Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1979 noaviuiNN Umboðsmaður óskast Þjóðviljann vantar umboðsmann i Ólafs- vik nú þegar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i sima 91-81333. NOWIUINN Vélvirki — aðstoðarmaður óskast til starfa við lyftuuppsetningar. Mikil vinna. Nánari upplýsingar gefur yfirverkstjóri i sima 24260. = HÉÐINN = Sími 24260 Verkafólk vantar til hreinsunarstarfa við nýbyggingar verkamannabústaða i Breiðholti. Hádegismatur á staðnum. Upplýsingar i vinnuskálum við Suðurhóla/Austurberg. Stjórn Verkamannabústaða. MYNDL/STA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS Model (fyrirsætur) óskast til starfa við Myndlista- og handiðaskóla íslands. Fólk á öllum aldri kemur til greina, bæði i fötum og án. Upplýsingar á skrifstofu skólans Skipholti lsimi 19821. Blaðberar óskast Austurborg: Mávahlíð og nágr. Neðri-Laugavegur Vesturborg: Skólavörðustígur - óðinsgata. DIOOVIUINN Sími 81333 Baráttan við góðæn hafsins heldur áfram Af innlendum vettvangi Inngangur. A mörgum löngum og myrkum öldum Islandssögunnar svalt fólk i þessu landi vegna þess aö þjóöina skorti haffær skip til fisk- veiöa. Þaö var ekki fyrr en fiskur var hér genginn upp á grynnstu miö aö hægt var aö sækja I björg i nægtabúr hafsins. Þaö var ekki fyrr en meö komu þilskipanna seint á nitjándu öldinni aö roöa tók fyrir nýjum degi hér á landi á sviöi sjósóknar og fiskveiöa. Siöan rann upp öld togara og vél- skipa, og þróun þeirrar sjósóknar stendur enn. A þessari nýju sjó- sókn og þeim fjármunum, sem hún skilaöi á land, byggöist endurheimt okkar sjálfstæöis úr höndum Dana. An þessarar sóknar gat sú endurheimt aldrei oröiö nema draumur. Þaö er nauösynlegt aö rifja þetta upp nú, þar sem skólar hér á landi hafa algjörlega vanrækt aö kenna þessa sögu, sem lagöi grund- völlinn aö nútima þjóöfélagi á tslandi. Staöa íslenskra fiskveiöa í dag Allt frá siöustu aldamótum, þegar vélvæöing fiskveiöa er hafin, sóttu erlendar þjóöir meö hundruðum skipa hingaö á íslandsmiö og veiddu lengst af upp aö þremur mílum frá landi. Viö þessar þjóöir uröum viö aö keppa á miöum okkur um afla. Þegar svo fiskveiöilandhelgi okkar varfærö út i f jórar milur þá var strax hægt aö merkja aö aö- staöa okkar viö fiskveiöar batnaöi. Ariö 1958, þegar Lúövik Jósepsson var sjávarútvegsráö- herra, var svo fiskiveiöilandhelgi tslands færö út i 12 milur, og var þaö upphafiö aö sigrum okkar I landhelgsimálum. Næst komu svo 50 milurnar, einnig I stjórnartiö Lúöviks, og aö siöustu 200 mílna fiskveiðilandhelgi sem beint framhald þessarar sjálfstæöis- baráttu. Siöasti sigurinn var unninn þegar Matthias Bjarnason var sjávarútvegráöherra. Lifsskilyröi þorsksins, okkar mikla nytjafisks, hafa áreiöan- lega veriö misjöfn i gegnum söguna hér á Islandsmiöum. Ekki Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráöherra heyr hetjulega bar- áttu viö góöæriö á fiskimiðunum. Jóhann J.E. Kúld fiskimáí bara vegna mikillar sóknar i þennan fiskistofn lengst af á öld- inni, heldur jafnframt vegna mis- jafnra átuskilyröa á miöunum viö landiö sökum breyttra strauma og mismunandi hitastigs I sjónum. En þrátt fyrir allt hefur þessi mikilvægi fiskistofn okkar lslend- inga haldiö velli gegnum árin, þó aö talsveröar sveiflur hafi veriö i aflanum. Þegar ég nú lit yfir farinn veg okkar fiskveiöa, allt frá lokum fyrri heimstyrjaldar 1918, þá er mér þaö ljóst, eftir samanburö milli ára, aö aldrei á þessu timabili hefur veriö jafn mikil fiskigegnd hér á tslands- miöum aö sumri til eins og eftir útfærslu fiskveiöilandhelgi okkar i200niilur. Þetta er aö sjálfsögöu aö þakka margskonar friöunar- ráöstöfunum sem geröar hafa verið á þessu stutta timabili. Ber þar fyrst aö nefna stækkun möskva i vörpu og neti, friðun og lokun veiöisvæöa, svo og stöövun á þorskveiöumtogaraflotans í ár i 77 daga. Ekki ein einasta þjóö i öllum heiminum hefur gert neinar þvilikar ráöstafanir sem viö íslendingar til friöunar fiski- stofna. Þeir,sem ekki sjá aö þetta hefur boriö árangur, þurfa aö fá sér gleraugu til aö skepra sjónina. Rádherra segir alla íslenska fiskistofna ofveidda Hafrannsóknastofnunin lagöi til, aö þorskaflinn I ár yröi um 250 þús. tonn. Sjávarútvegsráðherra hækkaöi þessa aflatölu snemma á árinu I 280-285 þús. tonn. Nú er þorskaflinn hér á Islandsmiöum kominn nokkuö fram úr þessari tölu, þrátt fyrir þær friöunarráö- stafanir sem aö framan greinir, og ennþá er eftir hálfur fjóröi mánuöur af árinu. Og ekki nóg meö þetta, heldur er afli af öörum botnfisksstofnum oröinn rúmlega. þriöjungi meiri heldur en ætlast var til aö veiddur yröi á árinu öllu.Þaöer þviekkiofsögum sagt, aö barátta viö góöæriö til sjávarins ætlar aö veröa erfiö I ár. Fyrir þremur dögum, þegar þetta er skrifaö, á fréttamaöur tJtvarpsins viötal viö sjávarút- vegsráöherra, þar sem hann sagði að allir fiskistofnar á Islandsmiöum væru nú ofveiddir, og aö hann myndi taka upp viöræöur viö helstu hagsmuna- aöila um hvaöa ráöstafanir væri hægt að gera. Já, þaö viröist margt vera erfitt á Islandi I dag. Ef viö svo berum saman afla- sældina á islenskum miöum nú aö sumri til viö timabiliö á milli fyrri og siöari heimstyrjaldar þá er óliku saman aö jafna. Þá varö aö leggja togurunum yfir sumariö sökum þorskleysis á miöum, ef þeir komust ekki á sildveiöar. Þaö var ekki fyrr en seint I ágúst aö þeir gátu fariö á skrapveiöar fyrir Bretlandsmarkaö. Þaö er athyglisvert að þrátt fyrir aöeins 6 mánaöa þorskveiöar I ár hjá togaraflotanum, þá er nú þegar þorskaflinn sem kominn er á land I miðjum september oröinn 290- 300 þús. tonn. Mér þykir þaö ekki bera vott um aöþrengdan fiski- stofn, heldur hitt, aö friöunarráö- stafanir gagnvart þorskinum hafi boriö árangur. Afmœliskveðja r Agúst Vigfússon Þú manst löngu liðin ár og lífið vestur í Dölum. En um vorar innstu þrár ætíð minnst þó tölum. Þá ellin færist okkur nær, æskubærinn verður kær. Þó þar stundum streymdu tár, þau streymdu aldrei lengi, því að hrafn og hvítur már hugga alla drengi. Og þar, sem litla lindin er, Ijúfast var að una sér. Sjötíu ára ertu nú, og alltaf styttist bilið. Þín er brostin barnatrú. Sem barn þú mest fékkst skilið. Sérhver stærstur eflaust er, er hann smalaprik sitt ber. Lifðu, vinur, ótal ár í isma kapitalsins. Ávallt græði öll vor sár ilmur græna dalsins. Þar bak við ský er himinn hár og hreinn sem barnsins fyrsta tár. Margt er það, sem mæta kann manni á sjó og landi. Skeyttu hvorki um boð né bann, en beittu siglugandi sífellt móti sólarátt. Sigldu frjáls um hafið blátt. Heill sé frúnni, og heill sé þér, og heill sé hverjum niðja. Á heiðursdegi ósk mín er, þess allir sama biðja, að ætíð blessist ykkar starf. Ekkert meira segja þarf. Aðalsteinn Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.