Þjóðviljinn - 18.12.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. desember 1981 Hefur þú/ lesandi góöur nokkru sinni komiö inní fangelsi? Ef svo er ekki, hygg ég að útilokað sé fyrir þig aö gera þér grein fyrir því, hvað frelsissvipting er i raun og veru. Það er ein- kennileg tilfinning að koma í fangelsi í fyrsta sinn. Maður kemst ekkert um húsið nema í fylgd með manni sem heldur á stórri lyklakippu og opnar fyrir manni dyr sem á vegi manns verða, og síðan er þeim læst að baki manni. Þetta er það sem maður tekur fyrst eftir. Járndyr, með lás og slá,og fyrir inn- an litlir klefar þar sem fangar búa, er það næsta sem maður tekur eftir. Rimlar fyrir gluggum vekja einkennilega tilfinn- ingu. Rætt við Helga Gunnarsson forstöðu- mann á Litla Hrauni Texti: S.dór — Myndir: gel Mótmæll því, að héðan farí menn niðurbrotnir Ég haföi gert bo6 á undan mér, aö ég myndi koma á þessum til- tekna tima, eftir aö Helgi Gunnarsson, forstööumaöur á Litla Hrauni haföi ljáö máls á þvi aö blaöamaöur og ljósmyndari Þjóöviljans kæmu i heimsókn, ræddu viö hann og fanga. Sjúkrahúsið tek- ið eignarnámi „Komdu sæll og gjöröu svo vel”, var þaö fyrsta sem Helgi Gunnarsson sagöi þegar undir- ritaöur birtist viö útidyrnar á Litla Hrauni. Helgi er þreklegur maöur, meö góölegan svip og ákaflega traustvekjandi fram- komu. Enda var þaö svo aö allir þeir fangar sem ég ræddi viö siðar um daginn, báru honum þá sögu aö þar færi ljúfmenni. Þaö fyrsta sem ég haföi orö á, þegar viö vorum sestir inná skrif- stofu Helga var aö mér þætti þaö sem ég heföi séö af húsinu heldur hrörlegt. — Þaöernúvarla nema von, sagöi Helgi, þvi aö þaö er orðiö 50 ára gamalt og fjárveitingar til fangelsa hafa nú aldrei verið ofarlega á vinsældalistanum. Þar aö auki var þetta hús ekki byggt sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús og á þessu tvennu er heljar mikill munur. Nú var forvitni vakin um tilurö hússins. —Þaö mun hafa veriö 1925 sem kvenfélög á Suðurlandi ákváöu aö gangast fyrir f jársöfnun til bygg- ingar sjúkrahúss á Suðurlandi. Ýmsir einstaklingar komu þarna viö sögu. Ráöist var i þetta af krafti og fékkst einhver styrkur úr rikissjóði. Ariö 1926 var svo húsið orðið fokhelt en þá voru lika allir peningar búnir og ekkert annað eftir en áhuginn og skuldir. Hópurinn var oröinn skuldugur rikinu sem þá glimdi viö landa- bruggara á banntimanum. Blöndalstiminn var genginn I garö og nú vantaöi húsnæöi til aö vista þá menn sem brotiö höföu bannlögin og bruggaö landa. Jónas frá Hriflu var þá dóms- málaráöherra og hann fékk þaö i gegn aö fokhelda sjúkrahúsið aö Litla Hrauni var tekiö eignar- námi og þvi breytt i vinnuhæli fyrir bruggara. Þá uröu margir Sunnlendingar sárir. Vinnuhælið Sá góöi skólastjóri, Siguröur Heiödatvar ráöinn forstjóri þessa fangelsis og hann var sendur utan til Noregs aö kynna sér fangelsis- mál. Hann dvaldi aö Jaöri en þar var þá vinnuhæli sem hét Arbeiterhus. Þessu nafni snaraöi Siguröur yfir á islensku og nefndi hiö nýja fangelsi Vinnuhæliö aö Litla Hrauni og þaö heitir þaö raunar enn þann dag i dag. Arbeiterhus var vinnuhæli fyrir flakkara og þá sem ekki greiddu barnsmeðlög. Voru menn látnir vinna þarna fyrir skuldum sinum og Siguröur tók upp svipaða háttu og þeir á Jaðri. Hann lét fangana vinna hér aö túnrækt og viö upp- hleöslu sjóvarnargaröa og sjást þess merki enn I dag. Landið hér var samansafn smájarða og hóf Sigurður búskap var meö hross og kindur. Þá voru fangar einnig sendir útum sveitir á sumrin þar sem þeir stunduöu vegavinnu og einnig stunduöu menn fiskvinnu á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hér var mun meira frelsi i þá daga en nú. Aöeins 2 fangaveröir störfuöu hér auk Siguröar Heiö- dal og vistmenn unnu hingaö og þangaö. Þaö var afskaplega vel og myndarlega aö öllu staöiö hjá Sigurði. Til að mynda eru þær dagbækur sem hann hélt dýr- gripir; þaö er ég viss um aö veröur viðurkennt siöar meir. Þær eru mjög vel skrifaöar og ná- kvæmar. Siguröur gaf vistmönn- um einkunnir, rétt eins og börn- unum, meöan hann var skóla- stjóri. Hann gaf þessar einkunnir fyrir dugnaö, hreinlæti o.fl. Eins er þarna aö finna athugasemdir sem hann geröi viö hvern og einn, svo og nákvæmar lýsingar á þeim. „Hann er sviphreinn og bjartur yfirlitum” eöa „Hann er svartur og skuggalegur”. Hætt að senda fanga í vinnu utan hælisins — Fengu vistmenn laun fyrir þessa vinnu sina? — Mikil ósköp, ekki lakari laun hlutfallslega en fangar fá fyrir vinnu sina nú,og ég get fullyrt aö þaö er umtalsvert sem fangar hér safna saman af peningum fyrir vinnu. Margir senda peninga heim til fjölskyldna sinna og eiga lika umtalsveröa upphæö þegar þeir fara héöan. — Eru fangar sendir til vinnu utan hælisins núoröiö? — Nei, það hefur algerlega verið aflagt. Þaö eru ekki mörg ár siðan fangar unnu viö fisk- vinnslu á Bakkanum og Stokks- eyri, en þetta var illa séö af Ibú- unum, sem kvörtuöu yfir þvi aö fangar sem dæmdir höföu veriö til vistunar á Litla Hrauni væru aö vinna og spranga um I bæjun- um. Þá var þessu alfarið hætt. Þó kemur þaö enn fyrir aö beöiö er um menn héöan i vinnu þegar aflahrotur koma, en viö ljáum ekki máls á þvi. Nú, hér innan hælisins er reynt aö halda uppi at- vinnu fyrir þá, þótt auövitaö mættiþaövera fjölbreyttara. Þaö var til aö mynda alveg búiö aö leggja niöur landbúnaö hér, þeg- ar ég tók við forstöðumannsstarf- inu, en við höfum fengið steypu- ...byggja á opiö fangelsi nærri Reykjavík og gefa mönnum tækifæri...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.