Þjóðviljinn - 18.12.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Blaðsíða 7
ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur um árabil gengist fyrir söfnun á jólaföstu undir kjörorðinu „Brauð handa hungruðum heimi”. Stofnunin vinnur nú mik- ið hjálpar- og liknarstarf i þróun- arlöndunum. I Súdan er unnið að vatnsöflun, uppgræðslu, bygg- ingu skóla- og heilsugæslustöðv- ar, auk trésmiða-, vélaverkstæðis og prentsmiðju. 1 Kenya styður Hjálparstofnunin byggingu sjúkraskýlis og skóla, sem Kristniboðssamband íslands rek- ur. 1 báðum þessum löndum er um hjálp og hvatningu til sjálfs- bjargar að ræða, enda er sú að- stoð mikilvægust. 1 ár er safnað fé til þessara verkefna. Meginá- herslan á þessari jólaföstu er þó lögð á söfnun vegna Póllands. Sameiginleg söfnun kirkjunnar og ASÍ Hjálparstofnun kirkjunnar, Ka- þólska kirkjan og Alþýðusam- band Islands standa nú sameigin- BRAUÐ handa Bók sem hefur vakið fádæma hrifningu allra sem lesið hafa Þetta sögðu íslenskir gagnrýnendur: „Lesandinn er gripinn tómleikakennd að lestri loknum því að gaman hefði verið að lesa Ieng- ur.“ Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðið. „Fáar þjóðir hafa átt merkari sagnameistara en Rússar og alltof lítið af dýrgripum þeirra hefur séð dagsins Ijós á íslensku — hér er einn þeirra dýrgripa kominn og sá ekki smár.“ Illugi Jökulsson, Tíminn. „Leiksvið sögunnar er undravítt en maður læt- ur teygja sig til og frá, í lofti, á láði og legi, með töfrum frásagnarlistar sem sannarlega eru meiri en íslenskir lesendur eiga að venjast nú um stundir. Og kátínan bregður birtu á alla hluti... Ingibjörg Haraldsdóttir hefur unnið afburðagott verk með þýðingu sinni.“ Silja Aðalsteinsd., Pjóðviljinn. Þessa bók nægir ekki að kaupa — þú kemst ekki hjá að lesa hana spjaldanna á milli — aftur og aftur. Máll^iog menning hungruðum heimi Góðir landsmenn. Við Islendingar njótum þeirrar gæfu að lifa við lýðræði og vel- megun. Allir hafa til hnifs og skeiðar og undaníarin ár hafa verið timar mikillar uppbygging- ar og blómaskeiö menningar og mannlifs. Lengi hefur þessi þjóð undirbúið jólahátið af örlæti og með eftirvæntingu. A jólahátið komumst við nær hvert öðru en á öðrum timum ársins, sendum hvert öðru kveðjur landshluta á Öryrkjabandalag ✓ Islands og Samtök aldraðra: Styrktar- sjóður aldraðra stofnaður öryrkjabandalag islands og Samtök aldraðra hafa stofnað Styrktarsjóð aldraðra, m.a. með tilliti til þess að næsta ár, 1982, hefur verið helgað málefnum aldraðra. Þegar á þessu ári hefur veriö hafist handa um að bæta aðstöðu aldraðra og er stofnun Styrktar- sjóðsins einn liður I þvi. Sjóðnum er ætlaö að gegna fjölþættu hlut- verki, eða eins og segir i stofn- skrá hans: „aö styrkja eftir þörf- um og getu hvers konar gagn- legar framkvæmdir, starfsemi og þjónustu i þágu aldraðra með beinum styrkjum og hagkvæmum lánum. Gert er ráð fyrir þvi að tekjur sjóðsins verði framlög og - gjafir eldri borgara, dánargjafir, almennar minningargjafir og áheit, veröbætur og vextir svo og annað fé sem sjóðnum kann að áskotnast. Stofnfé sjóðsins er 10 þúsund krónur, sem er framlag frá ein- staklingi sem ekki vill láta nafns sins getið. Er framtið sjóðsins undir þvi komin að almenningur taki honum vel. Þeim sem hafa hug á að leggja sjóðnum lið skal bent á aö fyrst um sinn er gjöfum til hans veitt móttaka á skrifstofu Samtaka aldraðra, Laugavegi 103, 4. hæð simi 26410 og á skrif- stofu öryrkjabandalags Islands, Hátúni 10. Stjórn sjóðsins skipa: Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Hátúni 10A, Sigrún Ingimarsdóttir, Ljós- heimum 4 og Sigurður Gunnars- son, Alfheimum 66. Forseti Islands hefur staðfest skipulags- skrá sjóðsins. milli. Við fáum meira að segja fyrir tækni útvarpsins komið þvi beint til sjómanna okkar úti á hafi, sem ekki geta vegna heilla þjóðarbúsins tekið sér fri frá störfum á þessari mestu hátið ársins, að við erum ekki sist með hugann hjá þeim sem fjarstaddir eru. Okkar vandamál eru smávægileg A jólahátið sýnum við einatt i verki hið sanna hjartalag okkar. Við vitum af þvi hvert hjá öðru, þótt ekki séum við að flika þvi daglega nema eitthvað á bjáti að við megum ekkert aumt sjá ef sorg og andstreymi knýr dyra. Við eigum við ýmis úrlausnar- efni að glima i islensku þjóðfé- lagi, satt er það, en þau vandamál eru til að takast á við innbyrðis. Oftar en ella hefur okkur lánast að vinna bug á þeim. öðru visi værum viðekki þannig i stakk bú- in sem raun ber vitni. Þekking okkar og samskipti við aðrar þjóðir hefur fært okkur heim sanninn um að þau vandamál eru smávægileg i samanburði við það sem margar aðrar þjóðir eiga við að striða. Það er hrikaleg stað- reynd, að um 100 þúsund manns — fjöldi sem samsvarar nær helmingi islensku þjóðarinnar — láta lifið á degi hverjum af völd- um hungurs og hörgulssjúkdóma. Við erum fámenn þjóð Islend- ingarog framlag okkar til úrbóta geturekkiaöfullu breytt örlögum þessa mikla mannfjölda viðsveg- ar um heim sem bágstaddur er. En á þvi leikur enginn vafi að við getum þvi ráðið að umtalsverður fjöldi manna sem er aðframkom- inn nú geti fengið að halda lifi og öðlast heilsu með okkar hjálp. Lif og heilsa gefur starfsorku og starfsorka stefnir að uppbygg- ingu. Sjálf erum við minnug sögu okkar: vesöld tókst að breyta i hagsæld. Starfsorka hefur gert okkur kleift að nýta auðlindir er gjöfult land og hafsvæði láta okk- ur i té. Samviska okkar hlýtur að kalla á aðgerðir Fyrir hraðfleygar fréttir hefur heimurinn minnkað svo á undan- förnum árum að vitneskjan um vandamál annarra þjóða berst daglega inn á hvert heimili á tsiandi. Abyrgð okkar andspænis bágindum annarra þjóða þykir okkur nú hin sama og við finnum til þegar okkar eigin þjóð á i hlut. Samviska okkar hlýtur að kalla á aðgerðir. Á undanförnum árum hafa islenskar hjálparstofnanir unnið mikilvægt starf á þessum vettvangi. Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa verið aðilar að alþjóðlegu hjálp- arstarfi og auk þess unniö sjálf- stætt að mikilvægum verkefnum. lega að söfnuninni. Er það i fyrsta sinn sem verkalýðssamtökin og stofnanir kirkjunnar ganga til svo viðtæks samstarfs hér á fslandi. Vitað er að neyð er nú mikil i Pól- landi. Matarskortur og skortur á lyfjum og hreinlætisvörum gera það að verkum að þrek og orka manna lamast, ungbörn fá ekki brýnustu nauösynjar og biða þess ef til vill aldrei bætur. Sjúkir og eldra fólk, sem ekki hefur við- námsþrótt, veslast upp. Margir verða útundan og sitja við auð borð i vetrarhörkum. Skylda okkar að koma til hjálpar 1 áskorunum sinum tii almenn- ings hafa Hjálparstofnun kirkj- unnar, Kaþólska kirkjan og Al- þýðusamband Isalnds itrekað skyldu okkar til að koma ná- grönnum okkar i heiminum, nær semíær, til hjálpar. Skemmst er að minnast þeirrar samúðar og aðstoðar sem aðrar þjóðir sýndu okkur og veittu fyrir tæpum ára- tug þegar náttúruöflin gengu hart að okkur við gosið i Heimaey. Samhyggð hefur rikt með þess- ari þjóð frá fyrstu öldum byggðar á Islandi, en i elstu löggjöf okkar er að finna ákvæði um samhjálp sem forða skyldi þvi að nokkur meðal þegnanna færi á vonarvöl. Góðir lslendingar. Um jólin viljum við finna til þeirrar gleði að gleðja aðra. Aðstaða okkar er misjöfn en mestu skiptir að sem flestir láti eitthvað af hendi rakna. Ég hvet ykkur öll til þátt- töku, hvern þegn þjóðfélagsins, eftir efnum og ástæðum. 16.12.1981 Jólablaðið komið út, 88 síður. Foreldrar. Gefið áskrift í jólagjöf. Nýir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaupbæti. Áskriftasími er 17336. ÆSKAM Laugavegi 56,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.