Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1979 GERIÐ GÓÐ KAUP okkar leyft verð verð Appelsínur Outspan 1 kg........ 475,- 528.- Rauðepli U.S.A. 1 kg............ 575.- 638.- Bananarlkg...................... 505.- 560.- Bakaðar baunir ORA 1/2 ds...... 495.- 522.- Feskjurl/Ids................... 695.- 769.- Melrose'stepokar 20 stk.......... 275.- 305.- O&C franskar karftöflur 14 unsur.................. 1.985.5 2.205.- Gróft salt Katla 1 kg............ 210.- 235.- Slög 1 kg.............. 500.- Nauta-hakk 1 kg .............. 2.110.- Smjörið á gamla verðinu Opið til kl. 20 föstud.og 9-12 laugardag Vörumarkaðurinn hf ÁRMÚLA 1A NY VERSLUN Opna í dag kl. 2 verslun og vinnustofu i nýja Smjörhúsinu Lœkjartorgi GARÐAR ÓLAFSSON ÚRSMIÐUR — LÆKJARTORGl Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Blaðberar Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. DJÚÐVIUINN KJARNORKUHÆTTAN: Geislavirkni og vopnabrall Red Wing, Minnesota (Reuter) Geislavirk efni komust út í andrúmsloftið/ þegar leki kom að kælikerfi kjarnorkuvers við Mississippif Ijót. Kjarn- orkuverið stendur um 10 kilómetra frá 10.000 manna bæ. Annar af tveim kjarnaofnum var þegar stöðvaður# en mælitæki hafa ekki bent til að geisla- virknin reyndist hættuleg. Fólk hefur því ekki verið flutt burt af svæðinu. Búnaöur Red Wing-kjarnorku- versins er sömu teguridar og þess sem staðsett er nálægt Harris- burg, en leki þar olli umfangs- miklum neyðarráðstöfunum i mars s.l. Paris (Reuter). Þrátt fyrir mótmæli verkalýðs- félaga vegna hættu á leka i kjarnorkuverum, sem eru i bygg- ingu i Frakklandi, hafa raforku- málayfirvöld i Frakklandi ákveð- ið að tefja ekki gangsetningu þeirra. Fundist hafa nokkurra milli- metra djúpar sprungur i kæli- kerfum franskra kjarnorkuvera, en þau eru bandarisk þrýstings- kælikerfi eins og kælikerfin i Red Wing og Harrisburg. Talsmenn verkalýðsfélaga telja að þótt ekki sé um bráða hættu að ræða, megi búast við lekaslysum eftir að kjarnorkuverin hafa verið gang- sett. Franska raforkumálastjórnin hefur ákveðið að hefja gangsetn- ingu kjarnakljúfanna i Gravelines og Tricastin i dag, fimmtudag. Washington (Reuter) Bandariska orkumálaráðu- neytið hefur ákveðið að setja aft- ur leyndarkvöð á 100 skýrslur um kjarnorkuvopn. Skýrslurnar höfðu óvart verið opnaðar aimenningi uppúr 1970, sagði Duane Sewell talsmaður orkumálaráðuneytisins, fyrir rannsóknarnefnd bandarisku öldungadeildarinnar s.l. þriðju- dag. Mistökin voru uppgötvuð i Los Alamos, þar sem skýrsla um „úrelt” kjarnorkuvopn fannst á almenningsbókasafni. Réttarhöld í Frakklandi Manndráps- talkúmið ,Bebe? Framleiðsla og sala barnatalkúms sem nefnd- ist „Bebe", ollu dauða 36 ungbarna árið 1972. Réttarhöld hófust s.l. þriðjudag í Pontoise í Frakklandi yfir sex mönn- um sem sakaðir eru um manndráp af völdum þessa barnatalkúms. Frönsk yfirvöld bönnuðu framleiðslu á öllum lyfjum, hreinlætisvörum og snyrtivörum, sem innihéldu hexachlorophene, þegar uppvist varð að áðurnefnt barnatalkúm innihélt þetta efni i hættulega rikum mæli. Notkun efnisins er nú undir ströngu rikis- eftirliti i Frakklandi. Fyrirtækið Givaudan sem framleiddi hexachlorophene, hef- ur þegar greitt um 650 milljónir króna i skaðabætur til fjölskyldna 204 barna sem veiktust af notkun „Bebe”, auk þeirra sem misstu börn sin. Bretar banna spærlingsveiði Bann breta við spærlingsveiðum á vetrar- vertíð í Norðursjó tók gildi 1. október, og þrátt fyrir tilraunir dönsku ríkis- stjórnarinnar til að fá banniö afnumið, mun það virt af Efnahagsbanda- lagsþjóðum. Danska rikisstjórnin hafði leit- að til stjórnarnefndar Efnahags- bandalagsins um að reynt yrði að fá bráðabirgðaúrskurð gegn spærlingsveiðabanninu hjá Evrópudómstólnum. Spærlingur er meginuppistaða fiskimjölsframleiðslu á Jótlandi. Bretar telja að spærlingsveiðarn- ar valdi tjóni á öðrum fiskstofn- um, svo sem ýsu og lýsu, og lýstu þvi einhliða yfir banni við þessum veiðum. önnur riki Efnahags- bandalagsins telja slika einhliða ákvörðun óheimila rikjum innan bandalagsins. Páji til b/aðamanna: Þjónið sannleikanum Páll páfi brýndi fyrir blaðamönnum að segja sannleikann og starfa staðfastlega, þrátt fyrir andbyr, á blaðamanna- fundi hjá Sameinuðu þjóðunum á þriðjudag. Páfinn, sem mælti á enska tungu, sagði að „ef blaða- mennska ykkar vekur ekki þá at- hygli sem þiö væntið, og nær ekki þeim árangri sem þið vonist eft- ir, látið ekki hugfallast”. Hann nefndi blaðamenn einnig þjóna sannleikans og sagði þá efla ein- ingu meðal þjóða heims, með þvi að deila sannleikanum til mann- kyns. Geislavirk efni hafa oft sloppið út i andrúmsloftiö úr kjarnorku- verum Mótmæli í Red Wing Kröfuganga til að mót- mæla áframhaldandi rekstri kjarnorkuversins i Red Wing var farin i gær, og þess kraf- ist aö reksturinn yröi ekki hafinn aftur fyrr en öryggi er tryggt. Borgarstjórinn i Red Wing viðurkenndi að yfirvöld hefðu ekki farið að áætlunum um almannavarnir á svæðinu, og forsómað að að- vara ibúana þegar lekinn kom i ljós. Fyrir nær tveim vikum var haldinn stærsti mótmæla- fundur gegn kjarnorkuver- um i Bandarikjunum, en þá komu 200.000 manns saman. Liú Sjá-sjl Líú Sjá-sjí endur- reistur? Peking (Reuter Sýning á sögu kinverska kommúnistaflokksins var opnuð i Peking s.l. mánudag, og veldur hún vestrænum diplómötum miklum heila- brotum. Liú Sjá-sji, sem var for- maður Alþýðulýðveldins frá 1959 til 1968, var sviptur öll- um völdum og titlum i menningarbyltingunni og sakaöur um að vera „endur- skoðunarsinni”. Vestrænum diplómötum þykir merkilegt, að á sýning- unni sem nær til 1. október 1949, sést Liú Sjá-sji á mörg- um myndum. Hann er „sýndur eins og ekkert hafi i skorist”, sagði heimildar- maður Reuter. Telja vestrænir diplómat- ar að hugsanlega sé verið að undirbúa endurreisn Liu, enda hafi ekkja hans Vang Gúangmei tekið við embætti hjá Félagsvisindastofnun- inni i Peking á þessu ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.