓUN í ÖFUGA Halldór Halldórsson: ég er hræddur um að þetta leiöi af sér nýtt hringl. 1 reglugerðinni frá 1974 um stafsetningu voru I fyrsta skipti mótaðar reglur um stóran staf og lítinn. Meginreglan var sú að samnöfn skyldu skrifuð með litlum staf en sérnöfn með stórum. Þetta var hins vegar ekki útfært út i æsar en hefði þurft að gera það. Þessi nýja reglugerð frá menntamálaráðu- neytinu brýtur hins vegar i bága við þetta sjónarmið og tel ég hana þvi spor i öfuga átt. Þessi orð mælti Halldór Halldórsson prófcssor i samtali við Þjóðvilj- ann um hina nýju stafsetningu en hann var formaður svokall- aðrar stafsetningarnefndar sem mótaði breytingarnar sem gerðar voru á árunum 1973 og 1974. Viö reyndum aö skilgreina hvað væri samnafn og hvað sér- nafn,tókst það ekki til hlitar. Margrétarmessa er td. nafn á hátiö og ætti þvi að skrifast með litlum staf rétt eins og jólin. Og ég veit ekki til að oröiö englend- ingur sé til sem eiginnafn og þess vegna ætti aö skrifa það með litlum staf. Ég held aö hægt hefði verið að ÁTT komast að samkomulagi við stjórnmálamenn um stafsetn- ingu en með þessari nýju reglu- gerð óttast ég að Alþingi fari að semja lög um hana. Það er mjög slæmt að hringla svona fram og til baka með stafsetninguna og ég er hræddur um að þetta leiði af sér nýtt hringl, sagði Hall- dór að lokum. —GFR.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.