Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Fimmtudagur 4. október 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum.: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 rÞáttur fráfarandi skMasljóra í Grindavíkimnálinu \ Hrakinn úr stööu Mörg álitamál og jjölmargir réttindalausir í hópi þeirra 1600 sem hafa veriö settir eða skipaöir í stööur Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra boðaði frétta- menn á sinn fund i gærmorgun vegna frétta f fjöimiðlum um þann þátt Grindavíkurmálsins, sem snýr að afsögn fráfarandi skólastjöra, Friðbjörns Gunnlaugssonar. Ráðherrann kvaðst hafa verið illa f jarri þessa siðustu daga, en hann hefur verið á ferðalagi i kjördæmi sinu. Hefði ýmislegt skolast til i frásögnum blaðanna, sérstaklega þessi' þáttur málsins. Hiö rétta væri að Friðbjörn ætti sjálfur i mála- ferlum vegna þess að hann var hrakinn frá skólastjórastöðu sem hann haföi skipun til að gegna, en ráðuneytið hefur ekki farið út i nein málaferli af þvl tilefni. Friöbjörn Gunnlaugsson hugðist koma aftur til starfa nú I haust að loknu leyfi og taka við stöðu sinni. Tilkynnti ráðu- neytið skólanefnd þetta með bréfi3. ágúst s.l. begar á reyndi voru Friðbirni meinuð afnot af skólastjórabústað sem stöðunni fylgir, og Bogi Hallgrlmsson, sem gegnt hafði starfinu I fjar- veru hans neitaði með öllu að afhenda yfirmanni sinum lykla að skólahúsnæðinu og visaöi honum á dyr. Ráðuneytið taldi þó ekki heppilegt að kæra þessaatburði eða hefja málaferli gegn Boga Hallgrimssyni og eru umsagnir blaða i þá átt á misskilningi byggðar, segir iyfirlýsingu ráö- herra. Ekki þótti heldur álitlegt að beita fógetavaldi i máli af þessu tagi, en ráðuneytið beitti sér fyrir þvi að Friðbjörn Gunn- luaugsson var skipaður kennari við grunnskóla Reykjavikur og þáöi hann það. Lögfræðingur Friðbjörns hefur jafnframt tjáð ráðuneytinu að hann muni krefjast opinberrar rannsóknar á atburðum þeim sem leiddu tilafsagnar hans. Sagðist ráðherra ekki hafa orðið var við það að kennara samtökin hefðu sinnt máli Frið- bjarnar né skipt sér af þvi hvernig hann var hrakinn úr Ragnar Arnalds á fundi með fréttamönnum i gær þar sem hann skýrði einn þátt Grindavíkurmálsins. starfi. Hefði sér fundist nóg að gert þó ráðuneytið hefði ekki fariðað veita Boga stöðuna eftir það sem á undan var gengið. Ráðherra sagðist ekki geta sagt neitt um ástæður þessarar - deilu milli Friðbjörns og Boga, sjaldan ylli einn þá tveir deildu og þetta mál ætti sér forsögu sem væri orðin þriggja ára gömul. Ragnar Arnalds sagðist enn- fremur á siðustu vikum hafa afgreitt setningu eða skipun 1165 skólastjóra og kennara á grunnskólastigi og 384 stöður skólastjóra og kennara á fram- haldsskólastigi. Mörg álitamál I hefðu að sjálfsögðu komið upp i J þessum 1600 tilvikum, en | sveitarstjórnir eða kennara- ■ samtök hefðu ekki andmælt | nema þessari einu stöðuveit- m ingu. Fjölmargir réttindalausir ■ menn hefðu verið ráðnir af J ýmsum óhjákvæmilegum . ástæðum, en í þessu eina tilviki I hefði réttindamaður vikið fyrir Jj réttindamanni. Það sem ráðið | hefði úrslitum um þá afstööu sina itrekaði ráðherra að heföi verið þáttur Boga Hallgrims- sonar i að koma skólastjóranum burtu af staðnum. Hafði hann m.a.látið skipta um allar skrár skólans. -AI. Nýtt deildarskipu- lag milli Rauöa- gerðis og Miklu- brautar Sextán lóðum úthlutað í vetur Likan af nýja deiliskipulaginu norðan Rauðagerðis. A myndinni má sjá göngustfga meðfram hverfinu og inni þaö og f miöju þess er leiksvæðiö. Hljóömönin er fremst á myndinni og svæðið milli hennar og byggðarinnar verður útivistarsvæði. Ljósm-eik. Deiliskipulag að nýju Ibúðar- hverfi milli Rauöageröis og Miklubrautar var samþykkt samhljóöa i borgarráði á þriðju- dag. Þar er gert ráö fyrir 16 einbýlishúsum á 7—800 fermetra lóðum og vonir standa til að hægt verði aö úthluta þeim i vetur. Aðalsteinn Richter, skipulags- stjóri, sagði I samtali við Þjóðviljann i gær að inni á svæðinu væru ennfremur 2 iðn- aöarlóðir, á annarri er Ingvar Helgason með bilavarahluti en hinni hefur ekki verið úthlutað ennþá. Þá er á svæðinu leiksvæði, göngustigar og útivistarsvæði. Byggðin er mjög nærri Miklu- brautinni en þar verður reist svo- kölluð hljóðmön, sem er jarö- vegsupphækkun með gróðri til hlifðar fyrir hávaðanum. Aðalsteinn sagði aö höfundar skipulagsins teldu sig vinna tvennt með hljóðmöninni, annars vegar að deyfa hávaðann og hins vegar að gefa betra skjól á úti- vistarsvæðinu sem er milli hljóö- manarinnar og íbúðabyggðarinn- ar. Göngustigurinn fer um þetta svæði, en hann er nú á berangri eins og flestir þekkja. Á þessu svæði er nú svinabú og hæsnarækt en svo verður ekki lengurentilnæstavors.Unntá að vera að gera svæðið byggingar- hæft i vetur, þar sem það er vel i sveit sett hvað lagnir og gatna- kerfi varðar. Verður lóðunum siðan úthlutað i samræmi við lóðaúthlutunarreglurnar, sem samþykktar voru I vor. — AI. Stöðvast flotinn aftur? Erfiðasta sem ég hef lent í sagði Jón Þ. Árnason Ég hef verið viðloðandi þetta i 18 ár og fullyrði að þetta hefur aldrei áður verið svona erfitt, sagði Jón Þ. Arnason, formaöur Fél. sildarsaltenda á Norður og Austurlandi, en hann á sæti i verölagsráði sjávarútvegsins, sem haldið hefur tvo fundi I gær og fyrradag án árangurs. Jón sagði að það væri fullur vilji hjá öllum i verðiagsráði að leysa vmálið sem fyrst, enda stæði nú fyrir dyrum önnur stöðvun hjá sildveiðiflotanum á morgun 5. okt. ef nýtt sildarverð verður ekki komið þá. Aftur á móti er staöan hjá sildarkaupendum sú, að þeir hafa ekki bolmagn til frekari verð- hækkana á sildinni að sögn Jóns. Aöspurður um hvort hann teldi að visa yrði málinu til yfirnefndar sagðist Jón vona að svo illa færi ekki, þar eð síldarkaupendur vildu forðast i lengstu lög að fá yfir sig annan verðlagsdóm eins og hann komst að orði. í dagverðurenn haldinn fundur iverðlagsráðiogvið spurðum Jón hvort hann væri bjartsýnn á að lausn fengist i dag. Hann svaraði þvl til að engin leiö væri að svara þessu. Hinsvegar sagðist hann verabjartsýnismaðurað eðlisfari og að hann væri þess fullviss að verðlagsráð vildi leysa máliðsem fyrst. Erfið fæð- ing nýs síldarverðs Erfiðiega gengur hjá verðlags- ráöi sjávarútvegsins að ná sam- komulagi um nýtt siidarverð. 1 fyrradag og í gær fundaði ráðið án árangurs og hefur nýr fundur verið boðaður kl. 14.00 1 dag. I verðlagsráði eiga sæti 12. menn, 6 frá kaupendum og 6 frá seljendum. Sjaldgæft er að þetta ráð komist að samkomulagi um fiskverð og er þá málinu visað til yfirnefndar sem skipuð er 7 mönnum, oddamaðurinn er skip- aður af rikisstjórninni. Þegar sildarverð var siðast ákveðið var það yfirnefnd sem leysti málið og ekki er óliklegt að svo verði einnig nú, þótt verðlags- ráðið vilji reyna til þrautar áður en málinu verður vlsað til yfir- nefndar. — S.dór Björn Jónssontek- ur sæti á Alþingi Samkvæmt upplýsingum frá Skrifstofu Alþingis mun Björn Jónsson, alþingismaður taka sæti sitt á þingi nú er það kemur saman innan fárra daga. Björn Jónsson hefur sem kunnugt er ekki setið á Alþingi fyrr á þessu kjörtimabili, vegna veikinda. Varamaður hans á þingi hefur verið Agúst Einarsson. —mhg. 14, 9 % hækkun Visitala byggingakostnaðar fyrir mánuðina október, nóvember og desember verður 355 stig samkvæmt útreikningun Hagstofunnar. Hún var 309 stig fyrir júli-september og hefur hækkað um 14.9%. Ctreikningar miðast við vlsi- töluna 100 i október 1975. -vh. Fjörutíu nýir strætisvagnar á næstu 5 árum Borgarráð féllst á þriðjudag á tillögur stjórnar SVR um stór- kostlega endurnýjun vagna- kostsins og verða keyptir 40 nýir vagnar til fyrirtækisins á næstu 5 árum. Eins og nýlega kom fram I viötali Þjóðviljans við Guðrúnu Ágústsdóttur, formann stjórnar SVR, er vagnakostur SVR nú stórlega úr sér genginn. Fara 37 vagnartilendurnýjunarhans en 3 eru ætlaðir til aukningar á vagna- kosti. Verð á nýjum strætisvagni nú er milli 60 og 70 miljónir króna og í fyrsta áfanga verða boðnir út 20 vagnar. Annars vegar verða boðnir út fullbúnir vagnar en hins vegar vagnagrind og yfirbygging sitt I hvoru lagi. 5 Islensk iðnðar- fyrirtæki hafa sýnt áhuga á yfir- byggingum vagnanna en atvinnu málanefnd borgarinnar hafði frumkvæði að þvi að það mál var kannað i sumar. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.