Þjóðviljinn - 30.06.1977, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 30.06.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júni 1977 Rætt viö Jón Friðþjófsson aflakóng við Breiðafjörð Ég er ekki i loönuhugleiöingum, hún skapar enga atvinnu I byggöa- iaginu, segir Jón Friöþjófsson á Rifi. — Mynd —EIK— Aflakóngur á vetrar- vertíðinni við Breiðafjörð heitir Jón Friðþjófsson og er frá Rifi. Við náum tali af honum um kvöldmatar- leytið á för okkar um nes- ið. — Báturinn sem ég er meö heitir Hamar. Hann hét áöur Jörundur II og er 233 tonn. Ég keypti hann 1974, en hann kom hingaö 72. Þetta er alveg prýöis- skip. Á vertiðinni komum viö meö 710 tonn i land og þaö gaf um 1300 þús. kr. I hásetahlut. Þótt ég sé eigandi Hamars er ég ekki meö SNÆFELLINGAR SÓTTIR HEIM Innfæddur rifsari neina fiskverkun. Jökull h.f. á Hellissandi kaupir af okkur aflann. Nú, ég verð að segja eins og er að miðað við okkar afla er útkoman ekki nógu góö á útgerðinni. Endarnir gera ekki nema rétt aö ná saman og þó vinnur konan min kauplaust aö ýmsum reddingum, er nánast framkvæmdastjóri. Það er orðið svo andskoti dýrt hvert kiló sem við náum úr sjónum. Það vantar heldur ekki að það eru nógir til að plokka sjávarút- veginn. Þjóðfélagið býr honum alls ekki nógu góð kjör. Hugsaðu þér alla heildsalana og umboösaöilana sem mata krókinn á sjávarútveginum. Þeir selja ný lorankerfi i allan flotann þetta árið og nýjar talstöövar hitt. Og svona gæti ég talið upp endalaust. Vantar samstarf Það er greinilegt að það stefnir i óefni með þorskstofninn. Og það er rétt stefna að friða eftir þvi sem þörf krefur. En það verður að minu mati að vera miklu virkara samstarf milli sjómanna, útgerðarmanna og rfkisvaldsins varðandi þessi mál. Ef það er ekki fyrir hendi kosta friðunar- aðgerðirnar bæði meiri óþægindi og peninga fyrir alla aðila en þörf krefur. Varðandi öll lætin út af flot- trollinu, þá er ég ekki viss um að það sé svo mjög hættulegt ef það er notað i hófi. En það verður að viðhafa vissar takmarkanir, þvi þetta er svo stórtækt veiðarfæri. Gefur fiskinum hvergi grið. Ég reikna með að fara á ufsa- net i sumar og siðan á sild með haustinu ef ég fæ sildarleyfi. Ég er ekki i neinjm loðnuhug- leiðingum. Þó hún gefi kannski pening til sjómanna og eigenda bátanna þá hefur hún ákaflega litla þýðingu fyrir stað eins og Rif eða Sand. Mér finnst þvi betra að stunda veiðiskap sem skapar ein- hverja vinnu hér I plássinu; reyni að hugsa aðeins um mitt byggða- lag. Ég er fæddur hér á Rifi, fyrir einum 35 árum. Innfæddur rifsari eins og það heitir. Það eru ekki margir slikir á minum aldri. Flestir sem hér búa eru aðfluttir, fjölgunin var mest fyrir um það bil 10 árum. Ég hef verið á sjó hér frá þvi ég var ponni. Minn skipstjóraferill byrjaði 1968 og þá var ég með gamla Hamar, en hann seldi ég þegar ég keypti þann nýja. Þannig að þú sérð að min tilvera er tengd sjón- um og Rifi. eng Eysteinn Jónsson: Sambandið hafði Eysteinn Jónsson, stjórnarformaður Sam- bandsins, hefur óskað eftir því, að Þjóðviljinn birti eftirfarandi kafla úr skýrslu hans á aðalfundi Sambands ísl. samvinnu- félaga 14. júní sl.: „Ástæða er til að vikja nokkuö að kjarasamningum þeim, sem nú standa yfir og afskiptum Sambandsstjórnar af þeim. Sambandsstjórn var ljóst, aö kjaramálin voru komin i erfiöan hnút. Kaupgjald þeirra lægst launuðu orðið óhæfilega lágt miö- að við dýrtið, en svigrúm til almennra kauphækkana án veru- legra verðbólguáhrifa ekki mikið. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna fer með kjaramál fyrir Sambandið og tugi annarra fyrir- tækja. Eigi að siður taldi Sambandsstjórn eölilegt að móta og gera heyrum kunna stefnu sína I þessum mikla vanda, og þá með það fyrir augum að vinna samkvæmt þvi innan Vinnumála- sambandsins og hafa áhrif á lausnina. Efnislega var stefnan mótuö þannig i ályktun 5. mai, að leið- rétta beri kjör þeirra, sem lægst hafa laun i landinu og þvi lögð áhersla á, að það svigrúm, sem fyrir hendi væri til almennra kauphækkana yrði notað fyrst og fremst til þess. Jafnframt sterk- lega varað við þvl að ganga um of til móts viö sérkröfur annarra, sem leiða hlyti til hrikalegrar verðbólgu. Með þessu taldi Sambandsstjórnin sig styðja yfir- lýsta jafnlaunastefnu Alþýðu- sambandsins I kjarasamningun- um. Unnið hefur verið I þessa átt inn- an Vinnumálasambandsins, og fer vel á þvl aö nefna nokkur atriði hér, sem sýna nokkuð, hvernig reynt hefur verið að þoka málum I þessa átt og hafa með þvi heillavænleg áhrif á samn- ingana. Vinnumálasambandiö hafði áhrif á það, að I fyrsta kauphækk- unarboði atvinnurekenda var gert ráð fyrir fastri krónutölu- hækkun á kaup en ekki prósentu- hækkun. Þar með var strax snúið inn á rétta braut. Fulltrúar samninganefndar verkalýðssamtakanna áttu fund með fulltrúum Sambandsst jórnar þann 11. mai, þar sem báðir skýröu viðhorf sln. Var það mjög gagnlegur fundur og skýröist margt, sem ástæða var til að gera grein fyrir. Þann 14. mal lagöi Vinnumála- sambandið til Sáttanefndar hug- myndir sínar um lausn kjara- samninganna sem trúnaöarmál. Var ætlunin að hjálpa til að koma hreyfingu á málið I rétta átt. Var þar gert ráö fyrir meiri áhrif kauphækkunum en áður og með jafnri krónutölu upp úr en ekki prósentuhækkun og gerð tillaga um fulla verðlagsuppbót að vissu marki en jafna krónutölu úr því, og þannig breytt til frá 1. boði at- vinnurekenda og i þá átt, sem Alþýðusambandsmenn lögðu áherslu á. Þann 17. mai lagði Sáttanefndin fram umræðugrundvöll sinn, sem alþekktur er. Daginn eftir lýsti Vinnumálasambandið yfir þvi, að það gæti á hann fallist sem sátta- grundvöll meö vissum fyrirvör- um um visitölu og sérkröfur og stuðning rikisvalds. Var hér fyrst og fremst enn á ný stuðningur við þá stefnu, sem var kjarninn I til- lögu Sáttanefndar, að kaup þeirra lægst launuðu hækkaði mest og að kauphækkunin og verðlagsupp- bótin hlypi ekki upp eftir öllum launastiganum. Fullyrði ég að stefnuyfirlýsing Sambandsstjórnar og áhrif Sambandsins á gang málsins hafa orðið heillavænleg og mikill ávinningur fyrir jafnlaunastefn- una.Erþaðnúeinlæg von manna, aö skammt sé að biða þess að samningar takist um kjaramálin. Það verður að vera öllum ljóst, að samvinnuhreyfingin getur ekki ein ráðið kjaramálum, til þess eru þau oröin alltof þétt riðin inn i net annarra þjóðmála og kjarahnútar eins og þeir, sem hér er við að fást veröa ekki leystir nema með sameiginlegu átaki rlkisvalds og aðila vinnumarkað- arins. A hinn bóginn er með réttu hægt að ætlast til þess, að Sam- bandið og Vinnumálasamband samvinnufélaganna móti slna stefnu um lausn kjaramála og vinnuaðferðir og reyni að hafa þau áhrif, sem unnt er. Það vildi Sambandsstjórn reyna og ég tel að árangur hafi orðið verulegur I þá átt, sem hún vildi stefna og ályktaði um. Réttmætt er að geta þess að reynt hefur veriö að hafa áhrif I þá átt að framlag rikisins til lausnar kjaramálanna yröi lækk- un verðlags á brýnum nauðsynj- um og þannig kæmu þess háttar verðlækkunarráöstafanir til hagsbóta fyrir allan almenning. Ennfremur að vextir yrðu lækk- aöir og álögur á iðnfyrirtæki lag- færðar til þess að vega á móti mjög miklum kostnaðarauka, sem við blasir framundan. Aður en ég skil við kjaramálin leyfi ég mér að lesa hér orðrétt niðurlag stefnuyfirlýsingar Sambandsstjórnar um kjaramál- in frá 5. mai, það er þannig: „Stjórn Sambandsins telur nauðsynlegt, að unnið verði að þvi að auka kaupmátt dagvinnutekna I átt við það, sem gerist I nágrannalöndunum og draga þannig úr hinum langa vinnudegi, sem íslenskir launþegar verða nú að leggja á sig. Þessu markmiði verður þvi aðeins náð, að framleiðni og afkastageta at- vinnuveganna verði stórlega auk- in og ytri skilyrði atvinnu- rekstrarins bætt til samræmis við það sem á sér stað I nágranna- löndunum. Stjórn Sambandsins telur, aö þessu marki verði aðeins náð með víðtæku og samstilltu átaki at- vinnurekenda, launþegasamtaka og rlkisvalds. Stjórn Sambands- ins lýsir sig reiðubúna til sam- starfs um þessi mál við viðkomandi aðila.” Hér er gripið á verkefni, sem vinna þarf, hvernig sem til tekst með lausn kjaramálanna nú I þessari umferð. Það er eitthvað verulegt að hjá okkur og talsvert skortir áreiðanlega á að nógu margir sjái og viðurkenni sam- eiginlega hvað það er. Þó er það grundvöllurinn. Enginn leysir þann vanda, sem hann ekki sér nógu greinilega. Mér þótti vænt um, að á þeim fundi, sem við átt- um með fulltrúum A.S.Í. þ. 11 mai tók formaður Alþýðusambands- ins það sérstaklega fram, að þetta væri verkefni sem vinna þyrfti að, hvernig sem til tækist um lausn kjaramálanna I yfir- standandi samningum. Þessi mál þarf að kryfja til mergjar einmitt I hléum milli samninga. Ættu samvinnumenn aö eiga hér myndarlega hlut að máli.” Eysteinn Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.