Þjóðviljinn - 18.12.1981, Page 4

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. desember 1981 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans., Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. •Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svarfhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Sigúröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöúr Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Gúöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkevrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Kcykjavik, simi 81333 Prenion: Blaöaprent hf Afla verður fyrir útgjöldunum Á Alþingi hafai verið miklar annir síðustu daga eins og jafnan þegar líður að jólum. Veigamesta verkef nið nú á haustþinginu hefur verið afgreiðsla fjárlaga- frumvarpsins fyrir næsta ár, en frumvarpið verður væntanlega að lögum í dag eða á morgun. • Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 8 miljarðar nýkróna. • Hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslunni hefur haldist mjög svipað síðustu 10 ár, eða á bilinu frá26% og upp í 30,4%. Hæst fór þetta hlutfall á árinu 1975 í 30,4%, en samkvæmt f járlagaf rumvarpinu fyrir næsta árergert ráðfyriraðþaðverði28,l%, eða mjög álíka og meðaltal síðustu 10 ára. Þessa staðreynd mættu menn gjarnan hafa í huga, þegar hlýtt er á f ull- yrðingar um stóraukna skattheimtu ríkissjóðs ár frá ári. • Við afgreiðslu f járlaga eru þeir jafnan margir, sem ekki fá í sinn hlut nema brot af því fé, sem farið var fram á, og seint verður öllu réttlæti fullnægt í þeim efnum. Hér bætir þó síst málflutningur þeirra manna sem hæst gapa um lækkun skatta en heimta jafnf ramt auknar f járveitingar til margvíslegra mál- efna eftir því sem henta þykir hverju sínni. • Það voru athyglisverð orð, sem Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis flutti þing- mönnum í f ramsöguræðu sinni við 2. umræðu f járlaga nú í vikunni er hann mælti fyrir áliti og breytingartil- lögum nefndarinnar. • Geir Gunnarsson sagði m.a.: ,,Við höfum á undanförnum árum í mjög ríkum mæli notað verulegan hluta af afrakstri þjóðarbúsins til þess að byggja upp þjónustustofnanir og ef la hvers kyns þjónustu og félagsleg réttindi. I þeim efnum hefur markið veriðsett háttog fyrirmyndir verið sótt- ar til þeirra þjóða sem ríkastar eru og gera mestar kröfur... Undirstaða allrar getu til að standa undir félagslegri þjónustu í landinu, hvort heldur er í skóla- málum, heilbrigðismálum eða öðrum efnum, er þó verðmætasköpun i þjóðfélaginu, undirstöðuf ram- leiðslan. Og því aðeins er unnt að auka sífellt við þjón- ustuþættina, að verðmætaöflunin aukist að sama skapi, eða í einhverju sé dregið úr þeirri sóun sem kann að eiga sér stað á ákveðnum sviðum, t.d. í versl- un hér á höfuðborgarsvæðinu." Síðar í sömu ræðu sagði Geir: • „Það eru ekki mörg ár síðan farið var að greiða tannlækningar úr ríkissjóði. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1982 nema þessar greiðslur 45,3 miljónum króna. Sama er að segja um fæðingarorlof. Það er stutt síðan það kom til, en það kostar á næsta ári um 65,2 miljónir kr. Ýmsum hefur þótt of lítið f jármagn fara til byggingar grunnskóla, sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva. Samtals eru veittar til þessara fram- kvæmda í f járlagafrumvarpinu 107,4 miljónir króna. Þá upphæð mætti meira en tvöfalda fyrir þá fjár- muni, sem nú er variðtil þeirrar félagslegu þjónustu, sem ég áðan nefndi og ekki var greidd fyrir nokkrum árum. • Framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna nam ekki háum upphæðum fyrir fáum árum. I fjárlaga- frumvarpinu nú nemjr það 117,1 miljón kr., eða álíka upphæð og ætlað er í frumvarpinu samanlagt til hafnarframkvæmda, flugvallagerðar, bygginga dag- vistarheimila og íþróttamannvirkja. Stöðugildi á ríkisspítölunum eru um 1830 og gætu jafngilt áhöfnum 110—120 togara. Jafnframt eykst þjónustan á heilsu- gæslustöðvum og nýjum sjúkrahúsum hvarvetna í landinu eins og að hefur verið stefnt. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru bætt lífskjör. En á hvern veg reiknast það þegar borinn er saman kaupmáttur launa frá einu tímabili til annars?" • Geir Gunnarsson tók fram að hann væri EKKI að benda á þessa rekstrarliði sérstaklega vegna þess að hann teldi þá ekki eiga rétt á sér, heldur væri þetta nefnt til að gera mönnum Ijóst, að það eru viss tak- mörk fyrir því, hvað við getum aukið ýmis þjónustu- útgjöld ár frá ári án þess að raunverulegur verðmæta- auki komi á móti. • Þessi orð Geirs Gunnarssonar eiga erindi við fleiri en alþingismenn eina. —k. Mörg eru viöbrögöin viö at- lögunni gegn pólskri verkalýðs- hreyfingu. Magnús Bjarnfreös- son sagöi i Dagblaöinu i gær, aö hann væri svo „raunsær” maö- ur, aö hann „kættist fremur en hitt þegar ég heyröi um viö- brögö pólskra stjo'rnvalda á sunnudag”. Merkileg sjálfumgleöi: sjáiö bara hvaö ég er skarpskygn og margfróöur!! Magnús Bjarn- freösson telur, aö Jaruzelski og hans menn hafigripið til marg- nefndra örþrifaráöa til að „freista þess aö afstýra sovéskri innrás” og hnykkir á meö þvi aö vonaaö „alþýöa Pól- lands standi meö rikisstjóm sinni”! Undarleg kenning, satt aö segja. 1 raun er meö henni ábyrgö af þvi sem gerst hefur létt af Dólskum ráðamönnum: þeir geri ekki annaö en foröast þaö sem enn verra er! Svo mikiö er vist aö forystumenn pólskrar verkalýöshreýfingar hafa aldrei skrifaö upp á slika kenningu. Þeir hafa aö sjálf- sögöu gert ráö fyrir þeim mögu- leika aö sovéskur her væri sendur á vettvang, en þeir hafa aldrei viljaö viöurkenna þaö sem óumflýjanleika. Bæöi þeir og margir fréttaskýrendur aörir, hafa efast um aö Sovét- menn legöu i !nnrás biátt áfram vegna þess aö Pólland væri of stór biti aö kyngja og afleiöing- arnar of háskalegar fyrir Sovét- menn sjálfa. Aðrar áherslur Jaruzelski og hans menn munu aö sjálfsögöu leita sér þeirrar réttlætingar, sem Magnús Bjarnfreðsson er reiðu- búinn til aö gefa honum. Modzelwski, einn af talsmönn- um Samstööu, leggur allt aðrar áherslur i nýlegu viðtali við Spiegel (9. nóvemberí.Þar sak- ar hann stjórnina, beint og óbeint, um að hafa svikið ýmis þau loforð sem gefin höfðu verið og beinb'nis stefnt aö átökum, uppgjöri — i þeirri von aö hægt væri að villa um fyrir almenn- ingi og kljúfa samstööuhans, ná til „þeirra 20-30% óákveöinna manna i samfélaginu, sem við (Samstöðumenn) þurfum á að halda til aö styöja aögerðir okk- ar.’ ’ „Þeir vaða uppi” Þaö heyrðist til tveggja ihaldsmanna virðulegra i heit- um potti: þeir voru ekki heldur hneykslaöir á valdhöfum Pól- lands. Stjórnvöld gátu ekki látið menn vaöa svona uppi, sögöu þeir og höföu með sérkennileg- um hættisettsig í sígilda ihalds- stöðu gagnvart verkalýðnum, sem er aldrei til friös! Hér er komið að öðru: i fyrr- greindu viðtali varar Moczelwski við þvi, að á Vestur- löndum hafi fjölmiðlar tekið — einatt án þess að taka eftir þvi sjálfir hvaö þeir eru aö gera — undir opinberan áróöur pólskra stjórnvalda um það, að það séu verkföllin sem Samstaöa hefur efnt tfl, sem hafi stórmagnað upp efnahagskreppuna og vöru- skortinn. Þessu svarar Modzelwski, fyrrum helsti blaöafulltrúi Samstööu, á þessa leið: ' Enginn hefur nokkru sinni bú- ist viö þvi, aö verkföll auki framleiðsluna. En menn veröa aö skoöa máliö nánar. Viö höf- um, segir hann, reiknað þaö út, aö á sl. fjórtán mánuöum hafi þjóðarbúskapurinn samanlagð- | ur ekki tapað nema sem svarar átta eöa niu vinnustundum á hvern vinnandi mann i verkföll- um. (Það er mun minna en tap- ast að jafnaði i vinnustundum vegna verkfalla i Vestur-Ev- rópu). Á hinn bóginn, segir Modzelwski, tapar pólskt at- vinnulif kannski tveim stundum á degi hverjum, vegna þess aö menn standa verklausir (vegna vondrar stjórnunar, bilana, skorts á aðföngum ofl.). Þetta tjónkemur verkföllum ekki við, þviaðslikt „iöjuleysi” var dag- legt brauð, löngu fyrir daga verkfallanna i ágúst 1980. Ábyrgðarleysi Samstöðu Modzelewskileggur sig einnig fram um þaö i fyrrgreindu viö- tali aö bera til baka orðróm, sem viöa hefur flogið, um óbil- girni og ábyrgðarleysi Sam- stööumanna. Hann minnir á, að Samstaöa hafi fyrr á árinu stöövaö eða komiö i veg fyrir mótmælaverkföll gegn matar- skorti og reynt að útskýra fyrir fólki, að slik verkföll væru þýð- ingarlaus.Samstöðumenn hefðu eftir föngum reynt að ganga úr skugga um matvælaástandið og sagt opinskátt við fólkið, að það væri engar faldar birgöir aö hafa. Gallinn hefði barasta ver- iö sá, að stjómvöld hefðu ekki gefið Samstööu nógu skilmerki- legt umboö til eftirlits á þessu sviði, og þvi hefði fólk einnig hneigst til aö trúa ekki Samstöðumönnum i þessum efnum. Orðanotkunar- frœði Af öllum einkennilegum viö- brögðum eru þau frumlegust sem sjá má í Staksteinum Morgunblaðsins, en þar skrifa þeir menn helst, sem vilja keppa við Mánudagsblaðið um að vera stikkfri i íslenskri um- ræðu fyrir fólsku sakir. Þeir Staksteinamenn sérhæfa sig um þessar mundir i orðanotkun og heyja á þeim vettvangi grimmi- lega baráttu viö mannlega skynsemi. t gær sendu þeir Asmundi Stefánssyni, forseta ASt óbliöar kveðjur fyrir þaö aö hann heföi i ræöu sinni á útifundi um Pól- land ekki minnst á kommún- isma eða sósialisma. Ekki mun- um viö hvort Ásmundur nefndi ^ kommúnistaflokk Póllands á' nafn eöa ekki. En hitt ætti aö vera hverjum manni skiljan- legt, að hver sá sem ber saman þær hugsjónir og viðhorf sem eiga sér samnefnara i sósial- isma, og ráösmennsku flokksins pólska, þeim dettur flest annað i hug til skilgreiningar á þeirri framgöngu en sósialismi. Endurnýjun og Rússar Enn verri reynist þó klippari. Af einhverjum undarlegum ástæðum fer það gifurlega i taugarnar á Staksteinum, aö hér i Þjóbviljanum var talað um þaö aö „endurnýjunarþröun var barin niður i Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu á sinum tima”. Það má ekki, segja Mogga- strákar, nota orðið endurnýjun, af þvi að viö samþykkjum ekki að neitt geti endurnýjast þar austur frá. Þeir staðhæfa: „Orðið „endurnýjunarþróun” hefur orðið til hjá þeim, sem vilja tileinka sér viðhorf sovézkra ráðamanna til atburða i iepprikjum þeirra”! Nú víll svo einkennilega til, að Woytila kardináli, nú páfi i Róm, ávarpaði landa sin^ ég held i fyrradag, og hvatti þá til aö snúa aftur inn á braut „endurnyjunar og viðræðna”. Sú braut væri að sönnu erfið, en þó fær. Samkvæmt þessu er páfinn náttúrlega einn af þeim sem er á mála hjá Rússum. Heppilegur kommi En svo kemur að Jóni MUla, sem sagöi i Dagblaðinu á dög- unum að gott væri að pólskir kommúnistar hefðu tekið i lurg- inn á Samstöðuhyskinu — og þó fyrr hefði verið. Þetta þykir þeim hjá Staksteinum nokkuð gott —af þeirri einföldu ástæðu, aö þarna er talað eins og þeim kemur best. Þeir vilja fá að velja sér „komma” i friði. For- mUla þeirra er ósköp einföld: slæmir eru þeir kommar sem eru með Rússum — hálfu verri eru þeir sem eru á móti Kreml- verjum! Rétt aö menn hafi þetta i huga. og skerid Götuátök i Katowice — litla myndin er af Modzelewski.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.