Þjóðviljinn - 18.12.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Page 2
- 2 StÐA — ÞJÓDVILJINN; Föstudagur 18. desember 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍdtalíð ,Þú átt aldrei að borða með höndunum." ,Hvernig á maður þá að borða brauðsamloku?" Útihljómleikar á Lækjartorgi: Grýlur og Start Grýlurnar kunna lagið á poppskrlbentum. Ljósm. gel. Start: Jón, Kristján, Eirlkur, Pétur, Fribrik og Nikulás. Laugardaginn 19. desember, halda rokkhljómsveitirnar Start og Grýlurnar útitónleika á Lækjatorgi. Munu tónieikarnir hefjast klukkan 15.00. Hljómsveitin Start er skipuð , þeim Pétri Kristjánssyni. Eiriki Haukssyni, Nikulási Róberts- syni, Jón ölafssyni, Friörik Karlssyni og Kristjáni Edel- stein. bessir kappar sendu ný- lega frá sér plötuna ,,En hún snýst nú samt” og hefur hún fengið góðar móttökur. Start mun m.a. kynna lög af þessari plötu sinni á laugardaginn. Grýlurnar er fyrsta islenska kvennahljómsveitinsem starfar hér á landi af einhverri alvöru. Stelpurnar sem skipa hljóm- sveitina heita Ragnhiidur Gisla- dóttir, Inga Rún Pálmadóttir, Herdis Hallvarðsdóttir og Linda Björk Gisladóttir. Þær Grýlur sendu sina fyrstu plötu frá ser fyrir nokkrum dögum og hefur hún selst mjög vel. Grýiurnar ætla að leika lög af plötu sinni, auk annarra laga. Vænta má að mikill fjöldi manns verði á ferðinni i borg- inni laugardaginn 19, desember og eru þessir tónleikar fyrst og fremst haldnir með þaö fyrir augum að lifga uppá bæjar- braginn. Rætt við Grétar Sigurðarson, mjólk- urfræðing, Borgarnesi: „Mjólkur- fræðingar hafa um- sjón með af ar flóknu ferli” ,,Sa mko m ulagi ö sem við gerðum við okkar vinnuveitend- ur er i meginatriðum hið sama og aörir hafa gert á vinnumark- aöinum, nema hvað deilan um rööun í kjarnasamning er lögð i kjaradóm”, sagði Grétar Sig- urðarson mjólkurfræöingur, en hann er varaformaður Mjólkur- fræðingafélags tslands og var blaðafulltrúi stjórnarinnar f ný- lokinni kjaradeilu. „Kjaradómurinn verður sér- staklega skipaður vegna þessa Dagan. til aóLa Skemmlutn vA öÍtum, þá skemmlum oKkur O&indindisfilag ökum&md máls og mun landbúnaöarráð- herra skipa þrjá menn i hann, Mjólkurfræðingafélagiö einn og vinnuveitendur einn. Kjaradóm- urinn mun fjalla um röðunina i kjarnasamning eins og ég sagði áðan og mun úrskurður hans gilda fram að næstukjarasamn- ingum.” — Erþetta ekki ósigur mjólk- urfræðinga? „Það telég ekki vera^Við er- um óhræddir að leggja þetta mál i dóm hlutlauss aðila, og það er lagt i vald dómsins frá hvaða tíma röðun tekur gildi. Við erum eina stéttin, sem býr við það fyrirkomulag að hafa ekki komist inn i samning ASI” — Hve margir eru félagar Mjólkurfræðingafélagsins? „Félagsmenn eru 82, þar af eru 13 verkstjórar eða mjólkur- bússtjórar, svo hægt er að segja að almennir mjólkurfræöingar séu 69.” — Ekki getið þið lokið ykkar námi hérlendis? „Mjólkurfræðingar eru ein- asta stétt iðnaöarmanna sem verður aö fara erlendis til að ljúka námi sinu. Menn sækja skóla sem er i óðinsvéum iDan- mörku, og er nánast eini skól- inn, sem er tiltækur. Menn fara og vinna á dönsku mjólkurbúi i 4-6 mánuði á dönsku lærlings- kaupi og sitja siðan á skólabekk' i 8 mánuði i viðbót kauplausir, en Danirnir eru á sinum lærl- ingslaunum. Þessi skóli jafn- gildir islenska iðnskólanum> menn fá þar sin sveinsréttindi. Siðar geta menn bætt við 10 mánaða námi, mjólkurtækni- námi, sem gefur 12,5% launa- hækkun. Þetta viðbótarnám gefur hins vegar ekki meistara- réttindþ þau fá menn eftir á- kveöinn árafjölda i starfi ef þeir óska.’ ’ — Er haldiö uppi öflugu fé- lagsllfi I Mjólkurfræðingafélag- inu? „Mjóíkurfræðingar eru dreifðir um allt land, á alls sex- tán mjólkurbú, þannig að það er skiljanlega erfitt að halda uppi almennu félagsstarfi. Kjarni fé- lagsmanna er náttúrlega hér á suð-vesturhominu svo að starfið er mest i höndum þeirra.” — i hverju er starf mjólkur- fræðings fóigiö? ,,Það er raunarmjög erfittaö skilgreina það nákvæmlega. Ætli þaö sé ekki hægt að segja, að mjólkurfræðingurinn breyti. eðli þess efnis sem hann vinnur með þ.e.a.s. mjólkinni. Hann stjómar og litur eftir fram- leiöslurásum i mjólkurbúinu frá þvi að mjólkin kemur sem hrá- efni og þar til hún er orðin að þeirri afurð sem til er ætlast i hverju tilviki. Hann hefur sem- sagt umsjón með afar flóknu ferlit m jólkurfræðingurinn verður að búa yfir efna- fræðiþekkingu, þekkja til gerla- fræði og einnig þarf hann að umgangast flókin tæki. Starfs- svið hans er því m jög yfirgrips- mikið”, sagði Grétar Sigurðar- son mjókurfræöingur að lokum. — Svkr. Gullfiskabúðin tvítug: Nýtt útibú í Kópa- vogi Opnað í dag í dag kl. 13 veröur opnuð að Hamraborg 12 i Kópavogi gælu- dýrabúö. Er hún útibú frá Gull- fiskabúðinni i Fischersundi I Reykjavik. Gullfiskabúðin er nú orðin tuttugu ára og er rekin af Jóni Hólm, gullsmiö. Listaverkakort Listasafns íslands Undanfarin ár hefur Listasafn Islands látið gera eftirprentanir af verkum islenskra mynd- listarmanna i eigu safnsins og eru þau tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út fjögur lit- prentuð kort á tvöfaldan karton af eftirtöldum verkum: HEKLA eftir Asgrim Jónsson, SJÓ- MAÐURINN eftir Jón Stefáns- son, KONA VIÐ STRÖND eftir Karl Kvaran og NÓN eftir Guð- mundu Andrésdóttur. Einnig hafa verið gefin út fjögur ný litprentuð póstkort: VORKOMA eftir Tryggva Ólafsson, KONA OG BARN eftir Kristján Daviðsson, ORGEL- FOGA eftir Gerði Helgadóttur og SÓLSTAFIR eftir Sigurjón Ólafsson. Kortin eru til sölu i Listasafni íslands ásamt u.þ.b. 40 eldri kortum á almennum sýningar- tima safnsins, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13,30—16.00 eða samkvæmt umtali. Vorkoma Tryggva ólafssonar. < Q O tL j veröur jú aö skipta gjöfunum j á milli allra barnanna. Þú | getur fengið eitthvað, en ekki ; allt. Skilurðu það? Já, ég skil. Strikaðu út ~js „elsku”!' (f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.