Þjóðviljinn - 18.12.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Side 5
Föstudagur 18. desember 1981' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ö. Árni Bergmann skrifar békmenntir Við borðum skáldskap áður gorkúlan birtist Málfriður Einarsdóttir: Bréf til Steinunnar Ljóðhús 1981 Alltaf frá þvi að Málfriður Ein- arsdóttir sendi frá sér Samastað i tilverunnifyrir fjórum árum höf- um við vitað, að i henni áttum við rithöfund sem var engum likur og til margra hluta vis á orðfimu flugi milli hina stærstu og hinna smæstu staðreynda tilverunnar. Nú hefur Málfriður gefið út sina fjórðu bók og er sannarlega ekki af baki dottin, þvi að i leið- inni tilkynnir hún að tvær til við- bótar séu i undirbúningi. 1 nýju bókinni segir hún reyndar að það sé svo stutt eftir af ævinni, að það sé ófært að eyða þeim tima i ann- að en fagnaðarefni. Bréfið til Steinunnar tekur reyndar fremur mið af svarta- gallsrausi og jafnvel heimsslita- spám en þeirri bjartsýni, sem leggur á ráð um nýjar bækur i bókaauðugum heimi. Harma- geddon er þar yfirvofandí, gar- kúlan herfilega (atómsveppur- inn) gerir sig heimakomna á sið- Málfrlður Einarsdóttir unum. Eða þá svofelld jeremiaða sem snýr inn á við: „Heilinn i mér er orðinn svo þéttskrifaður bókum, atvikum og öðru rusli að minni á viðburði liðandi stundar Þjóöleg sagnalist á Qórum kasettum titgáfan Sólspil og Gallerl Lækjartorg hafa gefið út undir merkinu þjóðlist, islensk söguljóð og islenskar draugasögur. Upplestur annaðist Ævar R. Kvaran en tónlist er eftir Askel Másson og flytjendur eru: Askell Másson, Einar Jóhannesson Manuella Wiesler og Reynir Sig- urðsson. Hver útgáfa er 2 klst. að lengdá tveim kassettum I sérstökum handhægum umbúðum. Ævar R. Kvaran mun árita tölusett eintök i Gallery Lækjar- torgi á morgun laugardaginn 19. des. n.k. milli kl. 14-17. Ævar R. Kvaran áritar eintök á morgun. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Fyrri jólatónleikar verða haldnir i sal skólans laugardaginn 19. des. kl. 14. Seinni jólatónleikar verða haldnir i Kópavogs- kirkju sunnudaginn 20. des. kl. 14. Skólastjóri Auglýsing Þorskveiðibann 20. - 31. desember 1981, nær til allra fiskiskipa annarra en þeirra, sem falla undir „skrapdagakerfið”. Hætta ber veiðum i siðasta lagi kl. 24.00 aðfaranótt 20. desember n.k. Á banntima er óheimilt að leggja eða hafa þorsk-, ufsa- eða ýsunet i sjó. Sjávarútvegsráðuneytið. er orðið sljótt, þvi það kemst ekki fyrir, gamla ruslið situr i fyrir- rúmi svo flóir útaf.” Gamalt og nýtt, fyrr og nú — þetta eru reyndar umtalsverð lykilhugtök i þessum einkenni- lega prósa þar sem margt getur gerst: þar eru minningabrot, út- leggingar á spánnýjum uppá- komum, stuttorðir leiðangrar inn i þjóðhætti og menningarsögu — einnig einkamál allskonar. Sam- anburðarfræði Málfriðar eru kannski ekki viðbót við það, sem vitað var i stórum dráttum, en hún heldur þeim vel lifandi með stilgáfu sinni. Kannski gengur samanburður- inn i skemmtilegan hring — fyrst plumar nútiminn sig sæmilega vel I samanburðinum, fyrri timi erekkifegraður — samt átti hann eitthvað sem er eftirsjá i: „Sá sem ekki hefur alist upp við ryk- sugu og þvottavél, við snyrti- klefa hitaveitu og aðra hluti góða sem þessi öld lætur I té, hann grunar ekki hve örðugt var að lifa innan um flugur, ósýnilegar berklabasillur, raka, jötunuxa, köngulær, kulda, flær, ryk, rusl, drasl, innan fúinna veggja, hafa ekki salerni nema vont, forarefju i stað stétta, pappirsvöntun og of- litið af flestu nema óendanlega löngum tima til að lesa og hugsa um það sem lesið var”.... Þessi bók er ekki sú sögn i bók- menntanna spilverki sem Sama- staður var og Sálarkirnan, en hún ber mörg skemmtileg einkenni íþeirra^Málfriðurer á sinum stað. Það væri þá helst að áfellast hana fyrir ýmisleg einkamál sem eru lalveg lokuð lesandanum — jafn- vel þótt hann kannist við Þ.S. af tilviljun. Biðjum við svo að eitt- hvað rætist úr þvi andófi við heimsslitaspárnar sem einnig er haft uppi i þessari bók eins og t.d. þetta hér: „Nei við borðum skáldskap upp úr sálarkirnum og drekkum tónlist með”.... AB Þættir frá Breiðafirði HRANNAREK heitir safn þetta úr Breiðafirði sem Vikurútgáfan hefur gefið út. Höfundur hennar er Bergsteinn Skúlason, löngu ljóðkunnur höf- undur af ritum sinum um at- vinnusögu Breiðafjaröar og þjóð- legan fróðleik, sem tengdur er æskustöðvum hans. Þetta er þrettánda bók Berg- steins. Hrannarek geymir ýtar- legan kafla um eyjar á Breiöa- firöi, brotúr byggðasögu, um Isár og grasleysi og ýmsar sagnir eru þar, m.a. um eftirminnilegt slys við Skeley árið 1828. Tuttugu sögur fyrir unglinga Barnablaðið Æskan hefur sent frá sér bókina Keppninauta. en i henni eru 20 sögur fyrir unglinga eftir innlenda og erlenda höfunda. Þaðvar Kristján Jónsson sem tók efniö saman og sem dæmi um höfunda má nefna Aðalstein Sig- mundsson og Mark Twain. Segir á bókarkápu að bókin henti vel til notkunar I félagsstarfi unglinga ef óskað er eftir hentugum sögum til upplestrar á fundum og ekki á að geyma sögulok til næsta fund- ar. JÓLABÆKUR HELGAFELLS FLJUGANDI MYRKUR Ný heillandi ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk. SÍÐASTA BLÓMIÐ Magnús Ásgeirsson þýddi þetta merkisljóðað nýju eftir 35 meistaralega og snéri heimsá- ár með hnyttinni mynd- deilu Thurbers í Ijóð. Hér birtist skreytingu höfundarins. ( SKÁLDSÖGUR JONS THORODDSEN PILTUR OG STULKA Með teikningum Halldórs Péturssonar. MAÐUR OG KONA Myndirnar gerði Gunnlaugur Scheving. Þessar sigildu islensku skáldsögur þurfa að vera til á hverju heim- ili. HELGAFELL DVIDIIH 06 KÖCíl Gamanyrdi MAtíNfJS GIÐBR \NDSSON GAMANYRÐI eftir Magnús Guö- brandsson meö skop- teikningum eftir Hall- dór Pétursson, vel gerö og skemmtileg Ijóðabók. Eftirstöðvar af upplagi fást hjá bóksölum á gömlu verði. Þá kemur Kalli, sá kvennatralli Gísli Jónsson & Co. Hf. Sími 86644. NOTUM r-T^l LJÓS | .. allan sólarhringinn að vetrartagi tla /IFEROAR \D

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.