Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir [7] íþróttir [71 íþróttir [ I Umsjón: Ingólfur Hannesson Feyenoord j og Sfcutdard: komust áfram I Valur stóð slg vel Valsmenn gerðu sér litið fyrirog velgdu þýsku meistur- untim Hamburger SV hressi- lega undir uggum þegar liðin léku i gærkvöldi. Valsmenn börðust hetjulega i fyrri hálf- leiknum og i leikhléi var staðan 0-0. 1 seinni háif- leiknum tókst Hrubesch og Wehmayer að skora fyrir Þjóöverjana, en Atli Eövalds- son svaraði með marki fyrir Valsmenn undir lokin. önnur Urslit i Evrópubikar- keppni meistaraliða i gær- kvöldi urðu þessi helst: öster — Nott Forest 1:1 Forest áfram (3:1) Dynamo Tiblisi-Liverpooi 3:0 Dynamo áfram (4:2) Celtic-P Tirana 4:1 Celtic áfram (4:2) Strasbourg-Kristiansand 4:0 Strasbourg áfram (6:1) Real Madrid-Spartak 2:0 Real áfram (3:0) Beveren-Servette 1:1 Servette áfram (4:2) AC Milan -Porto 0:1 Porto áfram (1:0) Ajax-HJK Helsinki 8:1 Ajax áfram (16:2) Liverpool átti aldrei mögu- leika gegn sovésku meisturun- um Dynamo Tiblisi og einung- is stórleikur Ray Clemence kom I veg fyrir stórtap ensku meistaranna. Teiti Þórðarsyni og félögum i öster gekk vel gegn Forest og áttsu meira i leiknum. Blökkumaðurinn Laurie Cunningham skoraði eitt marka Real Madrid gegn Spartak. Atli Eövaldsson skoraði mark Vals gegn Hamburger undir lok leiksins. Islendingaiiðin Feynoord og Standard tryggðu sér rétt til áframhaldandi þátttöku i UEF A-keppninni i gær- kvöldi. Góður sigur Feyenoord i Liverpool gegn Everton kom þó á óvart, en það var Budding sem sigur- markið skoraði. Sigurmark Standard skoraði Sviinn Ralf Edström. I UEFA-keppninni uröu þessi úrslit helst f gærkvöldi: Ipswich-Skeid 7:0 Ipswich áfram (10:1) Leeds-Valetta Leeds áfram (7:0) Everton-Feyenorrd Feyenoord áfram (2:0) Marlmö-Kuopion 2:0 Malmö áfram 4:1 Dynamo Dresden-A Madrid Dynamo áfram 5:1 Oska Sofia-Dynamo Kiev 0:0 Dynamo áfram (5:1) DynamoZagreb-Perugia 0:0 Perugia áfram (1:0) WBA-Cari Zeiss Jena CSJ áfram (4:1) Esbjarg-Brno Brno áfram (7:1) Viking-Gladbach Gladbach áfram (4:1) Frankfurt-Aberdeen Frankfurt áfram (2:1) Standard Liege- Glentoran Standard áfram (2:0) Beyern-Bohenmans Beyern áfram (4:2) Keiserlautern-Zurich Keiserlautern áfram PSV-Gijon PSV áfram (1:0) 1:0 2:2 5:1 (8:2) 1:0 IR-Valur í kvöld Tveir leikir verða i úrslitariðli Reykjavikurmótsins i handbolta 1 kvöld. Valsmenn leika gegn IR kl. 19 og ætti þar aö geta orðiö skemmtileg og spennandi viður- eign þar sem liðin geröu jafntefli i leik sinum fyrr á mótinu. Seinni leikurinn i meistara- fiokki verður á milli Vikings og Fylkis og hefst hann kl. 20.15. Loks leika Vikingur og Valur i kvennaflokki. Domarinn Farell frá irlandi segir nokkur vei valin orð við Ragnar Margeirsson, en Ragnar fékk oft óbliðar viðtökur hjá varnarmönnum Kalm- ar og I þetta sinn hefur hann vafalitiö sagt þeim til syndanna. -Mynd: Jón. Glæsílegt hjá IBK //Viö áttum að vinna þennan leik með meiri mun/ allavega áttum við fleiri og hættulegri færi en Svíarnir. Jú/ maður var orðinn ansi hræddur i restina. Úr því að þetta hafðist slökum við ekkert á og stefnum beint í 3. umferðina/ " sagði glað- beittur þjálfari IBK/ Kjartan Sigtryggsson eftir glæsilegan sigur Keflvík- inganna í gærkvöldi gegn sænska liðinu Kalmar 1-0. ÍBK er þar með komið í aðra umferð UEFA- keppninnar vegna hag- stæðari úrslita. • Sjálfsmark Kalmar réði úrslitum • Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum Sjálfsmark og tvö víti misnotuð Strax á 8. min. átti Gisli Eyjólfsson hörkuneglingu sem hafnaði i þverslá. Skömmu siðar eða á 17. min. kom markið sem úrslitum réði. Þórður Karlsson tók aukaspyrnu og gaf háan bolta inn i teig sænskra. Varnarmaður- inn Stig Andreasson hugðist hreinsa frá, en tókst ekki betur til en svo að hann skallaði i eigið mark, 1-0 fyrir ÍBK. Aðeins 10 min. seinna var dæmt viti á IBK þegar Guðjón brá fæti fyrir Sune- son innan teigs. Andreasson tók spyrnuna og hörkuskot hans fór viðs fjarri marki Keflvikinganna. A 37. min. var enn dæmt viti, en nú á Lundberg fyrir að handleika boltann innan teigs. Steinar Jóhannsson fór eins að og hinn sænski vinur hans, skaut yfir. Margir voru á þvi að markvörður Kalmar hafi verið kominn af staö áður en Steinar skaut, en dómarinn var á öðru máli. Skot Steinars hafnaði í stöng A 48. min. tókst Lundberg að koma boltanum framhjá Þor- steini i IBK-markinu, en Sigurði Björgvins heppnaðist að komast á milli og forða marki. Skömmu siðar áttu Keflvikingar að skora aftur þegar laust skot Steinars fór i stöng og út. Eftir þvi sem á leið leikinn fóru Sviarnir að sækja meira.þeim gramdist greinilega aö þurfa að biða ósigur fyrir ein- hverju smáliði ofan af Islandi. Lundberg og Suneson fengu báðir góð færi, sem þeim tókst ekki að nýta. Skyndisóknir IBK sköpuðu ekki mikla hættu vegna fámennis i aðgerðunum og þ.a.l. voru Steinar og Ragnar útkeyrðir. I lokin gerðu Sviar nokkrar ör- væntingafullar tilraunir til að jafna, en þeir réðu ekki við mark- vörðinn Þorstein, sem varði af miklu öryggi. Þegar lokaflautið gall þustu áhorfendur inn á völlinn til þess að fagna strák- unum sinum. IBK komið i 2. umferö Evrópukeppninnar i fyrsta sinn i sögu félagsins. Svíarnir lélegir Kalmar FF leikur ekki góða knattspyrnu og þrátt fyrir það er liðiðum miðbik Alsvenskan. Vörn þeirra er vægast sagt hörmuleg og sóknarleikurinn allur ákaflega fálm- og fumkenndur. Semsagt: lélegt sænskt lið leikur lélega knattspyrnu á tslandi og uppsker samkvæmt þvi. Barátta og kraftur undirstaðan Sigur Keflvikinga i þessum leik var fyllilega veröskuldaður og hefði mátt vera stærri eins og þjálfari þeirra sagði. Gisli og Sigurður voru grimmir og leiknir miðverðir og höfðu sænsku sóknarmennirnir frægu, Lund- berg og Sandberg, litið i þá að gera. Að baki þeim stóð frábær markvörður, Þorsteinn Olafsson. Miðjan var veiki punktur liðsins i þessum leik enda eru þar leik- menn sem hentar öllu betur að spila I fremstu viglinu. Þeim verður þó sagt það til hróss að kraftinn og baráttuna skorti ekki. I sókninni gerðu Ragnar og Steinar oft mikinn usla i vörn sænskra, en voru óheppnir að skora ekki. Hvað um það, eitt mark nægði. Glæsilegur árangur, Keflvikingar. Skagamönnum tókst ekki að fylgja eftir góðum leik sinum hér heima þegar þeir léku gegn Barcelona i gærkvöldi. Spánverj- arnir mættu meö sitt sterkasta lið og léku á fullri ferð allan timann og sigruðu 5:0. Mörk Barcelona skoruöu Krankl, Simonsen, Rexach, Asensi og Carrasco. Ahorfendur voru 25 þús. Helstu úrslit i Evrópukeppni bikarmeistara urðu þessi: Fenerbache-Arsenal Arsenal áfram (2:0) Fortuna-Rangers Rangers áfram (2:1) Rijeka-Beerschot Rijeka áfram (2:1) Nantes-Clifton ville Nantes áfram (8:0) Valencia-B-1903 Valencia áfram (6:2) ÍA tapaði 0:5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.