Þjóðviljinn - 18.12.1981, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Qupperneq 9
Föstudagur 18. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 vélar og plötugeröarvélar og steypum gangstéttahellur. En eins og ég sagöi áöan væri æski- legt aö geta haldiö uppi fjöl- breyttara atvinnulifi og vonandi kemur aö þvi. Komu oft brotnir hingað — Ef viö snúum okkur aö þvi sem viö blasir I dag, þá er þvi haldiö fram aö fangar komi út niöurbrotnir á sál og iikama eftir kannski eins árs vist á Litla Hrauni; hverju svarar þú þessu til? — Ég mótmæli þessu harölega, þetta er alrangt. Aftur á móti koma menn hingaö mjög oft ger- samlega niöurbrotnir menn eftir langvarandi óreglu og illan kost. Hitt hef ég alltaf sagt, aö þaö veröur enginn betri maöur af þvi aö dvelja i fangelsi, þaö er rétt,og þeir sem koma hingaö oft og eyöa hér stórum hluta manndómsára sinna fara auövitaö illa. Hér myndast auövitaö félagsskapur og þessir menn halda saman þeg- ar þeir koma héöan út. Þaö tel ég vera slæmt, þvi aö þeir heföu mjög gott af þvi aö breyta um félagsskap og umhverfi; en aö hér séu menn brotnir niöur, þvi mót- mæli ég harölega. — Aö loka menn inni er aö sjálf- sögöu engin iausn og þetta hefur veriö viöurkennt viöa erlendis, þar sem geröar hafa veriö ýmsar tilraunir meö fangelsi; hafiö þiö gerteinhverjar tilraunir til breyt- inga hér? — Já, viö höfum gert þaö og raunar hefur ýmislegt jákvætt veriö gert og væri meira ef fjár- skortur hamlaöi ekki. Ég vil I þessu sambandi nefna þann visi aö skóla sem komiö hefur veriö upp hjá okkur. Fyrst var þaö iön- skóli, en nú er rekin hér deild úr fjölbrautaskólanum á Selfossi og menn geta lokiö honum hér, eöa þá einhverju iönnámi. Þaö hafa raunar tveir lokiö iönnámi. Annar lauk trésmlöanámi og er nú hinn nýtasti maöur og hefur ekki kom- iö hingaö siöan hann lauk námi. Annar, sem enn situr inni, hefur lokiö málmiönaöarnámi meö sóma og ég veit dæmi um menn sem hafa sest i þennan skóla og siöan haldiö áfram námi eftir aö þeir losnuöu héöan. Þetta er mjög jákvæö þróun. Fá laun fyrir skólasetu Þeim sem hér dvelja er boöiö uppá skólasetu, en þeir veröa aö sýna árangur, standast próf. Þaö er ekki hægt aö setjast I skólann til aö hafa þaö náöugt. Skólavist þeirra er metin eins og vinna þeirra hér, þannig aö menn fá laun fyrir aö sitja á skólabekl^ sennilega eini skólinn á landinu, þar sem nemar hafa laun fyrir aö stunda námiö. Ég vil þó taka fram aö hér er ekki um neina alls- herjar björgun aö ræöa. Þaö er afar einstaklingsbundiö hver árangurinn er, sumir vilja ekki setjast i skólann, aörir gefast upp o.s.frv. Þaö er þvi þeim mun ánægjulegra aö sjá til þeirra sem taka þetta alvarlega og standa sig vel. — Hvert er þitt áiit á þvi aö vista unga pilta meö sér eldri og reyndari afbrotamönnum? — Ég tek undir þaö sem fanga- presturinn séra Jón Bjarman sagöi i viötali viö þig um þetta mál, þaö hefur bæöi jákvæöar og neikvæöar hliöar. Þaö getur veriö slæmt, haft slæm áhrif á unga pilta aö dvelja hér meö sér eldri og reyndari mönnum, en oft reyna þeir eldri aö tala um fyrir þeim sem sitja hér inni I fyrsta eöa annaö skipti. Segja þeim frá reynslu sinni og benda þeim á hvaö biöur þeirra. Þetta hef ég oft oröiö var viö. En aö öllu jöfnu tel ég ekki heppilegt aö vista þessa hópa saman. Mér hefur stundum ofboðið — Hvaö er þá til ráöa? —Ef ég réöi þessu einn, myndi ég vilja vista þá yngri alveg sér. Ég myndi bjóöa þeim uppá nám, og verkstæöi, þar sem þeir gætu lært Gangurinn, þar sem gömlu einangrunarklefarnir eru, en nú er hætt aö Einangrunarklefar i nýju fangelsisálmunni. nota fyrir fanga á Litla Hrauni, en Selfoss iögregian hefur aögang aö þeim fyrir ölvaöa menn. iönnám og unniö viö sitt fag. Ég myndi bjóöa þeim uppá þennan kostjef þeir höfnuöu honum yröu þeir vistaöir i hinu venjulega fangelsi. Svo vel þekki ég oröiö þessa pilta aö ég fullyröi aö þeir eru fáir sem myndu hafna boöinu. Þörfin fyrir skóla til handa þess- um ungu mönnum er brýnni en flesta grunar. Mér hefur stundum ofboöiö hve margir þeirra kunna bókstaflega ekki neitt og þaö i þessu þjóöfélagi sem slfellt krefst aukinnar menntunar. Þeir sem þannig er ástatt fyrir eiga svo sára litla möguleika á aö bjarga sér i lifinu þegar þeir eru utan fangelsis og leita þvi alltaf aö ódýrustu lausninni, aö hafa rangt viö. Viö sem hér vinnum gerum svo sannarlega þaö sem I okkar valdi stendur til aö koma þessum drengjum til aöstoöar og aö koma þeim út i lifiö sem betri mönnum en þegar þeir komu hingaö inn. Þetta tekst oft, en um þaö er aldrei talaö. en hinu er klifaö á sem ekki tekst. Varöandi skólann tekur maöur eftir þvi hvaö þeir sem hann stunda þroskast og taka miklum framförum. Þeir sem hafa sýnt skólanum mestan áhuga eru fangar meö langa dóma. Þegar þannig er ástatt fyrir mönnum, setjast þeir oft niöur og hugsa sitt ráö og þegar slikur kostur býöst sem skólinn taka þeir þvi feginshendi. — Er þaö rétt aö 90% fanga séu alkóhólistar? —Nei, og talan 80% sem nefnd hefur veriö er lika of há; en samt sem áöur er mikið um áfengis- sjúklinga hér og eru sibrotamenn verstir I þeim efnum. Aö tilstuöl- an fanganna sjálfra hefur veriö stofnuö AA-deild innan fangelsis- ins, og hafa fundir veriö haldnir meö föngunum á laugardögum um skeiö. Þetta hefur gefiö góöa raun, þær umræöur sem þarna hafa farið fram eru til bóta. Málefni geð- sjúkra afbrota- manna — A þaö hefur veriö deiit aö hér á Litla Hrauni skuli vistaöir geö- sjúkir menn, sem dæmdir hafa veriö ósakhæfir, en jafnframt dæmdir til öryggisgæslu á sér- stakri stofnun, sem ekki fyrir- finnst i iandinu; hvert er þitt áiit á þessu máli? — Ég geri mér fulla grein fyrir þvi aö þaö er neyöarráöstöfun aö vista þá héij þeir eiga vitaskuld aö vera á geösjúkrahúsum. En eftir aö nýja álman var tekin I notkun, fer i sjálfu sér ekki illa um þá hjá okkur. Þeir búa I vistlegu húsnæöi og viö reynum aö láta þeim liöa eins vel og frekast er kostur. Þaö liggja fyrir tillögur um byggingu á stofnun fyrir geösjúka afbrota- menn og ef og þegar hún veröur byggö, myndi ég leggja til aö hún yröi byggö hér aö Litla Hrauni. Segja má aö viö höfum hér allt sem til þarf nema þá læknisþjón- ustu, sem mennirnir þurfa á aö haldc^en hún yröi aö koma og þvi myndi mikiö sparast viö aö byggja hana hér. Þá um leiö væru deildirnar orönar þrjár og gætum viö þá hugsaö okkur aö ein væri fyrir geösjúka, önnur fyrir þá yngstu, sem ekki er taliö heppi- legt aö umgangist eldri og reynd- ari fangana og svo aftur á móti deild fyrir þá. Opin deild — En þá komum viö aö máli, sem ég hef mikinn áhuga fyrir, en þaö er svo nefnd opin fangelsis- deild. Ég myndi vilja hafa hana nærri Reykjavik, i innan viö 10 km. radius frá borginni. Þar vildi ég láta vista yngri menn sem eru aö hefja sinn afbrotaferil og aöra þá sem eru tilbúnir til aö reyna aö ná sér upp. Þarna fengju menn tækifæri, reynslutima. Þeir ættu aö fá aö stunda vinnu og nám utan fangelsisins eins og hver annar, en koma þangaö heim aö kveldi. Þarna er mönnum sýndur viss trúnaöur; bregðist þeir honum, þá vita þeir aö hin heföbundnu fangelsi taka viö. Þvi miöur hafa menn hér á landi of litiö kynnt sér þessi mál, en viöa erlendis hafa veriö geröar tilraunir meö stofn- anir sem þessa, og hafa þær gefiö góöa raun. Ég hef all-vel fylgst meö þessu, vegna þess aö ég hef eytt sumarleyfum minum I mörg ár i aö kynna mér fangelsismál erlendis og þykist þvl tala af nokkurri þekkingu. — Erum viö eftirbátar ná- grannaþjóöanna á þessu sviöi? — Sem betur fer erum viö ekki eftirbátar þeirra hvaö fangelsis- málum viökemur, nema f tilraun- um meö nýjungar. Ég fullyröi aö þessi nýju fangelsi, sem hafa veriö byggö viöa erlendis eru svo ómanneskjuleg aö flest gömlu fangelsin eru betri. Þegar hinn mannlegi þáttur hverfur innan fangelsa, fyrir fullkominni tækni- væöingnþá tel ég vera farið út á hálar brautir. Gætum þess aö fangar eru menn eins og ég og þú. Þeir hafa hinsvegar gerst brot- legir viö lög og eru aö taka út sina refsingu fyrir. Þaö þýöir ekki aö fara eigi meö þá eins og dauöa hluti meö þvi aö loka þá inni búr- um, þar sem allt er fjarstýrt meö nýtiskulegum rafeindabúnaöi. Þaö ber aö gera þeim refsivistina eins bærilega og frekast er unnt og þaö verður ekki gert nema mannlegi þátturinn sé I fyrir- rúmi. Hitt vil ég svo aö lokum endurtaka og leggja áherslu á, aö þaö veröur enginn betri maöur af aö dvelja I fangelsi. -SJór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.