Þjóðviljinn - 18.12.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Side 3
Föstudagur 18. desember 1981 þjöÐVILJLNN — SÍÐA 3 Ríkisstjórnin áformar: Jólavertíð kaupmannanna — hófst með fyrra mc Við gerðum skyndikönnun i nokkrum verslunum á Laugaveg- inum og kynntum okkur gang við- skiptanna i jólaösinni. Jón Aðalsteinn Jónsson i Sport- vali sagði að umsetningin það sem af væri hefði verið sæmileg, enda þótt vont veður i byrjun mánaðarins hefði haft neikvæð áhrif. — Við seljum mest af skiðavör- um, skiðafatnaði og skautum, og það hefur orðið geysileg aukning i sölu á gönguskiðum. Göngubúnaður (skiði, binding- ar, skór og stafir) kostar um 1000 kr., skiðafatnaður á börn 4 - 500 kr. og á fullorðna 1000 - 1200 kr., og eru þetta algengar jólagjafir auk minni hluta eins og vettlinga o.fl. Reynir Eiriksson i Liverpool sagði að veltuaukningin hefði verið samkvæmt áætlun. Hann sagði að verð á innfluttum leik- föngum hefði ekki hækkað til jafns við verðbólguna og þvi yrði erfitt fyrir þá að ná inn veltu- :i í ár aukningu i samræmi við hana. „Við öfundum ekki islenska framleiðendur að keppa við inn- flutninginn”, sagði hann að lok- um. Ólafur Þórðarson hjá Máli og menningUiisagði að jólasalan hefði hafist fyrr i ár en i fyrra. Fólk kaupir ekki siður bækur i ár, og mér virðist þær hafa hækkað i verði nokkurn veginn i samræmi við verðbólguna. Ólafur taldi sjónvarpsauglýsingarnar ráða talsvert miklu um bókaval fólks, en mest seldu bækurnar sagði hann vera Möskva morgundags- ins, Gunnar Thoroddsen, Stóru bombuna, Lifsjátningu, Skrifað i skýin, Ofsögum sagt og 350 stofu- blóm. Vinsælustu þýddu höfund- arnir eru Alister McLean, Ther- esa Charles og Sven Hasel en vin- sælustu barnabækurnar eru Ast- arsaga i fjöllunum og Ronja. Oddný Ilalldórsdóttir hjá hljómplötudeild Karnabæjar sagði að fólk hefði tekið fyrr við sér en áður og taldi hún að um aukningu yrði að ræða i plötusöl- unni miðað við siðasta ár. Vinsæl- asta platan hjá Karnabæ heitir Skallapopp en á henni eru bæöi innlend og erlend lög. Hún sagði enn fremur að meira væri um nýjar islenskar plötur i ár en oft áður. Jón Bjarklind i fatadeild Karnabæjar hafði sömu sögu að segja, að jólaösín hefði byrjað fyrr i ár en venja er til. Hjá glervörudeild Kristjáns Siggeirssonar var okkur sagt að salan i gjafavörum væri eðlileg, en algengar gjafavörur þaðan eru t.d. kertastjakar sem kosta frá „ kr. 44.- og kristalskálar sem kosta frá 167,- kr. Hjá Vilberg og Þorsteini var okkur sagt að sala i sjónvarps- tækjum hefði verið með eðlilegu móti. Það verður þvi ekki annað séð en að hin hefðbundnu jólavið- skipti hafi enn forgang i f járlaga- gerð heimilanna. -ólg. Innb orgunargj ald á innflutt húsgögn Rikisstjórnin áformar að taka nú um áramótin upp 35% inn- borgunarskyldu á innflutt hús- gögn, og hefur málið þegar verið kynnt viðskiptaaðilum innan Frl- verslunarbandalagsins (EFTA) og Efnahagsbandalags Evrópu. Fyrir liggur nú þegar samþykkt EFTA á þessari ráðstöfun; að sögn Þórhalls Ásgeirssonar ráðu- neytisstjóra i viðskiptaráðuneyt- inu var talið rétt að tilkynna Efnahagsbandalaginu um áform- in áður en endanleg ákvörðun væri tekin, en hann kvaðst ekki vænta annars en að bandalagið léti þetta afskiptaiaust. Innborgunarskyldan er hugsuð til þess að vernda innlenda hús- gagnaframleiðslu i samkeppninni við innflutt húsgögn, en markaðs- hluti innfluttra húsgagna hefur farið vaxandi á undanförnum mánuöum. Verslunarráð íslands sendi I gær frá sér mótmæli vegna þess- ara áforma og kemur þar fram að ráðið telur þetta vera gagnslausa aðgerð. -ólg Flugleiðir: Annast viðhald fyrir Arnarflug Undirritaður hefur veriðsamn- ingur mflli Flugleiða og Arnar- flugs um að Flugleiðir taki að sér viðhald á TwinOtter og Boeng 720 flugvélum Aniarflugs. Flugleiðir hafa nú tekið á leigu Boeng 727—100 flugvél frá af- ganska flugfélaginu ARIANA og gildir leigusamningurinn i sex mánuði. Hefúr vélin verið fram- leigð til KABO AIR i Nigeriu og kemur hún til viðbótar þotunni sem Flugleiðir leigiu þangað s.l. vor og er i innanlandsflugi i Nigeriu. Flugvélin er skráð hér á landi. Flugmenn Flugleiða fljúga báðum flugvélunum i Nigeriu og viðhaldsdeild félagsins annast viðhald þeirra. Innanlandsflugið i' Nigeriu hef- ur gengið mjög vel og eru nú 16 Flugleiðastarfsmenn staðsettir i Kanó i sambandi við þetta flug. Heimír Steinsson sóknar- prestur á Þingvöllum Ddms- og kirkjumálaráðherra hefur að fengnum tillögum biskups Islands og Þingvalla- nefndar skipað sira Heimi Steinsson rektor Skálholtsskóla i embætti sóknarprests í Þing- vallaprestakalli á Arnesprófasts- dæmi. Erhann skipaður frá 1. janúar nk. og mun gegna starfi þjóðgarðsvarðar, svo sem lög mæla fyrir um. Svkr. Islensk jólatré Nú er sá timi að menn kaupa sér jólatré til þess að skreyta með hibýli sin um hátiðamar. Viða þar sem jólatré em seld myndast ös og annriki. í blaðinu hefur verið sagt frá innfluttum jólatrjám með rót, en i gær fór blaðamaður og ljós- myndari á sölustað Landgræðslusjóðs i Fossvogi, en þar er Hafa fínni nálar og þéttari greinar hvassar nálar, en bláa litnum bregður rétt fyrir. Einnig gaf að lita islenskan fjallaþin og normansþin, en sá fyrrnefndi er ættaður úr Klettafjöllum og eru brumin með hvítum harpix- hnúðum. Fjallaþinur er sú trjátegund, sem ræktuð mun hér á landi i framtiðinni sem lúxus- jólatré vegna afburða fagurrar lögunar og þess að nálarnar falla alls ekki af honum. Bldgrenið verður hins vegar það grenijólatré sem mest verður notað, vegna mun meiri barr- heldni en rauðgrenið, sem er hið hefðbundna skandinaviska jólatré. Þá má bæta þvi við að stafafura nýtur vaxandi • vinsælda. — Svkr. en erlendu jólatrén verið að selja islensk jólatré. Afgreiðslumenn upplýstu okkur um að þau seldustvei, enda væru þau frábrugðin erlendum trjám um margt. Barrnálar greni- trjánna væru styttri og eins væru islensku trén oft þéttari, vegna þess hve seinvaxin þau væru. Þarna var á boðstólum dönsk fura, þvf hin islenska spilltist svo i febrúarveðrinu í fyrra að hún reyndist ekki söluhæf. Þá voru þar til bæði broddgreni og blágreni, blágrenið hefur mjúkar nálar og slær á þær bláleitri slikju, en broddgrenið hefur Skipverjar á Guðbjarti ÍS 16 sendu Svavari skeyti: Styðja að oliugjald verði fellt niður „Þaö að hætta að taka olíug jaidíð og gjaldið í stofnf jársjóð fiskiskipa af óskiptum afla er sú al- skásta leið, sem bent hef ur verið á í sambandi við það að leiðrétta kjör sjó- manna", sagði Hrafn Norðdahl skipverji á skut- togaranum Guðbjarti (S 16. öll skipshöfnin aðrir en skipstjórinn sendu Svavari Gestssyni formanni Al- þýðubandalagsins skeyti, þar sem hún lýsti yfir stuðningi við hugmyndir hans um leiðir til lausnar á kjaramálum sjómanna nú eftir áramótin. Tilefnið var það að Svavar lýsti þeirri skoðun sinni í Morgunvöku útvarpsins 14. desember sl. að afnema ætti olíugjaldið og endur- skoða greiðslur í stofnf jár- sjóðinn. „Við sjómenn erum orönir leiðir á þvi að gera út skipin. Það er ótækt að við tökum þátt i að gera út toppskip, sem löngu eru greidd að fullu. Þessar hug- myndir Svavars eru þær sömu og sjómannafélögin hafa verið aö Guðbjartur IS 16 við bryggju á tsafiröi. berjast fyrir undanfarin ár en aldrei náð fram. Það er kominn timi til að leggja núverandi fyrir- komulag niður”, sagði Hrafn Norðdahl. —Svkr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.